Tíminn - 10.09.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.09.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. september 1992 Tíminn 9 BDAGBÓK BengtAdlers Stephen Stephen sýnir í Galierí Borg Stephen William Láms Stephen opnar málverkasýningu í Callerí Borg við Aust- urvöll í dag, fimmtud. 10. september, kl. 17 til 19. Stephen er fæddur í London 1968 og er af fslensku bergi brotinn og íslenskur ríkisborgari, sonur Karólínu Lárusdótt- ur myndlistarmanns. Stephen hefur stundað listnám í Bis- hop’s Stortford College, Ruskin School í Oxford og University of Greenwich í London frá 1978 og til þessa dags. Þetta er fyrsta einkasýning Stephens hér á landi og stendur hún til þriðju- dagsins 22. september. Gallerí Borg er opið alla daga vikunnar frá kl. 14 til 18. *7óciiáti Stephen - Stephen SÝNING í GALLERÍ BORG 10. - 22. september 1992 * éfCtÆíu' BOHÖ Ný bók fri Ljósheimum/f slenska hetlunarfélaginu: „Lögmál Ijóssins" Ljósheimar/ísl. heilunarfélagið hefur gefið út bókina „Lögmál Ijóssins". Bókin er 76 síður í vasabroti. í henni er að finna umfjöllun um 57 lögmál, sem nauðsyn- leg eru hverjum manni að tileinka sér, auk kafla um liti, litameðferð o.fl. Á bók- arkápu segir m.a.: „Lögmál ljóssins er nauðsynleg varða á andlegri þróunar- braut mannsins. Án þekkingar eða skiln- ings á þeim öðlast umsækjandinn eða lærísveinninn ekki vitund hins innvfgða. Góður boðberi á Nýja-Sjálandi, Ann Herbstreith, miðlaði Lögmálum ljóss- ins“. Bókin er seld hjá Ljósheimum að Hverf- isgötu 105, 2. hæð, sími 624464, og f versluninni Betra líf. BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIDÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Bengt Adlers sýnir í Gallerí Sævars Karls Bengt Adlers sýnir í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9,11. september til 2. október. Hann er fæddur 1950 í Málmey í Sví- þjóð. Bengt Adlers hefúr unnið að mynd- list síðan 1965 og haldið 8 sýningar, þar af 3 hér á landi. Sýning hans núna ber titilinn „List og handverk, verk í þróun". Árið 1991 sýndi Bengt Adiers hluta af þessu verki í Gallerí Gangurinn, Reykja- vík. Nú hefur verkið vaxið. Hugmyndin er að vinna með hversdagslega hluti, sem við notum f eldhúsinu daglega, svo sem postulín, við, Ieir, stein, gler, plast og fleira. Ljóð eru tengd hverjum hluL sem Iýsa efninu, forminu og staðsetningu þess í veröldinni. Nokkrír hlutanna eru framleiddir, en drög að öðrum sýnd á pappír. Sjálfboðaliðar óskast til að safna undirskriftum undir kröfu um þjóðarat- kvæðagreiðsiu um EES-samninginn. Samstaða um óháð fsland, Reykjavíkurfélagið, Laugavegi 3. Opið virka daga kl. 16.00-18.00. Sími 623778. Kópavogur — Framsóknarvist Spiluð verður framsóknarvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 13. september W. 15.00. Kaffiveitingar og góð verðlaun. Freyja, félag framsóknarkvenna I Kópavogl Kópavogur Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna I Kópavogi, verður haldinn að Digra- nesvegi 12 fimmtudaginn 24. september Id. 20.30. Dagskrá auglýst slöar. Stjómln Ava og Ken fyrír framan hús sitt f Los Angeles meöan allt var í lukkunnar velstandi — á yfirboröinu aö minnsta kosti. Ken Kercheval átti í stöðugum erfiðleikum sem Cliff Barnes í Dall- as og ekki er einkalífið honum auðveldara viðureignar: Cliff í Dallas að skilja í viðtali við tímaritið Hello fyrir nokkru síðan sögðu hjónin Ken Kercheval, sem er íslendingum að góðu kunnur sem Cliff Barnes í Dallas, og kona hans Ava að þau ættu ekki í erfiðleikum með að jafna með sér ágreining. í hvert skipti sem þeim yrði sundurorða nægði það til sátta ef þau settust fyrir framan sjónvarp- ið og horfðu á upptöku af því er þau sáust fyrst. Svo skemmtilega vildi til að það festist fyrir tilviljun á filmu er þau rákust á hvort ann- að fyrst við hlaðborð í veislu. Rómantíkin gneistaði á milli þeirra við fyrsta augnatillit og mun stemmningin sem skapaðist hafa komist til skila á filmunni, þannig að þau töldu sig geta upp- lifað töfra sinna fyrstu aftur og aftur „uns dauðinn þau aðskilur". „Það nægir alltaf til að lægja öld- umar,“ sagði Ken Kercheval í því viðtali. Og svo virtist helst sem allt væri í lukkunnar velstandi hjá þeim hjónum. Þau tilkynntu fyrir nokkru að þau ættu von á sínu fyrsta barni og hamingjan virtist brosa við þeim á allan hátt. En nú virðist myndbandið heilladrjúga vera farið að slitna allverulega og sáttamáttur þess fara þverrandi. Ekki einu sinni sú staðreynd að erfingi er í vændum dugir til að láta þau gleyma ágreiningsefnum sínum, sem eru víst bæði mörg og alvarleg. Nýlega tilkynntu þau Ken og Ava að hjónabandið ætlaði ekki að endast út meðgönguna. Ava var komin sjö mánuði á leið þegar til- Ken Kerchevai og Ava kona hans standa nú f skilnaði. kynning þessi barst og hún er flutt út úr glæsihýsi þeirra í Los Angeles. Fólk ætti kannski að byggja hjónabandssæluna á einhverju traustara en gamalli myndbands- upptöku! m Mæðc/in í eíýragarðf Hamingjan er aö vera Iftill flóöhestur á sumardegi meö trýniö á öruggum staö á nefinu á mömmu sinni. Þessi heimilislegu mæögin eru búsett í dýragaröinum í Nurnberg f Þýskalandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.