Tíminn - 16.10.1992, Page 6

Tíminn - 16.10.1992, Page 6
6 Tíminn Föstudagur 16. október 1992 St. Jósefsspítali á Landakoti 90 ára í dag. Aðlögun að breyttu umhverfi: Sjúkrahús sem reist var af fórnfýsi og kærleika Á þessu árí eru 90 ár liðin síðan SL Jósefsspítali á Landakoti tók til starfa. Spítalinn var vígður 16. október 1902. Saga hans er því orð- in býsna löng. Fyrst og fremst er saga spítalans bundin við hina frönsku reglu St. Jósefssystra, sem fluttu til landsins siðmenningu í heilbrigðismálum íslendinga og stofnuðu spítalann og reistu í nafni kærleika og fómfysi. Eftir niður- skurð á fjárveitingum til spítalans hefur mikið starf veríð unnið til að aðlaga reksturínn að breyttu um- hverfl. Eftir þær breytingar er Landakot enn í dag ein fullkomn- asta sjúkrastofnun landsins. Landakotsspítali hefur alla tíð haft mikla sérstöðu hjá öðrum sjúkra- húsum á landinu, því kerfið, sem sjúkrahúsið starfar eftir, hefur þró- ast með öðrum hætti en önnur sjúkrahús hér á landi. Það er svipað því sem gerist í Bandaríkjunum, en grunnhugmyndin er sú að læknar eru ekki fastráðnir við spítalann og hafa engin föst laun, heldur fá greitt fyrir hvert læknisverk. Læknarnir hafa aðstöðu á spítalanum og leyfi til að leggja þar inn sjúklinga sína, og hver læknir stundar sinn sjúkling og ber ábyrgð á honum meðan hann dvelst á sjúkrahúsinu. Sérfræðing- arnir eru því algerlega sjálfstæðir og ekki undir aðra settir. Þá má geta þess, sem er einstakt á íslenskum sjúkrahúsum, að læknar við Landakot greiða 4% af launum sínum í sérstakan styrktarsjóð, sem hefur það hlutverk að styðja lækn- inga- og vísindastarfsemi á spítalan- um, m.a. með tækjakaupum og styrkveitingum. Lífseigar nýjungar Bygging spítalans hófst 1902 og fyrsti sjúklingurinn var lagður inn í september sama ár. St. Jósefssystur voru framsýnni en íslendingar áttu að venjast og sannar bygging spítal- ans það. Sem dæmi má nefna vatns- brunn á Landakotshæð, sem syst- urnar stóðu fyrir, og þótti hugmynd- in í fyrstu aldeilis fáránleg. Útkoman var að nægilegt vatn fékkst handa öllum spítalanum og fjölda heimila í nágrenni hans. Þær létu einnig grafa fyrir og leggja skolpræsi frá spítalan- um til sjávar. Slíkt hafði ekki þekkst áður á íslandi. Ræsið er enn þann dag í dag í notkun. I upphafi voru rúm fyrir 40 sjúk- linga á Landakotsspítala, en sjúkra- húsið stækkaði ört og þegar mest var voru rúm fyrir liðlega 200 sjúklinga. Þáttaskil urðu í sögu Landakots þeg- ar íslenska ríkið keypti spítalann af St. Jósefssystrum 1976 og afhenti Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala sjúkrahúsið til rekstrar í sama formi og verið hafði. En þótt systurnar hættu rekstri Landakotsspítala, gæt- ir áhrifa þeirra þar enn, e.t.v. ekki síst vegna þess að tvær systranna eru enn starfandi við spítalann. Breytt starfsumhverfi Niðurskurður á fjárlögum hefur komið hart niður á rekstri Landa- kotsspítala og hefur orðið að breyta starfssviði hans verulega frá því sem var. Starfssvið spítalans er nú sér- tækara og skapast hefur meiri stöð- ugleiki innan sjúkrahússins, því unnt er að skipuleggja innlagnir bet- ur en áður. Á síðasta ári þjónaði Landakot fleiri sjúklingum en nokkru sinni fyrr og var reksturinn hagkvæmur og vel innan ramma fjárlaga. Segja má að skipulagsbreytingarn- ar, sem orðið hafa innan spítalans, séu í stuttu máli þær að göngudeild- arþjónusta hefur verið aukin eftir að bráðavaktir á handlækninga- og lyf- Sigurgeir Kjartansson, skurö- læknir á Landakotsspítala, varð fyrstur hérlendis til að framkvæma skurðaðgerðir í kviðarholi með kviðsjá, þannig að ekki gerist þörf á að opna kviðarhol sjúklings. Myndin er tekin við fyrstu aðgerðina, en þá var skemmd gallblaðra fjar- lægð. lækningadeildum voru lagðar niður. Sérstök fimm daga handlækninga- deild hefur tekið til starfa, þar sem sjúklingar leggjast inn á mánudög- um og útskrifast fyrir helgi, og ný hjúkrunardeild á lyflækningadeild með 22 rúmum fyrir langlegusjúk- linga. Við þessar skipulagsbreytingar hefúr rúmum fyrir innlagnarsjúk- linga fækkað úr 200 í 148. Alvöru sjúkrastofnun Þótt verulegar breytingar hafi orðið á högum spítalans, er hér enn um fullkomna sjúkrastofnun að ræða, þótt halda mætti annað eftir þá um- ræðu sem átt hefur sér stað undan- farin misseri. Á Landakoti er fullkomnasta augn- deild landsins, lyfjadeild, handlækn- ingadeildir, barnadeild, gjörgæslu- deild og hjúkrunardeild. Barnadeild og augndeild starfa óbreyttar eftir skipulagsbreytingar og allt starf á handlækningadeildum hefur verið aukið. Það gera sér e.t.v. ekki allir grein fyrir því að Landakotsspítali er mið- stöð augnlækninga og augnsjúk- dómarannsóka á íslandi, og hefur svo verið frá því að hann hóf starf- semi sína. Spítalinn leggur mikla áherslu á æðaskurðlækningar, bækl- unar- og þvagfæraskurðlækningar og fleira. Bamadeild Landakotsspítala sinnir að miklu leyti sérhæfðu hlutverki. Öll börn, sem eiga við augnsjúk- dóma af einhverju tagi að stríða, eru lögð inn á Landakot. Einnig börn með krabbamein, sykursýki eða önnur efnaskiptavandamál, og börn með þroskafrávik. Bráðamóttaka fer fram á deildinni sjálfri, en það veitir börnum og for- eldrum vissa öryggistilfinningu að sama starfsfólk annast börnin allan þann tíma sem þau dvelja á sjúkra- húsinu, allt frá gjörgæslu til loka dvalar. Horft til framtíðar Eftir niðurskurð á fjárveitingum hefur starfsemi spítalans verið end- urskipulögð frá grunni. Vegna sér- stöðu sinnar á mörgum sviðum, bæði læknisfræðilegum og rekstrar- legum, er margt sem ekki verður breytt nema með því að leggja spítal- ann niður. Það stendur ekki til og niðurstaðan er sú, eftir breytingar, að Landakotsspítali er enn þann dag í dag fullkomin sjúkrastofnun, sem þjónar á sumum sviðum landinu öllu. f tilefni 90 ára afmælisins 16. október verður opið hús, þar sem starfsfólk mun taka á móti gestum og gangandi og kynna starfsemi spít- alans. MERKIÐ VIÐ 13 LEIKI Leikir17.og18.okt. 1992 Viltu gera uppkast að þinni spá? 1. AIK —Norrköping □ G]B[T] 2. IFK Göteborg — Malmö FF U [T][xjL2J 3. Trelleborg FF — Öster bi ; i'ii x si 2 í 4. Braqe — Diurqárden □ [ 1 ]| X II 2 | 5. Hácken — V.Frölunda □ 6. Örebro — Halmstad □ Qj[x][2j 7. Chelsea — Ipswich Town B00Q 8. Crystal Palace — Manch. City Q (1' ]| x;; 2 j 9. Everton — Coventry City U I 1 ii x. I [ 2 ] 10. Norwich Citv — Q.P.R. ílj mnniTi 11. Notth. Forest — Arsenal m Djstn' 12. Sheff. Wed — Oldham SE Lílí xji 2j 13. Tottenham — Middlesoro ee mmLU u. J ÖLMI S | o S 1 “ 3 ! or m :S cc p 2 < ® -3 2 i O I ^ 0» a 1 úi « | * p 1 I 1 o cc IE —i -UJ u. e -=3 j7> | FM 95,7 1 ./ 2 8 ►— co —» < o < u 8 8 3 Q XX _» < >1 SAk >f ITA á| LS 1 I MBL. I OV 1 1 X I 2 | 1 1 X 1 1 2 1 1 X X 6 3 1 2 1 1 1 X X 1 X 2 1 6 3 1 3 2 2 X 2 2 1 2 2 2 1 1 8 4 2 1 X 1 1 2 1 1 2 5 1 4 5 X 1 2 1 1 1 1 1 X 7 2 1 6 1 1 1 1 1 1 1 X 1 9 1 0 7 1 1 1 1 ) ( 1 1 1 X 1 8 2 0 8 X 2 1 1 X 2 2 2 2 3 2 5 9 X 1 X X 1 1 1 1 1 6 3 1 10 1 X 2 1 1 1 1 1 1 8 1 5 1 3 11 X 2 X 1 2 X X 2 X 2 12 1 1 1 1 ) < 1 1 1 1 1 9 1 0 13 X X X 1 X 1 1 1 1 6 4 0 w w w STAÐAN1SVIÞJ0Ð 28. október 1992 MEISTARAKEPPNIN 1. Öster ....74 2 1 15-7 29 2.AIK ....74 1 2 16-7 27 3. Norrköping .... ....73 04 9-14 27 4. Malmö FF ....73 1 3 9-9 23 5. Trelleborgs FF ....73 04 12-20 23 6. IFK Göteborg. 72 0 5 10-14 18 KVALSVENSKAN 1. Djurgárden .... ...11 55 1 25-9 20 2. Örebro ...11 6 1 422-13 19 3. Brage ...11 54 2 16-8 19 4. Halmstad ...10 6 1 3 19-16 19 5. GAIS ...105 2 3 17-10 17 6. Hácken ...105 14 19-19 16 7. V-Fröiunda .... ...11 1 37 15-23 6 8. IFK Sundsvall ...100 1 9 4-38 1 STAÐAN í ENGLANDI 28. október 1992 ÚRVALSDEILD: 1. Blackburn 2. Norwich City 3. Coventry City 4. Q.P.R 11 73124-9 24 ...1172 2 20-19 23 ...11 63 2 14-10 21 ...11 55 1 17-10 20 5. Aston Villa ...11 54 2 20-14 19 6. Manchester Utd 7. Arsenal 1154 2 12-8 19 „1152 4 14-12 17 8. Ipswich Town 9. Middlesbro 10. Leeds United 11. Oldham 12. Chelsea 13. Manchester City 14. Sheffield Wed 15. Everton 16. Liverpool 17. Sheffield Utd 18. Southampton 19. Tottenham ...1137116-14 16 ...10 433 19-14 15 ...1135 3 19-1814 ...11 353 19-19 14 ...1134 4 14-14 13 ...1133 5 13-13 12 ...1133 5 13-15 12 ...1133 5 10-13 12 ...11335 14-18 12 ...11 33 5 11-15 12 11 2459-14 10 11 2 45 9-19 10 20. Crystal Palace 21. Wimbledon 1116415-19 9 11236 14-189 22. Nottingham Forest.. 1013610-216

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.