Tíminn - 31.12.1992, Side 13

Tíminn - 31.12.1992, Side 13
Fimmtudagur31. desember 1992 Tíminn 13 Apríl íslenskur starfsmaður Rauða krossins myrtur Jón Karlsson, íslenskur starfs- maður Rauða krossins, var skot- inn til bana við störf sín í Kabúl í Afghanistan 22. apríl. Jón starfaði við hjúkrun á sjúkrahúsi alþjóða Rauða krossins í Kabúl og var að sækja slasaða og særða í bæ suður af Kabúl, þegar byssumaður hóf skyndilega skothríð á Jón, sem mun hafa látist samstundis. Aðra starfsmenn Rauða krossins sakaði ekki. Eftir þennan hræðilega atburð fóru margir starfsmenn Rauða krossins frá Afghanistan, en mikil óöld var í landinu um þær mundir er stjórn kommúnista féll. Jón Karlsson var 39 ára þegar hann lést. Hann lét eftir sig konu sem hann hafði nýlega kvænst. Kjaradeilum lýkur með sáttatillögu Kjaradeilum launþega og at- vinnurekenda lauk þegar Guð- laugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari lagði fram miðlunartil- lögu 25. aprfl, en samningar höfðu þá verið lausir í meira en hálft ár. Tillagan gerði ráð fyrir að kaup hækkaði um 1,7%, láglauna- bætur verði greiddar á laun undir 70.000, desemberuppbót hækki um 2.000 krónur og orlofsuppbót um 500 krónur. Samningstíminn var 10 mánuðir eða til 1. mars 1993. í tengslum við tillöguna voru vextir lækkaðir á spariskírteinum ríkissjóðs. Gerðar voru breytingar í heilbrigðis- og tryggingamálum, en þó vantaði mikið á að gengið væri að kröfum launþegahreyfing- anna í þeim efnum. Samningarnir voru samþykktir í flestum verka- lýðsfélögum. Ráðhúsið vígt Ráðhús Reykjavíkur var vígt við hátíðlega athöfn 14. apríl, að við- stöddu miklu fjölmenni. Við opn- unina var leikið lag við Ijóð sem Davíð Oddsson, fyrrverandi borg- arstjóri, samdi. Vel var veitt af víni og mat. Tfclið er t.d. að gestir hafi étið um átján þúsund snittur. Bygging ráðhússins kostaði um 4 milljarða, sem er nokkuð hærri upphæð en reiknað var með í upp- hafi. Guðmundur Magnús- son nýr þjóðminja- vörður Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra skipaði Guðmund Magnússon, sagnfræðing og starfsmann Sjálfstæðisflokksins, þjóðminjavörð. Þór Magnússon fékk tveggja ára leyfi frá störfum þjóðminjavarðar. Embættisveiting þessi varð nokkuð umdeild, eins og reyndar fleiri embættisveiting- ar Ólafs G. á árinu. Sá hörmulegi atburður varð 22. apríl í Afghanistan að Jón Karlsson hjúkrunarfræðingur var myrtur, þegar hann var þar við störf fyrir alþjóða Rauða krossinn. Jón er lengst til hægri á myndinni. Mjólkurtræöingar fóru í verkfall Mjólkurfræðingar fóru í verkfall um páskana. Verkfallið stóð ekki í marga daga, en olli verulegri rösk- un á sölu mjólkurvara vegna þess hve margir helgidagar tengdust verkfallsdögunum. Auk deilu um kaup og kjör var deilt um hagræð- ingu í mjólkuriðnaði. Verkfallinu lauk án þess að samningar væru frágengnir. Banaslys ofan við Fáskrúðsfjörð Maður á fimmtugsaldri lést og sex ára sonur hans slasaðist illa, er þeir óku á vélsleða fram af gil- barmi í fjallshlíðinni ofan við Fá- skrúðsfjörð á páskadag. Talið er að faðirinn hafi látist samstundis, en sonurinn hafi legið lærbrotinn á þriðja tíma hjá föður sínum. Prentvilla í ljóði Tómasar Meinleg stafsetningarvilla slædd- ist inn í ljóð eftir Tómas Guð- mundsson skáld, sem sandblásið var á stóra rúðu í nýju ráðhúsi Reykjavíkur. í Ijóði Tómasar, „Júnímorgunn", átti að standa „glóbjört minning", en stóð „gljóbjört minning". Skipt var um rúðuna, sem kostaði nokkur hundruð þúsund. Ráöhús Reykjavíkur var vígt viö hátíðlega athöfn 14. apríl. Þetta umdeilda hús kostaði um 4 milljarða, sem er nokkuð hærri upphæð en reiknað var með í upphafi. AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABiL INNLAUSNARVERÐ* 10.000,00 GKR. 1975-1 .fl. 10.01.93 kr. 22.831,35 1975-2.fl. 25.01.93-25.01.94 kr. 17.222,79 1976-1.fl. 10.03.93- 10.03.94 kr. 16.405,87 1976-2.fl. 25.01.93-25.01.94 kr. 12.332,93 1977-1 .fl. 25.03.93 - 25.03.94 kr. 11.510,73 1978-1 .fl. 25.03.93 - 25.03.94 kr. 7.804,72 1979-1 .fl. 25.02.93 - 25.02.94 kr. 5.160,53 INNLAUSNARVERÐ* FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL Á KR. 10.000,00 1981-1 .fl. 25.01.93-25.01.94 kr. 210.013,94 1985-1 .fl.A 10.01.93 - 10.07.93 kr. 55.439,68 1985-1. fl.B 10.01.93- 10.07.93 kr. 32.266,40** 1986-1 .fl.A 3 ár 10.01.93- 10.07.93 kr. 38.213,82 1986-1.fl.A4 ár 10.01.93- 10.07.93 kr. 42.125,23 1986-1 .fl.A 6 ár 10.01.93- 10.07.93 kr. 43.503,04 1986-1 .fl.B 10.01.93- 10.07.93 kr. 23.797,65** 1986-2.fl.A4ár 01.01.93-01.07.93 kr. 35.502,52 1986-2.ÍI.A 6 ár 01.01.93-01.07.93 kr. 36.589,68 1987-1 .fl.A 2 ár 10.01.93-10.07.93 kr. 30.264,38 1987-1.fl.A4 ár 10.01.93- 10.07.93 kr. 30.264,38 1987-1 .fl.D 6 ár 10.01.93 kr. 30.264,38 1989-1 .fl.A 2,5 ár 10.01.93-10.01.94 kr. 15.413,39 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Athygli skal vakin á lokagjalddaga spariskírteina í 1. flokki 1975 og 1. flokki D til 6 ára frá 1987. Reykjavík, desember 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.