Tíminn - 31.12.1992, Side 9
Fimmtudagur 31. desember 1992
Tíminn 9
virðist Rama að sama skapi hafa
vaxið í áliti hjá hindúum.
Rama er í hindúasið avatara eða
holdtekja Vishnús, guðs þess er
öllu heldur við og birtist meðal
manna þegar mikið liggur við. í
sögnunum er Rama hetjan óvið-
jafnanlega sem ver heim goða og
manna fyrir illvættum, einskonar
jötnum sem hann fellir hrönnum
eins og Þór. Ravana hét jötnakon-
ungur er rændi Sítu, konu Rama
og hamingjugyðju í hindúasið.
Rama bjargaði henni og drap Ra-
vana. Ekki er ólíklegt að hindúar
eigi auðvelt með að sjá Ravana,
sem hafði tíu höfuð, fyrir sér sem
tákn margra ríkja íslamsheims, er
nær frá Atlantshafi til Kyrrahafs
og hefur mikil ítök f Afríku sunn-
an Sahara og jafnvel í Evrópu.
Síðasta orð Gandhis
Sagnirnar um Rama eru gagn-
teknar af sennu góðs og ills, þar
sem Rama er kappi hins góða og
sigrar að lokum, þótt við ofurefli
sé að etja. Hann er þar að auki
ímynd yfirvegunar og skynsemi,
fyrirmyndar eiginmaður og (sam-
kvæmt sögnunum) fyrsti konung-
ur Indlands, sem hann gerði að
sæluríki.
Indverskur blaðamaður skrifar
að fyrsta sagan, sem flestum ind-
verskum börnum sé sögð, sé sag-
an af Rama, ævintýrum hans og
frægðarverkum. Rama verði því
öðrum fremur fyrirmynd hindúa
frá blautu barnsbeini. „Ram!
Ram!“ segja vinir þegar þeir heils-
ast af innileik. Rama er sá guð
hindúasiðar sem oftast er ákallað-
ur við dauðsföll og deyjandi menn
láta nafn hans gjarnan verða sitt
síðasta orð hérna megin. Þegar
Mahatma Gandhi var skotinn til
bana (af heittrúarhindúa), var það
síðasta sem hann heyrðist stynja
upp: „Ehl Ram!“
Áður hafði Gandhi eggjað sjálf-
stæðissinnaða landa sína gegn
Bretaveldi með því að benda þeim
á Rama sem fyrirmynd. Með hlið-
sjón af þeim gffurlegu áhrifum
sem Gandhi hafði, má ætla að
hann hafi með því átt talsverðan
þátt í eflingu Ramadýrkunar.
Stöðug spenna milli hindúa og
múslíma eftir 1947 stuðlaði að því
sama.
Árið 1949 settu heittrúarhindúar
nokkrir upp líkneskjur af Rama
inni í Babúrsmosku í Ayodhya.
Stjórnvöld tóku það þá til bragðs
að girða kringum moskuna og
banna bæði hindúum og múslím-
um þar aðgang. Þrátt fyrir nokk-
urt nöldur út af þessu virtust báð-
ir aðilar ætla að láta við svo búið
sitja.
Kosningaloforð
Rajivs
En það fór á aðra leið á forsætis-
ráðherratíð þeirra mæðgina Ind-
iru og Rajivs Gandhi. Lágstétta-
hindúar og múslímar, lengi trygg-
ir kjósendahópar Þjóðþings-
flokksins, sneru þá margir við
honum baki og til að bæta sér það
upp tók Indira að stfga í vænginn
við efristéttahindúa, sem allmarg-
ir eru heittrúaðir og þjóðernis-
sinnaðir. Samtök heittrúarhindúa
höfðu lengi krafist þess að mosk-
an á fæðingarstað Rama yrði rifin
og hof reist þar í staðinn. Rajiv
kom til móts við þá með því að
leyfa aðgang að moskulóðinni á
ný (1986) og lofaði meira að segja
í einni kosningaræðunni að end-
urreisa dýrðarríki Rama.
Þar með varð Babúrsmoska í
Advani (í miöiö), leiötogi BJP: hof skal reist á rústum mosku.
.Blossarnir‘ sýna hvar f Indlandi, Pakistan og Bangladesh kom til illinda
með brennum og hryöjuverkum milli hindúa og múslíma eftir niöurrif mos-
kunnar í Ayodhya.
Ayodhya brennidepill átakanna
milli hindúa og múslíma. Fyrir
Rajiv kom opnun moskulóðarinn-
ar ekki að tilætluðum notum.
Múslímar vildu enga eftirgjöf við
hindúa í máli þessu og gerðust við
þetta enn fráhverfari Rajiv og
heittrúarhindúar þökkuðu und-
anlátssemi hans Bharatiya Janata
Party (BJP), sem lengi hafði beitt
sér fyrir áhugamálum heittrúar-
hindúa. Lal Krishna Advani, leið-
togi flokksins sem sagður er eiga
gott með að ná til fjöldans, fylgdi
þessum árangri eftir með mikið
auglýstri pílagrímsför til Ayodhya
1990. Ók hann þá í vagni, smíðuð-
um upp úr Toyota-bfl þannig að
hann líktist vagni Rama. Stjórn-
völd óttuðust óspektir og létu
stöðva Advani áður en hann
komst á leiðarenda. Heittrúar-
hindúar reiddust og kom til heift-
arlegra illinda með þeim og músl-
ímum; um 1000 voru þá drepnir.
Við það beindist reiði fjölmargra
hindúa gegn stjórnvöldum og
fylgi BJP jókst stórum. í kosning-
unum til sambandsþings 1986
fékk flokkurinn aðeins tvö þing-
sæti, 1990 fjölgaði þeim upp í 119
af 545 alls. BJP er þar með stærsti
stjórnarandstöðuflokkur Ind-
landsþings og stjórnarflokkur f
fjórum fylkjum, þ.á m. Uttar Pra-
desh, fjölmennasta fylki landsins,
þar sem Ayodhya er.
Ný stöðugleika-
ímynd
Einföldun væri þó að halda því
fram að Ramatrúin, ásamt með
óvild í garð og ótta við múslíma,
væri eina ástæðan til fylgisaukn-
ingar BJP. Að henni hefur einnig
stuðlað að fleiri og fleiri lands-
menn hafa gerst leiðir á Þjóð-
þingsflokknum. Hann er í margra
augum orðinn þreyttur og spillt-
ur kerfisflokkur. Flokkabandalög
gegn honum hafa orðið endingar-
lítil, enda að margra áliti reynst
enn spilltari. Það átti sinn þátt í
að helsta andstaðan, sem um
langt skeið þróaðist fram gegn
Þjóðþingsflokknum, voru flokkar
tengdir ákveðnum fylkjum og
þjóðernum. Það jók sundrungu
innanlands. Sú sundrung, sem
gengið hefur lengst með sjálf-
stæðisstríðunum í Punjab, Ka-
smír og Assam, varð vatn á myllu
BJP, sem mörgum hindúum þykir
vera traustvekjandi stöðugleikaafl
vegna þess að hann boðar einingu
þeirra allra á grundvelli trúar
þeirra og menningar.
Að fyrirmynd Rama leggja flokk-
urinn og samtök honum tengd
áherslu á sjálfsaga og boða útrým-
ingu spillingar. Það finnst ófáum
álitlegt, sökum þess hve „agi er
sjaldgæfur á Indlandi", eins og
breskur blaðamaður orðar það.
Heittrúarhindúar hafa reist til
bráðabirgða Ramahelgidóm á
rústum Babúrsmosku. Héðan af
eru litlar líkur á að þeir sætti sig
við neitt minna en að Ramahof
verði reist þar. Múslímar krefjast
þess ekki síður eindregið að Ba-
búrsmoska verði endurreist ná-
kvæmlega þar sem hún stóð. For-
usta Þjóðþingsflokksins með nú-
verandi forsætisráðherra, Naras-
imha Rao, á oddinum, hefur orð á
sér fyrir langþróaða lempni og
slægð við samningagerð og mála-
miðlanir. Hætt er við að ekki
muni af því veita fyrir hana á
næstunni.
Oskum viðskíptavinum okkar
farsældar á
nýja árinu
Þökkum ánægjuleg
viðskipti á liðnum árum
Ingvar
Helgason hf.
Sævsrhöföa 2
Simi 91-674000
NISSAN