Tíminn - 31.12.1992, Síða 18
18 Tíminn
Fimmtudagur 31. desember 1992
FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF
Jólaalmanak SUF
Eftirfarandi númer hafa hlotiö vinning í jólaalmanaki SUF:
l.desemben 525,3570. 2. desember: 3686,1673. 3. desember: 4141, 1878.
4. desember: 1484, 2428. 5. desember: 683, 3056. 6. desember: 5403, 2389.
7. desember: 3952, 5514. 8. desember: 4342, 4341. 9. desember: 4340, 5169.
10. desember: 5060, 289. 11. desember 1162,1601. 12. desember: 1235, 522.
13. desember: 4723, 2429 14. desember: 288,2834. 15. desember: 1334, 4711.
16. desember: 2833, 4710 17. desember: 3672, 1605. 18. desember: 3235, 4148.
19. desember: 3243, 2497. 20. desember: 1629, 1879. 21. desember: 1676, 1409.
22. desember: 1473, 3436. 23. desemben 2832, 2731. 24. desember: 4915, 3527.
Nýárshappdrætti
Framsóknarflokksins
Dregið verður i nýárshappdrætti Framsóknarflokksins 6. janúar 1993. Velunnarar
flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda giróseðla fyrir þann tima.
Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I sima 91- 28408 eða 91-
624480.
Óskum velunnunjm okkar gleöilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum
stuöninginn á árínu sem er að liöa.
Framsóknarflokkurinn
l|i Leikskólar Reykjavíkurborgar
Breytingar á reglum um innritun
í leikskóla Reykjavíkur sem taka
gildi þann 1. janúar 1993
Heimilt er að sækja um leikskóladvöl þegar barn er 6
mánaða eða þegar fæöingaroriofi lýkur.
Staðfesta þarf umsókn einu sinni á ári, fyrst þegar liðið
er eitt ár frá dagsetningu umsóknar.
Foreldrar fá þá sent eyöublað þar sem þeir skrá breyt-
ingar eða staðfesta umsóknina.
Fjögurra og fimm ára börnum er veittur forgangur á
hálfsdagsleikskóla.
Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að viðkomandi eigi lög-
heimili i Reykjavík.
Nýtt símanúmer innritunardeildar verður 627115.
Dagvist barna
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
BORGEY HÖFN, HORNAFIRÐI
óskar starfsfólki sínu og
viðskiptavinum
gleðilegs nýárs
Þakkar gott samstarf og viðskipti á
liðnum árum
Það er óÞarfi að sitia
í myrkri um háfíðina
OLAFUR
HAUKUR
674506
rafverktakar
Uið bjoðum neyðar
Þiónusfu fyrir raf-
masnsviðseróir í
heimahúsum 02 í
fyrirtækium á höf-
uðborgarsvæðinu.
Október
Norsku konungshjónin virða fyrir sér íslenskt landslag.
September
Forsætisráðhera
sér fram á bata
í atvinnumálum
í byrjun mánaðarins sagði Davíð
Oddsson forsætisráðherra efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnar vera
farna að skila árangri. Halli á rík-
issjóði færi minnkandi og við-
skiptahalli sömuleiðis.
Það voru hins vegar ekki bjartar
tillögur sem ríkisstjórnin boðaði
um miðjan mánuð. Þær miðuðu
að því að skila ríkissjóði 750 miilj-
ónum króna í viðbótarskatttekjur
með því að lækka virðisaukaskatt
úr 24.5% í 23.5% og hætta að end-
urgreiða svonefndan innskatt til
nokkurra atvinnugreina. Þar var
rætt um bókaútgáfu, hitaveitur og
fjölmiðla. Þetta varð niðurstaðan
eftir að ríkisstjórnin fékk ekki
stuðning þingflokka við hug-
myndir um tveggja þrepa virðis-
aukaskatt. Viðbrögð verkalýðs-og
hagsmunaaðila voru hörð og sagð-
ist Guðmundur J Guðmundsson
formaður Dagsbrúnar að allt væri
brostið með minnkandi kaup-
mætti.
Þá létu námsmenn mjög til sín
heyra og kölluðu eftir mennta-
stefnu ríkisstjórnarinnar. Þeir
töldu að námslánakerfið hefði ver-
ið eyðilagt og skólagjöld hefðu
verið hækkuð um tæp 200% milli
ára.
Hremmingar stjórnarinnar héldu
áfram því þennan mánuð tapaði
hún atkvæðagreiðslu um það
hvort vísa ætti þingsályktunartil-
lögu um þjóðaratkvæðagreiðslu
um EES- samninginn til allsherj-
arnefndar eða utanríkismála-
nefndar eins og stjórnarsinnar
vildu.
Uppsagnir og at-
vinnuleysi
Atvinnuleysi jókst hratt þennan
mánuð og eru fréttir af uppsögn-
um og erfiðleikum fyrirferðamikl-
ar. Þannig voru um 100 manns at-
vinnulausir hjá Iðju á Akureyri og
haföi fjölgað um 30 frá síðustu
skráningu í byrjun mánaðar. Um
miðjan mánuð kom í ljós að at-
vinnuleysisdagar á landinu nálg-
uðust eina milljón og var talað um
að nýtt ísiandsmet væri í uppsigl-
ingu.
í kjölfar þessa fóru fréttir að ber-
ast af atvinnurekendum sem
færðu sér slæmt ástand í nyt. Þar
má nefna frétt um að starfsfólki
nokkurra veitingahúsa væru
greidd laun með brennivíni og
engin opinber gjöld væru greidd
af vinnu þess.
Niðurstöður úr seiðarannsókn-
um Hafrannsóknastofnunar voru
ekki fallnar til að auka mönnum
bjartsýni. Fyrstu vísbendingar um
stærð 1992-árgangs þorsks bentu
tii að hann yrði undir meðallagi
eins og þorskárgangar undanfar-
inna ára.
Konungshjón í roki
Það viðraði ekki vel á konungs-
hjón Noregs sem komu í opinbera
heimsókn í september. Hvassviðri
kom í veg fyrir að kóngur kæmist
í Reykholt og Norðurland heilsaði
með úrhellisrigningu og dumb-
ungi.
Þá léku einnig naprir vindar um
Víghól í Kópavogi þessa daga þar
sem magnaðar deilur ríktu vegna
fyrirhugaðrar kirkjubyggingar á
hólnum. Fór svo að á fjölmennum
safnaðarfundi var felld naumlega
tillaga um áframhaldandi kirkju-
byggingu á hólnum. Hafði dóm-
prófastur á oröi að ekki væri hægt
að tala um neinn sigurvegara í
svona málum.
Þá var einnig ófriðvænlegt í
Týrklandi þar sem öfgasinnaðir
múslimar réðust á Sophiu Hansen
og fylgdarlið við dómshús, þar
sem rétta átti í forræðismáli
hennar og Halim Al. Hrækt var á
Sophiu og hún barin í andlitið.
Þrír menn fórust þegar vélbátur-
inn Sveinn Guðmundsson fórst
nálægt Eldey um miðjan mánuð-
inn.
Samtök atvinnu-
lausra
Atvinnuleysi hélt áfram að aukast
í byrjun október og til marks um
það voru 410 félagar VR á atvinnu-
leysisskrá og höfðu ekki verið
fleiri á öldinni.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, virtist ekki hafa áhyggjur af
því að verða atvinnulaus því að
hann tilkynnti að hann myndi
ekki gefa 'kost á sér til endurkjörs
á þingi ASÍ í nóvember.
Erfiðu árferði fylgja oft aðrir erf-
iðleikar. Formaður kaupmanna-
samtakanna hafði áhyggjur af
auknu búðarhnupli í kjölfar
kreppunnar.
Við Iestur fjárlagafrumvarpsins
var heldur ekki hægt að merkja
tón bjartsýninnar. Þar var gert ráð
fyrir að atvinnulausir yrðu nálægt
5.000 í byrjun næsta árs.
Um miðjan mánuð voru svo
stofnuð samtök atvinnulausra til
að vera málsvari og hagsmuna-
samtök þeirra. Ekki virtist ástand-
ið batna við tilkomu samtakanna
því í október fjölgaði atvinnuleys-
isdögum um 5 þúsund og voru
3.600 manns á skrá um miðjan
mánuð. Atvinnuleysi var mjög til
umræðu á kirkjuþingi sem hófst
þegar leið á mánuðinn og hafði
biskupinn á orði að atvinnuleysi
gæti eyðilagt fjölskyldur.
Óánægja meðal
heilbrigðisstétta
Heilbrigðismál voru mikið í
deiglunni í október. Mikillar
óánægju gætti meðal ýmissa
stétta og til marks um það lögðu
röntgentæknar niður störf í byrj-
un mánaðar og komu ekki til
starfa aftur fyrr en leið að mán-
aðamótum. Þá ákváðu hjúkrunar-
fræðingar á Landspítalanum að
segja upp stöðum sínum og situr
við það.
Mörgum fannst skjóta skökku við
að um svipað leyti og verið var að
loka bæklunar- og fæðingadeild
Landspítalans, var meðferðar-
heimilið að Sogni tekið í notkun.
Kostar um 70 milljón kr. að vista 6
vistmenn á ári en stofnkostnaður
er 86 milljónir. Adam var samt
ekki lengi í paradís því vegna deilu
um launakjör, mættu starfsmenn
stofnunarinnar ekki til vinnu
fyrsta daginn.
Fjárlög í molum
Fjárhagsstaða Reykjavíkur fór
versnandi á árinu. í október var
útlit fyrir að yfirdráttur borgar-
sjóðs í Landsbanka yrði um 20% af
tekjum ársins.
Þá var fjárlagafrumvarp ríkis-
stjórnarinnar lagt fram snemma í
október. Þar var enginn gleðiboð-
skapur á ferðinni og aukinn nið-
urskurður boðaður sem og aukin
skattbyrði. Hallinn, samkvæmt
frumvarpinu, átti að vera 6.2
milljarðar króna. Ljóst var þó að
öll vinna við fjárlögin var í raun
eftir. Þannig sagði Magnús Gunn-
arsson formaður VSI að ríkis-
stjórnin yrði að fara að hefja fjár-
lagagerð.
Rómantík og víma
Innbrotsþjófar virðast hafa verið
nokkuð rómantískir á þessum