Tíminn - 10.09.1992, Síða 6

Tíminn - 10.09.1992, Síða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 10. september 1992 Fyrsta mál slnnar tegundar er nú hjá dómstól Golfsambands íslands: GoKaH kærður fyrir að færa kúlu nær holu Blnstakt máJ er komið fyrir dóm- stól Golfsambands íslands, en ís- lenskur golfari hefur verið kærð- ur fyrir að færa kúiu nær holu á flöt í golfmóti. Þetta er fyrsta mál sinnar tegundar hér á landi, en sams konar mál hafa komlð upp víða erlendis og hefur þá verið tekið mjög hart á þeim. Goifarinn, sem er úr Heykjavík og er þekktur sem rallökumaður, tók þátt í golfmóti þann 13. júlí hjá GolfÖúbbnum Mostra í Stykkishólmi, og þar mun um- rætt atvik hafa átt sér stað. Grun- semdir vöknuðu um að ekki væri aflt með fefldu, og samkvæmt heimildum Tímans voru vitnl að því þegar maðurinn færði kúiuna nær hoiu. Maðurínn, sem hefur verið er- iendis, hefur nú fengið birta kæru og Öil gögn í máflnu og fær tækifæri til að svara kærunni og senda inn greinargerð. Dómur verður felldur í máiinu þann 8. október næstkomandi og má bú- ast við þvf, ef maðurinn verður fundinn sekur um ákæruatriði, að hann fái keppnisbann og það jafnvei langt Er talið nauðsynlegt að taka hart á slíkum málum, þar sem ekki er hægt að hafa dómara með öilum keppendum á golfmótum, sem skipta tugum ef ekki hundruðum um allt iand á sumrin, og þvf er golfurunum treyst, enda hcfur golf ávallt verið talið heiðurs- mannaíþrótt. Dæmi eru um að mál sem þessi hafi komið upp er- iendis og hafa hinir seku aðilar verið dæmdir í keppnisbann, aflt frá tveimur til þremur árum í aflt að lífstíðarbann. Hvorid Ríkharöur Hrafnkeisson, formaður Golfkiúbbsins Mostra, né starfsmaður Golfsambands ís- iands vildu láta hafa neitt eftir sér um þetta mál. -PS ... í enska vikuritinu SHOOT eru nokkrir leikmenn teknir fyrir og mælt hvað þeir geta kastað langt úr innkasti, hve markverðir geta kastað langt, hversu hratt menn geta hlaupið 100 metrana og hve fast menn geta sparkað. Þar kem- ur fram að varamarkvörður Sund- erland, Tim Carter, getur kastað 46 metra, Alec Chamberlain, Lu- ton, 44 metra og Ian Ironside, Middlesbro, 38 metra. Wayne Walls, Sunderland, kastar 33,5 metra úr innkasti, Nicky Mohan, Middlesbro, hleypur lOOm á 11.72 sek. og Ceri Hughes, Luton, sparkar fastast, en knötturinn nær 115 kílómetra hraða á klukku- stund. ... Steve Bould gerði sitt fjórða mark fyrir Arsenal, þegar hann kom liði sínu yfir gegn Norwich á dögunum. Þá má segja að hann hafi aðeins eitt mark í plús, því hann hefur þrisvar sinnum sett knöttinn í eigið net. ... Teddy Sheringham, sem nú leikur með neðsta liði úrvalsdeild- arinnar ensku, Nottingham For- est, var árið 1985 á samningi hjá Millwail. Þar náði hann ekki að sýna sitt besta og var lánaður til Aldershot, sem nú hefur verið lagt niður. Sex árum síðar var hann seldur til Nottingham Forest á 2 milljónir sterlingspunda, eða rúmar 200 milljónir íslenskra króna. ... Markamaskínan Brian Deane, sem var keyptur til Sheffield Utd. frá Doncaster árið 1988, hefur heldur betur margfaldað verðgildi sitt á þessum fjórum árum. Kapp- inn var keyptur á 30 þúsund sterl- ingspund, en David Bassett, fram- kvæmdastjóri Sheffield Utd., hefur látið frá sér fara að hann sé falur fyrir 100- falda þá upphæð, eða þrjár milljónir punda (rúmlega 300 milljónir króna). Sagan segir að Crystai Palace og Leeds Utd. hafi gert tveggja milljón punda til- boð í hann, en því hafi verið hafn- að. Knattspyrna, 1. deild kvenna: Breiðablik er nú nær öruggt um titilinn Einvígi um meistaratitilinn í 1. deild kvenna er enn ekki lokið, því í gærkvöldi gerðu Akranes og Breiða- blik jafntefli á Akranesi, 1-1. Þó má telja nær öruggt að Breiðablik hampi titlinum að lokum því þrátt fyrir að liðin séu jöfn að stigum er markamunur liöanna of mikill. Blikarnir léku undan sterkum vindi í fyrri hálfleik en náðu ekki að skapa sér mörg hættuleg tækifæri. Eina mark Blika kom þó í fyrri hálfleik og það gerði Ásthildur Karlsdóttir eftir góða sókn Blika. Skagastúlkur voru mun hættulegri í síðari hálfleik, sömuleiðis án þess að skapa sér mörg hættuleg tæki- færi. Tíu mínútum fyrir leikslok kom jöfhunarmark Akraness og það gerði Jónína Víglundsdóttir úr víti. Skaga- stúlkur þurftu á sigri að halda til að vinna meistaratitilinn og sóttu því hart það sem eftir var leiks, en tókst ekki að skora. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Breiðablik vinni nú meistaratitilinn, þrátt fyrir að kæra vegna leiks ÍA og Stjömunnar sé enn óafgreidd. —PS Knattspyma: Ásgeir í Lúx Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari brá sér til Lúxemborgar til að horfa á leik heimamanna gegn Ungverjum í undankeppni HM í knattspyrnu, en liðin em með ís- landi í riðli, ásamt Grikkjum, Rússum og Júgóslövum. Samskipadeildin í knattspyrnu: Tveimur leikj um frestað Ákveðið hefur verið að fresta tveim- ur lcikjum í síðustu umferð Sam- Knattspyrna: Breskir ófriðar- seggir handteknir Lögreglan í Santander á Spáni handtók í gær 20 ölvaöa breska ófriöarseggi, en þeir voru þangað komnir til að fylgjast með leik Spánverja og Englendinga. Um vin- áttuleik var að ræða og fór hann fram í gærkvöldi. Ófriðarseggimir 20, sem flestir voru á aldrinum 19-21 árs, voru staðnir að því að grýta bifreiðar, brjóta bekki, rífa upp tré og eyði- leggja garða í borginni. Ætlunin er að þeir fái að sitja inni þangað til þeir eiga pantað far heim til Eng- lands á ný. Öryggisgæsla var mikil á leiknum og var lögð mikil áhersla á að ekkert áfengi, engir hnífar, blys eða vopn kæmust inn á völlinn. -PS skipadeildarinnar í knattspymu um næstkomandi helgi, vegna jarðar- farar Friðriks Jessonar íþrótta- frömuðar frá Vestmannaeyjum, sem fram fer á laugardag klukkan 14.00 í Vestmannaeyjum. Af þeim orsökum var leik ÍBV og KA frestað til kl. 16.00 sama dag. Þar sem fjögur lið berjast um að halda sæti sínu í deildinni — KA og ÍBV, sem leika í Eyjum, og Víkingur og UBK, sem eigast við í Víkinni — hef- ur verið ákveðið að fresta honum einnig til kl. 16.00 til að báðir leik- irnir fari fram á sama tíma. Ef ekki reynist flugfært til Eyja á laugardaginn, frestast báðir leikirnir til kl. 14.00 á sunnudag. -PS Diego Maradona. Knattspyrna: Palmeiras vill enn Maradona Brasilíska liðið Palmeiras þrjósk- ast við og er enn á höttunum eftir Diego Maradona, þrátt fyrir að það hafi margoft komið fram að Mar- adona vill einungis leika fyrir Se- villa á Spáni, þar sem fyrrum landsliðsþjálfari Argentínu ræður ríkjum. Það er mjólkurfyrirtæki í Brasilíu, sem ætlar að standa straum af kostnaðinum við að fá Maradona til Palmeiras. Talsmaður fyrirtækisins sagði við fjölmiðla í gær, að komið yrði á viðræðum milli fulltrúa Maradona, mjólkurfyrirtækisins og Palmeiras og að hann byggist við að það yrði innan skamms. Maradona á í deilu við Napólí, sem vill að hann klári samning sinn við félagið. Maradona neitar og segir umboðsmaður hans að knatt- spyrnukappinn komi til með að leggja skóna á hilluna, ef hann kemur ekki til með að leika með Sevilla. Forráðamenn Palmeiras eru þess þó fullvissir að þeim takist að freista Maradona og herma fréttir að þeir muni bjóða honum um fjórar milljónir dollara í laun fyrir fyrsta árið, en það er milljón dollurum hærra en Sevilla býður. -PS/reuter Enska knattspyrnan: Vinnie Jones til Wimbledon Einn grófasti leikmaður ensku úr- valsdeildarinnar, Vinnie Jones, hef- ur verið seldur aftur til Wimbledon fyrir 700 þús. pund. Jones lék með liðinu fyrir nokkrum árum og gerði meðal annars sigurmark Wimbled- on í úrslitaleik bikarkeppninnar 1988 gegn Liverpool. Þessi fyrrum byggingaverkamaður, sem er frægur fyrir grófan leik, skrifaði undir samning sinn við Wimbledon í gær og leikur sinn fyrsta leik með liðinu á laugardag gegn Ipswich. Framkvæmdastjóri Wimbledon sagði að Vinnie væri með þessu að færa mikla fjárhags- lega fórn, en hann lækkaði mikið í launum og það segði allt sem segja þyrfti um Vinnie Jones, sem væri að koma til að hjálpa fyrrum liði sínu. Eftir keppnistímabilið þar sem Wimbledon vann bikarinn, var Vinnie seldur til Leeds fyrir um þrjár milljónir sterlingspunda. Þaðan fór hann til Sheffield United, áður en hann gekk til liðs við Chelsea á síð- asta keppnistímabili. -PS Vegna mistaka í tæknivinnslu blaðsins, birtist myndatextinn við þessa mynd ekki í gær. Við endurbirt- um myndina og nú látum viö textann fylgja: Flóðljósin, sem setja á upp á Laugardalsvelli, eru nú kom- in til landsins og er uppsetning hafin. Ætlunin er að tendra Ijósin í fyrsta sinn þann 1. október. Fyrsti leikurinn í Ijósgeislum frá hinum nýju flóðljósum verður landsleikur gegn Grikkjum þann 7. október. Þó gæti það orðið einum degi fyrr, þar sem landslið sömu þjóða U21 árs leika þá, en ekki fékkst upp- gefiö hvort sá leikur yrði á aðalleikvanginum. Myndin er tekin í fyrradag þar sem unnið var aö upp- setningu á Ijósunum. Tímamynd Pjetur

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.