Tíminn - 08.09.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.09.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 8. september 1992 Frábær grillveisla var eftir Lokasprettinn og mega forráöamenn hestamannafélaganna svo sannarlega taka þá Haröarmenn sér til fyrirmynd- ar hvaö þetta varöar. Síðasta hestamótið: Guðmar Þór, tólf ára, náði þriðja sætinu í gæðingaskeiði. — Siggi Sæm. einvaldur kýldi Didda Bárðar í sjötta sæti í töltinu: Aftur á bak í molakaffí „Ræsir, þú hefur eina mínútu til þess að koma þessu af stað. Heyrirðu ann- ars eitthvað í mér?“ þrumaði Valdi- mar þulur upp í norðanáttina. Ræs- irinn heyrði greinilega ekkert í hon- um, því hann hélt áfram að reyna að ræsa í sprettinn og voru kláramir mjög órólegir í rokinu. „Sjáðu nú þétta, fjórir menn á þeim brúna og ekkert gengur," sagði Guð- mundur Einarsson trommari og hló einhver ósköp, hann er bróðir Bjöms R. hjá Sinfóníunni, báðir þekktir fyr- ir létta lund. ,J4ei nei nei, fer klárinn nú ekki bara aftur á bak, líklega er hann á leiðinni í molakafíi upp í félagsheimili," sagði Guðmundur trommari og hló nú svo svakalega að nýi trimmgallinn gekk í bylgjum utan á honum. Ræsinum hafði nú tekist að koma klárunum af stað, en einn sat greinilega eftir og gekk helst aftur á bak. „Ef þið flýtið ykkur ekki þá missum við af grillinu," heyrðist í Valdimar þul og hann var óðar rokinn eftir hesti sínum, því nú átti hann sjálfur að hleypa sprett og sýna gott for- dæmi í íþróttamennskunni, enda formaður félagsins. Kom hann á fögru stökki í mark í gæðingaskeið- inu. ,J>að er fleim riðið en vökru,“ sagði trommarinn og var óðar horfinn í nýja trimmbúningnum að aðstoða TVausta Þór son sinn, sem var að leggja á Gými frá Vindheimum í skeiðið. Jæja, þá er það grillið," sagði Valdi- mar þulur og stillti hljómlistina í botn til merkis um það að síðasti sprettur ársins væri búinn. Sigur- bjöm Bárðarson kyssti Fríðu konu sína til hamingju með fjórða sætið í töltinu. Sjálfur hafði hann hreppt sjötta sætið á gráu leynivopni ftá Gunnarsholti og er það ekki á hveij- um degi sem Sigurbjöm er aftastur í töltröðuninni. En íþróttamennskan er alltaf fyrir öllu, koma með nýja og nýja gæðinga, þá hafa allir mögu- leika. Umsjón: Guðlaugur Tryggvi Karlsson Logi Laxdal, skeiömeistarinn 1992 á flugskeiöi. Síðasta hestamót sumarsins, Loka- nú ilmuðu allar leimmar af grill- sprettur Harðar, var sem sagt búið og veislunni sem beið upp í félagsheim- Hart barist I skeiöinu. Jafnvel Sigurbjörn Báröarson mátti þola það aö hlypi upp hjá hon- um. ili, þar sem sigurvegaramir fengu gullin sín og Valdmar þulur, knapi og formaður bætti um betur með rauð- um rósum handa þeim sem höfðu staðið sig sérstaklega vel. - Endilega meira af þessu hestamenn, grillkokk- urinn hefði nefnilega mátt fá stóran vönd af rauðum rósum frá mér, því- líkt bragð af dilkasteikinni og nýju ís- lensku kartöflunum eftir storma- samt lokamót Helstu úrslift 150 m skeið 1. Sigurbjöm Bárðarson á Sóta, 14,1 sek. 2. Leó Geir Amarson á Vigra, 15,4 3. Þorkell Tfaustason á Dýrling, 15,69 250 m skeið 1. Sigurbjöm Bárðarson á LeisL 22,6 sek. 2. Hinrik Bragason á Eitli, 23,23 3. Sigurður Sæmundsson á Grana, 24,31 Gæðingaskeið 1. Sigurbjöm Bárðars. á Snarfara, 105 stig. 2. Trausti Þór Guðmundsson á Gýrni, 91,5 3. Guðmar Þór Péturs.12 ára) á Kalsa, 88,5 stig. Tölt 1. Halldór Victorsson á Herði 2. Hinrik Bragason á Kol 3. Leó Geir Amarson á Dafna 4. Fríða H. Steinarsdóttir á Hauk 5. Ólafur Ásgeirsson á Ás 6. Sigurbjöm Bárðarson á Hljóm Serbar háðu harða hildi um- hverfis flugvöllinn I Sarajevo í gær og minnkuðu þar með möguleikana á því að flug með hjálpargögn yrði tekið upp að nýju. Vatni var aftur hleypt á I borg- inni í þrjár klukkustundir en skrúfað var fyrir það aftur þegar hersveitir múslima réðust á bækistöðvar Serba í úthverfi II- idza. Genf — Alþjóðlegar samn- inganefndir buðu öllum aðilum átakanna í Bosniu til viðræðna um tryggingu öryggis flugvéla með hjálpargögn eftir að ítölsk flugvél var skotin niður í síð- ustu viku. Manama — Langvarandi mælingar á geislavirkni í grunn- vatni I (rak eru örugg aðferð til þess að komast að öllum leyni- legum kjarnorkuaðgerðum (r- aka, að sögn háttsetts manns innan kjarnorkueftirlits Samein- uðu þjóðanna. Washington — Forsætisráð- herra Israels, Yitzhak Rabin, ávarpaði ráðstefnuna í Wash- ington í gegnum gervihnött og sagði aö Sýrlendingar hefðu ekki enn boðið fullan frið og eðlileg samskipti í garð gyð- inga. Kabúl — Rikisstjórn Afganist- an lét hengja þrjá menn fyrir framan þúsundir manna og framfylgdu þar út í ystu æsar lögum Islams í fyrsta sinn frá þvi hún komst til valda í apríl siðastliðnum. Lima — Menn, sem eru grun- aðir um að vera skæruliðar ma- óista, sprengdu sprengju fyrir utan skyndihjálparstöð lögregl- unnar i miðborg Lima í gær og urðu að minnsta kosti fimm manns að bana og særðu meira en tuttugu menn, að sögn yfir- valda. Londonderry, Noröur-ír- landi — Fjórir gíslar frá Beirút áttu társtokkna endurfundi í N- Irlandi og ræddu hreinskilnis- lega um það hvernig þeir hefðu barist gegn hatrinu og lært að fyrirgefa. Moskva — Aðalritari Samein- uðu þjóðanna, Boutros Bout- ros-Ghali, sagði í gær að Sam- einuðu þjóðirnar ættu að geta haldið áfram flugi með hjálpar- gögn þrátt fyrir að ítaiska fíug- vélin hafi farist í síðustu viku. Bonn — Helmut Kohl kanslari, sem berst gegn kröfum um að hann víki fyrir stjórn sem sé fulltrúi allrar þjóðarinnar, hvatti stjórnarandstöðuna og aðila viöskipta. og verkalýðssamtök til að sameinast i viðræðum um hnignandi efnahag Þýskalands. Islamabad — Leiötogar (rans og Pakistan hafa fordæmt valdabaráttuna i Afganistan og sagt að þeir ættu að sameina islamska krafta sina til að stööva hin blóðugu átök. París — Sósíalistar og komm- únistar hafa fylkt liði til þess að fá vinstri sinnaða Frakka til þess að segja „nei“ í kosning- unum um Maastricht-sam- komulagiö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.