Tíminn - 10.09.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.09.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. september 1992 Tíminn 3 Stóri Rory frá Glasgow Þessi tröllslegi Skoti nefnist Big Rory og er hann hér á vegum Flug- leiða og ferðamálaráðs Clasgow í þeim tilgangi að auglýsa innkaupa- ferðir og skemmtiferðir til Glasgow á þessu hausti, en innkaupaferðir til Bretlandseyja- og Evrópuborga eru sem óðast að fara í gang þessa dagana. Stóri Rory verður hér til fostudags og mun koma fram á ýmsum stöð- um og leika á sekkjapípu og kynna hvað er í boði fyrir íslenska ferða- langa í Glasgow. Vemdun gegn mengun sjávar: Nýr alþjóðlegur samning- ur undirritaður í París ingu og framkvæmdaáætlun um frek- ari aðgerðir og samvinnu um vamir gegn mengun sjávar. Eins og kunnugt er þá fjallar Oslóar- samningurinn, sem var undirritaður 1972 en tók gildi 1974, um vamir gegn mengun sjávar vegna varps úrgangs- eína frá skipum og flugvélum í hafið og miðar að því að stöðva það. Parísar- samningurinn, sem var undirritaður 1974 og tók gildi 1978, ijallar um vam- ir gegn mengun sjávar frá landstöðv- um og miðar að því að allri slíkri losun í hafið verði stjómað, en þar undir fell- ur einnig losun frá olíuborpöllum á hafi úti. Þrettán ríki hafa gerst aðilar að báð- um þessum samningum, en það em Belgía, Danmörk, Frakkland, Holland, ísland, írland, Noregur, N-írland, Spánn, Portúgal, Svíþjóð, Bretland og Þýskaland. Auk þess er Finnland aðili að Oslóarsamningnum og EB að Par- ísarsamningnum. Gert er ráð fyrir að þessir aðilar taki þátt í ráðherrafundin- um og undirriti hinn nýja samning. Þá hefur eftirtöldum ríkjum verið boðið að senda áheymarfúlltrúa til fundarins, sem talið er að leggi nokk- uð til mengunar á hafsvæðinu. Þar á meðal eru fyrrum Sovétríki, Tékkó- slóvakía, Sviss, Kanada og Bandaríkin. Jafnframt stendur sumum þessara ríkja til boða að gerast aðilar að hinum nýja samningi. -gih Eftir tæpan hálfan mánuð munu ráðherrar fjórtán landa við norð- austanvert Atlantshaf og fulltrúar Evrópubandalagsins hittast í Par- ís til þess að fjalla um verndun sjávar gegn mengun í norðaustur AtlantshaH. Eiður Guðnason umhverfisráðherra mun sækja fund- inn fyrir íslands hönd. Tdgangur fundarins er m.a. að fylgja samning um vemdun sjávar í norð- eftir upphaflegum markmiðum Osló- austur Atlantshafi, sem kemur í stað ar- og Parísarsamningsins frá 1970 samninganna tveggja. Ennfremur með því að undirrita nýjan alþjóðlegan verður á fúndinum gengið frá yfirlýs- Jón Á. Jóhannsson er látinn Látinn er Jón Á. Jóhannsson, fyrr- um yfirlögregluþjónn og síðar skattstjóri á ísafirði, á 87. aldurs- ári. Jón gegndi fjöldamörgum trúnað- arstörfum á ísafirði, átti m.a. sæti í bæjarstjórn um árabil, var heilbrigð- isfulltrúi ísafjarðar í 14 ár auk marg- víslegra nefndarstarfa í þágu bæjar- ins. Jón starfaði mikið fyrir Framsókn- arflokkinn, var formaöur Framsókn- arfélags ísfirðinga og Sambands framsóknarfélaga í Vestfjarðakjör- dæmi árin 1954-67. Hann var einn hvatamanna að stofnun blaðsins ís- firðings 1949 og ritstýrði því blaði af mikilli röggsemi í 25 ár. Kona Jóns Á. Jóhannssonar var Oktavía Margrét Gísladóttir, en hún lést árið 1987. Jón Á. Jóhannsson. Afkomuathugun í rækjuiðnaði 1991: Aðeins tvö fyrirtæki af þrettán skiluðu hagnaði Aðeins tvö fyrirtæki af þrettán skil- uðu hagnaði af reglulegri starfsemi á síðasta ári innan raða Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Þetta kemur fram í skýrslu um af- komuathugun í rækjuiðnaði 1991 sem Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri gerði fyrir Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda, en verk- efnið var styrkt af sjávarútvegs- ráðuneytinu. í skýrslunni kemur einnig fram að verulegur munur er á best reknu fyrirtækjunum og þeim verst reknu, eða allt frá 7,2% hagnaði í 24,7% tap, sem er bil upp á 31,9%. Að sama skapi voru fimm best reknu verk- smiðjurnar með samtals 56% af veltu iðnaðarins en aðeins með 7% af heildartapinu. Aftur á móti voru fimm verst reknu fyrirtækin með aðeins fjórðung af veltunni en hvorki meira né minna en 61% af heildartapinu. í athuguninni, sem er nýjung hér- lendis, tóku þátt þrettán fyrirtæki sem er tæplega helmingur þeirra fyrirtækja sem unnu rækju á því ári. Þessi 13 fyrirtæki unnu 18.053 tonn af rækju og er það 52% af því hráefni sem fór til vinnslu hérlendis 1991. Þessar verksmiðjur eru með samtals 34 pillunarvélar og meðalafköst þeirra eru um 400 kfió af hráefni á klukkustund. Heildarafkoma þess- ara fyrirtækja sýndi tap uppá 7,81% af framleiðsluverðmæti þess árs, eða 167 milljónir króna. Pétur Bjarnason frá Félagi rækju- og hörpudiskframleiðenda segir að markmiðið með afkomuathugun- inni sé að veita hverju fyrirtæki um sig viðmið við það besta sem gerist í greininni. Jafnframt muni það gera stjórnendum fyrirtækja í iðnaðinum auðveldara með að finna hvort og þá Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra telur afkomuathugina í rækjuiönaðinum marka viss tímamót og lýsti yfir ánægju sinni meö þetta framtak á blaöamannafundi í gær. Aðrir á myndinni eru f.v. Pétur Bjarnason frá Félagi rækju- og hörpudiskframleiöenda, Valtýr Hreiöarsson viöskiptafræðingur og Jón Þórðarsson frá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri. Tímamynd Ámi Bjama hvar úrbóta sé þörf. Að hinu leytinu sé markmiðið með afkomuathugun- inni að sýna afkomu fyrirtækjanna í heild. Sé litið á hlutfall launakostnaðar af framleiðsluverðmæti árið 1991 kemur fram að Iaunakostnaður þessara þrettán fyrirtækja er mjög mismunandi eða allt frá því að vera 26,5% niður í 11,7%. Þannig er bil- ið á milli mesta og minnsta launa- kostnaðar 14,8% sem skýrsluhöf- undar segja að verði að teljast mjög mikið þegar meðal launahlutfall er 15,6%. Ennfremur er hlutfall hráefnis- kostnaðar af framleiðsluverðmæti nokkuð misjafnt á milli fyrirtækja, eða frá 73,1% í 59,6% sem er mis- munur uppá 13,5%, en meðalhrá- efniskostnaður er 65%. Að mati skýrsluhöfunda liggur þessi mis- munur að mestu leyti í mismunandi uppruna og stærðardreifingu hrá- efnisins. Til samanburðar má geta þess að hlutfall hráefniskostnaðar er að jafnaði um 50%-60% við vinnslu á þorski. Þá var vegið meðaltal hrá- efnissamsetningar fyrirtækjanna 13 þannig að 28% var frosin rækja, 49,6% úthafsrækja og 22,4% inn- fjarðarrækja. Afkomuathugunin var unnin af þeim Skarphéðni Jósepssyni, nema af sjávarútvegsbraut, og Ögmundi Knútssyni, nema á gæðastjórnar- braut, við Háskólann á Akureyri. Verkefnastjóri var Valtýr Hreiðars- son viðskiptafræðingur. -grh Opinberri heimsókn norsku konungshjónanna lokið: Norðurland heilsaði með úrhelli Þriggja daga opinberri heimsókn norsku konungshjónanna lauk í gær þegar þau og fylgdarlið þeirra flugu beint frá Akureyri til Oslóar. í gærmorgun flugu þau frá Reykjavík til Húsavíkur með Fokkerflugvél Landhelgisgæsl- unnar og þegar þangað kom var úrhellisrigning þar nyrðra og lágskýjað. Þar tók á móti þeim Halldór Kristinsson sýslumaður en sérlegur fylgdarmaður þeirra um náttúruperlur Þingeyinga var Jóhann Sigurjónsson kennari. Að móttökuathöfn lokinni á Húsavíkurflugvelli var ferðinni haldið til Námaskarðs, Dimmu- borga við Mývatn og snæddur há- degisverður að Hótel Reynihlíð. Á leiðinni til Akureyrar var staldrað við hjá Goðafossi. Þegar til Akureyrar var komið var mót- tökuathöfn í Lystigarðinum og síðan bauð bæjarstjórn Akureyr- ar til móttöku að hótel KEA. Að því loknu var haldið út á flugvöll þar sem norsku konungshjónin kvöddu forseta íslands, frú Vig- dísi Finnbogadóttur. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.