Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 28.02.2009, Qupperneq 12
 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 107 Velta: 140 milljóni OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 278 -1,94% 840 -1,36% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR 4,35% FØROYA BANKI 0,51% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PETROL. -20,99% STRAUM. - BURÐ. -1,18% ÖSSUR -0,86% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,90 +0,00% ... Atlantic Airways 168,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 350,00 -20,99% ... Bakkavör 1,92 +4,35% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,50 +0,00% ... Føroya Banki 99,50 +0,51% ... Icelandair Group 12,71 +0,00% ... Marel Food Systems 50,80 -0,39% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,67 -1,18% ... Össur 91,80 -0,86% Færeyska olíu- og gasleitarfélag- ið Atlantic Petroleum tapaði 89,7 milljónum danskra króna í fyrra, sem er 13,7 milljónum meira en í hittiðfyrra. Þetta jafngildir rúm- lega 1,7 milljarða tapi í íslenskum krónum talið. Rekstrartap á árinu nam 5,6 milljónum danskra króna, sem er tífalt minna en árið á undan. Stærsti hluti tapsins nú skýr- ist af neikvæðum gengisáhrifum breska pundsins gagnvart danskri krónu og erfiðum aðstæðum á fjár- málamörkuðum sem hefur valdið því að fyrirtækið þarf að leita sér frekari fjármögnunar á árinu. Tekjur af olíusölu námu 43,4 milljónum danskra króna og var þetta í fyrsta sinn í áratugagam- alli sögu Atlantic Petroleum sem peningur skilar sér í kassann. Allt stefndi í að fyrirtækið hefði skilað hagnaði hefðu ytri aðstæð- ur ekki versnað til muna og heims- markaðsverð á hráolíu fallið um nærri áttatíu prósent frá hæsta gildi í fyrrasumar. Hráolíuverð fór í rúma 147 dali á tunnu í júlí í fyrra en lækkaði hratt eftir það. Verðþróunin snerti mjög við afkomuspá Atlantic Pet- roleum, sem seldi fyrsta olíufarm- inn á 85 dali á tunnu að meðaltali í september. Verðmæti næstu farma lækkaði í samræmi við heims- markaðsverðið og fóru síðustu tunnurnar á 35 dali í desember. Olíuleitarfélagið reiknar með að rekstrarhagnaður hlaupi á bilinu 20 til 25 milljónum danskra króna á þessu ári að því gefnu að hráolíu- verð standi í 45 dölum á tunnu. Markaðurinn tók uppgjörinu afar illa. Gengi bréfa í Atlantic Petroleum hrundi um tæpt 21 pró- sent við upphaf viðskiptadagsins í gær og endaði það í 350 dönskum krónum á hlut. Það er svipað verð og hlutabréfin stóðu í á fyrsta við- skiptadegi um mitt ár 2005. jonab@markadurinn Hagnaðarvonin hrundi með verðfalli á hráolíu Allt stefndi í að færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum skilaði hagnaði í fyrsta sinn á síðasta ári. Mikil lækkun á olíuverði setti strik í reikninginn. LEIT AÐ SVARTA GULLI Markaðurinn tók afkomutölum færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum illa. Gengi bréfa í félaginu hrundi um rúm tuttugu prósent í gær. Eik Banki, umsvifamesti banki Færeyja, tapaði 314,1 milljón danskra króna, jafnvirði sex millj- arða íslenskra, í fyrra. Þetta er verulegur viðsnúningur frá í hitt- iðfyrra en þá hagnaðist bankinn um 393 milljónir danskra króna. Mestu munar um niðurfærslu á lánasöfnum og öðrum kröfum upp á 554 milljónir danskra króna í fyrra samanborið við 37 milljón- ir árið á undan. Að öðru leyti jókst bæði tekjupóstur og kostnaður bankans. Lausafjárstaða bankans er þrátt fyrir allt ágæt og nemur eiginfjár- hlutfall 10,6 prósentum. Marner Jacobsen bankastjóri segir uppgjörið seinni hluta árs hafa einkennst af erfiðleikum í alþjóðlegum fjármálageira og valdi uppgjörið vonbrigðum. Eik banki var á meðal stærstu hluthafa Spron með 8,44 prósent þegar sparisjóðurinn var skráð- ur á markað á haustdögum 2007. Hann losaði um eign sína í sam- ræmi við hrakfarir sparisjóðsins á hlutabréfamarkaði og seldi olíu- leitarfélaginu Atlantic Petroleum eftirstandandi hlut sinn í október í fyrra. Eik banki er stærsti hlut- hafi olíuleitarfélagsins. - jab Eik Banki tapar sex milljörðum króna „Við höldum ótrauð áfram með þau stóru verk- efni sem hafa verið í gangi,“segir Hulda Dóra Styrmisdóttir, skrifstofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, sem í gær tók við stjórnarfor- mennsku Nýja Kaupþings. Hún segir starfið leggjast vel í sig og muni hún vinna að því reisa bankann við á ný ásamt starfs- fólki bankans og samstarfskonum í bankaráði. Magnús Gunnarsson, sem tók við embættinu í okt- óber sagði af sér í kjölfar ríkisstjórnarskipta og tók Gunnar Örn Kristjánsson endurskoðandi við. Gunn- ar yfirgaf embættið eftir tveggja daga setu. Hulda Dóra, sem er eldri dóttir Styrmis Gunn- arssonar, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún var fram- kvæmdastjóri hjá Íslandsbanka á árabilinu 2001- 2004. Hulda er menntuð í hagfræði frá Banda- ríkjunum, hefur MBA-gráðu frá Frakklandi og diplómagráðu í klínískri vinnusálfræði frá sama landi. - jab Hulda í Kaupþing BANKASTJÓRI EIK BANKA Marner Jacobsen segir uppgjör þessa umsvifamesta banka Færeyja hafa valdið sér vonbrigðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA eymundsson.is Dekraðu við þig Gríptu nýtt Bo Bedre
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.