Tíminn - 16.10.1992, Side 7
Föstudagur 16. október 1992
Tíminn 7
Aðstandendur kvikmyndarinnar Lúkas. Guðmundur Steinsson er þriðji frá hægri. Tímamynd Ami Bjama
Ný íslensk-eistnesk-dönsk kvikmynd frumsýnd í dag í Reykjavík:
Lúkas
1 dag, fostudag, verður ný íslensk-
eistnesk-dönsk kvikmynd, sem
heitir Lúkas, frumsýnd í Stjömu-
bíói, en myndin er gerð eftir sam-
nefndu leikriti eftir Guðmund
Steinsson og er Guðmundur höf-
undur handrits myndarinnar.
Myndin er gerð í samvinnu tveggja
kvikmyndafélaga sem heita Frigg
hinn sársvangi
Film og Freyja Film og var hún tek-
in í Tkllin í Eistlandi. Leikendur eru
þrír. Ain Lutsepp leikur aðalhlut-
verkið, glataða soninn, afætuna sem
snýr heim. Gömlu hjónin sem taka á
móti gestinum og fóðra hann eru
leikin af Juri Jarvet og Ita Ever. Leik-
stjóri er Tönu Vivre. Viðstaddir
frumsýninguna verða m.a. leikstjór-
inn Tönu Vivre, Mait Máikivi töku-
maður, Raimond Felt framleiðandi,
Lepu Sumera höfundur tónlistar,
Avro Alas þýðandi handrits, en Alas
er fyrrum menningarmálaráðherra
Eistlands og núverandi sendiherra
Eistlands á Islandi, í Noregi og Dan-
mörku með aðsetur í Kaupmanna-
höfn.
Sambandsstjórnarfundur Verkamannasambands íslands skorar á
stjórnvöld að hverfa frá stefnu afskiptaleysis:
Vandi atvinnulífsins
kallar á ný vinnubrögð
Nýafstaðinn sambandsstjómarfundur Verkamannasambands íslands skor-
ar á stjómvöld að hverfa frá stefnu afskiptaleysis og beita nýjum vinnu-
brögðum til að takast á við vanda atvinnulífsins m.a. með samvinnu við
fulltrúa atvinnulífsins. Fundurinn lýsir yfir miklum áhyggjum vegna sfvax-
andi atvinnuleysis sem á vissum svæðum sé komið yfir hættumörk og sé
þegar farið að standa eðlilegri þróun samfélagsins fyrir þrifum.
„Grípa verður til ráðstafana í at-
vinnumálum, sem í senn þjóna
þjóðhagslegum markmiðum og
eyða því atvinnuleysi sem stefnir
heimilum og fyrirtækjum í
greiðsluþrot."
Verkamannasambandið telur að
þær vonir hafi brugðist sem bundn-
ar voru við síðustu kjarasamninga
og þá sérstaklega að hópar hinna
Iægst launuðu skuli ekki hafa fengið
leiðréttingu á kjörum sínum, eins
og að var stefnt. Þess í stað bitnar
vaxandi atvinnuleysi einna mest á
þessu fólki. Fundurinn ítrekar þau
sjónarmið að atvinna sé grundvall-
arréttindi hvers einstaklings.
Hátíð í Skálholti á laugardag
til að minnast tímamóta:
Skálholtsskóli
orðinn tvítugur
Á þessu hausti eru 20 ár síðan
Lýðháskólinn í Skálholti tók til
starfa og reglulegt skólahald hófst á
ný í Skálholti. Tímamóta þessara
verður minnst með hátíðardagskrá í
Skálholtsdómkirkju nk. laugardag.
Á hátíðarsamkomunni flytja ávörp
herra Ólafur Skúlason biskup ís-
lands, Þorsteinn Pálsson kirkju-
málaráðherra, sr. Jónas Gíslason
vígslubiskup og formaður skólaráðs,
sr. Sigurbjörn Einarsson biskup og
sr. Heimir Steinsson útvarpsstjóri
sem var fyrsti rektor lýðháskólans.
Þá syngur Skálholtskórinn undir
stjórn Hilmars Agnarssonar og
Margrét Bóasdóttir söngkona ásamt
Calumeaux tríóinu.
í ályktum fundarins er bent á þá
staðreynd að á sama tíma og álögur
á launafólk aukast með meiri skatt-
heimtu og álagningu nýrra gjalda er
verið að rýra velferðarkerfið en fyrir-
tækjum og fjármagni hlíft. „Engu er
líkara en verið sé að egna verkalýðs-
hreyfingu til átaka, en augljóst er að
hún getur ekki unað þessum tillög-
um.“
Björn Grétar Sveinsson, formaður
VMSÍ, segir að launafólki sé farið að
svíða undan því að ekkert skuli vera
gert til að skattleggja fjármagnstekj-
ur, en ísland er eina vestræna Iandið
sem ekki hefur verið ástæða til að
gera það auk þess sem enginn há-
tekjuskattur er hérlendis.
Að mati fundarins eiga kröfur
verkalýðshreyfingarinnar í næstu
kjarasamningum að vera fáar en
skýrar og miða að því að gerðar
verði úrbætur í atvinnumálum sem
tryggja að allir hafi vinnu við sitt
hæfi. Auk þess þarf að Iagfæra kjör
þeirra lægst launuðu, koma í veg
fyrir að samningar og réttindi
launafólks verði ekki skert, snið-
gengin eða rangtúlkuð, að fyrirtæki
komist ekki upp með það að neita
launafólki um eðlilega leiðréttingu á
kaupi á sama tíma og
sömu fyrirtæki virðast geta greitt
forstjórum sínum tí- eða fimmtán-
föld verkamannalaun, fjármagnseig-
endum verði ekki gert hærra undir
höfði en launafólki, treysta verður
velferðarkerfið og leggja nýjan
grundvöll að jafnrétti til náms.
Þá getur verkalýðshreyfingin ekki
unað því að ráðstöfun aflaheimilda
leggi heil byggðarlög í rúst og krefst
endurskoðunar á þeim lögum.
Sömuleiðis er krafist endurskoðun-
ar á ákvörðunum um smíði frysti-
togara og nauðsyn á mótun nýrrar
stefnu um uppbyggingu flotans og
nýtingu fiskimiðanna. Stefna verður
að aukinni verðmætasköpun í sjáv-
arútvegi, kanna verður betur haf-
svæðið í kringum landið, afla þarf
nýrra markaða, átaks er þörf í upp-
byggingu vegakerfisins, afla þarf
fjármuna til viðhalds opinberra
mannvirkja en síðast en ekki að efla
samkeppnisaðstöðu íslensks iðnaðar
og atvinnulífs í „stað útflutnings á
atvinnu til annarra þjóða sem lamar
atvinnuvegina og grefur undan bú-
setu í landinu."
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNlb ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYR!
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Eumpcar
Hafnarfjörður
Aðaltundir Framsóknarfélags Hafnarljarðar og Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna I
Hafnarfirði verða haldnir að Hverfisgötu 25 miðvikudaginn 21. okt kl. 20.30.
1. Venjuleg aðalfúndastörf.
2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing, sem haldið verður I Keflavlk sunnudaginn
1. nóvember n.k.
3. Kosning fulltrúa á flokksþing, sem haldiö verður á Hótel Sögu föstudag
27. nóv. til sunnudags 29. nóv. n.k.
4. Steingrlmur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, mun mæta á fundina,
ræða stjómmálaviðhorfið og svara fýrirspumum.
Stjómlmar
Félag framsóknarkvenna í
Árnessýslu
Aðalfundurfélagsins verður haldinn sunnudaginn 18. október kl. 21 að Eyrarvegi 15,
Selfossi.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál. Stjómin
Breyttur opnunartími skrif-
stofu Framsóknarflokksins
Frá 1. október verður skrifstofa Framsóknarflokksins I Hafnarstræti 20, III. hæð, op-
in frá kl. 9.00-17.00 mánudaga-föstudaga.
Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn
Aðalfundur
Framsóknarfélags
Árnessýslu
verður haldinn þriöjudaginn 20. október kl. 21.00 að Eyrarvegi 15, Selfossi.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og kjör fulltrúa á kjördæmisþing KFFS.
Stjómin
Kópavogur — Opið hús
Framsóknarfélögin I Kópavogi hafa opiö hús á laugardögum kl. 10-12 aö Digra-
nesvegi 12. Litið inn, fáið ykkur kafflsopa og spjallið.
Framsóknarfélögln
Konur á Vesturlandi —
Stofnum félag
Föstudaginn 16. október n.k. verður stofnfundur Félags framsóknarkvenna á Vest-
urtandi haldinn i Félagsbæ í Borgamesi og hefst kl. 20.30.
Fundarefni: Fundarsetning.
Kosning stjórnar og annarra tnjnað-
armanna.
Kosning fulltrúa á kjördæmisþing
Vesturiands og flokksþing Fram-
sóknarflokksins.
Ávörp gesta: Ingibjörg Pálmadóttir,
alþingismaður.
Unnur Stefánsdóttir, formaður LFK.
Kaffi (selt á vægu veröi).
Skemmtiatriði.
Allar áhugasamar konur á Vesturiandi
velkomnar. Undirbúningsnefndin
Suðurland
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Suðuriandi verður haldið I Leikskálum, Vlk í
Mýrdal, laugardaginn 31. október n.k. og hefst kl. 10.00 árd. Kvöldvaka um kvöldiö.
Dagskrá auglýst siðar. Stjórn KSFS
Kjördæmisþing á Höfn í
Hornafirði
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austuriandi verður haldið á Höfn dagana 23. og
24. október 1992. Þingstörf hefjast kl. 20.00 föstudaginn 23. október.
Stjórn KSFA
Árneshreppsbúar • J
Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður heldur almennan stjómmálafund i Ámesi kl. 15.00 sunnudaginn 18. október. Allir velkomnir.
Ólafur
FUF Strandasýslu —
Aðalfundur
Aðalfundur FUF Strandasýslu verður haldinn I Taflfélagshúsinu, Hólmavik, mið-
vikudaginn 21. október 1992, kl. 20.30.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundastörf.
2. Önnur mál. Stjómin
Hafnarfjörður
Framsóknarfélögin í Hafnarflrði hafa opna skrifstofu að Hverfisgötu 25 á þriðju-
dagskvöldum frá kl. 20.30. Litið inn, fáið ykkur kafflsopa og spjallið.
Stjómimar
Rangæingar — Aöalfundur
Aðalfundur Framsóknarfélags Rangæinga verður haldinn i Hliðarenda, Hvolsvelli,
miðvikudaginn 21. október.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ávörp gesta.
3. Önnur mál.
Gestirfundarins verða alþingismennimir Jón Helgason og Guðni Ágústsson ásamt
Ólafíu Ingólfsdóttur, formanni Kjördæmissambandsins. Féiagar eru hvattir til að fjöl-
menna. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin