Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 28.02.2009, Qupperneq 24
24 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR FRAMHALD Á SÍÐU 26 ANNA MARTA ÁSGEIRSDÓTTIR OG INGÓLFUR Ö. GUÐMUNDSSON Þegar Anna Marta og Ingólfur Örn gengu í hjónaband árið 2005 afþökkuðu þau gjafir en báðu gesti að leggja sér lið við að gera að veruleika verkefnið um ísbjörninn Hring. Hringur er vikulegur gestur á leikstofu barnaspítalans og er kærkomin tilbreyting í lífi barnanna sem þar dvelja. BERGDÍS JÓNSDÓTTIR Bergdís er snyrtifræðingur í eigin rekstri. Einn dag í viku lokar hún stofunni sinni og mætir á Dagsetur Hjálpræðishersins þar sem hún þvær og snyrtir fætur heimilislausra fasta- gesta staðarins. Þjónusta hennar er ómetan- leg þeim sem hana þiggja. GUÐRÚN ARNDÍS TRYGGVADÓTTIR Á vefnum Náttúran.is eru á einum stað upplýsingar um umhverfismál, sjálfbærni og vistvænan lífsstíl. Þar er einnig eina heillega samantektin á vottunum og viðurkennngum á sviði umhverfismála á Íslandi. Vefurinn er til orðinn að frum- kvæði Guðrúnar sem heldur honum úti af metnaði og án mikils stuðnings. GUNNAR OG KRISTJÁN JÓNSSYNIR Gunnar og Kristján Jónssynir í Kjötborg á horni Ásvallagötu og Blómvallagötu eru meðal fárra kaupmanna sem eru eftir á hornum í íbúðahverfum. Í Kjötborg er boðin persónuleg þjónusta, reikningsviðskipti, heimsending vöru og hlýtt viðmót. Íbúum hverfisins gefst kostur á að fara gangandi í búðina sína eftir helstu nauðsynjum sem er bæði þægilegt og umhverfisvænt. SIGRÍÐUR VALDÍS BERGVINSDÓTTIR Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu árið 2008 kartöfl- unni. Félag kartöflubænda fékk af því tilefni Sigríði Valdísi Bergvinsdóttur til liðs við sig til að leitast við að auka veg kartöflunnar á Íslandi. Sigríður stýrði átakinu af elju og einstökum metnaði og lagði meðal annars mikið upp úr því að hvetja til þess að hin rótgróna íslenska kartafla yrði sett í nýjan búning. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt næstkomandi fimmtudag. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, auk heiðurs- verðlauna. Á þessari síðu og næstu verða kynntar fimm tilnefningar í hverjum flokkanna fjögurra. GYLFI JÓN GYLFASON Gylfi Jón Gylfason er yfirsálfræðingur hjá Reykjanesbæ. Þar hefur hann gengist fyrir upp- eldisnámskeiðunum SOS – hjálp fyrir foreldra en námskeiðin eru ætluð foreldrum tveggja til tólf ára barna. Markmið námskeiðanna er að kenna þátttakendum að hjálpa börnum við að bæta hegðun sína og samskipti við umhverfið. Námskeiðin hafa verið kennd frá árinu 2000. Á annað þúsund foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla hefur sótt þau og þykir árangurinn afar góður. KFUM OG KFUK KFUM og KFUK hafa í 110 ár helgað starf sitt börnum og unglingum. Félagið rekur fimm sumar- búðir og stendur fyrir æskulýðsstarfi yfir vetrarmánuðina í meira en 50 deildum víðs vegar um landið og er það starf þátttaekndum að kostnaðarlausu. Þá stendur félagið fyrir verkefninu Jól í skókassa sem unnið er í samvinnu við KFUM í Úkraínu. Um 500 sjálfboðaliðar starfa á vegum KFUM og KFUK og er það rúmur helmingur þeirra sem starfa með börnunum á vegum sam- takanna. NORÐLINGASKÓLI Í Norðlingaskóla hefur verið bryddað upp á ýmsum nýungum í skólastarfi. Lögð er áhersla á líðan barna í skólanum og þar eru allir velkomnir og engum ofaukið. Unnið er samkvæmt einstaklings- áætlun og tekið mið af sterkum hliðum nemendanna og áhugasviði. Mikið er lagt upp úr foreldrasamstarfi og er skólaboðunardagur á hausti dæmi um það. Þann dag heimsækja kennarar nemendur og foreldra þeirra. Áhersla er lögð á útivist og nýtist útikennslustofan í Björnslundi vel til þeirrar kennslu. Skólastjóri Norðlingaskóla er Sif Vígþórsdóttir. ÓLAFUR BEINTEINN ÓLAFSSON Ólafur Beinteinn hefur verið kennari í meira en 42 ár sam- fellt. Samhliða kennarastarfinu hefur Ólafur unnið viðamikið nýsköpunarstarf, meðal annars hefur hann kynnt kennnslu- aðferðir þar sem samþætting námsgreina og listræn gildi eru í hávegum höfð. Um þessar mundir vinnur Ólafur að námsbók um viðfangsefnið Fuglaveröld en það námsefni er ætlað bæði leikskóla- og grunnskólanemendum. SVANHILDUR SIF HARALDSDÓTTIR Svanhildur hefur helgað líf sitt börnum, meðal annars hefur hún tekið börn í fóstur og verið stuðningsforeldri. Aðalverkefni hennar nú er rekstur sumarbúðanna Ævintýralands sem nú hafa starfað í tíu ár. Lögð er áhersla á forvarnir og upp- byggingu sjálfstrausts í búðunum og starfsfólk gengst undir námskeið hjá sálfræðingi áður en það hefur störf. Þar er lögð áhersla á virðingu við börnin, auk þess sem sérstaklega er farið yfir hvernig best er að hjálpa börnum með ADHD. HVUNNDAGSHETJA FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.