Tíminn - 31.12.1992, Qupperneq 5

Tíminn - 31.12.1992, Qupperneq 5
Fimmtudagur 31. desember 1992 Tíminn 5 Steingrímur Hermannsson. Hið Evrópska efnahagssvæði Samningur sá, sem undirritaður hefur verið, um þátttöku íslendinga í hinu Evrópska efnahagssvæði er eflaust sá mikilvægasti sem við höf- um gert frá því að við endurheimt- um sjálfstæðið og getur orðið sá ör- lagaríkasti. Ég skil Frakkann sem sagði: „Við viljum fremur vinna með Þjóðverjum en heyja við þá þriðju heimsstyrjöldina." En ég skil einnig vel Portúgalann sem lýsti áhyggjum sínum af því að erlendir fjármagnseigendur væru á góðri leið með að kaupa Portúgal. Að sjálfsögðu ber Evrópuríkjunum að vinna saman að lausn sinna mála, en forðast hernaðarátök. Af þeim hefur heimurinn fengið nóg. Vonandi auðnast jafnframt sterkri Evrópu að vinna vel að þeim heims- markmiðum, sem ég hef áður nefnt. Það er afar mikilvægt. En Evrópa verður ekki lengi sterk eða til friðs, ef hún skiptist í herraþjóð og þegna. Þegar við íslendingar gengum vor- ið 1989 til samninga um Evrópskt efhahagssvæði, settum við ákveðin skilyrði sem var ætlað að veita smá- þjóðinni nokkra vernd í viðskiptum við stórveldin. Enn mikilvægara var þaö þó jafnvel að gengið var til verksins með því hugarfari að gefa aldrei þumlung eftir af fullveldi þjóðarinnar. Nú virðast þeir, sem ferðinni ráða, líta á samningana sjálfa sem meginmarkmið og jafn- vel sem helsta, ef ekki eina, bjarg- ráðið í efnahagserfiðleikum þjóðar- innar. Að sjálfsögðu ber okkur íslending- um að taka þátt í samstarfi Evrópu- þjóðanna eins og hagsmunir okkar og geta leyfa, en án þess að ganga á hönd þess valds sem jafnt og þétt vex í Brussel. Aðeins þeir, sem eru sterkir og þekkja og trúa á eigin mátt, tekst að fóta sig á því einstigi sem smáþjóðin verður að feta. Því er varla treystandi nú. Við framsóknarmenn teljum okkur ekki fært að taka ábyrgð á þeim samningi sem þessi ríkisstjórn hef- ur gert. Við treystum henni ekki til þess að leiða þjóðina um einstigið. Við viljum ekki taka þátt í því að framselja úr landi vald, sem stjórn- arskráin leyfir ekki. Þessa afstöðu staðfesti flokksþing framsóknar- manna og þingflokkur. Einnig að minni tillögu ákvað þingflokkurinn að einstakir þingmenn flokksins ákvæðu hvort þeir sætu hjá eða greiddu atkvæði gegn samningn- um. Um þetta varð full samstaða. Allt tal um klofning í flokknum er úr lausu lofti gripið. Efnahagsmálín Meðíylgjandi línurit birtist í Morg- unblaðinu um miðjan nóvember sl. Það sýnir afkomu í sjávarútvegi og iðnaði og eiginfjárstöðu sömu greina síðasta áratuginn. Þama kemur glöggt fram góður árangur af aðgerð- um ríkisstjómarinnar haustið 1988 og árið 1989 og af Þjóðarsáttinni 1990. Árið 1990 var afkoma sjávarút- vegsins að verða þolanleg og eigin- fjárstaðan hafði þrefaldast Afkoma iðnaðarins hafði ekki verið betri allan áratuginn og eiginfjárstaðan fór batn- andi. Nýjum erfiðleikum í sjávarútvegi á árinu 1991 vegna minni afla og held- ur lakari markaðs hefði verið unnt að mæta með tiltölulega vægum aðgerð- um. í stað þess greip ríkisstjómin til hins öndverða. Hún gerði lítið sem ekkert til að styðja sjávarútveginn, en lagði þess í stað hátt í milljarð í nýj- um álögum á greinina. Auk þess hækkaði hún vextina með einu pennastriki um þriðjung. Vafalaust var fátt eða ekkert skaðlegra skuld- settu íslensku atvinnulífi eða skuld- settum einstaklingum. Mönnum hættir til að kenna stefnu- leysi ríkisstjómarinnar um slíkar gerðir. Það er misskilningur. Það er yfirlýst stefna ríkisstjómarinnar að hafa engin afskipti af atvinnulífinu. Smávægilega tilraun til að draga úr atvinnuleysi nefndi forsætisráðherra í stefnuræðu sinni sl. haust „stílbrot" á stefnunni. Hinn óhefti markaður á að ráða örlögum atvinnulífs og einstak- linga. Þetta er frjálshyggjan. Það er vissulega mikil kaldhæðni að sú stefna skuli hér tekin upp, þegar hún hefúr gengið sér til húðar í heima- löndum sínum, Bandaríkjunum og Bretlandi. Afleiðingar af stefnu og gerðum rík- isstjómarinnar hafa ekki látið á sér standa. Atvinnulífið, ekki síst sjávar- útvegurinn, er komið á vonarvöl. At- vinnuleysi er orðið meira en nokkru sinni frá stríðsárum og fer vaxandi. Þjóðarsátt er engin, en framundan virðast mikil átök á vinnumarkaðn- um. Ríkisstjómin sýnist aðeins eiga tvö markmið: að tengja ísiand Evrópu sterkum böndum og ná jöfnuði í rík- isfjármálum. Um fyrra markmiðið hef ég þegar rætt. Jöfnuður í ríkisfjármál- um er nauðsynlegur, þegar til lengri tíma er litið. Hann mun hins vegar ekki nást, þegar atvinnureksturinn skilar ekki arði og atvinnuleysi er mikið. Þessi staðreynd hefur þegar sannast. Ríkisstjómin keppist við að leggja á skatta og gjöld, en þó dregur ekki úr hallarekstri ríkissjóðs. Háir vextir og verðtrygging Að öllum Iíkindum hafa háir vextir og verðtrygging fjármagns skaðað ís- lenskt efnahagslíf meir en nokkur önnur ákvörðun stjómvalda. Á fáum ámm hafa eignir og Ijármagn safnast á fárra hendur. Hinir skuldlausu hafa EIGINFJARHLUimL og AFKOMA I 1 IDNAOI ÁN STORIOJU 1980-1990 | Heimild: ÞjOöhogsstofnun orðið ríkari, en hinir skuldsettu fá- tækari. Því fer fjarri að við höfum sop- ið seyðið af þessari þróun. Hvers vegna bera þeir, sem flár- magnið eiga og háu tekjumar hafa, ekki byrðamar fremur en hinir, sem rétt hafa til hnífs og skeiðar? Svarið er augljóst Slíkt samræmist ekki frjáls- hyggjunni. Hvað gerist þegar frjálst verður eftir þessi áramót að flytja fjár- magnið úr landi? Þeirri spumingu læt ég ósvarað. Breyttir tímar Hvað er framundan? Þess spyrja ef- laust margir um þessar mundir. Og því miður munu svörin einkennast af vonleysi. Það er skiljanlegt við vax- andi atvinnuleysi og litla sem enga viðleitni stjórnvalda til þess að draga úr því. Þótt oft hafi syrt í álinn, hafa íslend- ingar yfirleitt, að minnsta kosti síð- ustu áratugina, borið höfuðið hátt, ákveðnir að sækja fram. Við höfum einnig nú alla burði til þess. Eins og ég hef áður rakið, stöndum við að ýmsu leyti betur að vígi en flestar aðrar þjóðir. Að sjálfsögðu em þau tímamót, sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, einnig okkar tímamót. Það þarf þó alls ekki að þýða minni atvinnu eða lakari lífskjör. Fyrst og fremst mun þetta hafa í för með sér, að við, eins og aðrir, verðum að nýta betur þann mikla auð sem við höfum eignast og beina atorku einstaklinga, fyrirtækja og samfélags inn á nýjar brautir. Hagvöxtur á hinn gamla mælikvarða verður að öllum líkindum minni, en lífsgæði geta orðið meiri. Hvert verður okkar hlutskipti í þess- ari framtíð? Við munum að sjálfsögðu taka þátt í nauðsynlegu átaki til þess að endur- heimta jafnvægi í lífríki jarðarinnar. Það þýðir til dæmis að við hijótum eins og aðrir að hætta notkun freons í frystiiðnaði og allra ósoneyðandi efna almennt og draga svo mjög og svo fljótt sem unnt er úr myndun koltvísýrings. Því verður nauðsynlegt að takmarka brennslu olíuefna eða hreinsa útblástur langtum betur en nú er gert. Mengandi stóriðja verður ekki reist hér nema hún fullnægi þeim stórhertu kröfum um hreinsun sem mannkynið hlýtur að setja sér. Endurvinnsla alls hugsanlegs úr- gangs verður einnig reglan og notk- un efna, sem ekki eru endurvinnan- Ieg og sem menga, verður eflaust mjög takmörkuð. Við megum heldur ekki vanrækja eigið land. Aukið átak hljótum við að gera til að rækta ör- foka börðin og gróðursetja trén. Allt slíkt og margt fleira verður að öllum líkindum nauðsynlegt til þess að endurheimta jafnvægi í lífríki jarðar. Við skulum vona að það verði ekki um seinan. Hinar hefðbundnu at- vinnugreinar standa fyrir sínu Þessu mun fylgja mikill kostnaður og óbærilegur án aðstoðar fyrir flest þróunarlöndin. Við íslendingar erum hins vegar ríkir og eigum auk þess fleiri kosti til atvinnuaukningar en flestar aðrar þjóðir. Að því verðum við að snúa okkur með því að setja markmið og vinna að því að ná þeim með samstilltu átaki atvinnulífs og stjómvalda. Fiskurinn í sjónum mun áfram verða okkar meginstoð. Ólíklegt er þó að við aukum aflann að nokkm ráði. Markmiðið á að vera að auka verðmæti með því að framleiða há- gæða matfisk úr sem mestu af aflan- um. Fiskeldið má ekki afskrifa, þótt ytri aðstæður hafi leikið það grátt um stund. Mestöll aukning í fiskfram- leiðslu í heiminum er í fiskeldi. í því hljótum við að taka þátt, enda að- stæður hér að ýmsu leyti góðar. Ég er ekki í minnsta vafa um það að eftirspum eftir hollri landbúnaðar- framleiðslu mun fara vaxandi í heim- inum. Það væri því mikill misskiln- ingur að afskrifa íslenskan landbún- að, eins og sumir boða. Reyndar ætti það að vera okkur kappsmál að fram- leiða allar þær landbúnaðarafurðir sjálfir sem aðstæður leyfa og við þörfnumst. íslenskur iðnaður hefur sannað ágæti sitt. Satt að segja hefur hann staðið sig betur í samkeppni við er- lenda framleiðslu en gera mátti ráð fyrir við aðstæður sem oft hafa verið erfiðar, vegna rangs gengis og opin- berra gjalda og án vemdar. Ékki verður lengur undan því vikist að skapa íslenskum iðnaði sambærileg- ar aðstæður og keppinautar erlendis njóta og veita honum vemd gegn rík- isstyrktum erlendum iðnaöi. Við eigum mikinn auð í ónotuðum orkulindum, sem auk þess eru end- urnýjanlegar. Eftirspum eftir hreinni orku mun fara vaxandi og skapa okk- ur ýmsa möguleika. Þekkingin getur orðið mikil auðlind Mestu vaxtarbroddarnir hygg ég þó að liggi í ýmsum nýjum atvinnu- greinum sem byggja á þekkingu, eins og sérhæfðum ferðaiðnaði, hátækni og líftækni. Heilsurækt með góðri læknisþjónustu getur orðið mikil at- vinnugrein, ef rétt er á málum hald- ið. Nokkuð athyglisverður árangur hefur þegar náðst á sviði hátækninn- ar, bæði í vélbúnaði og hugbúnaði, og sama má segja um líftæknina. Ef að slíkum vaxtarbroddum er hlúð með öflugum rannsóknum og fjár- hagsaðstoð, mun sannast að mjór er mikils vísir. Fyrir nokkmm ámm flutti sænski athafna- og auðmaðurinn Peter Wal- lenberg erindi hér á landi. Hann lýsti þar þeirri skoðun að íslensk reynsla og þekking, td. í sjávarútvegi og í nýtingu jarðhitans, gæti orðið mikil- væg útflutningsgrein. Þetta er tví- mælalaust rétt. í þróunarlöndum um heim allan er beðið um samvinnu til að nýta vannýtt fiskimið og jarðhita þar sem hann finnst. íslendingar njóta álits og em taldir góðir sam- starfsaðilar. Ekki er talin ástæða til að óttast yfirgang þeirra. En íslendingar virðast heimakærir og áhugi hefur verið takmarkaður. Fáeinir aðilar hafa þó haslað sér völl í samstarfi er- lendis, en oftast við erfiðan fjárhag og lítinn skilning stjórnvalda. Með slíkri starfsemi á erlendum vettvangi er ekki aðeins lagður gmnnur að mikil- vægri atvinnugrein fyrir okkur ís- lendinga, heldur einnig þróunar- löndum veitt mikilvæg aðstoð. Stjómvöldum ber að stuðla að slíkri starfsemi erlendis, til dæmis með markvissri þróunaraðstoð. Kostir okkar í atvinnulífinu em tví- mælalaust margir og miklir. Að sjálf- sögðu á markmiðið að vera að nýta þá af skynsemi. Því má ná með sam- stilltu átaki stjórnvalda og atvinnu- lífs. Góðir möguleikar í atvinnumálum breyta því hins vegar ekki að við verð- um að laga ýmislegt í okkar eigin búi. Erlendri skuldasöfnun verður að linna. Því er okkur nauðsynlegt að draga úr einkaneyslunni, kaupa sem mest innlenda framleiðslu og sníða okkur stakk eftir vexti í samneysl- unni. Jöfnuður verður einnig að nást í rekstri ríkissjóðs. Með aukinni at- vinnu og betri afkomu mun það tak- ast, enda taki þeir, sem fjármagnið eiga og háu tekjurnar hafa, bróður- hlutann af þeim byrðum. Okkar aðalsmerki En þótt við verðum að draga úr neyslu, á það að vera okkur metnað- ur að viðhalda því velferðarkerfi, sem tekist hefur að byggja upp í gegnum árin. Góð heilsugæsla og menntun fyrir alla, án tillits til efnahags og bú- setu, á að vera aðalsmerki okkar sem þjóðar. Auk þess eru menntun og vís- indi grundvöllur þeirra vaxtarbrodda sem ég hef þegar rakið. Til þeirrar starfsemi ber að verja auknu fjár- magni. Vel menntuð æska og starfs- lið allt mun þá reynast mesti auður þessarar þjóðar. Engin þjóð verður lengi frjáls og sjálfstæð, ef hún varðveitir ekki sína arfleifð, söguna, menninguna og tunguna. Því fjármagni er vel varið, sem til þess er veitt. Góöir íslendingar! Atvinnuleysi og svartsýni á að vera óþarft á okkar góða og gjöfula landi. Fyrst og fremst er nauðsynlegt að hverfa frá hinni óheftu markaðs- hyggju, frjálshyggjunni. Stofna ber til nýrrar, víðtækrar þjóðarsáttar um þaö markmið að vinna þjóðina út úr þeim erfiðleikum, sem henni hefur verið komið í. Markmið slíks sameig- inlegs átaks á að vera að veita öllum atvinnu, að standa vörð um velferð- arkerfið og um frelsi og sjálfstæði hinnar íslensku þjóðar. íslendingum óska ég þess að slík þjóðarsátt megi nást á nýju ári. Þann- ig væru tímamótin af skynsemi mörkuð. Minnumst þess sem Klettafjalla- bóndinn sagði: ,Að hugsa ekki í árum en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum, þvísvo lengist mannsævin mest.“ Þá mun þjóðarsáttin takast. Framsóknarmönnum um land allt þakka ég það ár, sem er að líða. Landsmönnum öllum óska ég bless- unar Guðs á nýju ári.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.