Tíminn - 03.11.1992, Side 4

Tíminn - 03.11.1992, Side 4
4 Tíminn Þriöjudagur 3. nóvember 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð i lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ekki vogandi að spyrja þjóðina Nú eru horfur á því að tillaga nokkurra þingmanna stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæði um EES- samninginn komi til atkvæða á Alþingi síðar í þessari viku. Meirihluti mun hafa myndast fyrir því í allsherj- arnefnd Alþingis að leggja málið í dóm þjóðarinnar. Viðbrögð stjórnarliða í þessu máli vekja mikla at- hygli. Ljóst er að forustumenn stjórnarliðsins vilja allt til vinna að komast hjá því að vísa þessu máli til þjóðarinnar. Viðbárurnar eru margs konar. í fyrsta lagi að ekki sé hefð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í okkar stjómkerfi og þetta sé mál sem fulltrúalýðræð- ið geti fengist við. I öðru lagi hefur heyrst að þjóðin einfaldlega hafi ekki vit á málinu, og í þriðja lagi að slík atkvæðagreiðsla mundi rugla starfsáætlun Al- þingis. Allar þessar viðbárur eru léttvægar. EES-samning- urinn er víðtækasti milliríkjasamningur sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir. Hann gerir ráð fyrir gjör- breyttum aðferðum við laga- og reglugerðasetningu í landinu og frjálsum samskiptum á sviði fjórfrelsisins. Full rök eru fyrir því að leggja svo stórt mál fyrir þjóðina, og það er ekkert vantraust á fulltrúalýðræð- ið í landinu. Fullyrðingar um fáfræði þjóðarinnar er ekki ástæða til að ræða, og ljóst er að hægt er að gera ráðstafanir í Alþingi til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. EES-samningurinn er einfaldlega forgangsmál nú og hægt er að víkja öðrum málum til hliðar, ef vilji er til. Ljóst er að nokkrir af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins eru fylgjandi þjóðaratkvæði í hjarta sínu. Það er ennfremur víst að nú þessa dagana er lögð á það höfuðáhersla að fá þá til þess að hverfa frá stuðn- ingi við tillöguna, m.a. með því að blanda málinu saman við líf eða dauða rfkisstjórnarinnar. Samþykkt þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæði hefur ekk- ert með líf eða dauða ríkisstjórnarinnar að gera. Öðru máli gegnir ef samningurinn er felldur í þjóðarat- kvæði. Þá verður ríkisstjórnin að meta sína stöðu í framhaldi af því, hvort hún segir af sér eða reynir aðr- ar leiðir, svo sem tvíhliða samninga. Tíminn vill engu spá um lyktir þjóðaratkvæða- greiðslu um EES- samninginn. Fullvíst er að sú kynning, sem fram færi í tengslum við slíka atkvæða- greiðslu, er bráðnauðsynleg. Það er ekkert vit í því að keyra málið í gegnum Alþingi eins og kynningu þess nú er háttað. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar sýna að hún þorir ekki með nokkru móti að vísa málinu til þjóðarinnar. Nú er gengið í það að reyna að hræða þingmenn stjórn- arliða, sem eru fylgjandi þjóðaratkvæði, frá fylgi við tillöguna á þeim forsendum að líf ríkisstjórnarinnar sé í veði. Þetta eru svo sannarlega ekki rismikil vinnubrögð, og reyndar er bíræfnin mikil að vilja forðast það umfram allt að vita þjóðarviljann í þess- um efnum. m r má að Laugatvatn komi með einhverjum hætti við sijgu þegar stórír atburðir gerast í trú- ariífi ísiendinga, eins og td. þeg- ar þjóöin tekur upp nýjan sið. Þannig segir sagan að heiönir menn af Suðurlandi hafl verið skírðir við Vígðulaug að Laugar- vatni eftlr kristnitökuna á Aiþingi árið 1000. Þetta hafa menn fyrir satt, þó skíma þessara hafí ekki verið getið í söguskýringum Hrafns Gunniaugssonar af hvíta Kristi í sjónvarpinu á döguntim. Laugarvatn kom aftur við sögu þegar iúterskur siður var að ryðja kaþóiskum burt frá íslandi. Garri hefur það eftir Laugvetningum aö árið 1550 hafi norðanmenn þeir, sem sóttu og grófu upp Ifk Jóns Arasonar og sona hans tfl að færa þau norður að Hóium, einmitt gert stans við Laugarvatn og laug- að Íík þessara stórmenna úr Vígðuiaug. Hvort þessar uppiýs- ingar Laugvetninganna eru byggð- ar á sögulegum grunni eða hvort þetta kom fram í einni af bíó- myndum Hrafns Gunnlaugssonar treystir Garri sér ekki til að skera úrum. Enn gerast tíðindi að Laugarvatni Hitt er ijóst að enn á ný kemur Laugarvatn viö sögu siðaskipta á íslandi, þó þessi siðaskipti séu e.t.v. ekki eins afdrifarík og í fyrri tiifeiiunum og enn sé óljóst bvort yfirhöfuð hafi tekist að koma hin- um nýja sið á, eða hvort hinn gamli ríkir enn. Á iandsfundi Kvennaiistans á Laugarvatni um heigina var tekist á um tvo siði, annars vegar stelpu- pólitík og hins vegar strákapólitík. Þessir tveir siðir hafa síðan birst í afstöðonni til EES og eru þær konur, sem hlynntastar eru EES- sammngnum, boðberar strákapói- itíkur á meðan andstæöingar EES eru gæsiumenn stelpupólitíkur. Hin raunverulegu átök snúast því um hvort það hijóti ekki að teijast heigispjöll á hinni femi- rHiVVi ;ll nísku rítningu að feministasam- tökin, hinn kynhreini kvenna- fiokkur, taki upp karlapóiitík bæði í afstöðu tii ytri þjóðfélagsmála og innri skipuiagsmála. Deiian snýst m.ö.o. um það hvort hægt sé að hafa karlpóiitískan Kvennaiista. Ljósvetningagoðinn Eins og oft vill verða með trúar- iegar deiiur, á hinn óbreytti með- aimaður erfitt með skilnihg á fióknum og nákvæmum útfærsl- um á guðssðnnunuœ. Á það við um Garra. Hins vegar gafst tæki- færi til að horfa á brot af umraeð- unni í sjónvarpi og það þurftiekk- ert gáfnaijós tíl að sjá að í henni var svo mikill tiifinningahiti að margar konumar munu hafa brostið í grát af geðshræringu einni saman undir ræðuhöidum. Slíkt mun óþekkt í pólitískum karlaflokkum, en svjpuð viðhrögð munu aigeng undir prédikunum Gunnars Þorsteinssonar í Kross- inum. Þó niðurstaða iandsfundar- ins á Laugarvatni hafi verið nokk- uð loðin, er ijóst að leið Þorgeirs Ljósvetningagoða var farin, en með öfugum formerkjum. Hinum nýja sið hefur verið hafnað í ölium aðalatriðum, en þó verður þeim kvennalistakonum sem það ýósa, konum eins og Ingibjörgu Sói- rúnu Gísladóttur sem verið hefur kaþólskari en Jón Arason f Evr- ópumálum, heimilað að blóta sfna karlapóiitfk á Íaun. Þannig skapaðist nú um helgina nýyrðið „laumu-kariapóiitikus", en sú nýyrðasmíð byggir á sögu- legum málfarsgrunni, enda var orðið „Iaumu-kommi“ vel þekkt i málinu hér á árum áður. En aðal- atriðið er að Kvennaiistinn hefur komist frá þessum fundi án þess að rjúfa friðinn í hreyfingunní. Það var því ekki síður vegna áhrifa frá þrúgandi sögu Laugarvatns en frá ýmiss konar nýaidardulhyggju og Hare Krishna blómabamaguð- speki að Kvennaiistinn lét skírast að loknum fundi, eins og DV greinir frá í gær. í biaðinu er birt mynd eftir ÞÓK þar sem skímar- athöfnin sést og segir m.a. í myndtexta að: „Guðrún Agnars- dóttir fyflti skál með vatni úr Laugarvatni og bað konur að dýfa hendi í vatnið, bera hana að enni og brjósti næstu konu og segja eitthvað jákvætt að lokum til tákns um heiimdi og hlýju.“ Garri Svona er lífið „Hvaða samleið ætli ég eigi með öllum andsk... kerlingum," sagði Margrét Indriðadóttir, lengi frétta- stjóri Ríkisútvarpsins, eitt sinn í skörulegu viðtali. Þetta eru nú íhugunarverð orð hjá Margréti, því auðvitað eru konur jafn ólíkar sem einstaklingar og hverjir aðrir þjóð- félagsþegnar og geta haft gjörólík viðhorf til málanna, þrátt fyrir sam- eiginlegt kynferði. Þannig er með fleiri þjóðfélagshópa. Þótt til dæm- is hómósexúalistar myndi með sér samtök um viss réttindamál sín í þjóðfélaginu, þá eru þeir ekki allir á sömu bókina lærðir samt. Sumir kjósa að ganga berrassaðir á risa- vöxnum börum fyrir samkyn- hneigða í vafasömum hverfum stórborganna meðan aðrir eru miklir prívatmenn og kjósa glerfág- aða einveru í ilmandi laufskálum innan heimilisveggjanna. Brenni- vínsmenn geta stutt hverjir aðra í samtökum sem gera þeim það við- ráðanlegra að hafa hóf á lesti sín- um, en sé út fyrir þann ramma far- ið mundu þeir ekki lengi sitja á sárs höfði, því sem einstaklingum er ekki meiri svipur með þeim en Ölp- unum í Sviss og flatneskjum Hol- lands. Þing Kvennalistans á Laugarvatni hefur nú rekið sig á þessi ónotalegu sannindi og má segja að það sé ekki vonum fýrr. Samtökin voru upphaf- lega stofnuð til þess að berjast fyrir ýmsum auðsæjum réttindum, sem konur þurftu að heimta, svo sem að berjast fyrir leiðréttingu á hróplegu launamisrétti og því að vissulega hafa konur átt undir högg að sækja þegar kemur að hvers kyns emb- ættisframa. Framboðslistar og list- ar um fólk í efri lögum embættis- mannastigans sýndu þetta sérlega glöggt og svo er enn. Pólitísku flokkarnir hafa að vísu verið að skjóta konum inn á listana hjá sér, svona einni og einni, en af ein- hverri ástæðu ber það alit skelfilega mikinn tilgerðarsvip. Naglaförin og límingin sjást svo greinilega — merkin um að allt er þetta gert í því skyni að menn geti sagt: „Sko okk- ar flokk — þarna er kona!“ Það kemur líka oft í ljós að það fer ekki mikið fyrir konunni þegar hún er sest á prúðar samkundur innan um karlana. Oft hefur hún verið valin með það í huga að skapferli hennar sé slíkt að henni sé ekki gjarnt að vera með uppsteit. Samt eru ýmsar myndarlegar undantekingar frá þessu, sem betur fer. í ljósi þessa var það hreint ekki út í bláinn að bjóða fram lista, sem einvörðungu skyldi sinna kvenrétt- indum. En þegar hann þarf að fara að taka afstöðu til mála, sem mjög er umdeilt hvort vit sé í að ætla að allar konur geti sameinast um, er von að mál gerist örðug. EES er vissulega eitt herjans karlavígi. Hafi konur átt í basli við að sækja mál sín í hendur frónskra karl- punga, þá verður það sennilega ní- falt örðugra innan stofnanaveggj- anna úti í Evrópu. Hver sem kærir sig um að vita það, veit að á íslandi eru konur langtum meira virtar en gerist og gengur úti á meginland- inu. En tjóir nokkuð að reyna að einangra sig frá EES fyrir það? Hinn litli hópur kvenna, sem stendur að sérstökum stjómmála- samtökum hér norður í hafinu, má hafa að minnsta kosti hugrekki Jó- hönnu af Örk, ætli hann að finna hugsjónamálum sínum hljómgrunn í Evrópuríkinu nýja. En kannske Ingibjörg Sólrún sé sú Jóhanna, er ætl- að er að leiða óvígan kvenna- her EES-ríkjanna í nýrri baráttu. Flokkssystur hennar standa þó flestar fastar á þeirri skoðun að vænlegra sé að hasla sér smærri baráttuvöll, einangra sig frá umrót- inu handan hafsins og láta sér nægja að fást við karlpening sem fram til þessa hefur lúffað (að nokkm), þegar otað er að honum prjónunum og hann snautast til að sinna að minnsta kosti parti af bú- verkunum. En hvað um það. Kvennalistinn fæst nú við þann vanda að konur eru ólíkir einstaklingar eins og aðr- ir þjóðfélagsþegnar og að þeim verður ekki skipað á bás nema að afar takmörkuðu leyti. En hvort sem dagar Kvennalistans em senn taldir eða ekki, þá var þetta átak sem vert var að gera. Og árangurs- laust hefur þaö ekki reynst. Það er víst. AM

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.