Fréttablaðið - 28.02.2009, Qupperneq 8
8 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
Tryggðu þér miða í tíma.
Sími í miðasölu 551 1200
Vegna fjölda áskoranna
snúa vinkonurnar aftur.
BANDARÍKIN, AP Barack Obama
Bandaríkjaforseti ætlar að kalla
að minnsta kosti 90 þúsund her-
menn heim frá Írak á næstu átján
mánuðum. Þar með segir hann
að eiginlegum hernaði Banda-
ríkjanna í Írak muni ljúka, þótt
áfram verði þar tugir þúsunda
bandarískra hermanna út árið
2011.
Hugmyndin er sú að 90 til 114
þúsund hermenn verði farnir frá
Írak í lok ágúst á næsta ári, en
35 til 50 þúsund verði eftir til
þess annars vegar að taka þátt í
þjálfun þarlendra í hermennsku
og hins vegar að standa áfram í
baráttu gegn hryðjuverkamönn-
um eftir því sem þörf krefur.
„Nú eru það Írakar sjálf-
ir sem þurfa að taka mikilvæg-
ustu ákvarðanirnar um framtíð
Íraks,“ sagði Obama þegar hann
kynnti þessi áform í gær í her-
stöðinni Camp Lejeune í Norður-
Karólínu. Þar er fjöldi hermanna
sem bíður þess að vera sendur til
Afganistans.
Áður en Obama kynnti áætlan-
ir sínar opinberlega hringdi hann
bæði í forvera sinn, George W.
Bush, og Nouri Al-Maliki Íraks-
forseta, til að gera þeim grein
fyrir því sem til stendur.
Þessi áætlun er mun hógværari
en þær hugmyndir sem Obama
hafði boðað um brotthvarf hers-
ins frá Írak áður en hann tók við
embætti forseta. Repúblikaninn
John McCain, sem bauð sig fram
á móti Obama í forsetakosningun-
um í haust, sagðist styðja heils-
hugar þessi áform, sem Obama
kynnti í gær.
Í stað þess að standa í stórfelld-
um hernaði í Írak hyggst Obama
beina kröftum hersins að Afgan-
istan, og hefur þegar sent 17 þús-
und hermenn þangað til viðbótar
þeim 38 þúsund sem fyrir eru.
Til þess að standa straum af
framhaldi hernaðar í Írak og
Afganistan þarf Obama að biðja
þingið um aukafjáveitingu sem
nemur 75 milljörðum dala fyrir
árið í ár, í viðbót við 65 milljarða
sem þegar hefur verið úthlutað
fyrir fyrri hluta ársins, og síðan
130 milljarða fyrir árið 2010. Að
auki þarf að reikna með kostnaði
við veru 35-50 þúsund hermanna
í Írak út árið 2011, auk herliðs-
ins í Afganistan sem óvíst er hve
verður fjölmennt.
Hernaður Bandaríkjanna í Írak
og Afganistan hefur verið þung
byrði á ríkissjóði Bandaríkj-
anna síðustu sjö árin. Alls hefur
stríðsreksturinn kostað hátt í níu
hundruð milljarða dala og verður
væntanlega kominn vel yfir þús-
und milljarða í lok næsta árs.
gudsteinn@frettabladid.is
Brotthvarfið
frá Írak hefst
Stór hluti bandaríska hersins í Írak verður kallaður
heim fyrir mitt næsta ár. Obama ætlar þó að hafa
allt að 50 þúsund hermanna lið þar út árið 2011.
FORSETINN OG VARNARMÁLARÁÐHERRANN Barack Obama kynnti, ásamt Robert
Gates, áform um að fækka í herafla Bandaríkjanna í Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Nú eru það Írakar sjálfir
sem þurfa að taka mikil-
vægustu ákvarðanirnar um
framtíð Íraks.
BARACK OBAMA
FORSETI BANDARÍKJANNA
1 Hver er formaður Knatt-
spyrnusambands Íslands?
2 Hvaða fyrrum forseti var
sýknaður af ákærum um stríðs-
glæpi í vikunni?
3 Hvað heitir söngvari Langa
Sela og Nýju skugganna?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 66
LÖGREGLUMÁL Þrjár konur sem
sterklega eru grunaðar um að
stunda vændi hér á landi voru
færðar til yfirheyrslu hjá lög-
reglu höfuðborgarsvæðisins
í fyrradag. Konan sem liggur
undir rökstuddum grun um að
standa á bak við vændisstarf-
semina, auk fleiri brota, var látin
laus úr fangelsi í gær. Hún hafði
setið í gæsluvarðhaldi í viku, en
ekki var gerð krafa um framleng-
ingu þess.
Konan sem um ræðir, Catal-
ina Mikue Ncogo, var úrskurðuð
í gæsluvarðhald vegna gruns um
að hafa ætlað að reyna að smygla
allt að tíu kílóum af kókaíni til
Íslands. Kærasti hennar, Helgi
Valur Másson, var handtekinn á
Schiphol-flugvelli í Amsterdam
í síðustu viku með um tíu kíló af
kókaíni í fórum sínum. Konan
var þá stödd í Hollandi en parið
átti bókað far til Íslands skömmu
síðar.
Þá er konan einnig grunuð um að
hafa stundað skipulagt mansal hér-
lendis. Greint hefur verið frá því í
fréttum að hún sé grunuð um að
hafa gert út að minnsta kosti fjór-
ar vændiskonur í senn hér. Þrjár
þeirra voru færðar á lögreglustöð
í fyrradag en ein hafði verið yfir-
heyrð áður.
Konan er jafnframt talin hafa
flutt konur til landsins gagngert
til að stunda hér vændi.
HVERFISGATA Í fréttum hefur komið
fram að fjórar konur hafi selt kynlífs-
þjónustu á Hverfisgötu 105.
Catalina Mikue Ncogo látin laus úr gæsluvarðhaldi:
Lögregla yfirheyrði þrjár konur
LÖGREGLUMÁL Ragnheið-
ur Ágústsdóttir, sem á
fimmtudag var vikið úr
starfi sem forstjóri Tals,
hefur kært Jóhann Óla
Guðmundsson, annan aðal-
eiganda Tals, og lögmann
hans fyrir frelsissvipt-
ingu. Hún fullyrðir að
þeir hafi haldið sér nauð-
ugri í fundarherbergi í
höfuðstöðvum Tals í hátt í
klukkustund og látið taka farsíma-
númer hennar úr sambandi.
Jóhann og lögmaður hans komu
í höfuðstöðvarnar á fimmtudag
ásamt Hermanni Jónassyni, sem
var forstjóri Tals á undan Ragn-
hildi, viku Ragnhildi úr starfi og
settu Hermann forstjóra í henn-
ar stað. Á meðan Hermann kynnti
ákvörðunina fyrir starfsmönnum
segir Ragnhildur að hinir tveir
hafi haldið sér nauðugri
í fundarherbergi til þess
að hún myndi ekki trufla
fundinn. Jóhann Óli hefur
neitað ásökuninni.
Ragnhildur vill ekkert
tjá sig um málið. Sam-
kvæmt heimildum Frétta-
blaðsins var hún mjög
slegin vegna þess sem
gerðist og kærði málið
til lögreglu síðdegis á
fimmtudag. Lögregla mun hafa
málið til skoðunar og lítur það
alvarlegum augum, samkvæmt
heimildum blaðsins, ekki síst í
ljósi þess að Ragnhildur er barns-
hafandi.
Harðvítug átök hafa staðið á
milli forsvarsmanna eigenda Tals,
Teymis annars vegar og IP fjar-
skipta, í eigu Jóhanns Óla, hins
vegar. - sh
Segir annan eiganda Tals hafa haldið sér nauðugri:
Kærir frelsissviptingu
RAGNHILDUR
ÁGÚSTSDÓTTIR
RÚSSLAND, AP Rússneska ríkissak-
sóknaraembættið hefur áfrýjað
sýknudómi héraðsdóms í Moskvu
yfir þremur mönnum sem grun-
aðir voru um að hafa verið
við riðnir morðið á blaðamannin-
um Önnu Politkovskaju. Talsmað-
ur embættisins, Konstandin Nik-
onov, staðfesti þetta í gær.
Kviðdómur sýknaði nýverið
tvo tsjetsjenska bræður og fyrr-
verandi lögreglumann í Moskvu
eftir réttarhald sem verjendur
sakborninganna sögðu hafa ein-
kennst af klúðri af hálfu ákæru-
valdsins. Enginn hinna ákærðu
var talinn hafa verið höfuðpaur í
málinu. - aa
Politkovskaju-málið:
Sýknudómi
áfrýjað
EFNAHAGSMÁL „Ég gef engin sér-
stök fyrirmæli en það er ljóst
að það verður að gæta aðhalds í
launakjörum hjá þessum starfs-
mönnum hins opinbera eins og
öðrum.
Ég treysti nýskipaðri stjórn
Fjármálaeftirlitsins til að
gæta hagsmuna hins opinbera
hvað þetta varðar,“ segir Gylfi
Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi var spurður um launa-
kjör skilanefnda gömlu bank-
anna, en nefndarmenn hafa
verið sagðir með þrjár til fimm
milljónir á mánuði. Hann gat
hvorki játað né neitað þessum
kjörum, enda segist hann ekki
vita upp á hár hver launin séu.
„En eitthvað af þeirri stærð-
argráðu væri augljóslega mjög
óeðlilegt,“ segir hann.
- kóþ
Viðskiptaráðherra:
Meint laun
væru óeðlileg
VEISTU SVARIÐ?