Tíminn - 10.09.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.09.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 Áskriftarsími Tímans er AUÐVITAÐ Suöurlandsbraut 12 Öðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYNDJ1JÁ OKKUR - BlLL HJÁ ÞÉR SIMI 679225 > HÖGG- DEYFAR gp. sövarahlutir Verslió hjá fagmönnum : J/ Hamanböröa I - s. 67-67-44 /: Tímírm FIMMTUDAGUR 10. SEPT. 1992 Ólafur G Einarsson menntamálaráðherra: Skorið verður niður á framhaldsskólastigi Á dögunum var greint frá því að búast mætti við 800 milljóna niðurskurði til menntamála í umræðum um fjárlög næsta árs. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra segir að þessar tölur séu ekki marktækar þar sem þær séu úr eins konar vinnuskjali. Að sögn Ólafs mun niðurskurðurinn koma mest niður á framhaldsskólunum. Um framhaldsskólana segir Ólafur: „Þó ýmsar aðhaldsaðgerðir hafi ver- ið þetta ár þá var búið að skipuleggja síðasta skólaár þegar á haustinu 1991 þannig að þetta kemur ekkert síður niður núna á þessu haustmiss- eri.“ Jafnframt bætir hann við að aðhaldsaðgerðum verði haldið áfram í grunnskólakerfinu. Hann segir að allur niðurskurður verði þó gerður í samráði við skólamenn. Ólafur vildi ekki tjá sig um einstaka þætti fjálagagerðarinnar þar sem hún sé á vinnslustigi. „Þegar menn fá upplýsingar um svona niðurskurð þá segir þetta svo lítið. Það þarf þá að fara að útskýra frá hvaða tölu ver- ið sé að skera niður," segir Ólafur. Hann bendir á að ekki sé hægt að segja til um þetta fyrr en rammi að fjárlögum sé kominn og á ekki von á því að það verði fýrr en í næstu viku. „Ríkisstjórnin er ekki búin að festa þetta fyrir hvert ráðuneyti. Við erum auðvitað að þrengja að á ýmsum sviðum og það kemur niður í öllum ráðuneytum," segir Ólafur. Heyrst hefur að bókasöfn skólanna eigi ekki að fá neina fjárveitingu til bókakaupa á næsta ári. „Þetta er al- veg nýtt í mínum eyrum. Þessu er ekki stjómað úr ráðuneytinu og við reynum að draga sem minnst úr sjálfstæði skólanna," segir Ólafur. Um það hvort framhald verði á fækkun á kennslustundum í grunn- skóla segir Ólafur: „Ég ætla ekkert að spá í það en lögin um breyttan kennslustundafjölda hafa ekki gildi nema út þetta ár. Ef á að halda því áfram þarf nýja lagaheimild frá Al- þingi." -HÞ Háskólarektor spyr: Á skólanám að fara eftir þorskgengd? Háskólarektor varpaði þeirri spum- ingu fram á blaðamannafundi í gær hvort þorskgengd og skólanám þyrfti óhjákvæmilega að haldast í hendur. Sveinbjörn Bjömsson háskólarekt- or bendir á Norðurlöndin sem dæmi um hvernig þjóðir bregðist við sam- drætti í þjóðfélagi með því að auka fjárveitingar til háskóla. Þannig hafi Svíar m.a. ákveðið að auka fjárveit- ingar til háskóla um 700 milljónir sænskra króna. Svipuð úrræði segir hann að Norð- menn og Danir noti. „Þessar þjóðir telja að bætt menntun sé fremsta forsenda þess að þeim vegni vel í Evrópusamstarfí," segir Sveinbjöm. Hann ætlar að beita sér fyrir því að ráðgjafar verði fengnir frá þessum löndum til að leggja mat á háskóla- nám hér á landi. -HÞ Framkvæmdastjórn VSÍ telur afnám aðstöðugjalds óhjákvæmilegt: Lækkar verðlag, eykur atvinnu og almenn umsvif Að mati framkvæmdastjómar Vinnuveitendasambandsins mun afnám að- stöðugjaldsins hafa jákvæð áhrif á þjóðarbúið. Með því móti má lækka verð- lag um allt að 2,5%, auka atvinnu og almenn umsvif í þjóðfélaginu. Hins vegar er VSÍ það ljóst að þessar breytingar kalla að einhverju leyti á nýja tekjustofna fyrir sveitarfélögin. Að því marki sem afla þarf sveitar- félögunum nýrra skatttekna er það skoðun framkvæmdastjórnar VSI að hækka verður tekjuskatta og draga úr millifærslum í núverandi skatt- kerfí. Áhrif þessarar skattbreytingar á kaupmátt ráðstöfunartekna verða hins vegar óveruleg að mati VSÍ, vegna þeirrar verðhjöðnunar og aukinnar atvinnu sem leiða mun af afnámi aðstöðugjaldsins. Tangi hf. á Vopnafirði: Keypti frystan f isk af Rússum Sl. mánudag lestaði rússneskur frys itogari 70 tonn af frystum þorstá á Vopnafirði og verður hann þíddur upp og endurunninn þar og á Bakkafirði. Að sögn Friöriks Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Tanga hf., var kaupverðið ásættanlegt, en ástæða kaupanna er m.a. sú að nú fer í hönd erfiður gæftatími og því gott að hafa eitthvað til að grípa til við vinnsluna, ef ske kynni að það yrði hráefnis- skortur. Friðrik sagði að ekki hefði verið ákveðið í hvaða pakkningar fiskurinn yrði unninn, en þessi sam- vinna þeirra á Vopnafirði og Bakka- firði er liður í ákveðnu þróunarstarfi sem unnið er að þar eystra. -grh Aftur á móti telur framkvæmda- stjórn VSÍ að ef afnámi aðstöðu- gjaldsins verði mætt með hækkun tryggingargjalds á laun um 3,2%, eins og rætt hefur verið um, þá muni það hafa sömu ókosti og að- stöðugjaldið. Auk þess mundi það grafa undan atvinnu á tímum vax- andi atvinnuleysis. í samþykkt framkvæmdastjórnar VSÍ um að afnám aðstöðugjaldsins sé óhjákvæmilegt, kemur fram að það sé forsenda þess að íslensk fyrir- tæki geti aukið markaðshlutdeild sína innanlands og að sótt verði fram á á sviðum útflutnings á vör- um og þjónustu. Ennfremur telur framkvæmdastjórnin að íslensk fyr- irtæki geti ekki gengið til leiks í al- þjóðlegri samkeppni í fjötrum úrelts skattkerfis. Sérstaklega þegar höfð er í huga sú aukna samkeppni sem íslensk fyrirtæki þurfa að mæta með tilkomu sameiginlegs markaðar EB og EES. Því sé þessi þróun óhjá- kvæmileg og óháð því hvaða form verður á samskiptum íslands við Evrópubandalagið í framtíöinni. Hins vegar veikir aðstöðugjaldið stöðu íslenskrar verslunar, fram- leiðslu og þjónustu í stöðugt vax- andi samkeppni og styrkir að sama skapi stöðu erlendra keppinauta. Gjaldið leggst á alla veltu íslenskra fyrirtækja og því sé sama varan í raun margsköttuð í framleiðslu og dreifingu áður en hún kemst endan- lega í hendur neytenda. -grh Sverrir Amgrímsson, framkvæmdastjóri Meistara- og verktakasambands byggingamanna, Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, og Sigrún Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Húseig- endafélagsins, undirrita samþykkt um sameiginlega kvörtunarnefnd. Karl Axelsson, lögmaður Hús- eigendafélagsins, og Elfa Björk Gunnarsdóttir hjá Neytendasamtökunum horfa á. Hætta húseigendur og verktakar brátt öllum deilum: Málin lögð fyrir kvörtunarnefnd? Húseigendafélagiö, Meistara- og verktakasamband byggingamanna og Neyt- endasamtökin hafa ákveðiö að setja á fót sameiginlega kvörtunamefnd. Hún mun úrskurða í ágreiningsmálum sem koma upp milli húseigenda og verk- taka. Þetta samkomulag var innsiglað á blaðamannafundi í gær. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, vonar að í famtíðinni verði stofnaður smámáladómstóll sem úrskurði í smærri málum líkt og í mörg- um Evrópulöndum. Forsvarsmenn félaganna segja að tilgangurinn með sérstakri kvörtun- arnefnd sé að tryggja fljótvirkari og betri leið til þess að leysa úr ágrein- ingsmálum en nú er. Þá telja þeir að algengt sé að upp komi deilur milli húseigenda og verktaka um verð og gæði. Ástæður þessa segja þeir áð illa sé staðið að undirbúningi verks- ins, þ.e. tilboðsgerö, verklýsingu og gerð verksamnings. t máli forsvarsmanna félaganna kemur fram að nefndinni sé ætlað að úrskurða um bætur ef ástæða þyki til. Skilyrði þessa er samt að verk- kaupandi hafi reynt að ná rétti sín- um gagnvart verkseljanda skriflega eða munnlega án árangurs. Jafnframt benda forsvarsmennirnir á að nefndin sé ekki dómstóll og geti því ekki fylgt eftir úrskurði með full- tingi dómstóla. Hins vegar mun verða beitt öllum þrýstingi sem unnt er og aðstoð veitt við að fylgja málum eftir gerist þess þörf. Þeir áttu samt ekki von á að þess þyrfti með nema í undantekningartilfell- um. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, telur víst að komi EES-samningurinn til fram- kvæmda verði komið á fót smámála- dómstóli sem úrskurði í smærri málum og vitnar máli sínu til stuðn- ings í samtal við Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra. Jóhannes bendir á að þetta sé að gerast víða í Evrópu en hingað til hafi stjórnvöld ekki haft áhuga á að koma á fót slíkum dóm- stóli. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.