Tíminn - 31.12.1992, Side 16

Tíminn - 31.12.1992, Side 16
16 Tfminn Fimmtudagur 31. desember 1992 / Agúst Vigdís forseti í þríðja sinn „Minnumst þess að sá er eingöngu beinir sjónum niður fyrir fætur sér kemur ekki auga á það sem fram- undan er“, sagði forsetinn okkar, Vigdís Finnbogadóttir m.a. í ávarpi sínu af svölum Alþingishússins þeg- ar hún hafði tekið við forsetaemb- ættinu í þriðja sinn. Bindindið eftirsóttast „Bindindismótið sló aðsóknarmet" sagði í fréttum af verslunarmanna- helginni í sumar sem leið. Að slíkt gæti gerst hefði vafalaust þótt með eindæmum ótrúlegt fyrir svo sem tveim áratugum síðan. Talið var að yfir 10 þúsund manns hafi skemmt sér í Galtalækjarskógi þessa helgi. Þjóðhátíðargestir í Eyjum voru sagðir um 9 þúsund og á níunda þúsund þátttakendur í síldarævin- týri á Siglufirði. Óvænt trúlofun.......... Það var áreiðanlega með óvæntustu fréttum ársins þegar Hagkaup og Bón- us opinberuðu trúlofun sína — þau tvö fyrirtæki sem landsmenn höfðu haldið hörðustu samkeppnisaðilana á matvörumarkaði höfuðborgarsvæðis- ins. Áætlað var að eftir þetta hafi „par- ið“ haft frá 35%, og jafnvel allt upp- undir 50% af matvörumarkaði svæð- isins að mati Kaupmannasamtakanna. Þetta rifjaði síðan upp viðtal sem Tím- inn átti við Jóhannes í Bónus ári áður, þar sem hann sagði m.a.: „Það er afar óhollt í kapítalísku þjóðfélagi, að eitt fyrirtæki verði svo stórt að það nái kannski 30—40% markaðshlutdeild". Hlutfall karla í megrun var nærri því helmingi mina. Almenningsvagnar Almenningsvagnar bs. hófu starf- semi í ágúst með það að höfuðmark- miði að samræma almenningssam- göngur á öllu höfuðborgarsvæðinu og auðvelda þannig fólki að ferðast á milli sveitarfélaganna á þessu svæði. Áður voru almenningssamgöngur í nágrannasveitarfélögum Reykjavík- ur í höndum þriggja aöila. Hlutur Strætisvagna Reykjavíkur í þessu samstarfi fólst m.a. í „græna kort- inu“ sem gildir í strætisvagna á öllu höfuðborgarsvæðinu. Um leið not- aði SVR tækifærið til þess að hækka ódýrustu afsláttarmiða sína úr 50 kr. upp í 90 kr., eða um 80% á einu bretti. Skyldi ekki önnur þjóö vand- fundin sem státaö getur af þremur svo glæsilegum forset- um. Gróðinn gufaði upp Það reyndist skammt á milli skins og skúra hjá verðbréfafyrirtækjun- um eins og mörgum öðrum. í skýrslu sem Bankaeftirlitið sendi frá sér í ágústmánuði kom í ljós að eftir hátt í hundrað milljóna hreinan gróða, eða sem svaraði 26% arðsemi eigin fjár, hafði sú hagnaðarpró- senta á einu ári hrunið niður í að- eins 1% arðsemi, eða innan við fimm milljónir króna. 40% allra kvenna í megrun Um 4 af hverjum 10 konum höfðu farið í megrun á síðasta tólf mánaða tímabili samkvæmt svokallaðri for- varnarkönnun sem heilbrigðisráðu- neytið stóð fyrir og greindi frá í ág- úst s.l. Og það sem meira var, að um 3/4 voru ánægðar með árangurinn af megrunarkúrnum. „Snemma beygist krókurinn..." segir máltækiö. Ætla má aö upprennandi veiðimenn séu í hópi krakk- anna sem hér renna fyrir silung sem sleppt hafði verið í tjörnina viö Maríukirkjuna í Breiðholti í Reykjavík.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.