Tíminn - 15.09.1992, Side 5

Tíminn - 15.09.1992, Side 5
Þriðjudagur 15. september 1992 Tíminn 5 „Oft má af máli þekkja“ Opið bréf til sóknarprestsins í Digranessókn, séra Þorbergs Kristjánssonar eftir Olaf Þ. Jónsson vitavörð á Hombjargsvita Herra sóknarprestur! Hingað norður í Hombjargsvita berst stundum með vörusending- um alls kyns Iesmál af höfuðborg- arsvæðinu syðra, sem notað er til að verja viðkvæma hluti hnjaski í flutningum. Fyrir skömmu fékk ég í hendur með þessum hætti „safn- aðarbréf Digranessóknar", sem sóknamefnd og sóknarprestur sendu út til safhaðarins í síðast- liðnum mánuði. Eins og nærri má geta fjallar safnaðarbréf þetta mest- an part um fyrirhugaða kirkju- byggingu á svæði því í Kópavogi, sem almennt er kallað Víghóla- svæði, og fræg er orðin a endem- um, sbr. nýjustu tíðindi af málinu. „01nbogaiými“ Það, sem einkum vakti athygli mína í nefhdu bréfi og er raunar tilefni þessara skrifa, er örstutt grein eftir þig, eða öllu heldur fá- einar málsgreinar í ritsmíðinni. Þú ritar meðal annars: „Sóknamefnd hófst nú handa um undirbúning kirkjubyggingar og vænti þess að hún gæti hafist sl. vor. Vegna at- hugasemda svokallaðra Víghóla- samtaka varð þó að endurtaka ferl- ið um hið opinbera stjómsýslu- kerfi.“ „Það virðist nokkuð ljóst að þeir sem einkum hafa staðið fyrir andmælum vilja einfaldlega halda óskertu því olnbogarými sem þeir hafa búið við og reyna enn að ýta eigin viðhorfum fram undir yfir- skini áhuga á náttúruvemd.“ Og það var meira blóð í kúnni: „Með hálfsannleik og hreinum rang- færslum er fólk fengið til að skrifa undir furðulegustu plögg til hindr- unar því að Digraneskirkja rísi.“ Ja, mikill er nú hrokinn og ekki er hann kræsilegri en ella þegar hann er hempuklæddur. „Oft má af máli þekkja marminn hver helst hann er. Sig mun fyrst sjálfan blekkja sá með lastmoelgi fer. “ (Passíus. UJS.) Víghólasamtökiii Hver skyldu þau nú vera þessi „svonefndu" Víghólasamtök? Skoð- um það nánar. Víghólasamtökin, sem stofnuð vom 18. maí sl., em náttúmvemdarsamtök og hafa á stefnuskrá sinni almenna náttúm- og umhverfisvemd í landi Kópa- vogsbæjar. Það er því í fullu sam- ræmi við þessa stefnuskrá að sam- tökin standi vörð um Víghólasvæð- ið og reyni að koma í veg fyrir að á það verði gengið. Af Víghólnum sér vítt til allra átta og árið um kring kemur fólk á hól- inn „til að njóta útsýnisins". Á síð- ari ámm hefúr færst í vöxt að farið sé með hópa erlendra ferðamanna á staðinn, enda víðsýnast þaðan í þéttbýli á íslandi. Afleiðingar þess að byggja stórhýsi í 35-40 metra fjarlægð frá Víghólnum ættu því að vera hverjum manni ljósar. Og það er einmitt til að koma í veg fýrir skipulagsslys á borð við það, sem „svokölluð Víghólasamtök" vom stofnuð. Þótt náttúruvemdarsjón- armið vorra daga hafi ekki hlotið náð fyrir skilningarvitum þínum, né annarra forystumanna Digra- nessafnaðar, þá finnst mér ekki til of mikils mælst að þú látir það fólk, sem heilshugar hefur tileinkað sér þau, njóta sannmælis í skrifum þínum. Sögustund Og nú er komið að örstuttri sögu- stund: Allar götur frá því að Kópavogur fékk kaupstaðarréttindi á vordög- um árið 1955 hefur sú verið stefna bæjaryfirvalda þar að Víghólasvæð- ið skyldi fríðað fyrir öllum bygg- ingum og gert ákjósanlegra til úti- vistar með ýmsum hætti, svo sem auknum gróðri, lagningu gang- stíga, leikaðstöðu fyrir böm og fleira í þeim dúr. Fyrir nokkmm ár- um lét svo þáverandi bæjarstjóm friðlýsa vestari hluta svæðisins á gmndvelli náttúruvemdarlaga og knattspymuvöllur var gerður á eystri hlutanum. Skipulag svæðis- ins var svo endanlega staðfest þeg- ar bæjarstjóm Kópavogs — og taktu nú eftir — samþykkti eln- róma aðalskipulag Kópavogs, sem gilda skal til 2008. Aðalskipulagið var svo staðfest af umhverfisráð- herra 23. apríl 1990. Strax á árinu 1971, þegar Kópa- vogi var skipt í tvær kirkjusóknir, kom fram áhugi forystumanna Digranessafhaðar á að reisa kirkju á Víghólasvæðinu þrátt fyrir stefnumörkun bæjaryfirvalda og hug almennings til málsins. Síðan hefur safnaðarforystan æ ofan í æ sótt um byggingarleyfi á svæðinu, en umsóknum hennar ætíð verið hafnað og henni jaftiframt boðnir aðrir kostir. 25. dag júnímánaðar árið 1991 gerðust svo þeir dapurlegu atburð- ir að bæjarstjórn Kópavogs sam- þykkti fyrir sitt leyti kirkjubygg- ingu á umræddu svæði með sex at- kvæðum gegn fimm. Þessa ákvörðun tók hinn nýi bæj- arstjómarmeirihluti íhalds og Framsóknar þrátt fyrir harkaleg mótmæli 95% fasteignaeigenda á svæðinu og aðvaranir náttúm- vemdarmanna. Þetta ættu kjós- endur f Kópavogi að leggja á minn- ið, því aftur verða kosningar í Kópavogi að tæpum tveimur ámm liðnum. Bréf Þorbjargar Þessar staðreyndir, sem hér hafa verið raktar, virðast þér ekki hafa verið kunnar þegar þú ritaðir í safnaðarbréfið. Ég væni ekki vígð- an manninn um annað verra en vanþekkingu, en hún er Iíka mikið böl. Þá skoðun þína að andmæl- endur kirkjubyggingarinnar við Víghól séu fyrst og fremst nokkrir menn sem „vilja einfaldlega halda óskertu því olnbogarými sem þeir hafa búið við“ þarf svo ekki að fjalla ítarlega um, enda fæ ég henni sjálfsagt ekki breytt. Aftur á móti langar mig að vekja athygli þína á bréfi sem Þorbjörg Daníels- dóttir, sóknamefndarformaður í Digranessókn og náinn samherji þinn í kirkjubyggingarmálinu, rit- aði fyrir hönd sóknamefndar til dómprófastsins Guðmundar Þor- steinssonar í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra. Bréfið er dagsett í Kópavogi 19. maí 1992 og hefst á þessum orð- um: „Virðulegi dómprófastur Fyrir hönd sóknamefndar Digra- nessóknar leyfi ég mér hér með að sækja um frest þangað til í septem- ber til að halda safnaðarfund. Ástæðan fyrir þessari beiðni er sú að eins og mál standa varðandi umsókn sóknamefndar um leyfi til kirkjubyggingar væri það afar óhentugt að halda aðalsafnaðar- fund fyrir 1. júní. Það er nær víst að ef aðalsafnaðarfundur yrði hald- inn nú fyrir mánaðamót, myndu andstæðingar kirkjubyggingarinn- ar fjölmenna á fúndinn og jafnvel ná þar fram samþykkt í krafti meirihluta fundarmanna, sem yrði til þess að ónýta alla þá vinnu og alla þá alúð, sem lögð hefur verið f að gera að veruleika nær eins og hálfs áratugar samþykkt aðalsafn- aðarfúndar um að leita eftir heim- ild bæjaryfirvalda til kirkjubygg- ingar.“ Hér kveður heldur betur við ann- an tón en í skrifum þínum, þótt ekki verði með sanni sagt að lýð- ræðisástin ríði húsum sóknar- nefndar Digranessóknar. Hér er greinilega ekki litið á þá „olnboga- rýmismenn" sem fámenna klíku sérhagsmunamanna, heldur það fjölmennan hóp að bráð hætta er á að þeir verði í meirihluta á aðal- saftiaðarfúndi og samþykki eitt- hvað í krafti þess sem passar ekki í kramið hjá sóknamefnd. Og því er leitað aðstoðar í þessum vanda hjá virðulegum dómprófastinum í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Virðulegur dómprófasturinn, sem er að sjálfsögðu „einn sérdeilis frómur herra“ lét ekki standa upp á sig, þegar sýna þurfti málstað sóknarnefndar Digranessafnaðar þann stuðning að veita henni um- beðinn frest. Með bréfi dagsettu 25. maí 1992 veitti dómprófastur „á grundvelli þess rökstuðnings sóknarnefndar Digranessafnaðar er með frestunarbeiðninni fylgir er hér með veittur umbeðinn frest- ur“, eins og segir orðrétt í bréfinu því!!! Já, hann var ekki slakur rök- stuðningurinn. í hinu furðulega bréfi sóknar- nefndar Digranessóknar til virðu- legs dómprófastsins felst raunar meira en beiðni um að fresta aðal- safnaðarfúndi fram í september. Það er einnig staðfesting á því að á þeim aðalsafnaðarfundi sé það á valdi safnaðarins að taka endan- lega ákvörðun um hvort byggt verði á hinum umdeilda stað eður ei. Samt mkuð þið til og hófuð ffarn- kvæmdir við Víghólinn, þótt fund- urinn hafi enn ekki verið haldinn. Og þá er komið að skóflustunguat- höíninni 28. ágúst síðastliðinn og hvemig að henni var staðið. I fréttatilkynningu frá Víghólasam- tökunum frá 26. ágúst 1992 segir svo meðal annars: „Kynlegt er að við guðsþjónustu í Kópavogskirkju sl. sunnudag getur séra Þorbergur Kristjánsson prestur Digranes- sóknar um væntanlegan aðalsafn- aðarfúnd, en minnist hvergi á skóflustunguathöfnina sem þá var fyrirhuguð, enda hefúr komið í ljós að boðskort voru prentuð á föstudegi. Því spyrja safnaðar- menn hvað olli þessu skyndilega minnisleysi klerks og enn fremur hvers vegna er efnt til þessarar at- hafriar á virkum degi, þ.e. kl. 15 þegar safnaðarmenn eru almennt í vinnu." Þessi tilvitnun segir nokkum veg- inn allt sem þarf. Sakbitið fólk, logandi hrætt við almenning, reynir í örvæntingu sinni með lög- leysu og valdníðslu að breyta þró- un mála sér í hag. Ef til vill munu einhverjar veikgeðja sálir falla frá andstöðu sinni við skipulagsslysið mikla, þegar þær standa frammi fyrir því að andstaða þýðir ekki lengur, það er byrjað að byggja. En það er gömul og ný saga að sök bítur sekan. Kannske sannast það á aðalsafnaðarfundinum í dag — þriðjudag. Ég sá til ykkar á sjónvarpsskjánum, 29. ágúst held ég að það hafi verið. Það var hryggileg sjón. Þama stóðuð þið báðir, þú og herra biskupinn yfir íslandi, í strekkingsvindi við Víg- hólinn og „gæfuleysið féll að síð- um.“ Hann, maðurinn sem getur ekki grátið nema í rigningu að eig- in sögn, að bögglast við að moka með stirðbusalegum tilburðum menntamannsins og þú honum til hægri handar með himneskan frið í hverjum andlitsdrætti og auðvit- að með lokuð augun. Arfur ald- anna trúlega, því eins og þú veist hafa kollegar þínir flestir mætt stormum sinnar tíðar með lokuð augu og freðið fyrir öll vit. Ekki að undra þótt kunningja mínum ein- um, sem vitni varð að athöfninni, yrði á munni: „Sá ég hokinn svartan hroka síst harm okar verkurinn; er að lokum einn að moka aeðsti pokaklerkurirm. “ Þú ert hálfgerður hallærismaður, séra minn, og átt ekki einu sinni iðrun vísa. Ekkert er nefnilega sjálfgefið f heimi hér, eins og skáldið í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd vakti athygli á á sínum tíma: Jtiendi þig hrösun bráð sem helgan Pétur, undir guðs áttu náð hvort iðrast getur.“ (Passíus. 1221) Með náttúru- og umhverfisvemd- arkveðju Hcrnbjargsvlta í september 1992 Ólafur Þ. Jónsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.