Tíminn - 08.09.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.09.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriöjudagur 8. september 1992 — MINNING Ingimundur Sigurður Magnússon frá Bæ Fæddur 11. september 1933 Dáinn 21. ágúst 1992 Þann 28. ágúst s.l. var til moldar bor- inn Ingimundur Sigurður Magnússon húsasmíðameistari, en hann lést 21. ágúst eftir skamma en stranga sjúk- dómslegu. Andlát Ingimundar er nán- ustu samverkamönnum mikill harm- ur, enda fellur hann frá langt um aldur fram, 58 ára gamall. Ingimundur var fæddur 11. septem- ber 1933 að Reykhólum í Austur- Barðastrandarsýslu. Að honum stóðu vestfirskar ættir, en foreldrar hans voru Magnús Ingimundarson, hreppstjóri og bóndi í Bæ í Reykhólasveit, og Jó- hanna Hákonardóttir frá Reykhólum. Bær stendur í þjóðbraut, svo sem þeir þekkja er um Barðastrandarsýslu fara. Þar hefur sama ættin búið í hartnær eina öld og búið vel og í margbýli. Rómuð er gestrisni bænda í Bæ og margur ferðalangur hefur lagt leið sína þangað á liðnum árum og áratugum. Sem unglingur stundaði Ingimundur nám í Héraðsskólanum að Reykjum í Hrútafirði og lauk handavinnukenn- araprófi frá Kennaraskóla íslands 1953. Næst lá leið hans til Vestmannaeyja til vinnu og náms. Hann lauk námi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Vest- mannaeyjum 1955, en 1963 öðlaðist hann meistararéttindi í þeirri grein. Upp frá því stóð hann fyrir byggingu margra stórhýsa víða um iand. Má þar nefna skólahús að Reykjum í Hrúta- firði og að Reykhólum. Samhliða nám- inu í húsasmíði kenndi Ingimundur við gagnfræðaskóla Vestmannaeyja. Frá árinu 1958 kenndi hann við Hér- aðsskólann í Reykjanesi við ísafjarðar- djúp, en skólastarf var Ingimundi löng- um hugleikið og hæfni hans til að um- gangast unglinga rómuð. Þó svo Ingimundur stundaði nám og störf víða, átti hann þó löngum lög- heimili í Bæ. Hann gerðist bóndi í Bæ og reisti sér nýbýlið Hábæ. Eins og við er að búast, búnaðist Ingimundi vel í nábýli við frændur sína, en auk bú- skapar stundaði hann smíðar. Eins og áður er vikið að, var Ingimundur kom- inn af hreppstjóraætt. Því lá beint við að hann tæki við hreppstjórastarfi í sveitinni. Þá gegndi hann fjölda trún- aðarstarfa, meðal þeirra var hann um- boðsmaður skattstjóra í Reykhólasveit. Kona Ingimundar var Sjöfn K. Smith, dóttir Sverris Smith loftskeytamanns, sem lengi starfaði hjá Ríkisskipum. Þau gengu í hjónaband 25. júlí 1959. Um brúðkaup tvíburabræðranna Ingi- mundar og Hákonar var skrifað í Tím- ann og til myndarbrags og höfðings- skaparins tekið. Böm þeirra hjóna eru fjögur: Magnús, Laufey, Sverrir og Hjördís. Barnabömin em sex; það yngsta, sonur Sverris, fæddist 13. ágúst sl. eða rúmri viku fyrir andlát afa síns. Sá drengur var skírður Ingimundur í höfuð afa síns, en eins og Ingimundur sagði skömmu áður en hann dó: „Þeir em búnir að endumýja mig héma." Snemma árs 1984 réðst Ingimundur til starfa hjá fjármálaráðuneytinu, nán- ar tiltekið Fasteignum ríkissjóðs. Á þeim átta ámm, sem frá em liðin, hef- ur hann, að öðmm ólöstuðum, átt meiri þátt í því að færa umsjón með fjölmörgum húseignum ríkisins til betri vegar. í umsjá stofnunarinnar em nú milli 100-200 húseignir um allt land og lætur nærri að þörf er á árvekni til þess að halda eignum við og forða því að tönn tímans setji ótímabært mark á þær. Það er ekki ofsögum sagt, að Ingimundur lagði metnað í smekk- vísi og hagsýni þegar hús vom endur- bætt. Hann lagði sig einnig ávallt fram um að eiga góða samvinnu við húsráð- endur, enda skildi hann þýðingu þess fyrir það starf sem hann rækti með svo miklum ágætum. Það var einkennandi fyrir Ingimund að hann vandi ekki komur sínar í fjár- málaráðuneytið að ástæðulausu. Hann leysti jafhan verkefni sín í góðri sam- vinnu við samverkamenn í stjóm Fast- eigna ríkissjóðs eða ráðuneytinu. Það var því af annarri ástæðu sem þorri starfsmanna fjármálaráðuneytisins kynntist Ingimundi svo vel sem raun varð á. í nokkur ár hafa starísmenn tekið sig saman og plantað trjám í gróðurreit austur í sveitum. Það skipu- lagði Ingimundur öðmm fremur og undirbjó. í þessum ferðum hafa jafnt fullorðnir sem böm tekið þátt og notið forystu hans og vináttu. Það er því skarð fyrir skildi þegar fjármálaráðu- neytið sér á bak svo ágætum starfs- manni sem Ingimundur var, sem og starfsmenn félaga sínum. Handaverkin munu þó halda minningu hans á lofti um ókomin ár. Um miðjan júní sl. sáust þess engin merki að Ingimundur gengi ekki heill til skógar. Þá komu starfsmenn ráðu- neytisins og Fasteigna ríkissjóðs sam- an til gróðursetningar. Nokkm síöar fékk hann staðfestingu þess að hann væri haldinn illkynja sjúkdómi, sem erfitt kynni- að reynast að ráða við. Þessum tíðindum tók hann af æðm- leysi og ræddi veikindi sín eins og hvem annan hlut sem að höndum bæri og menn fengju ekki við ráðið. Eins og hann sagði, þá ráða forlögin því, en ekki ég eða þú, hvað að höndum ber. Til hinstu stundar hélt hann þeim ein- staka eiginleika að tala um alvömmál, starfið eða gamanmálefhi af sömu yfir- vegun og ætíð. Það var hans háttur að telja mönnum kjark, fremur en draga úr. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, böm- um, bamabömum og öðmm ættingj- um dýpstu samúð fyrir hönd sam- verkamanna Ingimundar í fjármála- ráðuneytinu og við minnumst hans sem góðs drengs og félaga. Magnús Pétursson Það er með miklum söknuði og trega, sem ég sest niður og skrifa þessar línur sem hinstu kveðju mína til frænda míns, vinar og lífstíðarleiðbeinanda, Munda frænda, eins og ég ávallt kallaði hann. Ég átti því láni að fagna sem ungur föðurlaus hnokki að fá að halla höfði mínu að traustu brjósti þessa elskulega frænda míns. Þau bönd, sem þá bund- ust með okkur, hafa aldrei brostið frá þeirri stund. Á þeim níu summm, sem ég naut þess að dveljast hjá afa mínum, Magnúsi Ingimundarsyni frá Bæ í Króksfirði, var Mundi ævinlega ímynd hins dug- lega, kraftmikla frænda, sem allan vanda leysti. Hann var hamhleypa til vinnu og óvæginn sjálfúm sér að leggja á sig langan vinnudag, sem verkin köll- uðu á hverju sinni. Þegar hann kvæntist sinni elskulegu eiginkonu, Sjöfn Smith, átti ég síðan því láni að fagna að eiga með þeim átta sumur á þeirra bráðmyndarlega heim- ili, eftir að þau hófu búskap. Margt verkið var unnið og mörg mál- in rædd og ávallt lagði hann metnað sinn í að dugnaður, heilindi og rétt- mæti væm í hávegum höfð. Hand- leiðsla hans var einstaklega uppbyggj- andi og leiðandi. Hann hafði lag á að skilja mann alltaf eftir hugsandi og metandi þau mál, sem vom uppi á pallborðinu á hverjum tíma. Þróa þau og þroska í eigin brjósti og komast að sjálfstæðri niðurstöðu. Ávallt hefur frændi minn verið mér ná- kominn og hugleikinn. Hann hafði sterkan persónuleika, sem var einstak- lega gefandi til eftirbreytni, hlaðinn festu, tryggð og trausti. Hann sleppti aldrei af mér sinni styrku hendi. í bland við hans yfirvegaða yfirbragð var ávallt stutt yfir í góðlátlega glettni og jafnvel snefil af stríðni, sem gerði sam- skiptin og samvemna með honum æv- inlega svo skemmtilega. Mundi sinnti ávallt öllum þeim mál- um, sem honum hafa verið falin, af kostgæfni. Bæði fyrr og síðar. Orðspor hans sem bónda, kennara og hrepp- stjóra, svo eitthvað sé nefnt, talar sínu máli. Hann hafði mannkosti, sem eftir- sóknarvert er fyrir hvem mann að ná að líkjast. Ég kveð þennan góða vin með miklum söknuði. Elsku Sjöfn, Maggi, Laufey, Sverrir og Hjördís. Guð gefi ykkur handleiðslu og styrk í sorg ykkar. Það er stór hópur frændsystkina og vina, sem myndar þann kærleikshring sem er með ykkur á þessari örlagastund. Magnús C. Friðgeirsson Mig langar að minnast með fáeinum orðum ástkærs móðurbróður míns, Ingimundar Magnússonar húsasmíða- meistara og fyrrverandi bónda og hreppstjóra frá Bæ í Reykhólasveit. Hann andaðist í Landspítalanum hinn 21. ágúst s.l. eftir stutta en stranga sjúkdómslegu, einungis tæplega 59 ára gamall. Á bemsku- og unglingsárum mínum naut ég þess, sem núorðið heyrir til forréttinda hjá borgarbömum, að dvelja öðru hverju á sumrin á fjöl- mennu sveitaheimili móðurfólks míns í Bæ í Reykhólasveit. Afi minn, Magnús Ingimundarson, bjó þar fram til ársins 1959, er synir hans tóku við búi og stofnuðu síðan tvö nýbýli. í Bæ var á þessum tíma ættarheimili af gömlu gerðinni, þar sem vom saman komnir þrír og fjórir ættliðir stórrar, kærleiks- ríkrar fjölskyldu. Auk þess var jafnan fjöldi vina og gesta, ungra og aldinna, til lengri og skemmri dvalar. Þama var engin lognmolla eða iðjuleysi og enga niðursoðna afþreyingu þurfti til þess að hafa ofan af fyrir bömum og ung- lingum. Það var ekki ónýtt fyrir okkur systra- bömin, sem að staðaldri dvöldum í Bæ á sumrin, að eiga að sex móðurbræður, sem skemmtu okkur, dekmðu og vemduðu, hver á sinn hátt. Margar Ijúfar minningar á ég frá þessum æsku- ámm um frænda minn, Ingimund eða Munda, eins og ættingjar og vinir nefndu hann jafnan. Margar vom ferð- imar á heyvögnum, traktomm, jepp- um og vömbílum; minningar, sem em svo ríkur þáttur í æskumyndinni og sveipa hana ævintýraljóma. Mundi var einstaklega hlýr og bam- góður. Rík ábyrgðartilfinning var hon- um íblóð borin og lét hann sér sérstak- lega annt um öryggi okkar og velferð alla. Hann gat einnig verið strangur og ákveðinn á svip, þegar ærsl og prakk- arastrik gengu úr hófi fram og skakka þurfti leikinn. Gmnnt var þó jafnan á hans eigin gamansemi og glaðværð, því oft sáum við svipinn breytast, þegar hann sneri sér undan. Á unglingsámm mínum urðu síðan kynnin af frænda mínum nánari og mér urðu betur Ijósir mannkostir hans. Vorið, sem ég fermdist, buðu hann og eiginkona hans, Sjöfn Smith, mér að dvelja sumarlangt á myndar- legu heimili þeirra í Hábæ, en það ný- býli stofnuðu þau frá Bæ. Fyrir mér var þessi sumartími einstaklega ánægju- legur, enda viömót hjónanna beggja og barna þeirra þannig, að ekki gat mér dulist að ég var velkominn á heimili þeirra. Ég tel mig síðan hafa búið að ýmsu því, sem ég lærði undir vemdar- væng frænda míns í þennan skamma tíma. Ég var kominn á þann aldur, að tímabært var orðið að kynnast alvöru lífsins með meiri þátttöku en áður í hinum léttari sveitastörfum. Engum manni hef ég kynnst á lífsleiðinni, sem haft hefur betra lag á því vandasama verki að segja unglingum til við vinnu. Það var hvorki gert með skömmum né væli, heldur með þeirri notalegu festu og yfirvegun, sem einkenndi hann svo mjög, ásamt skýrri leiðsögn og hvatn- ingu. Ávallt lét hann í ljós, að hann kunni að meta vel unnið starf. Sjálfur var hann vinnusamur með afbrigðum, þrekmaður mikill, en vandvirkur þó. Honum voru gjaman falin mannafor- ráð og þeir, sem störfuðu með honum eða undir stjóm hans, hrifust ósjálfrátt með. Meðfram búrekstri stundaði Mundi jafnan mörg önnur störf, svo sem vöru- bílaakstur, kennslu og húsasmíði, en til alls þessa hafði hann lært. Jaftíframt gegndi hann embætti hreppstjóra og ýmis önnur trúnaðarstörf vom honum gjaman falin. Réð þar ekki persónuleg- ur metnaður hans, heldur það mikla traust, sem hann ávann sér með vönd- uðum störfum sínum og hreinskipt- inni framkomu í hvívetna. Hann mátti í engu vamm sitt vita. Eftir að frændi minn hætti búskap og fjölskyldan fluttist búferlum til Sel- tjamamess, stundaði hann fyrst at- vinnurekstur sem húsasmíðameistari, en réðst síðan sem forstöðumaður hjá Fasteignum ríkissjóðs. Þá sem fyrr héldust náin vinabönd milli fjölskyldu hans og foreldra minna og eiga þau honum margan góðan greiða að þakka. Við atvinnu sína hér syðra átti hann einnig samstarf við föður minn og bróður, sem báðir em húsasmíða- meistarar. Reyndist hann þeim í því sem öðm drengur góður. Samskipti mín við frænda minn og fjölskyldu hans hafa í seinni tíð að vísu ekki verið eins tíð og í sveitinni fyrr á ámm. En fagnaðarfundir voru það ávallt, þegar við hittumst. Ég fann, að frændsemi hans hafði í engu breyst. Handtakið var ennþá jafn þétt og hlýtt, greiðviknin og höfðingslundin ennþá söm. Um leið og ég þakka frænda mínum samfylgdina, sendi ég eiginkonu hans, bömum, tengdabömum og bamaböm- um mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið guð að blessa minningu hans. Guðlaugur Stefánsson Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Bríem) Föstudaginn 21. ágúst sl. lést Ingi- mundur móðurbróðir okkar í Land- spítalanum eftir stutt og erfið veikindi. Hann fæddist á Reykhólum í Austur- Barðastrandarsýslu 11. september 1933, sonur hjónanna Jóhönnu Há- konardóttur og Magnúsar Ingimund- arsonar, bónda og hreppstjóra að Bæ í Króksfirði; þau em bæði látin. Mundi, eins og hann var kallaður, ólst upp að Bæ í stómm systkinahópi. Hann kvæntist 25. júlí 1959 eftirlifandi konu sinni, Sjöfn K. Smith, dóttur hjónanna Laufeyjar og Sverris Smith loftskeytamanns. Þau eignuðust fjögur böm, sem em: Magnús, og á hann fjög- ur böm; Laufey; Sverrir, sem á tvö böm; og Hjördís, sem enn er í heima- húsum. Minningar um ótal yndislegar sam- vemstundir með Munda em okkur of- arlega í huga á þessari stundu. Við systkinin vomm öll okkar uppvaxtarár á sumrin að Bæ, þar sem við tengd- umst sterkum böndum frændfólkinu; því var Mundi okkur kærari en móður- bróðir. Alltaf tók hann á móti okkur með opinn faðminn og brosinu sínu. Þær vom margar stundimar sem við áttum á heimili Sjafnar og Munda eftir að þau hófu búskap að Bæ. Nú, þegar kveðjustundin er mnnin upp, viljum við þakka þá alúð og kærleika sem hann hefur alla tíð sýnt okkur. Elsku Sjöfn mín og böm, við viljum biðja Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Blessuð veri minning hans. Farþúífríði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fgrir allt og allt. Gekkstþú með Guði, Guðþérnúfglgi, hans dgrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Jóhanna, Hrefna og Salóme Friðgeirsdætur Fleiri minningargreinar um Ingimund S. Magnússon munu birtast í blaðinu næstu daga. Ásdís Vídalín Kristj ánsdóttir Fædd 3. desember 1918 — Dáin 28. ágúst 1992 Ég krgp á kné og Guð þig bið að móðir mín fái eilífan frið Nú fjölskgldan í djúpum harmi, eirðarlaus með tár á hvarmi, og þjáningar heimsins séu að baki, því missirinn er afar mikill, gegmir hana og við henni taki. ef brotnar svona lífsins Igkill. Því hún á aðeins skilið það besta, En minningar margar eftir eru guðhrœdd og gæðakona hin mesta, um samverustundir og góða veru, sem unni öllu fógru og góðu, eftirminnilega daga og nœtur, veikburða, fátæku, litlu og stóru. minningamar, mamma, glja hjartarætur. HJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.