Tíminn - 31.12.1992, Blaðsíða 23

Tíminn - 31.12.1992, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 31. desember 1992 Tíminn 23 ir mikið einvígi við Þórsara. Kefl- víkingar og Fylkismenn færast í 1. deild í stað KA og UBK, en úr 2. deild féllu Víðir og Selfoss og í þeirra stað koma í 2. deild Tinda- stóll og Þróttur N. Blikastúlkur urðu íslandsmeistarar í kvenna- flokki. Landslið íslands U-18 tap- aði gegn Belgum í undankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Dean Sounders var seidur frá Li- verpool til Aston Villa og hafin var uppsetning á flóðljósum á Laug- ardalsyelli. Einar Vilhjálmsson setti íslandsmet í spjótkasti. ís- lensku keppendurnir unnu til 17 verðlauna á ÓL fatlaðra. ÖIl ís- lensku liðin, Valur, Víkingur og Fram féllu út úr Evrópukeppnun- um í knattspyrnu. Landslið ís- lands skipað leikmönnum 16 ára og yngri lagði Dani að velli í und- ankeppni EM í knattspyrnu og leikur því í úrslitum í vor. ís- lenski hópurinn á ÓL þroska- heftra vann til 21 verðlauna og þar af vann Sigrún Huld Hrafns- dóttir til 11 þeirra. Lið TBR varð í öðru sæti í Evr- ópukeppni félagsliða í Badmin- ton. Október Tveir landsleikir voru háðir við Grikki, landslið U21 árs tapaði 0- 3, en A-Iandsliðið tapaði 0-1 í lé- legum leik. Ásgeir Sigurvinsson var ráðinn þjálfari Fram í knatt- spyrnu og Bjarni Jóhannsson til aðstoðar, Ingi Björn Albertsson var ráðinn þjálfari 2. deildarliðs UBK og Kristinn Björnsson var ráðinn þjáifari Vals. íslenska landsliðið lék einnig við Rússa og töpuðu bæði landsliðin sínum leikjum. U21 árs liðið tapaði 5-0, en A-Iandsliðið 1-0. Steinn Helga- son var ráðinn þjálfari UBK í 1. deild kvenna. Nóvember Valsmenn og FH-ingar tryggðu sér þátttökurétt í átta liða úrslit- um í Evrópukeppnum bikarhafa og meistaraliða í handknattleik. Kolbrún Jóhannesdóttir lék sinn 500. Ieik með meistaraflokki Fram í handknattleik. Knatt- spyrnumenn margir hverjir hugs- uðu sér til hreyfings í mánuðin- um og má þar nefna að Izudin Dervic gekk í raðir KR, Salih Porca í Fylki og Bjarni Svein- björnsson í ÍBV. Það þótti líka frétt að Arnar Grétarsson leikur áfram með Blikum í 2. deild. Njarðvíkingar ráku þjálfara sinn, Poul Colton og tók Teitur Örlygs- son við starfi hans og KR-ingar skiptu um útlending í sínum röð- um. í ensku knattspyrnunni bar það hæst að Eric Cantona var seldur frá Leeds til Man.Utd, fyrir gjafverð. Desember Martha Ernstdóttir varð fimmta í víðavangshlaupi á Spáni og átt- unda í öðru hlaupi skömmu síðar og það tryggði henni níunda sæti á stigalistanum, en mótin voru bæði hluti af stigkeppni Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Keflvík- ingar og Valsmenn voru á toppi Japisdeildarinnar í Körfuknattleik þegar leikmenn fengu sitt jólafrí og Stjörnumönnum tókst að skjótast á toppinn í 1. deildinni í handknattleik. Norwich er á toppi ensku deildarinnar eins og svo lengi undanfarið, en verulega er þó farið að sauma að liðinu. ís- lendingar og Frakkar léku þrjá landsleiki í handknattleik og sigr- uðu íslendingar í einum Ieik. Hraðfrystihús Kaupfélags Héraðsbúa Reyðarfirði og Borgarfirði eystri óskar starfsfólki og viðskiptavinum farsœldar á komandi ári Þakkar gott samstarfog viðskipti á árinu, sem er að líða Hraðfrystihús Kaupfélags Héraðsbúa Reyðarfirði og Borgarfirði eystri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.