Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 26
26 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
ALÞJÓÐAHÚS Í BREIÐHOLTI
Tilgangur Alþjóðahúss í Breiðholti er að
koma til móts við þann stóra hóp innflytj-
enda sem á heima í Breiðholti. Starfsem-
in byggist á hverfistengdum verkefnum
sem íbúum af mismunandi uppruna gefst
kostur á að taka þátt í. Meðal fastra liða
í starfi hússins eru alþjóðlegir foreldra-
morgnar og íslenskukennsla og heima-
námsaðstoð. Einnig er mikið lagt upp úr
samstarfi við íbúa Breiðholts, stofnanir og
félagasamtök. Kamilla Ingibergsdóttir er
verkefnastjóri Alþjóðahúss í Breiðholti.
DAGUR STEINN, JÓHANN HAUKUR, JÓN GYLFI OG GUNNAR DARRI
Dagur Steinn, Gunnar Darri, Jóhann Haukur og Jón Gylfi eru nemendur í Ingunnarskóla í
Grafarvogi. Drengirnir eru mikið saman bæði innan og utan skólans. Vinátta þeirra er sérstök
og einkennist af gagnkvæmri virðingu og gleði. Samband drengjanna er gott dæmi um hvernig
skóli án aðgreiningar getur stuðlað að aukinni víðsýni.
RAUÐI KROSSINN Á AKRANESI
Í september síðastliðnum komu átta
palestínskar flóttakonur til Akraness ásamt
21 barni sínu og settust þar að. Hitann
og þungann af verkefninu bar flótta-
mannanefnd félagsmálaráðuneytisins,
Akranesbær og Rauði krossinn á Akranesi.
Einkar vel hefur tekist til við að tengja hinar
nýfluttu konur við ýmsa hópa samfélagsins
á Akranesi, þar á meðal nemendur við
Fjölbrautaskólann. Einnig hafa konurnar
tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum
Rauða krossins. Niðurstaðan er að aðlögun
fjölskyldnanna hefur gengið vonum framar.
SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR
Sigrún er sálfræðingur og starfar með börnum og unglingum
sem stríða við átröskun. Hún er þó fyrst og fremst tilnefnd vegna
átaks hennar sem beinist að samfélagsviðhorfum í tengslum við
holdafar. Sigrún leggur áherslu á líkamsvirðingu og virðingu við
þá staðreynd að það sé eðlilegt að líkamar fólks séu mismun-
andi. Hún leggur áherslu á góða líkamlega umhirðu án áherslu á
þyngd, eða heilsu óháð holdafari og berst ötullega gegn fordóm-
um sem fólk verður fyrir vegna líkamsvaxtar.
STYRMIR BARKARSON
Styrmir heimsótti alla grunnskóla í
Reykjanesbæ árið 2008 og fræddi
nemendur í 4. bekk um fjölmenningu
og fordóma. Liður í verkefni hans
var að afhenda öllum nemendun-
um trélitakassa með fjölbreytilegum
andlitslitum. Að fræðslustarfinu loknu
efndi hann til teiknisamkeppni meðal
barnanna og var afraksturinn sýndur á
Ljósanótt í Reykjanesbæ.
TIL ATLÖGU GEGN FORDÓMUM SAMFÉLAGSVERÐLAUN
ÁSGARÐUR HANDVERKSTÆÐI
Ásgarður er verndaður vinnustaður fyrir fólk með
þroskahömlun. Í vinnunni í Ásgarði er áhersla
lögð á að þroska hinn manneskjulega þátt
vinnunnar. Framleiðsla verkstæðisins er löguð
að getu hvers og eins og starfsmönnum hjálpað
að ná valdi á hugmyndum og verkfærum og
vinna með þau. Fagleg markmið Ásgarðs eiga
rætur í uppeldiskenningum Rudolfs Steiner en í
kenningum hans felst meðal annars að ekki er
litið á fötlun sem vandamál heldur möguleika.
EKRON
Ekron er einstaklingsmiðuð atvinnutengd starfsþjálfun og
endurhæfing fyrir þá sem hafa skerta vinnufærni vegna afleið-
inga áfengis- og vímuefna. Þeir sem koma í Ekron fá aðstoð
við að vinna úr sínum málum bæði fjárhagslegum og persónu-
legum. Markmiðið með starfinu er að byggja fólk upp til að
taka á ný fullan þátt í samfélaginu. Mikið og þétt utanumhald
er um þá sem taka þátt í starfi Ekron. Auk starfsþjálfunarinn-
ar er rekið áfangaheimili á vegum Ekron. Framkvæmdastjóri
Ekron er Hjalti Kjartansson.
HÖNDIN
Mannúðar- og mannræktarsamtökin Höndin
eru vettvangur til sjálfstyrkingar og sam-
hjálpar. Markmið samtakanna er að liðsinna
fólki sem er að feta sín fyrstu skref til nýs lífs
eftir ýmis konar áföll. Haldnir eru vikulegir
fundir og einnig fjölsótt málþing þar sem
tiltekin viðfangsefni eru tekin til umfjöllunar.
Einnig er starfað í sjálfshjálparhópum og
veitt persónuleg þjónusta.
LJÓSIÐ
Ljósið er endurhæfingar- og stuðn-
ingsmiðstöð fyrir fólk sem hefur
fengið krabbamein og blóðsjúkdóma
og aðstandendur þeirra. Í Ljósinu er
dagskrá alla virka daga. Húsnæðið er
mjög heimilislegt og er öll fjölskyldan
velkomin í margvísleg uppbyggjandi
verkefni. Ljósið býður upp á sjálfseflandi
námskeið, fræðslufundi fyrir karlmenn,
handverkshús, jóga, leikfimi í samvinnu
við Hreyfingu, gönguhópa, golfhóp,
slökun, heilsunudd og fleira. Að jafnaði
koma um 220 einstaklingar í Ljósið í
hverjum mánuði. Erna Magnúsdóttir er
forstöðumaður Ljóssins.
VINIR INDLANDS
Vinir Indlands hafa haldið úti öflugri starfsemi í Tamil Nadu-fylki á Indlandi. Þar hefur verið byggt
heimili fyrir munaðarlaus börn, skólakostnaður greiddur og reistar og reknar fræðslumiðstöðvar í
afskekktum þorpum. Þar að auki er félagið með fósturbarnaverkefni þar sem íslenskar fjölskyld-
ur taka að sér að styrkja indversk börn. Félagið hefur einnig tekið þátt í fjölþjóðahátíðum hér
heima. Öll vinna á vegum félagsins er í sjálfboðavinnu.