Fréttablaðið - 28.02.2009, Síða 1
HELGARÚTGÁFA
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI28. febrúar 2009 — 52. tölublað — 9. árgangur
TÓGÓ 38
BJÓR Í 20 ÁR 32
VIÐTAL 20
36,95%
72,75%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Allt sem þú þarft...
Fréttablaðið er með 97%
meiri lestur en Morgunblaðið.
Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið
18-49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2008 - janúar 2009.
TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG
Greindist með
krabbamein á
fyrsta vinnudegi
Þótti „erlendis“ að
geta drukkið öl
Nýtt barnaþorp
Spes-samtakanna
heimili&hönnun
Fermingartilboð 2009
Sjá nánar á www.betrabak.is
KJÖLFESTA Á HEIMILUM ÍSLENDINGA Í ÁRATUGI
Hvaða lit
má bjóða
þér?
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009
Í SÁTT OG SAMLYNDI
Margrét Birna Þórarinsdóttir
sálfræðingur telur upp kosti þess
að láta systkini vera saman í
herbergi.
BLS. 6
SJÁLFBÆRNI Viðbúið er að
fleiri Íslendingar snúi sér
að sjálfsþurftarbúskap á
næstunni í ljósi breyttra
aðstæðna í þjóðfélaginu.
BLS. 4-5
FÖGUR FORM
Saltfélagið opnað að nýju í húsakynnum Pennans í Hallarmúla
BLS. 7
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S
/N
AT
4
40
74
1
0/
08
Gæludýrin
Nagdýr eru alltaf vinsæl hjá
krökkum. Kanínur og naggrísir
eru tilvalin gæludýr fyrir litla
krakka en þau minnstu ráða
ekki við kvikar hreyfingar
hamstra. Hamstrar eru
vinsælustu gæludýrin.
SÍÐA 3
fjölskyldan
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]
febrúar 2009
Mín Borg ferðablað
Icelandair fylgir með
Fréttablaðinu í dag.
GEYMIÐ BLAÐIÐ
SVART, HVÍTT
OG ÞRÖNGT
RÁÐANDI
TÍSKA 52
Sam Amidon
tónlistarmaður
Flakkar á milli staða á endalausu
tónleikaferðalagi
ÞRIÐJA GRÁÐAN 40
FJÖLMIÐLAR Samfélagsverðlaun
Fréttablaðsins verða veitt næst-
komandi fimmtudag. Þetta er í
fjórða sinn sem Fréttablaðið veit-
ir Samfélagsverðlaunin.
Verðlaunin eru veitt í fjórum
flokkum en auk þess eru veitt ein
heiðursverðlaun.
Lesendur blaðsins sendu inn
vel á fjórða hundrað tilnefninga í
janúar. Dómnefnd um Samfélags-
verðlaunin vann úr tilnefning-
unum og eru nú fimm útnefndir
í hverjum hinna fjögurra flokka.
Þessar tuttugu útnefningar eru
kynntar í blaðinu í dag.
Í tilnefningunum endurspegl-
ast fjölbreytt grasrótarstarf sem
unnið er í samfélaginu. Þar er
kynnt hugsjóna- og sjálfboða-
starf fjölda fólks sem leitast við
að gera alltaf heldur meira en til
er ætlast. Ljóst er að slíkt starf
er að finna miklu víðar en hér
kemur fram. - st / sjá síður 24 og 26
Samfélagsverðlaunin:
Útnefningar
kynntar
FÓLK „Já, það hefur eitthvað verið
um það að þýfi hafi verið selt
á Barnalandi og ekki bara þar
heldur líka á þessum söluvefj-
um eins og haninn.is og kassi.is,“
segir Friðrik Smári Björgvinsson
yfirlögregluþjónn.
Lögreglan hefur einnig feng-
ið nokkur mál inn á sitt borð þar
sem þýfi er selt í gegnum smá-
auglýsingar. Þar á meðal voru til
dæmis hnakkar sem hafði verið
stolið úr hesthúsum. „Það er inn-
brotafaraldur í gangi sem staðið
hefur yfir síðan í nóvember og
við verðum að koma í veg fyrir
að þýfið sé selt,“ segir Ólafur G.
Emilsson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn. - jma / sjá síðu 66
Lögreglan varar netverja við:
Þýfi boðið til
sölu á netinu
HUNDADAGAR Yfir 800 hreinræktaðir hundar af yfir 90 hundakynjum verða til sýnis á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfé-
lags Íslands í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Ungir sýnendur tóku forskot á sæluna í gær og var mál manna að enginn hefði
yfirgefið Reiðhöllina hundsvekktur, hvorki sýnendur né áhorfendur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VIÐSKIPTI Líklegt er að nýju bank-
arnir, Íslandsbanki, Kaupþing og
Landsbankinn, afskrifi rúm fjöru-
tíu prósent skulda sinna eftir efna-
hagshrunið í fyrrahaust. Um þrjá-
tíu prósent þurfa uppstokkunar
við en afgangurinn er öruggur,
samkvæmt gæðamati breska fjár-
málafyrirtækisins Oliver Wyman
á lánasöfnum bankanna.
Áætlaðar heildarskuldir bank-
anna nema fjórtán þúsund millj-
örðum króna. Tapið lendir að
nær öllu leyti á herðum erlendra
kröfuhafa, samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins.
Afskriftirnar munu hafa slæm
skammtímaáhrif fyrir Ísland á
erlendum vettvangi en fjara út í
tímans rás, að mati eins viðmæl-
enda Fréttablaðsins.
Oliver Wyman hefur stýrt mati
á nýju bönkunum fyrir Fjármála-
eftirlitið. Fyrirtækið vann einn-
ig með Mats Johansson, sænskum
bankasérfræðingi sem forsætis-
ráðuneytið skipaði, við undirbún-
ing stofnunar sérstakra umsýslu-
félaga fyrir svokallaðar „eitraðar
eignir“ bankanna.
Fjármálaeftirlitið réð endur-
skoðunarfyrirtækið Deloitte og
fjármálafyrirtækið Oliver Wyman
til að vinna mat á nýju bönkunum.
Eftir því sem næst verður komist
stendur sú vinna enn yfir, en Fjár-
málaeftirlitið greindi frá því í vik-
unni að Deloitte muni birta mat sitt
á stöðu þeirra í lok mars. Skýrslu
Oliver Wyman um framkvæmd
verðmatsins á svo að kynna eigi
síðar en 15. apríl. - jab
Bankarnir afskrifa
sex þúsund milljarða
Aðeins þrjátíu prósent skulda nýju bankanna fást greidd. Afganginn þarf að
afskrifa og stokka verulega upp. Erlendir kröfuhafar bankanna taka tapið á sig.