Tíminn - 10.09.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.09.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 10. september 1992 1 MINNING MMPilliM_________________ WBKM Ingimundur Sigurður Magnússon frá Bœ Fæddur 11. september 1933 Dáinn 21. ágúst 1992 Samstarfsmaður minn og vinur, Ingimundur Magnússon frá Bæ, Reykhólahreppi, er fallinn frá, fyrr en nokkurn óraði fyrir. Kynni okkar hófust stuttu eftir að hann tók við starfi sem forstöðu- maður Fasteigna ríkissjóðs, þá er hann falaðist eftir tæknilegri þjón- ustu hjá embætti Húsameistara ríkisins og réðust mál þannig að í minn hlut kom að vera megin- tengiliður hans við Húsameistara- embættið. Ingimundur var mikill mann- kosta- og drengskaparmaður. Hann lagði ríka áherslu á að fylgja hverju máli í höfn er hann hafði lagt upp til. Honum lét einkar vel að fá aðra til að líta jákvæðum augum á tilver- una. Glettni hans og hlýja fram- koma kom öðrum títt til að brosa. Hann gekk óhikað og leitaði sér aðstoðar, ef honum þótti verkefn- inu betur borgið í höndum ann- arra, og kom þar e.t.v. að hluta til reynsla hans sem fyrrum kennara og húsasmíðameistara til margra ára. Ingimundi virtust vera ákaflega rík í huga orðin: Vel skal til vanda, sem lengi skal standa. Hann lagði sig ávallt í framkróka að viðgerðar- verkefni, sem hann átti hlutdeild í, væru útlitslega og faglega vel af hendi leyst, svo ekki þyrfti að sinna þeim aftur í bráð. Fyrir kom, er hann mætti á vinnu- stað til eftirlits og þótti hægt hafa miðað, að hann átti til að taka rösk- lega til hendinni og sýna hvernig ætti að standa að verki og ýta þann- ig við samverkamönnum, fremur en með ákúrum og stóryrðum. Ingimundur gerði lítið úr veikind- um sínum og sagði í glettni sinni lækna vilja líta á sig, er hann lagð- ist nú í fyrsta skipti á sjúkrahús. Slík var elja hans og eldmóður að hann óskaði oftlega vinnugagna á sjúkrahúsið, hann var ekki hættur í vinnunni þótt svona væri komið. Skjótt þyngdi róðurinn og er syrta tók í álinn, þóttist ég skynja sem hann vildi hughreysta okkur, sem áfram erum hér enn um sinn, með orðum Þóris jökuls Steinfinnsson- ar: „Upp skalt þú kjöl klífa, köld er sjávardrífa. Kostaðu huginn að herða, hér munt þú lífið verða, skafl beygjattu skalli, þótt skúr á þig falli. Ást hafðirþú meyja, eitt sinn skal hver deyja. “ Skarð er fyrir skildi við fráfall Ingimundar. „Maður kemur í manns stað,“ varð honum að orði og eykur sá veg Fasteigna ríkissjóðs, hverjum hann sjálfur hafði helgað síðustu starfsár sín. Eiginkonu, börnum og ættingjum hans flyt ég innilegustu samúðar- kveðjur frá samstarfsaðilum hans hjá Húsameistaraembættinu. Ekki læt ég hjá líða að vitna í Há- vamál, er ég hugsa til Ingimundar og samstarfs okkar og kveð góðan dreng: „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getur. “ Svavar Þorvarðsson Með þessu litla ljóði kveð ég elsku Munda minn að sinni. Það minnir á hann og fallegu sveitina hans — bernskusveitina mína. Yfir tindum öllum erró, friður á fjöllum, fug l í tó hljóðnaður hver. Það bærist ei blær eða kliður. Einnig þinn friður framundan er. (J.W. Goethe) lElsku Sjöfn mín, fallega Laufey rr^n og Hjödda, Sverrir og Maggi — ykkur sem og alla aðra ástvini hans Munda okkar, biðjum viö Freyr góðan Guð að blessa og styrkja í sorg ykkar og söknuði. Sif Ragnhildardóttir, Ragnar Freyr Rúnars- son Ingimundur Magnússon bygginga- meistari, sem kvaddur var í hinsta sinn frá Fossvogskirkju föstudag- inn 28. ágúst s.l., kom til starfa hjá Fasteignum ríkissjóðs snemma árs 1984. Hann hafði þá að baki langan starfsferil sem bóndi, bygginga- meistari, kennari og hreppstjóri, auk ýmiskonar félagsmálaþátttöku. Það kom fljótt í Ijós að ráðinn hafði verið athugull og samviskusamur starfsmaður til að veita vaxandi stofnun forystu. Seinna varð það öllum ljóst, sem með honum unnu, að starfsþrek hans var mikið. Verk- efnum Fasteignanna fjölgaði, þau urðu fjölbreytilegri, en Ingimund- ur tók á móti hverju nýju verkefni, sem við bættist, með sama áhuga og festu sem hinum fyrri. Við störf sín hafði Ingimundur samstarf við mjög marga ríkis- starfsmenn, iðnaðar- og tækni- menn og er ánægjulegt að vita hve víða Ingimundur naut virðingar þeirra sem hann skipti við. Ljóst er að sá eiginleiki hans að geta séð fleiri hliðar en eina, m.a. þá bros- legu, létti undir með honum í sam- skiptum við fólk. Gott var að vinna með Ingimundi. Hann undirbjó málin þannig að fljótt var komið að kjarna málsins og aukaatriðum lít- ill gaumur gefinn. Þannig nýttist tíminn vel að ræða aðalatriðin og komast að niðurstöðu um aðgerðir. Nú þegar Ingimundur er allur, er okkur það ljóst að sæti hans verður vandfyllt, en jafnframt að hann skilaði góðu búi, sem njóta mun arfsins. Samstarfsmenn hans sakna hans sem vinar og félaga. Yfir minningunni um Ingimund Magn- ússon er birta af sérstæðum ágæt- ismanni, sem hafði ánægju af því að takast á við erfið verkefni, sem hann leysti með prýði. Fjölskyldu hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Stjóm og starfsfólk Fasteigna ríkis- sjóðs „Þegar vinur þinn talar, andmælir þú honum óttalaust eða ert sam- þykkur honum af heilum hug.“ Þessi orð koma mér í hug nú þegar ég kveð Ingimund Magnússon, for- stöðumann Fasteigna ríkissjóðs, í hinsta sinn. Mér finnst þau lýsa vel samskiptum okkar á þessari fá- mennu stofnun. Hann hafði þann góða kost að ekki þurfti að velja orðin vandlega og þá sérstaklega ekki þegar umræðurnar voru á léttu nótunum. Það var mér dýrmæt reynsla að kynnast manni sem var jafn dyggur og ósérhlífinn í starfi og hann, sem ætíð var reiðubúinn að leysa hvers manns vanda, enda reyndist vinnu- dagur oftast ærið langur. Ingimundur átti virðingu mína alla og heilindi hans í minn garð munu aldrei gleymast. Elsku Sjöfn og fjölskylda. Ég votta ykkur innilega samúð og vona að sá, sem öllu ræður, styrki ykkur í sorginni og verndi ykkur um ókomin ár. Anna Grímsdótt- ir í dag er ég að kveðja elskulegan tengdaföður minn, sem lést á Land- spítalanum 21. ágúst síðastliðinn eftir stutta sjúkdómslegu. Margs er að minnast frá okkar samveru- stundum þau sjö ár sem mér auðn- aðist að þekkja hann. Ingimundur var einkar híýlegur, góðhjartaður og dagfarsprúður maður og var mér strax tekið opnum örmum á heimili hans og Sjafnar konu hans, þegar við Maggi byrjuðum að vera saman. 3. apríl 1985 var mikill gleðidagur hjá fjölskyldunni, því þá fæddist fyrsta barnabarn hans, Guðmunda Sjöfn. Guðmunda varð strax auga- steinn afa síns og áttu þau oft góð- ar stundir saman. Síðan fæddust Ólafía Sif og Lára Jóhanna og fyrir átti ég Elísabetu, sem hann reynd- ist sem besti afi. Fyrir þremur ár- um fluttum við Maggi vestur á Bol- ungarvík og sáumst við því miður sjaldnar, en ávallt urðu miklar gleðistundir þegar afi og amma komu vestur í heimsókn. Stelpurnar voru mikið hjá afa sín- um og var hann óþreytandi að sinna og passa elsku litlu stelpurn- ar sínar. En nú sakna þær sárt afa síns og að geta ekki stungið lítilli hendi í sterka lófa eða kúrt í fangi hans. En lífið gengur sinn gang og minningin lifir og eftir stendur þakklæti að hafa kynnst slíkum manni sem Ingimundur var. Elsku Sjöfn, Maggi, Sverrir, Lauf- ey, Hjödda, ykkar söknuður er mik- ill og megi Guð styrkja ykkur og barnabörnin á þessari sorgar- stundu. Þú, Drottinn, gang minn greiddir, ég geld þér hjartans þökk, þú, Drottinn, lífmitt leiddir, þig lofar sál mín klökk. Ó, Guð, fyr’ir gæslcu þína ég glaður kem úr för og lít á lífi mína við lán og heilSukjör. Ó, kenn mér, Guð, að geta þá gæsku skilið rétt, og vel minn feril feta, hvort fœrð er þung eða’ létt, en þegar linnir þokum og þrautaskeiðið dvín, þá leið þú mig að lokum í Ijósið heim til þín. (Matth. Jochumsson) Blessuð sé minning Ingimundar Magnússonar. Brynja Haraldsdóttir Dáinn, horfinn — harmafregn, hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. Þessi eftirmæli eftir Jónas Hall- grímsson um vin sinn látinn, séra Tómas Sæmundsson, komu okkur í huga er okkur var tilkynnt andlát vinar okkar og velgerðarmanns, Ingimundar S. Magnússonar frá Bæ. Örlög sín fær enginn flúið, síst af öllu dauðann. Hann er sá stóridóm- ur sem við öll verðum að lúta, fyrr eða síðar. Oft finnst manni hann ótímabær og miskunnarlaus. Þannig fannst okkur, er við frétt- um, fyrir rúmum sex vikum síðan, að Mundi, eins og hann var alltaf kallaður af vinum og kunningjum, lægi helsjúkur á Landspítalanum og ætti sér litla lífsvon. Kynni okkar af Munda og vinskap- ur hefur varað í rúm þrjátíu ár eða frá því að hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni og vinkonu okkar, Sjöfn K. Smith. Þettavar vinskapur sem aldrei bar skugga á. Mundi var mikill höfðingi bæði í sjón og raun, sérlega góður og blíð- ur, hjálparhella margra og mátti ekkert aumt sjá, þá var hann boð- inn og búinn að veita aðstoð. Eins og sagt er: „drengur góður", í orðs- ins fyllstu merkingu. Munda verður sárt saknað af öll- um sem honum kynntust, en mest- ur er söknuðurinn hjá eiginkonu, börnum, tengdadætrum og barna- börnum, sem trega nú elskaðan heimilisföður, sem var sá klettur sem allir treystu og trúðu á. Elsku Sjöfn og börn, ykkar missir er mikill. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessari miklu sorg- arstund. Það er huggun harmi gegn, að eftir lifir minningin um elskulegan eiginmann og föður. Ingimundi þökkum við áratuga góða vináttu. Guð blessi minningu hans. Dóra og Rafn Afmælis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Eskifirði skorar hér með á gjaldendur virðisaukaskatts, sem ekki hafa stað- ið skil á virðisaukaskatti fyrir janúar, febrúar, mars, apríl, maí og júní 1992, er féll í gjalddaga 7. apríl, 5. júní og 5. ágúst sl., svo og gjaldfölln- um og ógreiddum virðisaukaskattshækkunum, að gera skil nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Þá er skorað á gjaldendur að standa skil á stað- greiðsluskatti og tryggingargjaldi ársins 1991 og það sem gjaldfallið er á árinu 1992. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að þeim tíma liðnum, samkvæmt heimild í 9. tl. 1. mgr. 1. gr. sbr. og 8. gr. laga nr. 90/1989 um að- för. Eskifirði, 5. september 1992. Sýslumaðurinn á Eskifirði. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Eskifirði skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum, sem voru álögð 1990, 1991 og 1992 og féllu í gjalddaga fyrir 15. ágúst 1992 og eru til inn- heimtu hjá ofangreindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar, eigna- skattur, sérstakur eignaskattur, slysatrygginga- gjald vegna heimilisstarfa, tryggingargjald, iðn- lánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, lífeyristrygg- ingagjald skv. 20. gr. laga nr. 87/1971, slysa- tryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr., atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, launaskattur, bifreiðaskattur, slysatryggingagjald ökumanna, þungaskattur skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskattur og miðagjald, virðisauka- skattur af skemmtunum, tryggingagjald af skips- höfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlits- gjald, vörugjald af innl. framleiðslu, aðflutnings- gjöld og útflutningsgjöld, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðn- um 15 dögum frá dagsetningu áskorunar þess- arar. / Eskifirði, 4. september 1992. Sýslumaðurinn á Eskifirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.