Tíminn - 31.12.1992, Page 20

Tíminn - 31.12.1992, Page 20
20 Tíminn Fimmtudagur 31. desember 1992 Desember Sjúkraliðafundir í upphafi desember setti kjaradeila sjúkraliða nokkuð svip sinn á alla fréttaumfjöllun. Málið leystist þó áður en það komst í óefni en ekki fyrr en eftir mikil og ströng funda- höld hjá sjúkrkaliðum, sem m.a. höfðu raskað nokkuð starfsemi sjúkrahúsanna. Skuldir heimilanna Tíminn var með afar athyglisverða frétt í byrjun desember sem átti rætur sínar hjá reiknimeisturum Seðlabanka íslands. Þar var sagt frá því að skuldir heimilanna höfðu hækkað um 135% frá 1984 en skuldir fyrirtækjanna stóðu nánast í stað á sama tíma. Fram kom í frétt Tímans að útreikningar Seðlabank- ans sýna að skuldasöfnunin hefur verið gríðarleg sl. þrjú ár. Það kem- ur hins vegar minna á óvart að neysla hefur aukist mikið sl. áratug og hefur aldrei verið meiri. Hundapest Fyrri hluta mánaðarins kom upp hér á landi áður óþekkt pest hér- lendis. Hér var á ferðinni svokölluð smáveirupest og varð hennar fyrst vart fyrir austan fjall og tveir hund- ar drápust áður en menn fengu staðfest hvað var hér á ferðinni. Smitið er komið til að vera og eina leiðin til að bregðast við er bólu- setning. Hundaeigendur flykktust með hunda sína í bólusetningu loksins þegar bóluefnið kom til landsins en það var ekki til hér. Lík- legt er talið að smitið hafi borist með smygluðum hundi. Mesta atvinnuleysi á íslandi Um miðjan mánuð fóru að berast atvinnuleysistölur þar sem fram kom að í lok nóv. voru um 5000 manns á atvinnuleysiskrá. Sérfræð- ingar töldu ekki óvarlegt að áætla að raunverulegt atvinnuleysi væri hins vegar mun meira eða allt að 7000 manns þegar allt væri talið. Það er mesti fjöldi atvinnulausra síðan mælingar hófust og trúlega mesti fjöldi atvinnulausra nokkurn tíma í seinni tíma sögu. Sérstakt hugrekki Um miðjan desember sagði Tíminn Nóvember Sjávarútvegur í byrjun nóvember voru ýmsir aðil- ar í sjávarútvegi orðnir langeygir eftir efnahagsaðgerðum enda af- koman slök í greininni. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, bendir t.d. á það í viðtali við Tímann að af- koma sjávarútvegs hafi ekki verið verri síðan 1968. Kristján fagnaði því að forstætisráðherra hafði í byrj- un mánaðar gefið út yfirlýsingu um að aðgerðir yrðu ekki síðar en 15. nóvember, en eins og menn e.t.v. muna stóðst sú dagsetning raunar ekki hjá forsætisráðherra. Plastsnuðaæði í haust gekk yfir plastsnuðaæði í grunnskólum og jafnvel í leikskól- um líka. Tíminn greindi frá því að lítil stúlka á einum leikskóla borg- arinnar hafi gleypt lítið snuð sem hún hafði í bandi um hálsinn. Fóstra þurfti að draga snuðið upp aftur með tilheyrandi óþægindum. Sagt var frá því að bannað væri að vera með þessi snuð á sumum leik- skólum. Þjóðaratkvæði hafnað Þann 5. nóvember greindi Tíminn frá því á forsíðu að um 34.000 ís- lendingar hefðu skrifað undir áskorun til Alþingis um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðsiu um EES-samninginn og að undir- skriftalistar þessir voru afhentir for- seta Alþingis daginn áður. Sama dag felldi Alþingi íslendinga tillögu um að bera málið undir þjóðaratkvæði. 28 voru tillögunni samþykkir en 31 á móti og einn sat hjá. Tíminn sagði frá niðurstöðunni á forsíðu en þar stóð: „Þjóðin fær ekki að velja". Smyglað kjöt í Perlunni Það vakti nokkra athygli um miðjan nóvembermánuð þegar Tíminn greindi frá því að tollgæslan hefði lagt hald á á annað hundrað kíló af smygluðum nautalundum í Perl- unni í Reykjavík. Þótti mörgum far- ið að hitna nokkuð undir þeim veit- ingarekstri. SÍS og Landsbankinn Sambandið endaði feril sinn sem eitt mesta viðskiptaveldi á íslandi þegar það gekk frá samningnum um yfirtöku Landsbankans á eignum fyrirtækisins að verðmæti rúmra 2,5 milljarða króna. Með þessari að- Salóme Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, tekur viö undirskriftum 34 þúsund fslendinga sem krefjast þess aö þjóðin fái að greiöa atkvæði um EES-samninginn. Helgi S. Guömundsson afhendir Salóme undirskriftirnar. Á milli þeirra stendur Jóhannes Snorrason, einn forystumanna Samstööu um óháð fsland. gerð hafði Sambandið minnkað skuldir sínar úr um 13 milljörðum á núvirði, niður í um 500 milljónir. Sambandið hins vegar er ekki svipur hjá sjón eins og gefur að skilja. Heilu blokkunum stefnt Enn dró til tíðinda hjá bygginga- samvinnufélaginu Byggung í nóv- ember en þá stefndi félagið tugum íbúa og félagsmanna í húsunum við Austurströnd vegna vangreiddra skulda. Til stóð að leysa félagið upp nú um áramót en skilyrði fyrir því var að allir íbúarnir greiddu „skuld- ir“ sínar, en fjölmargir íbúanna voru ekki á því að þeir skulduðu Byggung eitt eða neitt. Efnahagsráðstafanirnar Um helgina 21.-22. nóv. voru mikil fundahöld hjá ríkisstjórn og stjórn- arliðinu og þeim lauk með því að loks var tilkynnt um nýjar efnahags- ráðstafanir á Alþingi á mánudag. Stjórnarandstæðingar voru lítt hrifnir af ráðstöfununum sem von var, töldu þetta máttlausan helgar- pakka og hálfkák. M.a. var gengið fellt um 6% og tilkynnt um að sam- komulag væri um sérstakan Þróun- arsjóð sjávarútvegs en það var sagt vera niðurstöða tvíhöfðanefndar stjónarflokkanna. En það voru fleiri en stjórnarand- stæðingar sem voru óhressir, því verkalýðshreyfingin taldi ráðstafan- irnar jafngilda stríðsyfirlýsingu og á ASÍ-þingi var hvatt til uppsagnar gildandi kjarasamninga. Nýr forseti ASÍ Á ASÍ-þinginu sem stóð yfir í um vikutíma á Akureyri í lok mánaðar- ins, urðu forsetaskipti þar sem Ás- mundur Stefánsson lét af störfum en Benedikt Davíðsson var kjörinn forseti og bar sigurorð af Pétri Sig- urðssyni frá Vestfjörðum. Benedikt lýsti því m.a. yfir í viðtali við Tím- ann að hann væri enginn byltingar- maður. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMÐAVERÐTRYGGÐRA SPARISKIRTEINA RÍKISSJÓÐS [1. FL B. 1986 Hinn 10. janúar 1993 er fjórtándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 14 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 4.759,55 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1992 til 10. janúar 1993 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 3246 hinn 1. janúar nk. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 14 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1993. Reykjavík, 31. desember 1992. SEÐLABANKI ISLANDS Þessi stúlka tekur þátt í plastsnuöaæöinu og er meö sams konar snuð um hálsinn og þaö sem stúlka gleypti óvart á ein- um leikskóla borgarinnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.