Tíminn - 04.12.1992, Qupperneq 1
Föstudagur
4. desember 1992
209. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Hlutfall landsframleiðslunnar sem fer í neyslu hækkað úr 78% í 83% á áratug samkvæmt
skýrslu Seðlabanka:
Neysla íslendinga
í sögulegu hámarki
Seðlabankinn telur það mikió
umhugsunarefni fyrir þjóðina að
þrátt fyrir að minna fé sé nú varið
til fjárfestinga en tíðkast hefur í
áratugi, höfum við verulegan við-
skiptahalla við útlönd, „enda er
þjóðhagslegur sparnaður nú í
sögulegu lágmarki“
Hin hliðin á þessari þróun sé svo hátt
neyslustig. íslendingar fari nú með
hærra hlutfall landsframleiðslunnar
til neyslu heldur en nokkru sinni fyrr
í sögunni — og sömuleiðis töluvert
hærra hlutfall heldur en tíðkast hefur
að meðaltali hjá iðnríkjum um mörg
undanfarin ár. Segja má að þetta
neysluhlutfall hafi hér á landi aukist
jalht og þétt í áratug, úr um 77—78%
á árunum 1982—84 og upp í hið
„sögulega hámark" um 83% í fyrra.
Þróun þessi er rakin í nýrri greinar-
gerð Seðlabankans um innlenda eftir-
spum. Þar segir að þjóðarútgjöld hafi
aukist um hátt í 6% á síðasta ári, sem
var langt umfram vöxt þjóðartekna.
Viðskiptahallinn hafi því aukist um
5% af landsframleiðslu.
Þessi aukning þjóðarútgjalda hafi
fyrst og fremst verið drifin áfram af
aukinni einkaneyslu um 5,6% og auk-
inni samneyslu um 5,2%.
„Aukning einkaneyslunnar varð langt
umfram það sem mögulegt er að skýra
með þróun ráðstöfunartekna heimil-
anna“, segir Seðlabankinn. Heimilin
hafi því bæði gengið á spamað sinn og
aukið skuldir sínar. Aukinn aðgangur
heimilanna að lánsfé með tilkomu
0.84
0.82
0.8
0.76
0.74
0.72
Neysla í hlutfalli við landsframleiðslu
^^stand /
y\ j r í \ /v--» /m /
K t “ / 'i, /1 f/ \ / / a / l \ r \ a. /
/\T V7 \
1961 1964 1967 1970 1973 1976 1979 1982 1985 1988 1991
dagar til Jóla
Af línuritinu má lesa hvemlg hlutfall
neyslu af landsframleiösiu hefur þró-
ast undanfama þrjá áratugi, á Islandi
annars vegar og f iðnríkjum að meö-
altali hins vegar. Kemur m.a. glöggt I
Ijós hvemig við höfum mörg undan-
farín ár brunað lengra og lengra fram
úr öörum þjóöum í neyslunni.
húsbréfakerfisins hafi hér vafalaust
haft sitt að segja.
Þegar litið er þrjá áratugi aftur í tím-
ann, kemur í ljós að þá fyrstu tvo
(1960—1980) notuðu íslendingar oft-
ast á bilinu 74% til 76% landsfram-
leiðslunnar til neyslu, eða aðeins
lægra hlutfall að jafnaði en meðaltal
iðnríkja. Kringum fjórðungur lands-
framleiðslunnar varð því eftir til ann-
ars en neyslu, enda mikið fjárfest á
þessum árum. Síðasta áratuginn hef-
ur hlutfall neyslunnar hins vegar auk-
ist hröðum skrefum og náð hinu
„sögulega hámarki“ um 83% á síðasta
ári. Þetta þýðir að sá hluti landsfram-
leiðslúnnar sem íslendingar hafa eftir
til annars en neyslu hefur minnkað
um þriðjung (niður í 17%) á einum
áratug. íslendingar hafa þar með í
neyslu sinni brunað langt fram úr
meðaltali iðnríkja. En þau vörðu jafn-
aðarlega 79% og 78% landsfram-
leiðslu sinnar til neyslu og þar fór
þetta hlutfall heldur lækkandi eftir því
sem leið á áratuginn á sama tíma og
það hækkaði stöðugt hér á landi.
Það á svo eftir að koma í ljós hvemig
spár eiga eftir að standast um að hlut-
fall einkaneyslu af landsframleiðslu
lækki um 3,5% í ár og rúmlega 4% á
næsta ári — eða meira heldur en ætl-
að er að þjóðartekjur minnki á sama
tíma. Hins vegar er áætlað að sam-
neysla muni aukast bæði árin, eða um
0,5% í ár og 1,7% á því næsta.
Aftur á móti þykir sýnt að fjárfesting
muni minnka stórlega á þessu ári
(13%) og því næsta (6%), eða samtals
rúmlega 18%. Þar af er gert ráð fyrir
ennþá meiri samdrætti í fjárfestingu
atvinnuveganna, eða samtals rúmlega
25% á þessum tveim árum. Þessi
mikli samdráttur er áframhald stöð-
ugt minnkandi fjárfestingar í meira en
áratug. - HEI
6-10% hækk-
un mótmælt
Cuðmundur Gylfi Guð-
mundsson og Ingibjörg R.
Guðmundsdóttir, fulltrúar
neytenda í Sexmannanefnd,
bókuðu mótmæli á síðasta
fundi nefndarínnar vegna
jþeirrar ákvörðunar sfjórn-
valda að lækka sérstakar nið-
urgrelðslur í landbúnaði
vegna nautakjöts, svínakjöts,
alifuglakjöts og eggja. Þau
telja að með þessarí lækkun
sé í reynd verið að hækka
virðisaukaskatt þessara vara
um 6-10%, sem muni óhjá-
kvæmilega leiða til verulegra
hækkana á þessum vörum til
neytenda.
Þá raski þessi lækkun nið-
urgreiðsina verulega þeirrí
stefnumörkun um landbún-
aðarmál, sem kom fram í
sameiginlegum skýrslum
Sjömannanefndar og góð
sátt hefur náðst um í þjóðfé-
laginu í heild. -EÓ
GÆSUNUM GEFIÐ Hvort hægt sé orðið aö tala um Reykjavíkurgæsastofninn skal ekki
fullyrt, en víst er aö mikill fjöldi gæsa hefur nú vetursetu á og við Reykjavíkurtjörn og hér hópast hluti
þeirra kringum litla stúlku og móður hennar í von um brauðbita. Tímamynd Ami Bjama.
Síbasti pöntunardagur Macintosh-tölvubúnabar meö verulegum afslætti er
limm
Innkaupastofnun ríkisins
Borgartúni 7, Rvk. Sími: 91-26844