Tíminn - 04.12.1992, Síða 7

Tíminn - 04.12.1992, Síða 7
Föstudagur 4. desember 1992 Tíminn 7 Sex lífeyrissjóðir sameinaðir í Lífeyrissjóð Norðurlands. Formaður ASN: Getur auðveldað sant- einingu stéttarféiaga I fyrradag var haldinn stofnfundur Lífeyrissjóðs Norðurlands á Blönduósi með þátttöku sex lífeyrissjóða á Norðurlandi. Aðeins tveir norðlenskir líf- eyrissjóðir höfnuðu aðild. Lífeyrisjóður Norðurlands tekur til starfa 1. janúar n.k. með aðsetri á Akureyri. Stjómarformaður Lífeyrissjóðs Norður- lands er Kári A. Kárason, formaður Alþýðusambands Norðurlands. Kári A. segir að það sé ekki úti- lokað að þessi sameining lífeyris- sjóðanna geti auðveldað samein- ingu stéttarfélaganna á Norður- landi. En á nýafstöðnu þingi ASÍ sagði formaður Einingar á Akur- eyri að réttast væri að stefna að stofnun Verkalýðsfélags Norður- lands. Aðilar að hinum sameinaða Líf- eyrissjóði Norðurlands eru Lífeyr- issjóðurinn Björg á Húsavík, Lífeyrissjóðurinn Sameining á Akureyri, Lífeyrissjóður trésmiða á Akureyri, Lífeyrissjóður Iðju, fé- lags verksmiðjufólks á Akureyri, Lífeyrissjóður stéttarfélaganna í Skagafirði og Lífeyrissjóður verka- manna á Hvammstanga. Þá hefur Lífeyrissjóður Verkalýðsfélags A- Húnvetninga á Blönduósi sótt um inngöngu í Lífeyrissjóð Norður- lands. Aftur á móti hafnaði Lífeyr- issjóður verkalýðsfélaganna á Norðurlandi aðild að hinum nýja sjóði og sömuleiðis Lífeyrissjóður KEA á Akureyri. Kári A. Kárason, formaður ASN og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Norðurlands, segir að með þessari sameiningu sjóðanna í einn stóran og öflugan lífeyrissjóð muni rekstrarkostnaður minnka til muna. Sömuleiðis mun sjóðurinn verða betur í stakk búinn til að mæta staðbundnum áföllum og auka áhættudreifinguna, en síðast en ekki síst verður hann þess um- kominn að veita félagsmönnum sínum vandaðri og betri þjónustu. Þótt Lífeyrissjóður Norðurlands taki til starfa í byrjun næsta árs, munu aðildarsjóðirnar fá 2 ár til að taka til á borðum sínum og á næsta ári verður gengið í það að koma skikki á starfsmannahaldið. Búist er við að núverandi starfs- mönnum lífeyrissjóðanna verði fækkað um 40% og þá ekki síst „smákóngunum", sem að jafnaði eru langdýrasta vinnuaflið. Umræðan um nauðsyn þess að sameina lífeyrissjóðina hófst að marki árið 1987, en skriður komst á málið tveimur árum seinna. Það var svo í fyrra sem skipuð var sam- starfsnefnd stéttarfélaga og at- vinnurekenda til að vinna að fram- gangi sameiningarinnar. -grh Samningamálin: Póst- menn segja upp Stjóm og samninganefnd Póstmannafélags íslands ákvað einróma á fundi 1. des. sl. aö segja upp gildandi kjara- samningum félagsins við fjár- málaráðherra fyrir hönd ráds- sjóðs. Ákvörðunln var tilkynnt fjár- málaráðherra bréflega og þar er vitnað í miðlunartillögu sáttasemjara þar sem segir að forsenda samninga frá 1. maí 1992 sé að gengi krónunnar verði stöðugt á samningstím- anum, ella verði þeir uppsegj- anlegir með eins mánaðar fyr- irvara. „Skriðuföll og snjóflóð" í nýrri útgáfu og „Flóra Islands og N-Evrópu“. Rætt við Eyjólf Sigurðsson, útgáfustjóra Skjaldborgar, um bækurnar í ár: Hef áhyggjur af virðis- aukaskattinum á bækur „Ég held bjartsýninni um bóksöl- una í ár, enda er verðið gott og hef- ur ekki hreyfst í þijú ár,“ segir Eyj- ólfur Sigurðsson, útgáfustjóri Skjaldborgar, þegar við ræðum bók- söluhorfur við hann og þær bækur sem nú eru óðum að koma á mark- að frá forlaginu. „Aftur á móti hef ég meiri áhyggjur af næsta ári, þeg- ar virðisaukaskatturinn verður kominn á að nýju. Því miður sýnist mér, af öllu að dæma, að þessi orr- usta við stjómvöld sé töpuð. Þetta tel ég mjög miður, því bókin var komin í hættu þegar skatturinn var tekinn af. Við búum okkur því und- ir erfiðari tíma. En í ár er ég ekki svo kvíðinn og útgáfan er blómleg. Alls em bókatitlar hjá Skjaldborgu um áttatíu talsins. Ævisögur ,Af innlendum bókum má byrja á að geta æviminningabóka. Ein hefur að geyma minningar Skúla Hall- dórssonar og er það bókin „Lífsins dóminó," rituð af Ömólfi Ámasyni, merk bók um þetta þekkta og vin- sæla tónskáld. Þá em það endur- minningar Þómnnar Maggýar mið- ils, sem eflaust mun ná mikilli sölu, og æviminningar Guðbrands Hlíðar dýralæknis — „Eyrnatog og stein- bítstak" heitir hún. Hálf-ævisöguleg er bókin „Rassinn á Sámi frænda." Hún er eftir Bandarfkjamann sem var í störfum hjá bandaríska hern- um, en er nú er kvæntur íslenskri konu og farinn að róa á báti frá Grindavík. Hann hefur margt heldur misjafnt um vistina hjá hemum að segja, þótt bókin sé rituð af skop- skyni og glettni. „Skriðuföll og snjó- flóð“ í nýrri útgáfu Þá kynnum við með nokkm stolti tólf hundmð síðna heimildarit, sem er „Skriðuföll og snjóflóð". Þessi bók kom fyrst út 1957, en er nú gefin út aukin að frásögnum sem ná allt til 1990. Annað heimildarit, en ólíkrar tegundar, er „Kóng viljum við hafa“. Hún segir frá því er þeir Guðmundur Kamban, Kristján Álbertsson og Jón Leifs hittu þýskan prins að máli og leituðu eftir að hann tæki við kon- ungdómi á íslandi. Þetta hefur löng- um verið hálfgert feimnismál víða held ég að orrustan viö stjórn- völd um virðisaukaskatt á bækur sé töpuð.“ Tímamynd Ámi Bjama og er líklegt til að vekja vemlega for- vitni. Tíðindum sætir ný bók eftir Kjartan Ólafsson, sem er þekktur fyrir ein- stæðar ferðasögur sínar og ekki síð- ur ritsnilli. Bókin er um ferð sem hann fór fyrir allmörgum ámm um fimm lönd — Ceylon (Sri Lanka), ír- an, Afganistan, Pakistan og Nepal. „Þeir létu ekki deigan síga“ er heiti frásagna eftir Braga Sigurjónssonar af síldarkóngum á Norðausturlandi og meiri persónufróðleik má sækja í sjötta bindið af Vestur-íslenskum æviskrám, sem er einnig komið út. Þetta er lokabindi þessarar miklu út- gáfu, en hún kom í okkar hlut eftir að við keyptum Bókaforlag Odds Björnssonar. „Svipmyndir úr réttarsögu" er bók eftir Pál Sigurðsson prófessor. Þetta er hin athyglisverðasta bók, en hún fjallar um réttarhöld og lög okkar eins og þau birtast í Jónsbók. Ný skáldsaga eftir Þráin Bertelsson kemur og út og heitir hún „Sigla himinfley". Þetta er mjög skemmti- leg bók og er sögusviðið Vestmanna- eyjar. „Flóra íslands og N- Evrópu“ Margt er að vonum erlendra bóka í útgáfu okkar í ár. Þar ber einna hæst ritið „Flóra íslands og N-Evrópu“, en þetta er 600 síðna verk, prentað í fjómm litum og sýnir allar jurtir sem finnast norðan Alpafjalla nema grös. Bókin er talin merkilegasta flóm-bók, sem út hefur komið í Evr- ópu, og er hún unnin í samvinnu við breska útgefendur. Þýðendur em þeir snillingarnir Óskar Ingimarsson og Jón Ó. Edwald. Annað rit sem tengist jurtum er „Náttúmlæknir heimilanna". Þar er sagt frá ýmsum lækningaaðferðum, er beitt var hér áður fyrr, þar á með- al notkun á grösum og fleira. „Réttlæti en ekki hefnd" heitir bók um ævi og starf Simonar Wiesen- thal, sem ég fyrir mitt leyti er mjög snortinn af og veit að vekja mun at- hygli, enda efnið enn í fullu gildi. Árbækur hesta- og knattspymumanna og fjöldi bamabóka Tveggja hestabóka vil ég geta. Þær em viðtöl við hestamenn eftir Hjalta Jón, — „í fararbroddi — hestamenn af lífi og sál“, heitir hún — og árbók- in „Hestar og menn“. Önnur árbók af íþróttasviði er „íslensk knattspyrna" sem nú birtist að vanda. Síðast en ekki síst get ég barnabók- anna, en vegna fjölda þeirra em ekki tök á að minnast á nema þær ís- lensku að nokkm. „Rebbi fjallarefur" er eftir Helga Jónsson, fiskverkanda í Ólafsvík og gamalvanan veiðimann. Þetta er stór og mikil bók og prýdd ágætum myndum eftir Robert Schmidt á Bíldudal. Sagan er sögð af sjónarhóli refsins og afar tilþrifamik- il og fjörleg. Þá kemur ný bók eftir Heiðdísi Norðíjörð á Akureyri og heitir hún „Stríðinisstelpa". Önnur bók íslensks höfundar er „Tveir krakkar og kisa“ eftir Jón Dan. Fjórða íslenska barnabókin er „Ponni og fuglarnir“ eftir Atla Vigfússon á Laxamýri og gerist í æðarvarpinu. Hana hefur Hólmfríður Bjartmarts- dóttir frá Sandi myndskreytt. „Myrkj- ur í maí“ heitir svo bók eftir Helga Jónsson frá Ólafsfirði, en í fyrra kom út bók hans „Nótt í borginni" sem seldist ágætlega. Hér hef ég talið nokkuð af því sem hæst ber, en það er mikið sem ótalið er og em menn vel- komnir til okkar í Ármúla 23 að kynna sér úrvalið," sagði Eyjólfur Sigurðsson að lokum. ▲ a'■. a . § « íióiMÍmbuIéíummIioiíRverði liiyKOKURlMBðliWároMl ■MÉMHUWpL V f ðvSfcs. V *&'*&*». ‘ t ......... % j

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.