Tíminn - 10.09.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.09.1992, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 10. september 1992 168. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Búist er við að verð á nýju kindakjöti verði óbreytt, en ákvörðun um verðið verður tekin á morgun. Haukur Halldórsson: Verðlagningarkerfiö mun breytast en ekki í ár Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, segir að engar breytingar verði gerðar á verðlagningarkerfi kindakjöts á þessu ári. Reikna megi hins vegar með að breytingar verði gerðar á kerfinu á næstu árum. Hann segist búast við að tekið verði upp ein- hvers konar umboðskerfi líkt og var hér fyrir um áratug. Haukur sagði að Sexmannanefnd muni ákveða nýtt verð á kinda- og nauta- kjöti til bænda á morgun. Að undanfömu hefur Sexmanna- nefnd rætt um nýtt verð á kinda- kjöti, en ákvörðun þarf að Iiggja fyr- ir í síðasta lagi 15. september. Búist er við að ákvörðun verði tekin á fundi nefndarinnar á morgun. Nefndin stefnir að því að verð á kindakjöti verði óbreytt. Unnið er að því að finna leiðir til að svo megi verða. Sú leið að auka niðurgreiðslur er ekki fær. Stefna stjómvalda er að draga úr niðurgreiðslum og raunar var úr þeim dregið um 8% þegar beinar greiðslur til bænda voru teknar upp. Haukur sagði að verðstríð verslana á höfuðborgarsvæðinu á kjötmark- aði hafi ekki áhrif á ákvarðanir Sex- mannanefndar. Hann sagðist hins vegar telja að verslanimar hafi ákveðið að lækka álagningu sína á kjöti nú m.a. til þess að reyna hafa áhrif á ákvarðanir nefndarinnar. Haukur sagði ánægjulegt að versl- anir skuli treysta sér til að lækka álagningu sína á kjöti. Bændur hafi lengi gagnrýnt verslanir fyrir að taka of stóran hlut af verði kjötvara til sín. Haukur sagðist ekki telja að verð- lagningarkerfí kindakjöts breytist á þessu ári. Hann sagðist hins vegar gera ráð fýrir að kerfið breytist á næstu árum. „Það verður að eiga sér stað þróun í íslenskum landbúnaði, en engin heljarstökk. Breytingar hafa átt sér stað og þær verða fleiri á næstunni. Það sem hefur gert mönnum erfitt fýrir að koma á sveigjanlegri verð- lagningu á dilkakjöti er að kjötið fellur til einu sinni á ári. Afurða- stöðvarnar kaupa það af bændum og gera að fullu upp við þá fýrir áramót. Þær hafa því litla möguleika til sveigjanlegrar verðlagningar. Mögu- leikinn liggur fýrst og fremst í vinnslu- og dreifingarkostnaði. Mér finnst ekki ótrúlegt að það stefni í einhvers konar umboðssölukerfi líkt því sem var hér fýrir áratug," sagði Haukur. Haukur sagði að hugmyndir manna um breytingar á verðlagningarkerf- inu gengju í ýmsar áttir. „Ákveðnir aðilar telja að það eigi ekki að vera neitt verðlagningarkerfi. Einhver óskilgreindur markaður eigi bara að ákveða verðið. Slíkt kerfi þekkist hvergi nema í vanþróuðu löndunum og við viljum ekki sjá það hér,“ sagði Haukur. -EÓ Aðeins rúmur þriðjungur kjósenda styður rík- isstjórn Davíðs Oddssonar: Alþýðubandalagið tapar en Kvenna- listi vinnur mest á Alþýðubandalagið hefur tapað miklu fylgi ef marka má skoðana- könnun sem DV hefur gert. Aðrir flokkar bæta lítils háttar við sig frá síðustu könnun, Kvennalistinn þó mest. Aðeins rúmur þriðj- ungur kjósenda styður ríkisstjómina. Skoðanakönnunin bendir til að ef kosningar fæm fram í dag myndu stjórnarandstöðuflokkarair ná meirihluta á Alþingi. Úrtakið í könnun DV var 600 manns, af báðum kynjum og á öll- um aldri. Helmingur svarenda var af Reykjavíkursvæðinu. Óákveðnir voru 32,8% og 3,3% svöruðu ekki. Niðurstaða (> %): skoðanakönnunarinnar Alþýðuflokkur Framsóknarfl. Sjálfstæðisfl. Alþýðubandalag Kvennalisti kosn. 15.5 18,9 38.6 14,4 8,3 juni 11,2 26,8 31,3 20,0 10,7 nu 12.3 27.3 33.3 13,6 13.4 Samkvæmt kosningaspá DV sem byggð er á könnuninni fengi Al- þýðuflokkurinn 8 þingmenn en hef- ur 10. Framsóknarflokkurinn fengi 18 þingmenn en hefur 13. Sjálf- stæðisflokkurinn fengi 21 en hefur 26 menn. Alþýðubandalag fengi 8 þingmenn en hefur 9 og Kvennalist- inn fengi einnig 8 þingmenn kjöma en hefur 5 í dag. Samkvæmt þessu fengju stjómarflokkarnir 29 þing- menn en stjórnarandstöðuflokkarn- ir 34. DV spurði einnig um stuðning við ríkisstjórnina. 35,2% sögðust vera ríkisstjóminni fýlgjandi, 53,2% sögðust vera henni andsnúin og 11,5% sögðust vera óákveðin eða neituðu að svara. Sé einungis horft á þá sem tóku afstöðu em fýlgismenn ríkisstjórnarinnar 39,9% kjósenda en andstæðingar hennar 60,1%. Þetta hlutfall var nánast það sama í könnunum sem DV gerði í apríl o; júní á þessu ári. -E' Eini gangbrautarvöröurinn í Reykjavík er á gangbrautinni yfir Langholtsveg við Holtaveg. Hér sér hann um aö bömin komist óhult yfir götuna. Tfmamynd Ami Bjama Umferðarráð hvetur vegfarendur til varúðar á hættulegasta tíma ársins: Skólabörn í sept- emberumferðinni Umferðarráð hvetur forráðamenn ungra bama til að fýlgja þeim í skólann fýrstu dagana og benda þeim á hættur í umhverfinu þar sem nú er hafinn hættulegasti mánuður ársins í um- Berjasprettan syðra afar bág Berjaspretta á Suðurlandi virðist ætla að verða léleg þetta árið. Kennir fólk þar um köldu, vætusömu og sólariitlu sumri. Ásólfur Pálsson á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, en í Þjórsárdalinn leita margir til berja, segir að ber á þeim slóðum séu illa þroskuð og bláberin alls ekki. Um væri að kenna sólarleysi í sumar. Hann sagði að þó væri ekki loku fýrir það skotið að fá mætti eitthvað af berj- um ef fólk hefði biðlund í þetta viku til hálfan mánuð því nóg væri af berjum á lynginu. Þetta væri þó undir því komið að ekki gerði næt- urfrost. Grafningurinn er einnig þekkt berjasvæði. Sigrún Guðmunds- dóttir á Stóra-Hálsi í Grafningi segir að berjaspretta þar sé ákaf- lega léleg - - ef hún er þá nokkur — eins og Sigrún tók til orða. Hún sagði að krækiberin væru bæði fá og smá og aðeins eitt og eitt kom- ið til fulls þroska. Sömu sögu virðist einnig vera að segja úr Rangárvalla- og A- og V- Skaftafellssýslum samkvæmt heimildum blaðsins. —SBS, Selfossi ferðinni. Búast má við um 40.000 bömum í umferðinni þessa dagana. Á sama tíma er gert ráð fýrir að umferð aukist vem- lega. Það er kannski engin tilviljun að slys á bömum eru tíðust í september og þá sérstaklega í aldurshópnum sex til níu ára. Þetta kemur m.a. fram í fréttatilkynningu frá Umferðarráði og Umferðamefnd. Þar kemur og fram að nú sé hafinn hættulegasti tími ársins í umferðinni og varað er sérstaklega við tímanum á milli kl.16:00 og 19:00 því að kannanir hafa sýnt að þá verða híutfallslega flest unferðarslys. Þá sýna skýrslur jafn- framt að flestir slasast á föstudögum en þá er umferð 15% meiri en aðra daga. Ökumenn eru hvattir til að sýna böm- um sérstaka tillitssemi og gæta varúð- ar í nánd við skóla. Lögreglan mun hafa þar eftirlit og þá sérstaklega með hraðakstri. Yngstu ökumennimir, þ.e. 17-19 ára, eru sérsaklega áminntir um að fara varlega því samkvæmt skýrsl- um brjóta þeir tíðar af sér en aðrir. Þeir em sagðir aka of hratt, fara ógætilega ftamúr og gerast sekir um gáleysi. Eldri ökumönnum er gefið að sök að virða ekki umferðarmerki. Ljóst er að fræðsla hefur mikið að segja. Þannig segir í talnakönnun Um- ferðamefndar frá því fýrr á árinu: ,Mjög athyglisvert er að umferðarslys á böm- um eru hlutfallslega álíka mörg í Reykjavík og annars staðar á landinu þrátt fyrir að í borginni sé umferðar- þunginn mestur, sem kemur fram í fleiri slysum hjá fúllorðnum. Þetta kann að skýrast af því að fræðsla bama og ungtinga um umferðarmál hefúr verið markviss og til þeirra er auðveld- ara að ná en hinna sem eldri eru.“ -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.