Tíminn - 08.09.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. september 1992
Tíminn 5
Ingvar Gíslason:
Um skyldleika EES og EB
Ræða Vilhjálms Egilssonar á Alþingi 31. ágúst sl. er eftirtektar-
verð fyrir hreinskilnina sem þar kom fram um skammtímahlut-
verk Evrópska efnahagssvæðisins. Hann lítur ekki á EES sem
„valkost" við fulla aðild að Evrópubandalaginu, eins og utanríkis-
ráðherra lætur í veðri vaka. Þvert á móti bendir hann á að þetta
fyrirhugaða ríkjabandalag sé bráðabirgðafyrirkomulag. Því er ætl-
að líf meðan veríð er að ganga frá frambúðarlausninni, sem er sú
að EFTA-ríkin, þ.á m. ísland, gangi hvert af öðru í sjálft Evrópu-
bandalagið. Að því gerðu lyki hlutverki EES til framdráttar hug-
sjóninni um Bandaríki Evrópu.
Allt þetta veit Vilhjálmur Eg-
ilsson og er svo heiðarlegur að
benda á það. Hann fer ekki í
launkofa með þá skoðun sína að
rökréttur framgangsmáti Evr-
ópustefnu ríkisstjórnarinnar sé
að hugsa nú þegar fyrir fram-
haldinu, nefnilega því að búast
til inngöngu í Evrópubandalag-
ið. Tók ræðumaður svo til orða
að íslendingar verði „að gera
upp hug sinn“ gagnvart Evr-
ópubandalaginu „innan eins til
þriggja ára“.
Þeir, sem enn eru að velkjast í
vafa um afstöðu sína til EES-
samningsins og bera ýmsu við,
ættu að gefa gaum þessum
hreinskilnu orðum Vilhjálms
Egilssonar um áfangahlutverk
Evrópska efnahagssvæðisins.
Langtímamarkmiðið er að þoka
íslandi í áföngum undir alríkis-
hatt hins hugsaða evrópska
miðríkis.
Ef stjórnmálamenn eru enn í
vafa um hvort um sé að ræða af-
söl þjóðlegra valda til yfirþjóð-
legra valdastofnana samkvæmt
EES-samningi, ættu þeir að
horfa jafn langt fram á veg Evr-
ópuhugsjónarinnar og Vil-
hjálmur Egilsson er að benda
þeim á. Við það ættu augu
þeirra að ljúkast upp fyrir því
hver tilgangurinn er með því að
lögleiða EES-samninginn með
öllu sem honum fylgir. Þar með
yrði ísland aukaaðili að Evrópu-
bandalaginu. Þjóðin yrði að lúta
valdi þess á ýmsum sviðum lög-
gjafarmála, dómgæslu og
stjórnsýslu. Eftir þær miklu
umræður, sem orðið hafa að
undanförnu um valdafyrir-
komulagið í EES, ættu stjórn-
málamenn að vera orðnir nægi-
lega upplýstir um hvaða valda-
tilflutninga (fullveldisskerð-
ingu) aðildin hefur í för með
sér. Þeim ætti ekki að vera neitt
að vanbúnaði að leggja pólitískt
mat á staðreyndir málsins. Það
er þeirra hlutverk. Vill löggjaf-
inn skerða fullveldi ríkisins og
sjálfstæði þjóðarinnar eða vill
hann það ekki? Tími stjórn-
málamannanna er upprunninn.
Tími lögfræðiálitanna ætti að
vera liðinn. Tími „sérfræðing-
anna“ er a.m.k. liðinn í þessu
máli.
Afsteypa af Efna-
hagsbandalaginu
En vert væri að gera sér enn
gleggri mynd af grundvallareðli
og stjórnskipulagi Evrópska
efnahagssvæðisins en að jafnaði
er dregin upp. Hið rétta er að
Evrópska efnahagssvæðið er
ríkjabandalag með sérstöku
stjórnskipulagi, þar sem skipt-
ast á yfirþjóðleg og þjóðleg völd
og valdsvið eftir því. Hugsjóna-
grundvöllur EES er hið kapítal-
íska fjórfrelsi Rómarsáttmálans
og þess háttar alþjóðahyggja,
sem beinlínis hefur það mark-
mið að draga úr þjóðlegum
völdum og fækka þjóðlegum
valdsviðum. Rómarsáttmálan-
um er stefnt gegn þjóðríkjum
og ætlað að stofna til evrópsks
alríkis.
Þrátt fyrir það er því haldið
fram, ýmist í áróðursskyni eða
af fáfræði, að EES-samningur-
inn sé venjulegur milliríkja-
samningur um viðskiptamál og
því bætt við að Evrópska efna-
hagssvæðið sé „gerólíkt" Evr-
ópubandalaginu sem nú er.
Hvort tveggja er rangt. EES-
samningurinn er ekki venjuleg-
ur viðskiptasamningur og Evr-
ópska efnahagssvæðið er ekki
„gerólíkt" Evrópubandalaginu.
Þvert á móti eru þessi bandalög
sama eðlis, reist á sama heim-
spekigrunni og ekki ólík um
annað en þróunarstigið. Á þeim
er stigsmunur en ekki eðlis-
munur. Til þess að átta sig á
þróunar- eða stigsmun EES og
EB er vert að gera sér þess
grein, að EES er furðunákvæm
afsteypa af Efnahagsbandalag-
inu gamla eins og það var í upp-
hafi 1958 og hélst í því formi
hartnær 30 ár. Þess vegna er
það, að ef Alþingi samþykkir að
ganga skuli í Evrópska efna-
hagssvæðið. væri það einna lík-
ast því að Islendingar væru að
ganga í „Efnahagsbandalagið"
u.þ.b. 30 árum eftir að það var
til umræðu í upphafi sjöunda
áratugarins, en hugmyndinni
þá hafnað. Samlíkingin milli
Efnahagsbandalagsins gamla og
Evrópska efnahagssvæðisins
varpar ljósi á eðli þess og skipu-
lag og sýnir eðlis- og efnisskyld-
leikann við Evrópubandalagið.
Jafnvel stjórnskipulegur grund-
völlur er sömu ættar. Hvort
tveggja bandalagið er banda-
ríkjakyns, federal, eða hálf- fe-
deral, ef menn vilja ekki taka of
mikið upp í sig, en koma þó eðl-
islýsingu þessara ríkjabanda-
laga rétt til skila.
Hlutverk löggjafans
Eitt er a.m.k. öldungis víst, að
með því að samþykkja EES-
samninginn væri Alþingi að
semja þjóðina undir fjórfrelsi
Rómarsáttmálans og skerða
fullveldisrétt íslenska ríkisins
að því marki sem nauðsyn efna-
hagskerfis ríkjabandalagsins
krefst. En skerðing á fullveldis-
rétti er brot á stjómarskrá,
hvort sem slík brot em fleiri eða
færri, stærri eða minni. Það er
höfuðskylda þeirra, sem fara
með löggjafarvald, að virða það
heit sem þeir hafa unnið um
trúnað við stjómarskrána. Lög-
gjafinn á að vera vaxinn upp úr
því að spyrja lögmenn úti í bæ
að því hvenær Alþingi sé á
barmi þess að brjóta stjórnar-
skrána. Það á löggjafinn að vita
án þess að honum sé sagt það.
Það er m.a. hlutverk löggjafans
að stöðva ofríkisverk ráðherra,
en beygja sig ekki fyrir þeim. Al-
þingi er engin afgreiðslustofn-
un fyrir ríkisstjórnina. Ríkis-
stjómin á undir Alþingi með sín
mál, en ekki öfugt. Löggjafar-
valdið er ofar öðru valdi.
Alþingismönnum ber nú að
nota tímann til þess að gera upp
hug sinn gagnvart þeim stjórn-
arskrárbrotum sem þeir standa
frammi fyrir. Þá ber þeim einnig
að fara út á meðal þjóðarinnar,
kjósenda sinna, skýra skil-
merkilega frá stöðu mála, tala
við almenning á mæltu máli,
þora að hafa eigin skoðun á svo
afdrifaríku máli, gefa sérfræð-
ingum frí, sýna fyrir sitt leyti
ekki minni kjark en Vilhjálmur
Egilsson, sem gert hefur upp
hug sinn, þótt það uppgjör sé að
vísu harmsefni af öðmm ástæð-
um. Framtíðarsýn hans í sjálf-
stæðismálum þjóðarinnar er
skelfileg. En hún mætti verða
öðrum til vamaðar, því ekki er
hún til eftirbreytni.
Höfundur er fyrrverandl rítstjóri
Tlmans.
r
Oskar Bergsson:
Reimleikar á S.U.F.-þingi
Eftir að hafa tekið þátt í umræðum um landbúnaðarmál á þingi
Sambands ungra framsóknarmanna um helgina, er ég bæði undr-
andi og svekktur. Vofa steindauðrar iandbúnaðarstefnu sveif þar
yfir vötnum, og náðu reimleikamir hámarki við fæðingu land-
búnaðartillögunnar. Og nú er óskapnaðurínn fæddur. Illa van-
skapaður, innihaldslaus frasi, sem sannar að ungu framsóknar-
fólki finnst ekkert athugavert við landbúnaðar- og byggðastefnu
síðustu tveggja áratuga. Heldur eru höfð stór orð um miskunnar-
lausan niðurskurð ríkisstjórnarinnar í sauðfjárræktinni.
Það örlaði ekki á nokkurri
sjálfsgagnrýni.
Landbúnaði í núverandi mynd
skal haldið áfram, með góðu
eða illu.
Persónulega finnst mér að
málaflokkur jafnstór í sniðum
og þessi eigi að fá umljöllun
innanflokks áður en farið er að
karpa um hann í fjölmiðlum.
Ég lagði til að þingið ályktaði
ekki að svo stöddu um land-
búnaðarmálin, heldur yrði
skipuð starfsnefnd um málið og
mundi hún skila áliti í fram-
haldi af þinginu eftir sex mán-
uði. Á því var ekki áhugi. Fleiri
tillögur, sem einnig hnigu að
því að landbúnaðarmálin yrðu
skoðuð sérstaklega, voru líka
felldar.
Staðan í dag
Ef við skoðum þróunina í
landbúnaðar- og byggðamálun-
um síðustu áratugina, þá blasir
ýmislegt óumdeilanlegt við:
1. Stórkostlegur fólksflutning-
ur úr sveitum.
2. Stórkostlegur niðurskurður
í landbúnaðarframleiðslu.
3. Hækkun á landbúnaðarvör-
um.
4. Minni eftirspurn eftir land-
búnaðarvörum.
5. Hörmuleg lífsafkoma fjöl-
margra bænda.
Ekki hafa niðurgreiðslurnar
og útflutningsbæturnar haldið
fólkinu í sveitunum.
Ekki hafa niðurgreiðslurnar
og útflutningsbæturnar komið
í veg fyrir niðurskurð.
Ekki hafa niðurgreiðslurnar
og útflutningsbæturnar komið
í veg fyrir hækkun á afurðum.
Ekki hafa niðurgreiðslurnar
og útflutningsbætumar aukið
eftirspurn eftir afurðunum.
Ekki hafa niðurgreiðslurnar
og útflutningsbætumar komið
í veg fyrir slæma lífsafkomu
bænda.
Þvert á móti. Hnignunin er
áþreifanleg.
Ástæðan fyrir því að þessar
stjómvaldsaðgerðir skila ekki
árangri, er sú að aðferðin til að
halda sveitunum í byggð er
röng.
Það er ekki bæði hægt að
styrkja og kúga sama aðilann
og ætlast svo til að sjá árangur.
Mergur málsins er, að bóndan-
um er borgað fyrir að framleiða
ekki.
Þegar svo er komið fyrir at-
vinnugrein, þá er hún dáin.
Svo er reynt að blása lífi í líkið
með miklum tilkostnaði, en án
árangurs.
Án árangurs einfaldlega vegna
þess að forsendurnar em rang-
ar.
Án árangurs einfaldlega vegna
þess að forsendurnar fyrir
byggðastefnu em ekki niður-
greidd landbúnaðarstefna.
Útkoman er hrun, þrátt fyrir
að búið sé að eyða svimandi
fjárhæðum í nafni byggða-
stefnu, sem hefur engu skilað
nema fólksflótta, fátækt og
óviðráðanlegu verði á landbún-
aðarafurðum.
Enginn hefði trúað því fyrir
tuttugu árum að lambalæri,
sem þá var venjulegur sunnu-
dagsmatur, yrði einhvemtíma
jafndýrt og útvarpstæki.
Hvað gerðist? Þróunin var
stöðvuð. Afleiðingin er stað-
reynd.
Hvað frekar?
Ég tel að það sé mjög nauð-
synlegt fyrir framsóknarmenn,
bæði unga sem aldna, að sætta
sig við og viðurkenna að veru-
legar breytingar í landbúnaðar-
málum em óhjákvæmilegar.
Þess vegna er mikilvægt að
framsóknarmenn séu á undan í
stefnumörkun og að óhjá-
kvæmileg fækkun bænda verði
ekki til þess að sveitimar tæm-
ist, heldur þvert á móti.
í stað þess að henda pening-
unum í atvinnugrein, sem frek-
ar á heima á byggðasafni en í
harðri samkeppni atvinnulífs-
ins, á að nota þá í atvinnuskap-
andi framkvæmdir í hémðun-
um. Vegagerð, hitaveitur, land-
græðslustörf — allt annað en
það, sem bannar bændum að
bjarga sér sjálfum.
Framleiðslurétturinn verði
lagður niður og þeir, sem
treysta sér til að framleiða
landbúnaðarvörur á verði sem
neytendur ráða við, geta farið í
það. Enda er í mörgum tilfell-
um sú fjárfesting fyrir hendi,
sem gefur möguleika á marg-
földum afköstum.
En hinir, sem ekki hafa á því
möguleika, eigi á vísan að róa
með aðra atvinnu í sínu heima-
héraði.
Niðurgreiðslu- og útflutnings-
bótapeningunum verði varið í
atvinnuskapandi og raunhæfar
fjárfestingar úti á landsbyggð-
inni, sem skila sér bæði til nú-
tíðar og framtíðar.
Höfundur er trésmiöur.