Fréttablaðið - 28.02.2009, Side 12
28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 107 Velta: 140 milljóni
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
278 -1,94% 840 -1,36%
MESTA HÆKKUN
BAKKAVÖR 4,35%
FØROYA BANKI 0,51%
MESTA LÆKKUN
ATLANTIC PETROL. -20,99%
STRAUM. - BURÐ. -1,18%
ÖSSUR -0,86%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,90 +0,00% ... Atlantic
Airways 168,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 350,00 -20,99% ...
Bakkavör 1,92 +4,35% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið
0,50 +0,00% ... Føroya Banki 99,50 +0,51% ... Icelandair Group 12,71
+0,00% ... Marel Food Systems 50,80 -0,39% ... SPRON 1,90 +0,00%
... Straumur-Burðarás 1,67 -1,18% ... Össur 91,80 -0,86%
Færeyska olíu- og gasleitarfélag-
ið Atlantic Petroleum tapaði 89,7
milljónum danskra króna í fyrra,
sem er 13,7 milljónum meira en í
hittiðfyrra. Þetta jafngildir rúm-
lega 1,7 milljarða tapi í íslenskum
krónum talið.
Rekstrartap á árinu nam 5,6
milljónum danskra króna, sem er
tífalt minna en árið á undan.
Stærsti hluti tapsins nú skýr-
ist af neikvæðum gengisáhrifum
breska pundsins gagnvart danskri
krónu og erfiðum aðstæðum á fjár-
málamörkuðum sem hefur valdið
því að fyrirtækið þarf að leita sér
frekari fjármögnunar á árinu.
Tekjur af olíusölu námu 43,4
milljónum danskra króna og var
þetta í fyrsta sinn í áratugagam-
alli sögu Atlantic Petroleum sem
peningur skilar sér í kassann.
Allt stefndi í að fyrirtækið hefði
skilað hagnaði hefðu ytri aðstæð-
ur ekki versnað til muna og heims-
markaðsverð á hráolíu fallið um
nærri áttatíu prósent frá hæsta
gildi í fyrrasumar.
Hráolíuverð fór í rúma 147 dali
á tunnu í júlí í fyrra en lækkaði
hratt eftir það. Verðþróunin snerti
mjög við afkomuspá Atlantic Pet-
roleum, sem seldi fyrsta olíufarm-
inn á 85 dali á tunnu að meðaltali í
september. Verðmæti næstu farma
lækkaði í samræmi við heims-
markaðsverðið og fóru síðustu
tunnurnar á 35 dali í desember.
Olíuleitarfélagið reiknar með að
rekstrarhagnaður hlaupi á bilinu
20 til 25 milljónum danskra króna
á þessu ári að því gefnu að hráolíu-
verð standi í 45 dölum á tunnu.
Markaðurinn tók uppgjörinu
afar illa. Gengi bréfa í Atlantic
Petroleum hrundi um tæpt 21 pró-
sent við upphaf viðskiptadagsins í
gær og endaði það í 350 dönskum
krónum á hlut. Það er svipað verð
og hlutabréfin stóðu í á fyrsta við-
skiptadegi um mitt ár 2005.
jonab@markadurinn
Hagnaðarvonin hrundi
með verðfalli á hráolíu
Allt stefndi í að færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum skilaði hagnaði í
fyrsta sinn á síðasta ári. Mikil lækkun á olíuverði setti strik í reikninginn.
LEIT AÐ SVARTA GULLI Markaðurinn tók afkomutölum færeyska olíuleitarfélagsins
Atlantic Petroleum illa. Gengi bréfa í félaginu hrundi um rúm tuttugu prósent í gær.
Eik Banki, umsvifamesti banki
Færeyja, tapaði 314,1 milljón
danskra króna, jafnvirði sex millj-
arða íslenskra, í fyrra. Þetta er
verulegur viðsnúningur frá í hitt-
iðfyrra en þá hagnaðist bankinn
um 393 milljónir danskra króna.
Mestu munar um niðurfærslu á
lánasöfnum og öðrum kröfum upp
á 554 milljónir danskra króna í
fyrra samanborið við 37 milljón-
ir árið á undan. Að öðru leyti jókst
bæði tekjupóstur og kostnaður
bankans.
Lausafjárstaða bankans er þrátt
fyrir allt ágæt og nemur eiginfjár-
hlutfall 10,6 prósentum.
Marner Jacobsen bankastjóri
segir uppgjörið seinni hluta árs
hafa einkennst af erfiðleikum í
alþjóðlegum fjármálageira og
valdi uppgjörið vonbrigðum.
Eik banki var á meðal stærstu
hluthafa Spron með 8,44 prósent
þegar sparisjóðurinn var skráð-
ur á markað á haustdögum 2007.
Hann losaði um eign sína í sam-
ræmi við hrakfarir sparisjóðsins
á hlutabréfamarkaði og seldi olíu-
leitarfélaginu Atlantic Petroleum
eftirstandandi hlut sinn í október
í fyrra. Eik banki er stærsti hlut-
hafi olíuleitarfélagsins.
- jab
Eik Banki tapar sex
milljörðum króna
„Við höldum ótrauð áfram með þau stóru verk-
efni sem hafa verið í gangi,“segir Hulda Dóra
Styrmisdóttir, skrifstofustjóri á velferðarsviði
Reykjavíkurborgar, sem í gær tók við stjórnarfor-
mennsku Nýja Kaupþings.
Hún segir starfið leggjast vel í sig og muni hún
vinna að því reisa bankann við á ný ásamt starfs-
fólki bankans og samstarfskonum í bankaráði.
Magnús Gunnarsson, sem tók við embættinu í okt-
óber sagði af sér í kjölfar ríkisstjórnarskipta og tók
Gunnar Örn Kristjánsson endurskoðandi við. Gunn-
ar yfirgaf embættið eftir tveggja daga setu.
Hulda Dóra, sem er eldri dóttir Styrmis Gunn-
arssonar, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, hefur
víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún var fram-
kvæmdastjóri hjá Íslandsbanka á árabilinu 2001-
2004. Hulda er menntuð í hagfræði frá Banda-
ríkjunum, hefur MBA-gráðu frá Frakklandi og
diplómagráðu í klínískri vinnusálfræði frá sama
landi. - jab
Hulda í Kaupþing
BANKASTJÓRI EIK BANKA Marner Jacobsen segir uppgjör þessa umsvifamesta banka
Færeyja hafa valdið sér vonbrigðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
eymundsson.is
Dekraðu við þig
Gríptu nýtt Bo Bedre