Tíminn - 08.09.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.09.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. september 1992 Tíminn 3 Stjórnarandstaðan hvetur ríkisstjórnina til að breyta um stefnu í efnahags- og atvinnumálum: Davíð segir árangur sjást af efnahagsstefnu sinni Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar væri farin að skila árangri og efnahagslíf landsmanna væri að styrkjast. Atvinnuleysi myndi því fara minnkandi síðar þó að það aukist nú um sinn. Hann sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar gerðu það að verkum að afkoma sjávarútvegs á þessu ári yrði „ekki slök“, en horfurnar væru verri fyr- ir næsta ár. Steingrímur Her- mannsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, sagði að stefna ríkis- stjórnarinnar myndi leiða til ófarn- aðar. Þetta væri sama stefna og hægri stjórnirnar í Bandaríkjun- um og Bretlandi hefðu fylgt og hefðu leitt til stöðnunar í efna- hagslífi þar. Þetta kom fram í umræðum um atvinnumál á Alþingi í gær. Jó- hannes Geir Sigurgeirsson (Frfl.) hóf umræðuna. Fyrstu sjö mánuði þessa árs var atvinnuleysi á landinu 2,8%. Þjóð- hagsstofnun spáir að atvinnuleysi á þessu ári verði um eða yfir 3%. Venjulega hefur atvinnuleysi minnkað mikið yfir sumarmánuð- ina, en sú varð ekki raunin í sumar. í sumar var atvinnuleysi 2,5% til 2,7%. Mest er atvinnuleysið á Suð- urnesjum og því er spáð að þar komist atvinnuleysi upp fyrir 10% í vetur. Fá bankar að breyta skuldum í hlutafé? Jóhannes Geir sagði að það væru bein tengsl milli aukins atvinnu- leysis, aukinnar fátæktar og aukins félagslegs misréttis. Hann sagði að íslendingar hefðu aldrei sætt sig við atvinnuleysi og myndu aldrei sætta sig við það. „Það verður engri ríkisstjórn liðið að hér verði atvinnuleysi af þeirri stærðargráðu sem er í okkar nágrannalöndum," sagði Jóhannes Geir. Jóhannes Geir vakti athygli á spá Þjóðhagsstofnunar um að atvinnu- leysi á næsta ári verði um 4%. Þetta þýðir að 4.800-5.000 manns verði stöðugt án vinnu allt árið. Jó- hannes Geir sagði margt benda til að ástandið verði jafnvel enn verra. Fyrirtæki séu að hagræða og spara í kostnaði. Hagræðingin leiði í flestum tilfellum til fækkunar starfsfólks. Þá sagði hann að búast mætti við að mikill samdráttur í byggingaiðnaði leiði til keðjuverk- andi samdráttar á ýmsum öðrum atvinnugreinum. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir ráðleysi í atvinnumálum og vitnaði til sjónvarpsviðtals við for- sætisráðherra þar sem hann sagði að bregðast verði við vanda í at- vinnumálum með hagræðingu og sameiningu sveitarfélaga. Jóhann- es Geir sagði að vandamálið væri stærra en svo að slík meðul dugi. Staðan í sjávarútvegi væri nú með þeim hætti að jafnvel best reknu og stærstu sjávarútvegsfyrirtækin ættu ekki fyrir rekstrarkostnaði. Jóhannes Geir sagði að nú væri þörf á að stjórnvöld, atvinnulífið og bankarnir settust niður til að vinna að bættum rekstrarskilyrð- um fyrir atvinnufyrirtækin í land- inu. Ríkisstjórnin hefði lagt alla áherslu á að draga úr umsvifum ríkisins. Hugsun stjórnvalda hefði verið að síðan myndi allt efnahags- lífið taka viö sér. Flest bendi til að þessi stefna mistakist. Markmið stjórnarinnar um minni halla á ríkissjóði muni t.d. ekki nást. Ár- angursleysi hennar í efnahags- og atvinnulífi væri því algjört. Davíð Oddsson. Jóhannes Geir sagði mikilvægt að kostnaður innanlands verði lækk- aður. Koma þurfi á farsælla kerfi við stjórn gengismála, m.a. með því að nýta lagaheimildir um að koma upp gengismarkaði. Bregð- ast verði við skuldastöðu atvinnu- veganna með lengingu lána. Lækka þurfi vexti. Setja þurfi aukið fé til vegamála og til viðhalds opinberra mannvirkja. Þá varpaði Jóhannes Geir fram þeirri hugmynd að bönk- um verði veitt lagaheimild til að gerast hluthafar í atvinnufyrir- tækjum. Hann sagði það vænlegra fyrir bankana að gerast tímabundið hluthafar í fyrirtækjum frekar en að ganga að fyrirtækjunum með ósk um gjaldþrot. Minni atvinna ein- göngu afleiðing af minni afla? Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði þessar hugmyndir Jóhannes- ar Geirs og fleiri vera til skoðunar í ríkisstjórninni, en ræddi þær ekki efnislega. Davíð sagði að ástandið í atvinnu- málum væri verra nú en það hefði verið lengi. Hann sagði að ástæðan fyrir auknu atvinnuleysi væri sam- dráttur í fiskveiðum. Hann mót- mælti því hins vegar að atvinnu- leysi hér á landi væri að verða sam- bærilegt við það sem er í ná- grannalöndum okkar. Davíð sagði að vandinn í atvinnu- lífinu fælist í því að fjöldi starfa á atvinnumarkaði hafi minnkað eða staðið í stað síðustu fimm ár. Á sama tíma hafi fólki á atvinnu- markaðinum fjölgað. Davíð sagði að lausn á vandanum felist ekki í þyí að stjórnvöld komi fram með einhverjar miðstýrðar töfralausnir í atvinnumálum. Á síðustu árum hafi 30 milljörðum verið varið í loðdýrarækt, fiskeldi og virkjanir. Þessir fjármunir hafi engin störf skapað. Davíð minnti á þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefði gripiö til á þessu ári til að bæta stöðu sjávarútvegs- ins, þ.é. lengingu lána Atvinnu- tryggingasjóðs og útgreiðslur úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins. Hann sagði að þessar aðgerðir leiði til þess að afkoma sjávarútvegsins verði ekki slök á þessu ári. Horf- urnar séu hins vegar verri fyrir næsta ár. Minni veiöiheimildir geri stöðuna enn erfiðari. Davíð sagði að ríkið geti ekki bætt sjávarútveg- inum upp niðurskurð í aflaheim- ildum. Davíð sagðist sjá fram á batamerki í atvinnulífinu. Hallinn á ríkissjóði sé að minnka og viðskiptahalíinn sömuleiðis. Þá væri sparnaður í þjóðfélaginu að aukast. Hann úti- Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Steingrímur Hermannsson. Steingrímur J. Sigfússon. lokaði að gengisfelling komi til greina. Aðeins með traustu efna- hagslífi sé hægt að auka atvinnu í landinu. „Við höfum tekið á okkur nokkrar þrengingar og fórnir. Þær fórnir eru að skila árangri og sá árangur mun leggja grundvöllinn að upp- byggingu í þessu landi. í mínum huga er meginverkefnið það að kvika hvergi af leið, halda sínu striki, hafna gervilausnum sem gefa stundarávinning, en byggja á stefnu sem stenst dóm sögunnar," sagði Davíð. Verðum að breyta um stefnu ef ekki á illa að fara Steingrímur Hermannsson, íyrr- verandi forsætisráðherra, sagði að sú stefna sem ríkisstjórnin fylgi muni og hafi leitt til ófarnaðar. Þetta sé sama stefna og fylgt hafí verið af hægri stjórnunum í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Þar sé við mikil og vaxandi vandamál í efna- hagslífi að etja. Þessar tvær þjóðir séu að feta sig frá þessari stefnu. Steingrímur sagðist hræðast von- leysið og svartsýnina sem gripið hafi um sig í þjóðfélaginu. Hann undraðist þá bjartsýni sem kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar. Steingrímur sagði að bjartsýni yrði að byggjast á raunsæju mati á stöðu efnahagsmála. Svo virðist sem for- sætisráðherra geri sér enga grein fyrir raunverulegri stöðu efnahags- og atvinnumála. „Það er sorglegt að hlusta á forsæt- isráðherra nefna sem nánast eina bjargvætt okkar í dag samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Hefur forsætisráðherra ekki fylgst með því hvernig þróunin hefur orðið þar? Nýjustu spár eru að þar verði hag- vöxtur langt um minni en áður var gert ráð fyrir,“ sagði Steingrímur. Miklar uppsagnir í ágúst Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði að aukið at- vinnuleysi á þessu ári endurspegl- aðr fyrst og fremst þann mikla sam- drátt sem væri í efnahagslífinu. Hún staðfesti að atvinnuleysi á þessu ári væri um alit landi í nánast öllum atvinnugreinum, ekki síst þjónustugreinum, verslun og með- al opinberra starfsmanna. Þá hafi atvinnuleysi meðal 25-40 ára auk- ist. Þá bendi margt til að atvinnu- lausir séu lengur frá vinnu en áður. Jóhanna sagði að tölu um atvinnu- leysi í ágústmánuði bendi til að úr atvinnuleysi hafi dregið lítils háttar. Atvinnulausum hafi fækkað úr 2.100 í 1.800. í ágústmánuði var til- kynnt um nærri 500 uppsagnir til félagsmálaráðuneytis. Þetta er þre- földun miðað við sama tímabil í fyrra. Þess ber að geta að stór hluti af þessu fólki verður væntanlega endurráðið. Það á t.d. við um 100 starfsmenn prentsmiðjunnar Gu- tenberg sem öllum hefur verið sagt upp störfum í tengslum við sölu og endurskipulagningu á verksmiðj- unni. Félagsmálaráðherra og viðskipta- ráðherra bentu á nokkrar leiðir til að bæta atvinnuástandið. Þau nefndu til aukið fjármagn til rann- sókna- og þróunarstarfs, ný tæki- færi samfara EES-samningnum, sameiningu sveitarfélaga, stuðning við hagkvæmnisathuganir og fleira. Bæði lögðu áherslu á breytingar á skattkerfinu sem miðað að því að aðlaga það því sem gerist í ná- grannalöndum okkar. Jóhanna nefndi breytingar á aðstöðugjaldi í því sambandi. Jón Kristjánsson sagði fullyrðing- ar um að sameining sveitarfélaga auki atvinnu rangar. Líkleg skammtímaáhrif af sameiningu sveitarfélaga séu að reynt verði að hagræða og fækka störfum. Þegar til langs tíma sé litið kunni hins vegar sameining sveitarfélaga að styrkja atvinnulífið. Steingrímur J. Sigfússon sagði greinilegt að forsætisráðherra meti það svo að ekki megi fórna lang- tímabata í efnahagsmálum fyrir skammtímaaðgerðir í atvinnumál- um. Atvinnuleysi væri þannig orðið tæki við stjórn efnahagsmála. -EÓ Sveitarfélögin hafa stutt atvinnufyrirtæki með stórfelldum hætti á síðustu fimm árum: Veittu 3,5 milljörðum til atvinnulífsins Sveitarfélögin veittu atvinnulíf- inu í landinu styrk í einu eða öðru formi upp á 3,5 milljarða á árunum 1987-1991. Hæstu framlög voru veitt af sveitarfé- Iögum á Vesturlandi og Norður- landi vestra en langlægst í Reykjavík. Þetta kemur fram í athugun sem Samband ís- lenskra sveitarfélaga gerði fyrr á þessu ári og félagsmálaráð- herra gerði grein fyrir á Alþingi í gær. Aðstoðin sem hér er um að ræða hefur átt sér stað í gegn um hluta- bréfakaup, lán, niðurfellingu gjalda, Jóhanna Siguröardóttir bein framlög og ábyrgðir. Svo dæmi sé tekið þá veittu sveit- arfélögin á Austurlandi 955 milljón- um króna til atvinnulífsins með þessum hætti á umræddu fimm ára tímabili. Á Norðurlandi eystra var þetta tæplega 1.500 milljónir. „Ljóst er að slíkur fjármagnstil- flutningur frá sveitarfélögunum til atvinnulífsins er óeðlilegur. Hann lamar getu þeirra til að sinna hefð- bundnum verkefnum. Það er ljóst að vegna atvinnuástandsins hafa sveitarfélögin verið knúin til þessa og það er afar óæskilegt að fram- hald verði á slíku," sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.