Tíminn - 10.09.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.09.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 10. september 1992 Tíininn MALSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórí: Jón Krístjánsson ábm. Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Asgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Sími: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsfmar: Áskríft og dreifing 686300, ritsflóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö f lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Tengsl ríkisfjármála og atvinnulífsins Skýrsla ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrstu sex mánuði ársins 1992 er athyglis- vert plagg. Þau alvarlegu tíðindi, sem hún segir, eru að það stefnir í helmingi meiri halla á ríkissjóði en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir niðurskurð í vel- ferðarkerfínu og stórauknar skattaálögur í formi þjónustugjalda á almenning í landinu, var útlitið svona eftir fyrra helming ársins. í skýrslu ríkisendurskoðunar segir svo orðrétt um afkomuna: „Ríkisendurskoðun telur að að öllu óbreyttu stefni rekstrarhalli A- hluta ríkissjóðs í árslok í að verða 9,0 til 9,5 milljarðar króna. Rekstrarhallinn samkvæmt fjárlögum er talinn verða 4,1 milljarður króna. Meginskýringin á auknum rekstrarhalla er að tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar um 2,0 milljörðum króna hærri en fjárlög 1992 áformuðu. Frávik á gjaldahlið skýrast m.a. af því að áform um 2,0 millj- arða króna sparnað munu að öðru óbreyttu væntan- lega ekki nást. Þá hafa komið til nýjar útgjalda- ákvarðanir og útgjaldaauki umfram það sem for- sendur fjárlaga gerðu ráð fyrir, m.a. vegna Atvinnu- leysistryggingarsjóðs og kjarasamninga, sem metnar eru á 1,5 milljarða króna.“ Þessi niðurstaða ríkisendurskoðunar sýnir í hnotskurn hvert stefnir. Hún sýnir ljóslega að ein meginástæðan fyrir verri afkomu ríkissjóðs er sam- dráttur í tekjum og vaxandi atvinnuleysi. Það er ástæða til þess fyrir ríkisstjómarflokkana að taka þessar niðurstöður mjög alvarlega. Undir- búningur fjárlaga fyrir næsta ár stendur nú sem hæst. Þau verkefni ríkissjóðs verða að hafa forgang, sem geta fengið hjól atvinnulífsins til þess að snúast á ný og komið grundvelli undir það. Hið versnandi atvinnuástand, sem er nú, hefur tvöföld áhrif á afkomu ríkissjóðs. Það dregur úr tekj- um og eykur stórlega útgjöld vegna atvinnuleysis- trygginga. Þumalfmgursreglan segir að 1% vöxtur í atvinnuleysi þýði 600 milljón króna aukin ríkisút- gjöld. Við þær aðstæður, sem nú eru, þarf að efla menntun í landinu í stað þess að þrengja kosti námsmanna. Sömuleiðis þarf að efla rannsóknir, sem eru undirstaða nýsköpunar í atvinnulífi. Aukn- ar álögur á undirstöðuatvinnugreinar, sem eiga við mikla erfiðleika að stríða, leysa ekki vanda ríkissjóðs heldur auka hann. Afkoman fyrstu sex mánuði árs- ins sýnir það ljóslega. Það er alveg ljóst að það er ekki auðvelt verk að koma saman fjárlögum fyrir árið 1993. Sú vinna verður hins vegar að byggjast á skilningi á tengslum atvinnulífs og ríkisfjármála. Þann skilning skorti í upphafi árs, og afleiðingar þess em að koma í ljós. Nesti til næstu geimferðar Af og til hlýtur þeim, sem þykjast geta kallað sig komna á þroskaárin, að verða hugsað til þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í umhverfi okkar síðustu áratugina. Til dæmis vakna slík- ir þankar með gömlum Reykvík- ing, þegar hann leggur leið sína um hverfi sem hann minnist að hafa gengið um ungur og var þá holt eða heiðarland. Og þetta þurfa ekki endilega að vera neitt svo gömul hverfí — svo ör er þessi útþensla byggðarinnar að hin „nýju“ hverfi eru orðin gróin og ráðsett, börnin komin upp og sú kyrrð yfir umhverfinu sem einkennir þá rosknu og öldnu. Og það virðist lítið lát á hraða umbreytinganna, þótt nú sé í öllum áttum verið að tala um kreppu: við komum af og til auga á nýtt stórhýsi og rekur í rogastans, því við höfðum ekki tekið eftir að byrjað væri að byggja þarna. Því er eins og hús- ið hafi risið þama á einni nóttu. Sjálfsagt er þetta meðfram vegna þess að íslendingar em seinir að skilja breyt- ingar. Það tók þá á annan áratug að átta sig á að farið væri að verðtryggja peningana, og eins munu þeir halda áfram að byggja og byggja löngu eftir að enginn getur lengur keypt þau ógrynni sem byggð em. Það hef- ur að vísu verið á það bent að alltaf fjölgi unga fólkinu sem vantar húsnæði. En hitt gleym- ist að ekki langar byggingaverk- takana að skaffa þeim húsnæði, sem enga hefur aurana til þess að borga það. Fijálslyndi En hér er verið að tala um breytingar, og fleira er að breyt- ast en umhverfið og ásýnd þess. Það er eins með þjóðlífið sjálft. Umbreytingamar á venjum og hugsunarhætti em orðnar svo stórfelldar að þar er mikið örð- ugra að fylgjast með en með breytingum á umhverfi. Mörg gildi hafa fullkomlega um- hverfst og viðhorfin gagnvart ýmsum þáttum mannlífsins em orðin með þeim hætti að ömm- ur vorar og afar hefðu látið segja sér þrisvar. Lítum til dæmis á það frjáls- lyndi, sem nú ríkir í kynferðis- legum efnum. Það, sem fyrir svo skömmu hefði þótt hið herfileg- asta blygðunarefni, finnst nú engum lengur tiltökumál. Þeir, sem vilja kveða sér hljóðs, kannske í bókmenntum eða þá í auglýsingaiðnaði, með því að slá á strengi hneykslunarinnar, eiga orðið erfitt um vik. Fólk kippir sér upp við svo fátt að gömlu hneykslunarefnin em satt að segja orðin leiðigjörn. Þau em svo hversdagsleg orðin. Og þá vaknar gamla spurn- ingin: Stefna breytingarnar í fullkomnunarátt, eða er veröld okkar að hraka? Um þetta má lengi deila og sjálfsagt er svarið bæði já og nei, sé þá nokkurt svar um að ræða. Nærri lagi mun að fullyrða megi að frelsi einstaklingsins til ráðstöfunar líkama síns sé gmnntónn breyt- inganna í bili. Seinna kemur upp eitthvað enn annað. En nú er það áhugi fólks á sjálfs sín kroppi og þurftum hans, svo þjóðfélagið einkennist af eins- konar risavaxinni sjálfhverfni. Kostimir em ýmsir, svo sem bætt útlit og heilsufar. Vankant- amir em aftur á móti aukið skeytingarleysi um meðbróður- inn og hina samfélagslegu ábyrgð. Bjargi hver sjálfum sér er það boðorð, sem þjóðirnar virðast fylkja sér undir á okkar tímum, þegar viðskiptalögmálin hafa tekið við af hvers kyns hug- sjónum og félagslegum draum- sýnum. Og er Ieiðin liggur inn í það efnahagslega fjölþjóðaveldi, sem í uppsiglingu er, blasir við að þau umskipti, sem við höfum orðið vitni að og að ofan er rætt um, munu teljast hafa verið hægfara miðað við það sem í vændum er. í hönd fara tímar, þegar lítið verður afgangs fyrir minningu, hvað þá varðveislu þess sem var. Hafi afa vora og ömmur ekki ór- að fyrir þeim heimi, sem nú blasir við, munum við, sem enn eigum nokkra von í að komast á efri árin, verða vitni að miklu ótrúlegri kynstrum en gamla fólkið okkar. Það sem ekki breytist En í öllum breytingaærslun- um er það samt eitt og annað, sem litlum breytingum tekur. Hneykslunarleysið, sem sýnist einkenna samtímann, er líklega bara yfirborðið eintómt. Meðan umhverfið blæs út og menn spegla á sér naflann, leitar manneskjan inn í sjálfa sig, hlaðin ótta og allrahanda for- dómum, sem hún kemur sér upp og hefur að vörn í tilveru, sem alltaf er ótrygg og á ótal sviðum ótryggari en áður. Hneykslunarefnin eru satt að segja óteljandi enn, en það á við um þessa öld sem fyrri aldir að menn geyma þau afar vel. Skáld- in viðra þau ekki, nema þá í svo fagurlega búnum vendingum að það er erfitt að bera kennsl á þau. Engin auglýsingastofa læt- ur sér til hugar koma að hagnýta sér þau. Þessi „tabú“ eru ótelj- andi — þótt allir megi ganga berrassaðir án þess að nokkur lfti við. Allir vita með sjálfum sér hvar markalínurnar liggja og gæta þess vel að stíga ekki inn fyrir þær. Eða hvemig færi fýrir þeim, sem minntist á að það kynni einhvers staðar að vera til jafn gott vatn og á íslandi? Eða þá jafn góður fiskur? Eða þá eins fallegur og þolinn og gangviss hestur og sá íslenski? Hugsið ykkur bara! Þó em þetta lítil og meinlaus „tabú“ á borð við hundrað önnur, sem em verri viðskiptis. En megi hamingjan forða undirrituðum frá að láta svo mikið sem liggja að því að eitt- hvert þeirra sé til, eða hafi nokkm sinni verið það... Samt munu þau renna sitt skeið með tíð og tíma, því öll „tabú“ eiga það sammerkt að úr- eldast. En það koma þá einhver ný í staðinn. Sjálfsagt munu þau ævinlega fylgja mannkyninu, og þegar menn verða famir að byggja geimstöðvar og fjarlægar plán- etur, munu þeir áreiðanlega hafa eitthvað af slíku nesti með sér út í geiminn, sem enginn mun þora að tæpa á. AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.