Tíminn - 31.12.1992, Blaðsíða 26

Tíminn - 31.12.1992, Blaðsíða 26
26 Tíminn Fimmtudagur 31. desember 1992 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum í byrjun vorannar 1993 verða sem hér segir: Þriðjudaginn 5. janúar Enska Miðvikudaginn 6. janúar Stærðfræði, þýska, franska Fimmtudaginn 7. janúar Spænska, italska Föstudaginn 8. janúar Norska, sænska Prófin hefjast öll kl. 18.00. Innritun ferfram á skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð, sími: 685155. Síöasti innritunardagur er 4. janúar 1993. Jólatréskemmtun í 100 skipti Verslunarmannafélag Reykjavíkur heldur eitthundruðustu jólatrésskemmtunina fyrir börn félagsmanna, sunnudaginn 3. janúar n.k. kl. 15:00 í Perlunni, Öskjuhlíð. Miðaverð er kr. 600,- fyrir börn og kr. 200.- fyrir fullorðna. Miðar verða seldir á skrifstofu V.R. í Húsi verslunarinnar, 8. hæð. Nánari upplýsingar í síma félagsins 687100. Verslunarmannafélag Reykjavíkur. Styrktarfélag vangefinna Vinningsnúmer í happdrætti félagsins 1. vinningur: MMC Pajero 3ja dyra V6 nr. 91478 2. vinningur: VW Vento GL 4ra dyra, 5 gíra nr. 30098 3. -12. vinningur: Bifreið að eigin vali á kr. 635.000 nr. 2281 -10015 - 12597 - 19638 - 54065 - 63179 - 64330 70768-97515-99010 Þökkum stuöninginn. Gleðilegt nýár. Styrktarfélag vangefinna. -----------------------------------------------------\ Astkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi Óskar Matthíasson Útgerðarmaöur, Vestmannaseyjum veröur jarösunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 2. janúar kl. 11.00. Þóra Sigurjónsdóttir Matthías Óskarsson Ingibjörg Pétursdóttir Sigurjón Óskarsson Sigurlaug Alfreðsdóttir Kristján Óskarsson Emma Pálsdóttir Óskar Þór Óskarsson Sigurbjörg Helgadóttir Leó Óskarsson Kristín Haraldsdóttir Þórunn Óskarsdóttir Siguröur Hjartarsson Ingibergur Óskarsson Margrét Pétursdóttir barnabörn og barnabarnaböm Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. Síðasti Móhíkaninn The Last of the Mohicans * ★ ★ 1/2 Handrit: Michael Mann og Chrístopher Crowe. Byggt á samnefndri skáldsögu James Fenimore Cooper og kvikmynda- handriti frá 1936. Framleiöendur: Michael Mann og Hunt Lowry. Leikstjóri: Michael Mann. Aöalhlutverk: Daniel Day-Lewis, Made- leine Stowe, Eric Schweig, Russell Me- ans, Steven Waddington, Wes Studi og Jodhi May. Regnboginn. Bönnuö innan 16 ára. Margir hafa lesið söguna um Síð- asta Móhíkanann, að minnsta kosti í útgáfunni Sígildar sögur með lit- myndum. Nú birtist þessi stór- brotna saga á tjaldinu, með smá- kryddi frá Hollywood, og útkoman er frábær ævintýramynd með til- heyrandi hetjudáðum, mann- vonsku, ást og bardögum. Michael Mann, leikstjóri myndarinnar, vinn- ur stórvirki í frábærlega útfærðum bardagaatriðum, þar sem ekkert er til sparað svo að þau verði sem glæstust. Maður kemst varla hjá því að hugsa um hvað þetta nú allt kosti. Daniel Day-Lewis, hárprúður og fjallmyndarlegur, Ieikur hvítan mann, sem alist hefur upp hjá Móhí- könum. Hann er á ferð með fóstur- föður og bróður af Móhíkanakyni, þegar þeir bjarga lífi ensks liðsfor- ingja og tveggja dætra háttsetts liðs- foringja. Þeir fylgja svo dætrunum og foringjanum í virki, sem faðirinn stjórnar, og taka þátt í stríði enskra við Frakka. Önnur dóttirin, leikin af Madeleine Stowe, og Day-Lewis verða ástfangin, en, eins og í öllum ævintýrum, verða þau að ganga í gegnum ýmsar mannraunir áður en þau geta notið samvista hvors ann- ars. í myndinni er mikið af glæstum at- riðum, þar sem fallegt landslag er nýtt til hins ýtrasta. Kvikmyndataka KVIKMYNDIR v________________________ Dante Spinottis á stóran þátt í hve vel hefur tekist til. Það er sama hvort um er að ræða blóðugt bar- dagaatriði eða ferðalög í gegnum skóga, alltaf er myndin tekin af ein- stakri natni og fagmennsku. Lokaat- riðið, sem gerist á snarbröttum hömrum, verður einstaklega áhrifa- ríkt í alla staði með góðri kvik- myndatöku, góðum leik og leik- stjórn að ógleymdri tónlistinni, sem er í sannkölluðum stórmyndastíl, en um hana sjá þeir Trevor Jones og Randy Edelman. Myndin er mjög hröð, en það er helst í samskiptum Day-Lewis og Stowe sem aðeins er hægt á fram- vindunni. Ástarævintýrið er krydd- ið, sem bætt hefur verið í söguna, en það kemur ágætlega út og styrkir hana jafnvel. Hvergi er veikan punkt að finna í frábærum bardaga- og stríösatriðum, sem eru einstaklega vel útfærð og sum hver reyndar ótrúlega vel gerð, ef miðað er við all- an þann fjölda fólks sem leikur í þeim. Vert er að minnast lítillega á hléin, sem tíðkast í íslenskum kvikmynda- húsum. Sjálfsagt má rökræða um gildi þeirra fram og aftur, en það vakti mikla gremju sýningargesta, þegar hlé var gert á myndinni í miðju ástaratriði! Ekki veit ég hvort þetta er eitt einstakt tilfelli á sýning- unni sem ég sá, en hér með er gerð sú krafa að sýningarstjórar kvik- myndahúsanna finni besta staðinn fyrir hléið út frá gangi myndarinnar. Allir leikarar standa sig með mikilli prýði og er Daniel Day-Lewis stór- góður í sínu hlutverki. Madeleine Stowe er líka mjög góð, en banda- rískur framburður hennar er stund- um skrítinn, með það í huga að hún á að vera ensk. Síðasti Móhíkaninn er sannkölluð stórmynd, sem hefur margt að bjóða afþreyingarþyrstum áhorfendum. Michael Mann hefur gert áhrifamik- ið verk með hjálp góðra leikara, frá- bærs kvikmyndatökumanns og ein- vala liði listafólks á sviði leikmynda og búninga. Öm Markússon Eilífðardrykkurinn Death Becomes Her *★ Handrit: Martin Donovan og David Koepp. Framleiöendur: Robert Zemeckis og Steve Starkey. Leikstjóri: Robert Zemeckis. Aöalhlutverk: Meryl Streep, Bruce Willis, Goldie Hawn og Isabella Rossellini. Laugarásbíó og Sambíóin. Öllum leyfð. Eftir að hafa leikstýrt hinum vinsælu Aftur til framtíðar-myndum og Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu, hefur Robert Zemeckis nú safnað í eina mynd nokkrum af vinsælustu leikur- unum í Hollywood. Myndin er full af ótrúlegum tæknibrellum, en það ein- kenndi líka fyrrnefndar myndir. Mun- urinn á þessum myndum og Eilífðar- drykknum er einfaldlega sá að Eilífð- ardrykkurinn er ekki eins fyndin mynd og hinar. Einnig er það pirrandi að alltaf þurfi í flestum bandarískum gamanmyndum, að hafa einhvern barnalegan og væminn boðskap, sem oftar en ekki kemur fram í lok mynd- anna. Meryl Streep leikur leikkonu í Holly- wood sem er farin að eldast, en reynir allt til að forðast hrörnunareinkenni ellinnar. Goldie Hawn leikur æskuvin- konu hennar, sem hefur þurft að þola margt misjafnt frá henni, en hún brjálast loksins þegar Streep tekur frá henni verðandi eiginmann og giftist honum sjálf. Eiginmaðurinn, sem Bruce Willis leikur, er lýtalæknir, en hann getur ekki varið Streep fyrir ell- inni, henni til mikillar gremju. Henni tekst að verða sér úti um töfradrykk sem færir henni glæstan vöxtinn aft- ur, en hefur þó ýmsar leiðinlegar aukaverkanir. í millitíðinni hefur Hawn náð sér aftur á strik og hyggur á hefndir fyrir stuldinn á eiginmannin- um. Myndin er beitt ádeila á fegurðardell- una í Hollywood, en vissulega má deila um hversu mikil della það sé hjá leikkonum að fá hjálp frá lýtalæknum og treysta á að fá fleiri atvinnutilboð fyrir vikið. Myndin er oft fyndin, en hún dettur líka oft niður á milli. Með hjálp frábærra tæknibrellna koma oft frábær atriði, en þegar á heildina er litið geta tæknibrellurnar varla einar sér borið uppi gamanmyndir. Aðalleikarar myndarinnar komast vel frá sínu, en það reynir nú heldur varla mikið á þá. Bruce Willis er sérlega góður í sínu hlutverki, en aldrei þessu vant leikur hann ekki töffara heldur frekar veiklynt manngrey, sem tvær konur ráðskast með að vild. Meryl Streep fer létt með rulluna sína, en mér finnst hún eiga betra skilið, því eins og hún sannaði í Postcards from the Edge, þá er hún skemmtileg gam- anleikkona. Einnig er skemmtilegt að sjá Isabellu Rossellini leika konuna, sem selur töfradrykkinn og leggur áherslu á gæði hans, því hún varð fer- tug á árinu, en gerði engu að síður samning upp á tugi milljóna dollara um að vera áfram andlit ákveðins snyrtivörumerkis. Ekki þurfti hún fegrunaraðgerðir til að ná þessum ár- angri. Á heildina Iitið á Eilífðardrykkurinn ágæta spretti með hreint ótrúlegum tækniatriðum. Þetta er hins vegar aft- urkippur hjá Robert Zemeckis, sem hefur hingað til gert enn betri afþrey- ingarmyndir. Öm Markússon Lífsins dóminó Út er komin ævisaga Skúla Halldórs- sonar tónsskálds færð í letur af Örn- ólfi Árnasyni. Saga Skúla er vel rituð á lipru máli. Hún hefst á Flateyri við Önundarfjörð en þar er Skúli fæddur. Foreldrar hans voru hjónin Unnur Thoroddsen, dótt- ir Skúla Thoroddsen fyrrverandi sýslumanns ísfirðinga, og Halldór Ge- org Stefánsson, héraðslæknir í staðn- um. Dapurt er að lesa frásögn Skúla af óreglu föður hans sem endaði með því að landlæknir svipti hann embætti. Frásögn Skúla einkennist umfram allt af æðruleysi og raunsæi. Hann dregur ekkert undan þannig að les- andinn verður þátttakandi í lífi hans og störfum. Skúli dregur upp sérstæða mynd af Thoroddsenfólkinu í dagsins önn og minnist hann móðurömmu sinnar og móðursystkina með þeim hætti að furðu sætir á stundum. Gaman er að lesa um æsku og mann- dómsár Skúla í Reykjavík en frá unga aldri átti tónlistin hug hans allan enda þótt námið yrði skrykkjótt vegna ónógra efna. Á unglingsárum vann hann í tóbak- inu hjá Sigurði Jónassyni forstjóra. Þeim varð vel til vina og að því kom að Sigurður bauðst til að styrkja hann til náms í píanóleik erlendis en foreldrar hans voru því mótfallnir. Skúli samdi fjöldann allan af tón- verkum sem sum hver eru þjóðkunn. Forvitninleg er frásögn hans af starfi Tónskáldafélagsins og ósætti fram- ámanna þar. Óhætt er að mæla með lestri þessar- ar bókar sem er í senn skemmtileg, fróðleg, opinská og mannleg. Helgi Þórhallsson Frá Starfsmannafélaginu Sókn Sóknarfélagar! Almennur aðalfundur verður haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50 A, miðvikudaginn 6. janúar n.k. kl. 17.00. Fundarefni: Uppsögn kjarasamninga, önnur mál. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.