Fréttablaðið - 28.02.2009, Qupperneq 4
4 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
SKOÐANAKÖNNUN 60,5 prósent segj-
ast vilja að Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra leiði Samfylking-
una í næstu kosningum, samkvæmt
nýrri könnun Fréttablaðsins og
fréttastofu Stöðvar 2. 19,6 prósent
vilja að Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir, formaður flokksins, leiði hann í
kosningabaráttunni, og 12,7 prósent
nefna Jón Baldvin Hannibalsson.
Gefnir voru kostir á þessum þrem-
ur en að auki gat fólk valið um „ein-
hvern annan“. Það gerðu 7,2 pró-
sent og þá nefndu 3,1 prósent Dag
B. Eggertsson borgarfulltrúa og 2,0
prósent vildu nýtt andlit.
Hærra hlutfall kvenna en karla
nefna Ingibjörgu eða Jóhönnu, en
fleiri karlar en konur nefna Jón
Baldvin. Meðal stuðningsfólks Sam-
fylkingar segjast 69,7 prósent vilja
að Jóhanna leiði flokkinn í kosning-
unum, 16,2 prósent vilja Ingibjörgu
og 12,1 prósent Jón Baldvin Hanni-
balsson. Minnstur er stuðningur við
Jóhönnu meðal kjósenda Sjálfstæð-
isflokksins og vilja einungis 34,3
prósent þeirra að hún leiði Samfylk-
inguna í kosningabaráttunni.
Hringt var í 800 manns 26. febrú-
ar og skiptust svarendur jafnt milli
kynja og hlutfallslega eftir búsetu.
Spurt var; Hver telur þú að eigi að
leiða Samfylkinguna í næstu kosn-
ingum? Svarhlutfall var 61,1 pró-
sent - ss
Í umfjöllun um biðlaun seðlabanka-
stjóra í gær láðist að geta þess að
Ingimundur Friðriksson, fyrrum
seðlabankastjóri, hefur afþakkað þau.
Beðist er velvirðingar.
LEIÐRÉTTING
ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS
Páskaferð 4. - 13. apríl til Tyrklands
Gönguferð – Lykíuströndin.
Fornar rústir og spennandi söguslóðir.
Hefðbundinn taktur – plús.
Innifalið í verði: Flug, flugvallaskattar, gisting, allur akstur, morgunmatur,
hádegis- og kvöldverður (nema á brottfarardegi) og íslensk fararstjórn.
199.900,-
Verð frá:
Bókanir og nánari upplýsingar með tölvupósti
tonsport@uu.is eða í síma 585-4000
Tyrkland um páskana
Gönguferð - Lykíuströndin
Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um leiðtoga Samfylkingarinnar:
Meirihluti styður Jóhönnnu
SKOÐANAKÖNNUN 44,2 prósent segj-
ast sátt eða mjög sátt við störf
Ólafs Ragnars Grímssonar, for-
seta Íslands, samkvæmt nýrri
könnun Fréttablaðsins og frétta-
stofu Stöðvar 2. 35,5 prósent
segjast hins vegar ósátt eða mjög
ósátt.
Ólafur Ragnar hefur setið
undir nokkru ámæli að undan-
förnu í starfi vegna ummæla sem
eftir honum voru höfð í erlendum
miðlum, sérstaklega í þýsku við-
skiptablaði. Síðar var áréttað að
blaðamaður hafi haft rangt eftir
forsetanum hvað varðar endur-
greiðslur vegna innlánsreikninga
Kaupþing Edge í Þýskalandi. Þá
hefur Ólafur Ragnar verið gagn-
rýndur fyrir að taka of virkan
þátt sem klappstýra útrásarinn-
ar og íslensku bankanna áður en
efnahagshrunið varð.
Hinir sáttu skiptust þannig að
7,9 prósent segjast mjög sátt við
störf hans, en 36,3 prósent sátt.
Þá segjast 20,3 prósent vera
hlutlaus gagnvart forsetanum.
35,5 prósent eru hins vegar ósátt.
Ósáttir skiptast þannig að 12,3 pró-
sent eru mjög ósátt við störf Ólafs
en 23,2 prósent segjast ósátt.
Ef einungis er litið til þeirra sem
segjast sáttir eða ósáttir, eru 55,4
prósent sátt og 44,6 prósent ósátt.
Kjósendur á landsbyggðinni eru
heldur sáttari við störf forsetans
en kjósendur á höfuðborgarsvæð-
inu. 47,1 prósent svarenda á lands-
byggðinni segjast sátt eða mjög
sátt, en 42,2 prósent svarenda á
höfuðborgarsvæðinu. Þá eru karl-
ar ósáttari við störf hans en konur.
40,1 prósent karla segjast ósátt-
ir eða mjög ósáttir. 30,9 prósent
kvenna segjast hins vegar ósáttar
eða mjög ósáttar.
Ef litið er til afstöðu eftir stuðn-
ingi við stjórnmálaflokka eru
það kjósendur Sjálfstæðisflokks-
ins sem helst eru ósáttir við störf
Ólafs Ragnars, eða 64,8 prósent
þeirra. 22,8 prósent sjálfstæðis-
manna eru sátt með störf hans.
58,0 prósent samfylkingarfólks og
52,8 prósent vinstri grænna segj-
ast sátt við störf hans. Rúmlega
20 prósent stuðningsmanna hvors
flokks segjast hins vegar ósátt við
störf hans. Tæplega 44 prósent
kjósenda Framsóknarflokks eru
sátt við störf forsetans og tæplega
37 prósent þeirra eru ósátt.
Hringt var í 800 manns fimmtu-
daginn 26. febrúar og skiptust
svarendur jafnt eftir kyni og hlut-
fallslega eftir búsetu. Spurt var;
Ert þú sátt(ur) eða ósátt(ur) við
störf Ólafs Ragnars Grímssonar,
forseta Íslands? 96,5 prósent svar-
enda tóku afstöðu til spurningar-
innar. svanborg@frettabladid.is
Um 35 prósent segjast
ósátt við störf forseta
Flestir, eða um 44 prósent segjast sátt við störf Ólafs Ragnars Grímssonar, sam-
kvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 35 prósent segjast ósátt
við störf hans sem forseta. Fimmtungur er hlutlaus varðandi störf hans.
STJÓRNSÝSLA Ingimundur Friðriks-
son, fyrrverandi seðlabankastjóri,
hyggst ekki þiggja biðlaun frá rík-
inu, en hann
lét af störfum í
kjölfar breyt-
inga á lögum um
Seðlabankann.
Ingimundur
var eini seðla-
bankastjórinn
af þremur sem
varð við tilmæl-
um forsætisráð-
herra um að láta
af störfum fyrr
í mánuðinum, en Eiríkur Guðna-
son ætlaði að bíða til 1. júní. Davíð
Oddsson neitaði að segja af sér.
Eins og fram hefur komið í blað-
inu hefur Ingimundi verið boðin
staða ráðgjafa við norska seðla-
bankann. - kóþ
Fyrrverandi seðlabankastjóri:
Ingimundur vill
ekki biðlaun
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
15°
10°
12°
7°
3°
10°
11°
10°
3°
3°
18°
12°
8°
27°
-6°
14°
16°
3°Á MORGUN
Víðast 3-8 m/s en SA-8-15
sunnan og vestan til um
kvöldið.
MÁNUDAGUR
5-10 m/s
1
1
1
1
0 -1
-3
2
2
4 3
3
3
3
2 1
3
1
2
1
1
0
-1
-3
-3
-1 0
0
1
2
-2
RÓLEG HELGI
Enda þótt búast megi
við rigningu eða
slyddu sunnan til á
landinu í dag verður
ekki annað sagt en
að spáin sé góð. Það
er hægviðrasamt og
ekki mjög kalt þannig
að kalla má þetta að-
gerðalítið veður. Tíð-
indin eru helst þau að
seint á sunnudag vex
vindur af suðaustri við
sunnan- og vestanvert
landið með snjókomu
eða slyddu.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
ÓLAFUR RAGNAR OG DORRIT MOUSSAIEFF Kjósendur á landsbyggðinni eru heldur
sáttari við störf forsetans en kjósendur á höfuðborgarsvæðinu
Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir
60,5%
Jóhanna Sigurðardóttir 60,5%
Jón Baldvin
Hannibalsson
12,1%
Aðrir
7,2%
LEIÐTOGI SAMFYLKINGAR
Í NÆSTU KOSNINGUM
SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS/STÖÐVAR 2
26. FEBRÚAR 2009
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu leitar að Aldísi
Westergren, 37 ára. Hún sást síð-
ast í Reykjavík
þriðjudaginn
24. febrúar síð-
astliðinn. Aldís
er á milli 165
og 170 senti-
metrar á hæð,
með skollitað,
axlasítt hár.
Að sögn varð-
stjóra hjá lög-
reglunni er leit-
in að Aldísi opin, og meðal annars
hafa björgunarsveitir verið kall-
aðar út vegna hennar. Lögregl-
unni hefur borist nokkuð af upp-
lýsingum sem þeir nýta sér við
leitina.
Þeir sem geta veitt upplýsingar
um Aldísi eru beðnir um að láta
vita í síma 444-1100. - kg
Lögreglan í Reykjavík:
Lögregla leitar
að týndri konu
ALDÍS
WESTERGREN
HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisstofn-
un Vestfjarða og Heilbrigðis-
stofnunin á Patreksfirði verða
ekki sameinaðar. Ögmundur
Jónasson heilbrigðisráðherra til-
kynnti þetta í gær eftir að hafa
rætt við sveitarstjórnarmenn á
norðanverðum Vestfjörðum og
framkvæmdastjórn Heilbrigðis-
stofnunar Vestfjarða.
Eftir ítarleg samtöl við forystu-
menn í heilbrigðisþjónustu á
Vestfjörðum sagði ráðherra ljóst
að ávinningurinn af því að sam-
eina suður og norðursvæðið væri
svo miklum takmörkunum háður
að ávinningurinn væri vandséð-
ur. - shá
Heilbrigðisráðherra:
Ekki sameinað
fyrir vestan
INGIMUNDUR
FRIÐRIKSSON
BANGLADESS, AP Tugir líka fundust
í grunnri fjöldagröf við höfuð-
stöðvar landamæragæslunnar í
Dakka, höfuðborg Bangladess.
Alls hafa því átökin út af
tveggja daga uppreisn landa-
mæravarða nú í vikunni kostað
54 manns lífið, svo vitað sé, en
enn er þó tuga manna saknað og
má búast við að tala látinna muni
hækka.
Hundruð landamæravarða
voru handtekin í gær, daginn
eftir að þeim var heitið sakar-
uppgjöf ef þeir hættu við upp-
reisn sína.
Verðirnir hafa lengi krafist
launahækkunar, svo laun þeirra
verði sambærileg launum her-
manna í landinu. - gb
Handtökur í Bangladess:
Tugir líka fund-
ust í fjöldagröf
VIÐ FJÖLDAGRÖFINA Fólk safnaðist
saman í leit að látnum ættingjum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Mjög sátt(ur) 7,9%
Sáttur 36,3%Hlutlaus 20,3%
Ósátt(ur) 23,2%
Mjög ósátt(ur) 12,3%
ERTU SÁTT(UR) EÐA
ÓSÁTT(UR) VIÐ STÖRF
FORSETANS?
SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS/STÖÐVAR 2
26. FEBRÚAR 2009
GENGIÐ 27.02.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
176,0297
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
112,69 113,23
159,83 160,61
142,79 143,59
19,162 19,274
16,16 16,256
12,468 12,542
1,1554 1,1622
165,4 166,38
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR