Tíminn - 31.12.1992, Síða 10

Tíminn - 31.12.1992, Síða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 31. desember 1992 Janúar Nánast allt undirlendi Borgarfjarðar fór á kaf í kjölfar mikilla flóða um miðjan janúar. Á myndinni má sjá hvernig umhorfs var í kring- um Hvítarbakka, sem er nánast eins og eyja. Hestar til Samabyggða Tuttugu til þrjátíu íslenskir hestar verða fluttir til Samabyggða í vor í tilraunaskyni. Ætlunin er að þeir leysi af hólmi vélhjól og sleða við smölun hreindýra, þar sem ökutæk- in hafa ekki reynst vel og m.a. leitt til nýrna- og liðamótakvilla hjá smalamönnum auk blóðrásartrufl- ana. Síldarkaup í uppnámi Landsbanki íslands hætti við aö lána Rússum 800 miljónir króna til kaupa á íslenskri síld eftir að stjórn- völd lögðust gegn því og Seðlabank- inn taldi þau áhættusöm. Málið kom til umræðu á Alþingi þar sem ríkisstjórnin var harðlega gagn- rýnd, en forsætisráðherra vísaði á Landsbankann. Jafnframt gagn- rýndi verkalýðshreyfingin ríkis- stjórnina fyrir aðgerðaleysi. Hins- vegar náðist í lok mánaðarins sam- komulag milli Seðlabanka íslands og utanríkisviðskiptabanka Rúss- lands um greiðslufyrirkomulag á grundvelli viðskiptasamnings land- anna, sem þýddi að hægt var að hefja söltun á 30 þúsund tunnum á Rússlandsmarkað. Fríða fékk bók- menntaverðlaunin Fríða Á. Sigurðardóttir rithöfund- ur hlaut Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir skáldsöguna „Meðan nóttin líður". Hún sagðist gleðjast fyrir hönd íslenskra bók- mennta, en hún er jafnframt fjórði íslendingurinn sem hlýtur þessi eft- irsóttu verðlaun. Greiddu sjálfum sér 900 milljónir Hluthafafundur Sameinaðra verk- taka ákvað að greiða hluthöfum samtals 900 milljónir króna af hlutafé fyrirtækisins. Þetta var gert með því að gefa út jöfnunarhluta- bréf að andvirði 900 milljónir. Með því móti komust hluthafarnir hjá því að greiða skatt af miiljónunum. Vakti þessi gjörningur mikla reiði meðal almennings og kom m.a. til umræðu á Alþingi. Þar kom fram að eðlilegur skattur af þessum pening- um skilaði álíka upphæð í ríkissjóð og verið væri að taka af ellilífeyris- þegum með skerðingu ellilífeyris. Skipaútgerðin hættir Reglulegri starfsemi Skipaútgerðar ríkisins verður hætt um mánaða- mótin. Öll þrjú skip fyrirtækisins hafa verið seld, Esja og Hekla til Samskipa og Askja til Noregs. Reiknað er með að 400 milljónir fá- ist fyrir eignir fyrirtækisins og hef- ur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum frá og með næstu mánaða- mótum. Harðar umræður urðu á Ai- þingi um málsmeðferð samgöngu- ráðherra á málefnum Ríkisskipa og var hann m.a. sakaður um ósann- sögli. % Á nýársmorgun var rússneski fáninn dreginn í fyrsta sinn aö húni á sendiráðinu við Garða- stræti. Jafnframt var búið að taka niður skiltið með hamri og sigð, sem vísaði á sendiráð Sovétríkjanna. Tímamynd: oó Niðurskurði mótmælt Ríkisstarfsmenn og aðrir mót- mæltu niðurskurði stjórnvalda á velferðarkerfinu og miðaði lítt í samningagerð ríkisins við opinbera starfsmenn, en aðildarfélög ASÍ voru á fullu í sérkjaraviðræðum við atvinnurekendur. Fjölmennir mót- mælafundir voru haldnir gegn nið- urskurðartillögum stjórnvalda í vel- ferðarkerfinu. Þá var bandormurinn samþykktur á Alþingi, en aðalinntak laganna er að hækka sértekjur og draga úr greiðslum úr trygginga- kerfinu. Jafnframt var ákveðið að fækka í bekkjum og kennslustund- um, tekjutengja ellilífeyri, réttindi launafólks minnkuð við gjaldþrot fyrirtækja, og sjúklingar látnir greiða meira fyrir unnin læknis- verk, svo nokkuð sé nefnt. Þjóðviljinn hættir Síðasta dag janúarmánaðar kom síðasta eintak Þjóðviljans út og lauk þar með rúmlega hálfrar aldar út- gáfu blaðsins. Febrúar Jón og Þröstur hlupu á brott Á kynningarfundi Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra í Ýdölum um GATT-tilboð Dunkels fengust ekki ræddar ályktunartil- lögur sem tveir fundarmanna báru upp. Það var ekki fyrr en utanríkis- ráðherra og aðstoðarmaður hans Þröstur Ólafsson sem jafnframt var fundarstjóri, voru hlaupnir af fundi að tillögurnar boru bornar upp og samþykktar á nýjum fundi sem skotið var á eftir að þeir fóstbræður höfðu yfirgefið staðinn í fússi. Klúbburinn brann Hinn landsfrægi Klúbbur við Borg- artún skemmdist illa í eldi og leikur grunur á að kveikt hafi verið í hús- inu. Staðurinn hafði verið rekinn undir nafninu Sportklúbburinn um nokkurt skeið og í kjölfar brunans var eigandinn handtekinn. Hann sat í gæsluvarðhaldi um tíma en neitaði staðfastlega öllum ásökunum og var sleppt. Húsið var síðan rifið og á grunni þess er að rísa skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Hjalti féll Kraftlyftingakappinn Hjalti „Úrs- us“ Árnason féll á lyfjaprófi, en sýni voru tekin úr kappanum þegar hann varð heimsmeistari í kraftlyftingum í fyrra. Of mikið af testósteron karl- hormónum mældist í líkama Hjalta. Var hann úrskurðaður í þriggja ára keppnisbann og til að skila gullverð- launum sínum. Hjalti neitaði að hafa tekið inn lyf en sagðist vera með mikið af þessum karlhormón- um frá náttúrunnar hendi. Til varnar velferðinni Samtökin Almannaheill, samtök um réttlæti, voru stofnuð í byrjun febrúar til varnar velferðarkerfinu og gegn niðurskurði stjórnvalda og héldu útifund á Austurvelli. Barátta samtakanna beindist m.a. að handa- hófskenndum niðurskurði stjórn- valda á sjúkrahúsum, gegn skerð- ingu á grunnlífeyri elli- og örorku- lífeyrisþega, hækkun lyfjakostnaðar, lækkun barnabóta, skertra náms- möguleika og aukinnar kostnaðar- hlutdeildar sjúkra, fatlaðra og aldr- aðra. Samningar í strand Samningaviðræður ASÍ og at- vinnurekenda sigldu í strand og var vísað til ríkissáttasemjara. Jafn- framt hvatti forysta ASÍ aðildarfélög sín til að afla sér heimilda til verk- falls. Jafnframt kannaði stjórn BSRB forsendur fyrir verkfailsboð- un meðal opinberra starfsmanna. Atvinnuleysismet slegið Alls voru skráðir 87 atvinnuleysis- dagar í síðasta mánuði og hafa þeir aldrei verið fleiri. Það jafngildir því að rúmlega 4 þúsund manns hafi að meðaltali verið án atvinnu í mánuð- inum, eða 3,2% vinnufærra manna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.