Tíminn - 31.12.1992, Side 14
14 Tíminn
Fimmtudagur 31. desember 1992
Stjórnarbylting í
menntamálaráði
Maímánuður hófst með látum í
menntamálaráði, því á fundi þess
var gerð stjórnarbylting af fulltrú-
um minnihlutaflokkanna í ríkis-
stjórn, ásamt Ragnheiði Davíðsdótt-
ur, fulltrúa Alþýðuflokks. Tillaga
Bessíar Jóhannsdóttur um að leggja
bókaútgáfu Menningarsjóðs niður,
var felld og nýr formaður úr röðum
minnihlutans var kosinn. Þessi
kreppa fulltrúa stjórnarflokkanna
endaði með því að kratar spörkuðu
Ragnheiði Davíðsdóttur og náðu þar
með völdum á ný. Bókaútgáfan hef-
ur verið lögð niður.
Norrænu bókmennta-
verðlaunin
Guðrún Helgadóttir, alþingismaður
og rithöfundur, hlaut Norrænu bók-
menntaverðlaunin fyrir bók sína,
„Undan illgresinu".
Matargjafir
Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi
Framsóknarflokks í Reykjavík, lagði
fram tillögu um að Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar yrði fal-
ið að undirbúa stofnun og rekstur
skýlis þar sem bágstöddum einstak-
lingum yrði úthlutað matargjöfum.
Tillaga þessi fékkst ekki afgreidd, en
Fríkirkjusöfnuðurinn hóf slíkar
matargjafir fyrir jólin nú.
Sjöunda sæti
Framlag íslendinga til Eurovision
var að þessu sinni lagið „Nei eða já“,
með Heart 2 Heart-hópnum svokall-
aða, með þau Siggu Beinteins og
Grétar Örvarsson úr Stjórninni og
Sigrúnu Evu Ármannsdóttur fremst
í flokki. í keppninni náðist annar
besti árangur frá upphafi, eða sjö-
unda sætið, en hins vegar var það
írska lagið, samið af Johnny Logan,
sem sigraði.
Endurnýjun Flugleiða
Maí markaði tímamót hjá Flugleið-
um, þar sem þá lauk endurnýjun
Víkingasveitin sat um hús við
Mávahlíð í tvo tíma áður en tókst
að fá byssumann til að gefast
upp. Hann var vopnaður kinda-
byssu og hafði skotið mann í
andlitið, þó ekki lífshættulega.
Guðrún Helgadóttir hlaut nor-
rænu bókmenntaverðlaunin fyr-
ir bók sína „Undan illgresinu".
?0\VtT
I ' i <*■ \ ~ l SSS \ / I I I
'í\
y/<4v,
'Mj
r
r
' \ í
>>>
r
Skatthlutfall og
skattafsláttur áríð 1993
Skatthlutfall staðgreiðslu
er 41,34%
Á árinu 1993 verður skatthlutfall
staðgreiðslu 41,34%. Skatthlutfall
barna, þ.e. sem fædd eru 1978 eða
síðar, verður 6%.
Persónuafsláttur á
mánuði er 23.611 kr.
Persónuafsláttur fyrstu sex mánuði
ársins verður 23.611 kr. á mánuði.
m
RÍKISSKATTSTJÓRI
Sjómannaafsláttur á dag
er 663 kr.
Sjómannaafsláttur fyrstu sex
mánuði ársins verður 663 kr. á dag.
Frá og með 1. janúar 1993 eru fallin
úr gildi eftirfarandi skattkort: Skatt-
kort með uppsöfnuðum persónu-
afslætti og námsmannaskattkort
útgefin á árunum 1988- 1992.
4)'V\V(V/irí.
/1 rri- M ^y T-T'Ty'v1
flugflota félagsins. Punkturinn yfir
i-ið var koma fjórðu og síðustu Fok-
ker 50- vélarinnar til landsins. End-
urnýjun flugflotans kostaði um 20
milljarða króna.
Byssumaður særir
mann
Að kvöldi hins 12. maí skapaðist
umsátursástand í Mávahlíð í Reykja-
vík. í húsi þar við götuna var maður
vopnaður 22 cal. markbyssu og
hafði hann skotið annan mann í
andlitið, en þrír voru í íbúðinni þeg-
ar atburðurinn átti sér stað. Maður-
inn lifði það þó af, þar sem skotið
fór f gegnum kinn hans. Það tók
Víkingasveitina tvo tíma að fá
byssumanninn til að leggja niður
vopn.
Rækjubátur sekkur
Rækjubáturinn Litlanes sökk þann
18. maí, eftir að eldur hafði komið
upp í bátnum þegar hann var stadd-
ur út af Húnaflóa. Skipverjar, sem
voru þrír, björguðust í gúmmíbát og
skipverjar á Ingimundi gamla, sem
var staddur þar skammt frá, björg-
uðu þeim úr gúmmíbátnum eftir
um 10 mín. veru þar.
Blessuð lúsin
Lús skaut upp kollinum, einu sinni
sem oftar, í nokkrum skólum í
Reykjavík og nágrenni. í þetta sinn
bar meira á henni í leikskólum, og
sagði Skúli Johnsen borgarlæknir í
samtali við Tímann þann 21. maí að
á mörgum heimilum væru ekki
nógu góðar varnir gegn lúsinni.
Júní
Samdráttur í
þorskafla
Alþjóða hafrannsóknarráðið gaf ís-
lendingum ekki skemmtilega sum-
argjöf, því á fyrsta degi júnímánaðar
bárust þær fréttir að ráðið teldi að
minnka þyrfti þorskveiði um 40% á
íslandsmiðum á næsta ári. Það varð
úr að minnkunin varð um 20%.
Styr um fomminjar
Deila reis á milli Þorleifs Einarsson-
ar prófessors og Margrétar Hall-
grímsdóttur borgarminjavarðar
vegna framkvæmda við Aðalstræti í
Reykjavík. Þar var verið að grafa upp
fomminjar og vildi Þorleifur meina
að farið hefði verið frekar frjálslega
með vélskóflu í minjamar. Margrét
sagði hins vegar að farið hefði verið
af ýtrustu gætni í uppgröftinn.
Fákur sjötugur
Hestamannafélagið Fákur átti sjötíu
ára afmæli í júní og í tilefni af því
riðu Fákskonur til Bessastaða og
hittu þar Vígdísi Finnbogadóttur,
forseta íslands. Síðar var haldin af-
mælishátíð og kappreiðar.
Nýr Herjólfur
Júnímánuður markar tímamót fyrir
Vestmannaeyinga, því þá kom til
heimahafnar ný ferja, sem hlaut að
sjálfsögðu nafnið Herjólfur. Skipið er
afar glæsilegt, en síðar komu upp
efasemdir um sjóhæfni þess. Gamli
Herjólfur er enn óseldur, en óskir
hafa komið fram um að skipið verði
notað fyrir Slysavarnaskólann.
Flugleiðir-Sólarflug
lokar
Ferðaskrifstofa Guðna Þórðarsonar
„í Sunnu“, Flugferðir-Sólarflug,
hætti starfsemi sinni þann 12. júní,
eftir að hafa rift samningi sínum við
Atlantsflug. Guðni ætlaði að snúa sér
til Flugleiðamanna, en honum tókst