Tíminn - 10.09.1992, Side 7

Tíminn - 10.09.1992, Side 7
Fimmtudagur 10. september 1992 Tíminn 7’ Sarajevo — Sameinuöu þjóðimar hyggjast halda áfram aö senda hjálpargögn á landi til Sarajevo þrátt fyrir árásina sem gerð var á frið- argæsluliða á þriöjudaginn og varð tveimur frönskum hermönnum að bana. Haft er eftir Cyrus Vance að drápin væru ekkert annað en kald- rifjuð morð. París — Franski utanríkis- ráðherrann, Roland Dumas, sagði árásina á þriðjudaginn vera hernaðaraðgerð og krafðist þess að stjómvöld í Bosníu sæktu morðingjana til saka. Sarajevo — Franskir her- menn krefjast þess nú að friðargæslusveitimar hlióti meiri og öflugri vemd. I einkaviðtölum létu þeir hafa það eftir sér að þeir teldu að múslimar bæru ábyrgö á árásinni. Washington — (rakar eru nú i óðaönn að brenna þorp í suðurhluta landsins i fram- haldi af baráttu sinni gegn andófsmönnum shíta sem fela sig þar í fenjunum, að sögn bandaríska vamar- málaráðuneytisins. En frá Bagdad berast þau svör að þetta sé argasta lygi sem runnin sé undan rifjum (rana. Bagdad — Sérfræöingar frá Sameinuðu þjóðunum, sem sprengdu upp birgðir (r- aka af taugagassprengjum í efnaverksmiðjum í Muthana, sögðu að svæðið sé meng- að. Garth Whitty, foringi sér- fræðisveitarinnar sem telur 24 menn, segir aö Muthana sé greinilega mengað, en ekki sjáist þess merki aö eitr- ið hafi borist út fyrir svæðið. Bisho, Suöur-Afríku — Afríska þjóðarráðið og stjóm hvítra í Suður-Afríku funda nú sitt i hvoru lagi til þess aö meta það tjón sem viðkvæmt samband þessara aðila hef- ur hlotið af Ijöldamorðunum á allt aö 28 manns sem framin voru af Ciskei her- mönnum. Bonn — Ofbeldi hægri sinn- aðra öfgamanna gegn út- lendingum heldur áfram í Þýskalandi er rumpulýður réðst á hótel í Quedlinburg, þar sem flóttamenn voru til húsa, þriðju nóttina í röð. Að minnsta kosti þrjár aðrar árásir voru gerðar, aðallega i fyrrum Austur-Þýskalandi en einnig í Dusseldorf. Moskva — Boris Yeltsin Rússlandsforseti hefur ákveðið að fresta fyrirhug- aðri ferð sinni Tókýó sem átti að hefjasts í næstu viku, að sögn háttsetts aðila innan ut- anrikisráðuneytis Rússa. ( bígerð hafði verið að ræða yfirráðadeilur varðandi fjórar eyjar sem Sovétmenn her- tóku í lok seinni heimsstyrj- aldarinnar, en Japanir krefj- ast þess að fá tvær þeirra aftur áður en þeir veita Rússum nokkra efnahagsað- stoð. Moulins, Frakklandi — Sveitir óeirðalögreglu réðust inn í fangelsi nærri Moulins í gær og frelsuöu þar 21 gísl sem fangar í uppreisnarhug höfðu haldið i einar 15 klukkustundir. Loðskinnsyfirhafnir aftur í tísku. „Pelsavetur“ er í nánd: Utlegð loðskinnanna virðist loks lokið Loðskinn eru aftur að ryðja sér til rúms í hinum alþjóðlega tísku- heimi og sem gott efni í vandaðan skjólfatnað eða sem fatagerðar- efni með öðrum efnum. Strax á síðastliðnum vetri mátti merkja það að áhugi á loðskinnfatnaði var að vakna á ný, því að flestöll stóru tískuhúsin í París voru með pelsa meðal framleiðsluvara sinna. Meira að segja Pierre Cardin, sem ekki hefur hannað pelsfatnað um árabil, sýndi þá nýhannaðar kápur, jakka og hatta, sem gerðir voru að hluta eða að öllu leyti úr minka- og refaskinnum. Þessi þróun virðist nú ætla að halda áfram, ef marka má sýningar stóru tískuhúsanna á naestu haust- og vetr- artísku. Þannig sýndi t.d. Dior um 80 fatnaði og um helmingur þeirra var að meira eða minna leyti gerður úr minka-, refa- eða kanínuskinnum. Dior virðist hafa markað stefnuna og önnur stór tískuhús — eins og Lacroix, Ricci, Torrente, Carven, Gi- venchy og Ferraud — fylgt fast á eft- ir. Þá hefur hinn japanskfæddi fata- hönnuður, Hanae Mori, sýnt öklasíð- ar kápur, síð og stutt sjöl og siár, ým- ist úr loðskinnum eingöngu eða loðskinnum og öðrum efnum með. Athygli vekur að Hanae Mori notar eingöngu skinn af svörtum Skandin- avíumink. í Bandaríkjunum eru fatahönnuð- irnir Oscar de la Renta og Calvin Klein hvað frægastir, og í haust- og vetrarlínum þeirra eru loðskinn mik- ið notuð. Þannig hafa m.a. frakkar og kápur úr kasmírull og loðskinnum frá de la Renta vakið athygli, og þá ekki síður stuttfrakkar frá Calvin Klein úr safala-, bifur-, eða minka- skinnum. Alla leið austur í Kína fylgist fólk vel með vestrænni fatatísku. Þar er al- gengt að sjá ungt fólk, bæði konur og karla, sem klæðist leðurjökkum með kraga úr minkaskinni eða blárefa- skinni. Nokkur einkenni haust- og vetrartískunnar Þau fataefni, sem mest eru áberandi í frökkum, jökkum og drögtum, eru ull, kasmírull og fínþráða gervitau- efni. Minka- og refaskinn eru langmest áberandi í skjólfatnaði og þá helst sem efnismiklir kragar og fremstu hlutar erma, hettur og bryddingar. Einnig er notað rakað kanínuskinn og þvottaskinn. í mjög dýran skjól- fatnað er gjaman notað safalaskinn og loðkanínuskinn. Sportpelsar eru stuttjakkar, hálf- stuttir eða hálfsíðir frakkar úr leðri Loðskinn eru aftur að komast í tísku eftir áralanga útlegð úr tísku- heiminum. Þessi stuttfrakki er léttur og smekklegur og notadrjúg- ur við flest tækifærí, en hvor hliö hans sem vill getur snúiö út. Frakkinn er úr fínþræddu gerviefni, en loðskinnið er af mink. Léttir litir og ímynd æsku og ferskleika eru í fyrirrúmi hjá norrænum fatahönnuðum, ekki hvað síst hönnuðum Saga Furs of Scandinavia í Danmörku. Frakkinn er úr mohairull með kraga og bryddingum úr plat- ínurefaskinni, sem litað hefur veríð appelsínugult. eða jafnvel fínþráða gerviefni og fóðr- aðir á köntum með minkaskinni eða minkalappaskinni, refaskinni, kan- ínu- eða þvottabjarnarskinni og oft með hettu. Brúnt eða dökkt minkaskinn er það, sem mest er sóst eftir í pelsfrakka. í þeim frökkum, sem samsettir eru úr fleiri efnum, er skinnið oft litað til að það eigi við hitt efnið. Þá er silfúrre- fur einnig í tísku nú, bæði sem aðal- efni í flíkurnar eða með öðrum efn- um. Pelsfrakkar eru í ár 7/8 að sídd, eða öklasíðir. Konur hætta við háskólanám Um 150 nýnemar hættu við að hefja nám í Háskóla íslands nú í haust. Þar af voru um 100 þeirra konur. Þetta kemur fram í gögn- um frá kennslusviði HÍ. Þar er jafnframt sagt að eldri nemendur, sem ekki sinntu skráningu í apnl, skili sér verr en undanfarin ár. Háskólamenn segja að ástæður þessa geti verið þrjár: hertar reglur LÍN um námsframvindu, hækkun skrásetningargjalds úr 7.700 kr. í fyrra í 22.350 kr. í ár, og samdráttur í þjónustu við nemendur. Þá finnst forsvarsmönnum skólans líklegt að hækkun dagvistargjalda gæti að hluta skýrt það hversu margar kon- ur hætta við að hefja nám. Þá kemur fram að konum hafi fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár, en nú verði breyting á. í greinum fækkar nýnemum helst í hjúkrunar- fræði úr 163 í fyrra í 83 í ár. f við- skipta- og heilbrigðisdeild fækkar nýnemum úr 258 í 163, og í heim- spekideild fækkar nýnemum um tæpan helming eða úr 488 í 249. -HÞ Kjör háskólakennara: HÁLFU VERRI EN A NORÐ- URLONDUM ísienskir háskólakennarar eru tæplega hálfdrættingar í byrjunar- launum, miðað við starfsbræður þeirra á Norðurlöndum. Þetta kem- ur fram í gögnum frá háskólakenn- urum. Þar segir og að taxtalaun háskóla- kennara hafi fallið um 30% frá því félagið gerði fyrstu kjarasamninga sína árið 1987. Jafnframt kemur fram að háskólakennarar vinni ár- lega rúmlega 133 þús. klst. umfram dagvinnu við rannsóknir, sem skili sér í útgáfu vísindarita, en fái greitt fyrir tæplega 40 þúsund stundir, sem þýði að þeir fái um 240 kr. á tímann í yfirvinnu. Þá kemur og fram að meðalkostn- aður á nemanda árið 1991 hafi verið um 300 þúsund við HÍ, en á milli 500 og 800 þúsund á nemanda á Norðurlöndum. -HÞ Fjöldatakmarkanir og lokun Háskólinn stendur frammi fyrir þremur kostum og engum góðum. Hann verður að leita sér heimilda til að fækka verkefnum, loka náms- leiðum og takmarka fjölda stúdenta. Þetta kom m.a. fram í máli Svein- björns Björnssonar háskólarektors, á blaðamannafundi í vikunni. (máli hans kom og fram að sá niður- skurður, sem nú er gerður, feli í sér að flestum verkefnum er haldið, en þau leyst á fátæklegri hátt, og að þetta setji gæði háskólastarfsins í hættu. Að sögn Sveinbjöms hefur Háskólinn ekki heimild samkvæmt lögum til að tak- marka aðgang eða fækka deildum. Hann segir þetta vera menntapólitíska ákvörðun, sem ríkisstjórnin verði að svara. „Vandi Háskólans felst í því að hann á erfitt með að spara 72 milljón- ir af þeim 129, sem honum var gert að spara," segir Sveinbjörn. Hann bætir við að ráðamenn skólans hafi náð að spara 56 milljónir króna með því að fjölga nemendum í kennsluhópum, fækka námskeiðum og loka námsleið- um. Sveinbjörn nefnir viðskiptadeild sem dæmi um deild sem stendur illa. Þar hafa margir hafið nám og hóparn- ir verði brátt of stórir til að hægt verði að sinna þeim sem skyldi. -HÞ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.