Fréttablaðið - 28.02.2009, Page 16

Fréttablaðið - 28.02.2009, Page 16
16 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 S koðanakannanir benda til talsverðra breytinga á valda- hlutföllum í pólitíkinni. Nýir flokkar fá enn sem komið er ekki hljómgrunn. Alvarlegast er þó að kjósendur eiga ekki kost á að velja ríkisstjórn sem fyrirfram hefur ákveðna stefnu um lausn á stærsta viðfangsefni stjórnmálanna: Peningamálunum. Áhöld eru um hvort núverandi ríkisstjórn er minnihlutastjórn tveggja flokka eða meirihlutastjórn þriggja flokka. Framsóknar- flokkurinn hefur haldið þannig á málum að samstarfið ber fremur svipmót af meirihlutastjórn. Ljóst er að ráðherrastólar eru geymd- ir fyrir Framsóknarflokkinn fram yfir kosningar. Kjarni málsins er sá að kosningarnar snúast ekki um það hvort ríkisstjórnin fær áframhaldandi umboð. Það liggur alveg ljóst fyrir. Ef unnt er að tala um kosningaspennu snýst hún um tvær spurningar: Sú fyrri er hvort Samfylkingin og VG fái hreinan meirihluta. Sú seinni er hvort Sjálfstæðisflokkurinn heldur sæti sínu sem stærsti flokkurinn. Nú hafa allir þeir sem báru ábyrgð sem ráðherrar eða embættis- menn þann örlagaríka dag sjötta október 2008 látið af störfum utan þrír ráðherrar Samfylkingarinnar. Það sýnir hversu almenn- ingsálitið getur oft á tíðum verið þversagnakennt að áframhald- andi seta eins þeirra sýnist nú vera sterkasta hald-reipið í klifri Samfylkingarinnar til þess að verða stærsti flokkurinn. Þó að Samfylkingin og VG fái hreinan meirihluta má telja víst að Framsóknarflokkurinn verði áfram stuðningsflokk- ur ríkisstjórnarinnar. Hann hefur tekið af skarið um að sam- starf við Sjálfstæðisflokkinn komi ekki til greina. Trúlega yrði Framsóknarflokkurinn tekinn með í ríkisstjórnina þrátt fyrir meirihluta flokkanna tveggja. Það myndi draga úr líkum á að hann færði sig nær Sjálfstæðisflokknum þegar á móti fer að blása. Ef mið er tekið af síðustu kosningum sýnast kjósendur, að frá- töldum þeim sem horfið hafa frá stuðningi við Sjálfstæðisflokk- inn, vera sáttir við að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafi plön um að endurreisa peningakerfið og svara því hvort það verður gert með krónu eða evru. Kjósendur kalla ekki eftir lausn og engin pólitísk forysta er sjáanleg. Því lengur sem þessi ákvörðun er dregin á langinn sekkur þjóð- in dýpra. Flokkarnir kæra sig kollótta fyrir þá sök að krafa um stefnu kemur ekki frá fólkinu. Þetta er brotalöm íslenskra stjórn- mála eins og sakir standa. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sem hafa Evrópusam- bandsaðild á stefnuskrá setja þetta lykilmál ekki sem skilyrði fyrir stjórnarþátttöku. Fyrir vikið ráða forystumenn VG hvenær á því verður tekið. Þar að mun vitaskuld koma. Eins og nú horfir verður það hins vegar of seint. Sjálfstæðisflokkurinn gaf landsmönnum loforð í nóvember um að endurskoða það hagsmunamat sem legið hefur að baki afstöðu hans í peningamálum og til Evrópu. Stærsta ríkjandi óvissan um pólitíska grundvallarafstöðu bíður þeirrar ákvörðunar. Ný forysta hefur tækifæri til þess að brjóta upp alveg lokaða pólitíska stöðu í þessu lykilmáli. Hún getur líka eins og forysta Samfylkingar og Framsóknarflokks ákveðið að vísa pólitískri leiðsögn yfir á VG og einangrað flokkinn með því til lengri tíma. Þrátt fyrir áhugaleysi kjósenda ræðst framtíðin af því hver tekur forystu um að leysa þetta lykilmál úr pólitískum álögum og hversu skjótt. Breytt valdahlutföll. Lykilmál í álögum ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Hið rótgróna flokksræði Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, hefur verið afar gagnrýninn á það sem hann kallar „inngróið flokksræði og ráðherraræði“ á Íslandi og skrifaði síðast um það pistil á heimasíðu sína 25. febrúar síðastliðinn. Tveimur dögum áður skrifaði hann grein á vef Íslandshreyfingarinnar þar sem hann tók á sama efni. „Hér á landi ríkir alræði flokkanna,“ skrifaði Ómar. „Enginn getur komist til áhrifa í stjórnmálum nema að ganga í stjórnmála- flokk og vinna sig upp í gegnum hann.“ Íslandshreyfingin er greinilega góður kostur fyrir þá sem sem vilja að tekið sé tillit til sjónarmiða almennra flokksmanna áður en mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Stjórnin hefur ákveðið … Yfir í aðra sálma. Í gær sendi stjórn Íslandshreyfingarinnar frá sér yfirlýsingu um að hún óski eftir að gerast aðili að Samfylkingunni. Stjórn Íslandshreyfingarinnar skorar enn fremur á fylgismenn sína að ljá þessu máli stuðning sinn. Flokks- mönnum verður tilkynnt þetta á aðalfundi hreyfingarinnar við fyrsta tækifæri. Vænlegast til ávinnings Í yfirlýsingu stjórnarinn- ar kemur einnig fram að Íslandshreyfingin sé fyrsti og eini græni flokkurinn sem skilgreini sig hvorki til hægri né vinstri. Hún liggi því nálægt Samfylkingunni í litrófi íslenskra stjórnmála og álíti það vænlegast til ávinnings fyrir stefnu- mál hreyfingarinnar að efla þingstyrk Samfylkingarinnar. Það er óneitan- lega kaldhæðnislegt að sama dag og Íslandshreyfingin sækir um inngöngu í Samfylkinguna, gaf ríkisstjórnin út tilkynningu um að hún hefði afgreitt frumvarp til laga sem heim- ilar að gengið verði til samn- inga við Century Aluminum Company og Norðurál Helguvík ehf. vegna byggingar og reksturs álvers í Helguvík. bergsteinn@frettabladid.is Ferðaskrifstofa Vika m/v 2 saman í íbúð, stúdíó eða herbergi. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, flugvallaskattar og íslensk fararstjórn. Þegar stóráföll dynja yfir í lífi einstaklings reynir á hversu vel hann er í stakk búinn að tak- ast á við þau – það kemur í ljós skýrar en áður hvernig hann fer að því að taka ábyrgð á sjálfum sér, hvort hann er yfirleitt fær um það. Sama á við í lífi þjóðar. Undan- farna mánuði hefur reynt á það til hins ítrasta hvernig Íslendingar bregðast við stóráföllum. Í meg- inatriðum virðast viðbrögð ríkis- stjórnar og Seðlabanka hafa verið óglæsileg, og ekki annað séð en að þau hafi oftar en einu sinni gert illt verra, í stað þess að bjarga því sem bjargað varð. Þá er ömurlegt að það skyldi taka marga mánuði af skipulögð- um hávaða að koma ríkisstjórn- inni í skilning um að henni var ekki sætt (hvers vegna hefði henni átt að vera það, Sjálfstæðisflokk- urinn er ásamt Framsóknarflokki höfundur að hruninu, með því að skapa forsendur fyrir stjórnlausri, ábyrgðarlausri útþenslu, og Sam- fylking er samábyrg sem stjórnar- flokkur síðustu árin). En í þessum hávaða kom í ljós að það eru forsendur fyrir nýrri hugsun á Íslandi, skapandi hugs- un um stjórnmál og þjóðmál, meiri meðvitund um lýðræði og lýðræð- islegar aðferðir, skarpari gagnrýn- in hugsun á breiðum grundvelli en áður hefur heyrst. Jarðvegur fyrir skapandi samtal og gagnrýna umræðu hefur verið sérlega ófrjór á Íslandi, m.a. vegna þess að þögg- un hefur verið í tísku. Ráðamenn ekki útausandi á upplýsingar, og illvígir ef einhver ætlar að hnýsast í „einkamál“ þeirra. Ástand sem er ekki til að styðja við umfjöllun fjölmiðla á brauðfótum. Norska trúarjátningin Þar kom eftir dúk og disk að ný ríkisstjórn tók við. Það heyrði til góðra nýmæla að ópólitískt fag- fólk var skipað í mikilvæg emb- ætti viðskiptaráðherra og dóms- málaráðherra. Fyrir fram hefði ég ekki ætlað þessari stjórn sem virt- ist að mörgu leyti vel skipuð, með Jóhönnu Sigurðardóttur í forsæti, að gera sérstök glappaskot. En það er greinilegt að einn Íslendingur er alltaf of saklaus þegar hann fer að treysta ráða- mönnum til þess að gera ekki gloríur. Steingrímur J. Sigfússon, nú orðinn fjármálaráðherra, að mörgu leyti mætur stjórnmála- maður, fékk þá flugu í höfuðið að spyrða íslensku krónuna við þá norsku. Þetta leit eiginlega út eins og eitthvert glens úr Spaug- stofunni. Núverandi viðskiptaráð- herra, sem er fagmaður, orðaði það svo að hugmyndin væri langsótt. Þeir sem mest óttast framsal fullveldis, ef Ísland væri í Evr- ópubandalaginu, eins og Stein- grímur J. mun gera, ættu að skilja að það er íslensku fullveldi þúsund sinnum hættulegra að vera í dul- arfullu, fordæmislausu samkrulli við eina ríka olíufrændþjóð en að vera innan laga og reglugerða fjöl- þjóða Evrópusambands, þar sem hlutirnir fara þó að minnsta kosti fram eftir nótum. Hverjum dett- ur í hug að Norðmenn séu Jesú Kristur og reiðubúnir að fórna sér fyrir Íslendinga? En einhverj- um Íslendingum (Steingrími J.?) hefur dottið í hug að gera Norð- menn að leiðtogum lífsins. Og trú- arjátningin var innsigluð með því að ráða norskan seðlabankastjóra í íslenska Seðlabankann. Óboðleg aðgerð Hvenær ætla íslenskir ráðamenn að læra að taka ábyrgð? Þeir gera það ekki með því að setja útlend- ing í Seðlabankann, þegar nóg er af vel hæfum Íslendingum til þess að gegna þessu embætti. Ábyrgð- artilfinningin er svo lítil og lýð- ræðishugsunin svo sljó að þessi gjörningur lítur meiraðsegja út fyrir að standast ekki íslenska stjórnarskrá, eins og Sigurður Líndal prófessor bendir á. (Eða væri kannski nóg að hann stæðist norsku stjórnarskrána?) Það var ekki einu sinni haft fyrir því að klína ríkisborgararéttinum prontó á Norðmanninn til þess að gjörn- ingurinn stæðist örugglega. Þetta er óboðlegt, og ég legg til að góðir Íslendingar taki fram nýjar birgð- ir af búsáhöldum til að mótmæla þessum aðförum. Þessi stóreinkennilega ráðning í stöðu seðlabankastjóra vekur fleiri spurningar, til dæmis um aðgengi að íslenskum innanríkis- málum. Er eitthvað sniðugt við það að annarra þjóða maður geti hrært óheft í gögnum um íslensk peningamál og ríkisfjármál? Þetta er vonandi ekkert sem minnir á landráð. Hvað um praktíska hluti í Seðlabankanum, eins og tungu- mál? Eiga starfsmenn bankans og ríkisstjórnin og aðrir viðkom- andi, þ.á m. íslenskir blaðamenn, að fara á norskunámskeið? Ætlar Norðmaðurinn að fara á flýtimeð- ferð í íslensku? Eða er bara gjör- völl ríkisstjórn og allir viðkom- andi svo rosalega góðir í ensku að þetta sé sjálfsagt mál? Hvað með gögnin sem norski bankastjórinn í íslenska seðlabankanum þarf að skoða? Eru þau öll til á skiljanlegu máli fyrir hann? Hvenær kemur ábyrgðin? Íslendingar eiga heimtingu á því að vita hvernig það kom til að Norðmaður var ráðinn í stöðu seðlabankastjóra íslenska Seðla- bankans. Jú, norski fjármálaráð- herrann mælti með honum! Er þetta skýring sem dugar Íslend- ingum? Þeir hafa að vísu ekki alltaf verið mjög kröfuharðir um skýringar, fjölmiðlamenn með- taldir, en það fer nú vonandi að breytast. Þá væri fróðlegt að velta því fyrir sér hvernig þessi embættis- veiting lítur út í augum heimsins. Lítur hún kannski svona út: Já, grey Íslendingar, þeir ráða ekki neitt við neitt og eiga ekki einu sinni nógu hæft fólk þessi anga- skinn til að gegna mikilvægum embættum. Þeir urðu bara að leita á náðir Norðmanna, það var ekki annað að gera. Kannski Stol- tenberg geti fært út kvíarnar og tekið að sér smáforsætisráðherra- störf líka hjá litlu grannþjóðinni. Hann var að minnsta kosti strax kominn að tala norsku við íslensku blaðamennina, með norska seðla- bankastjóranum í íslenska Seðla- bankanum. Hagstætt hvað þessi tungumál eru nauðalík, Íslend- ingar ættu auðvitað að taka alfar- ið upp nútímatungumál eins og norsku í staðinn fyrir að burðast með eldömlu íslenskuna. Að öllu gamni slepptu (er þetta annars ekki gaman?): Hvenær ætla íslenskir ráðherrar og ráða- menn að læra að taka ábyrgð og hvenær ætla þeir að læra að virða grundvallarreglur lýðræðis? Eins og með því að láta reyna á það í kosningum 25. apríl 2009 hver hugur Íslendinga er til inngöngu í Evrópusambandið (til dæmis: vill þjóðin þjóðaratkvæðagreiðslu um málið?) nú þegar allar forsendur eru gjörbreyttar frá síðustu kosn- ingum – í stað þeirrar ólýðræðis- legu ákvörðunar að láta ENN bíða að kjósa um grundvallaratriði. Betri tíma, eða hvað? Höfundur er rithöfundur. Eru Norðmenn Jesú Kristur? Íslendingar eiga heimtingu á því að vita hvernig það kom til að Norðmaður var ráð- inn í stöðu seðlabankastjóra íslenska Seðlabankans. Jú, norski fjármálaráðherrann mælti með honum! Er þetta skýring sem dugar Íslending- um? STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Í DAG | Nýr seðlabankastjóri Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.