Fréttablaðið - 28.02.2009, Side 30
30 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
Guðmundur Andri:
Ég finn hér fyrir ríkidæmi og fágun, skilaboð um Sjálf-
stæðisflokkinn og íhaldssemi. En svo er þessi furðulega en
pínulítið vandræðalega tálkvendisstelling með handlegginn
yfir hárið meðan hinni hendinni er troðið settlega í pilsvas-
ann með þeirri útkomu að stellingin er ekki beinlínis opin,
afslöppuð eða tælandi heldur eins og hún sé að reyna að
klóra sér milli herðablaðanna frá öfugum enda. Hún gæti
verið skrifstofustjóri sem hefur verið beðin um að stilla
sér upp sem þokkadís.
Svanhildur Hólm:
Það er svolítil Heiðveig í stellingunni á konunni á þessari
mynd. Af því og gervinöglinni, sem gægist upp úr vas-
anum, dreg ég þá ályktun að hún hugsi mikið um
útlitið. Fötin gefa svo sem ekki mikið til kynna,
nema kannski það að þau eru afar aðsniðin, sem
bendir til þess að konan sé ekki feimin við að flagga því
sem til er. Hún gæti haft atvinnu af því að líta vel út, eða
þurft að koma vel fyrir, verið fyrirsæta, eða eitthvað í
sambandi við tískubransann.
Margrét Gauja:
Þetta er ung, falleg kona sem hefur þurft
að líða fyrir það að vera ekki tekin alvar-
lega. Hún þráir að stimpla sig inn sem
vitsmunalega veru og klæðist því þröng-
um rúllukragabol og þröngu blýantslaga
„tweed“-pilsi en klúðrar því svo alveg
með að setja sig í Beyoncé Knowles-
stellingar með hendurnar upp í loft.
Er augljóslega vön að fara í myndatök-
ur og skella sér í þessa stellingu en þó
í efnisminni fötum. En það getur
enginn klætt af sér svona brjóst
og ljósu lokkarnir liðast þarna
niður, vel litaðir og krullaðir.
Það sem toppar rembinginn er
svo Kvennalista-stórusteina-
hálsfestin sem á að vera rúsínan
í pylsuendanum.
Guðmundur Andri:
Ég er kerling í krap-
inu og mér finnst
gaman að vera ég.
Halló, sjáið mig.
Kannski er þetta fyrr-
verandi framakona sem snýr hér
baki við siðmenningunni, hefur
lagst til sunds í lífsins ólgusjó
og er nú komin á nýja fjöru full
eldmóðs en ögn kvíðin. Kannski
er þetta stjórnmálakona að láta
mynda sig. En hér er lífsgleði og
sjálfsöryggi og hreysti og ein-
hver svona glettni.
Svanhildur Hólm:
Það þarf mikinn dug
til að stunda sjósund
við strendur Íslands,
svo þetta er greinilega
kjarnakona. Hún er
sennilega pínu flippuð
týpa, undir íhaldssömu
yfirborði. Ömmulegur
sundbolurinn, svörtu
sokkarnir og svörtu
hanskarnir eru alveg
örugglega úthugsuð
sjettering, smá rokk í henni. Hún er líklega komin nokk-
uð yfir fertugt, en greinilega keppnismanneskja og í góðu
formi. Það er nánast ómögulegt að veðja á stétt fólks út frá
sundfatnaði, en ég giska á að hún hafi alltaf stefnt hátt,
hvað sem hún hefur tekið sér fyrir hendur.
Margrét Gauja:
Þetta er rosalega flottur sundbolur og í honum er 40 kg
kona sem veldur manni ugg um að hún sé að stunda mikið
sjósund. Það þarf mikla krafta til að standast straumana
og virðist sem enginn sé skortur á sjálfsöryggi á þessum
bænum. Þarna er vön kona á ferð, með sjósundskó og vett-
linga í stíl og hatturinn er kórónan. Þetta hlýtur að vera
listakona sem fær innblástur sinn frá hafinu og um leið og
hún er komin í heita pottinn rumsast upp úr henni rímurn-
ar og hugmyndir í næsta gjörning.
Guðmundur Andri:
Hér er allt pælt. Hann er að tala í síma sem ekki er bara
rauður heldur hreinlega með snúru – þetta er útúrhann-
að „low-tech“. Það er slaki í stellingunni eins og hann sé
að segja eitthvað sem hann meini. Ætli hann fáist ekki
við hönnun, kannski á músík.
Svanhildur Hólm:
Þessi ætlar að láta líta út fyrir að hann sé mjög tilviljana-
kennt ekki í neinum litasjetteringum, en það er engin hend-
ing að þessir litir eru hver úr sinni áttinni. Hann hefur að
öllum líkindum vandað sig mikið við að raða saman sokk-
unum með fjólubláa tástykkinu, blágræna bolnum og rauðu
peysunni. Svo gæti líka verið að þetta væri Héðinn vinur
minn, sem er svo hressilega litblindur að hann hélt í mörg
ár að hann ætti brúnt hjól, þangað til einhver sagði honum
að það væri rautt. Hann gæti verið að vinna við eitthvað
skapandi, tónlist, blaðamennsku eða auglýsingagerð, nema
hann vinni á kaffihúsi eða afgreiði í plötubúð.
Margrét Gauja:
Hann er í hljómsveit og er ekki vanur að koma fram í
myndatökum því hér er klikkað á algjöru grundvallaratriði
– þú ferð ekki í myndatöku á sokkaleistunum. Honum finnst
þetta alveg meiriháttar, er að stimpla sig inn í bransann og
lætur ljósmyndarann plata sig í að þykjast tala í þennan
rauða ofursvala retrósíma sem honum finnst frábært, því
hljómsveitin hans er retró. Allt heila klabbið tónar vel við
nafn hljómsveitarinnar sem er enskt
heiti á fyrirbæri sem eng-
inn veit hvað er, ekki heldur
hljómsveitin sjálf.
Guðmundur Andri Thorsson:
Ó, ef væri hér bara ein skekkja! Appelsínugulur vasaklút-
ur! Opin buxnaklauf! Flasa! Þó ekki væri nema bara að
hann hefði hneppt neðri tölunni á jakkanum til að óhlýðnast
þó einhverju. Kuldi og firring gróðæðisins speglast í gljá-
andi fötunum sem eru jafn ópersónuleg og innlits/útlits-
umhverfið á bak við þar sem við sjáum hið óhjákvæmlega
stefnumót glers, ljósdeplalýsingar, trés og gólfflísa. Þetta
er maður í hylki. Hann hugsar ekki heldur er hugsaður.
Hefur gengið umhugsunarlaust inn í þankagang og verð-
mætamat sem allt er á yfirborðinu. Maðurinn er varla í
þessum fáránlega búningi enn. Gæti eins labbað um bæinn
í geimfarabúningi.
Svanhildur Hólm:
Ef þessi er ekki þegar kominn á þing, þá leynist ábyggilega
innra með honum stjórnmálamaður, sem bíður eftir að fá að
brjótast út. Hann fer öruggu leiðina bæði í skyrtu og bind-
isvali, en án þess að verða leiðinlegur til fara. Sennilega
fer konan hans með honum í búðir. Hann gæti verið lög-
fræðimenntaður, en er samt í stellingunni sem mér fannst
viðskiptamógúlar setja sig í við myndatökur þegar best lét.
Svolítið „ég er alveg með þetta, svo ég má alveg hafa hend-
ur í vösum“.
Margrét Gauja:
Bankastarfsmaður, ekki
spurning. Stjórnmálamað-
ur sem ætlar sér formanns-
sæti myndi ekki taka svona
djarft skref í bindisvali
og setja sig í þessa stell-
ingu. Þessi mynd var
tekin um mitt árið 2007
og sjálfstraustið er á
blússandi ferð, allt að
gerast! Hann er nýbú-
inn að kaupa sér 200m²
íbúð í Skuggahverfinu.
Hann er í hestunum og
er á leiðinni út að borða
um kvöldið með Ungfrú
Vestfjörðum. Hvar ætli
hann sé í dag?
Guðmundur Andri:
Kímonóinn vitnar um að konan
er heimsborgari og áhugasöm
um óríental menningu, kann
skil á skringilegum japönsk-
um popplögum, en innskeif
stellingin vitnar um spennu
og höndin meðfram síðunni
er dálítið stíf, eða kannski
bara spennt af því hún getur
ekki beðið eftir að fá að vita
hvað hinar stelpurnar segja
um nýju töskuna sem lítur
svolítið út eins og nýskotið
löngu útdautt dýr. Kímonóinn
fer henni vel og hún gæti verið
í honum þarna af því að hún var í
þannig skapi - svona kímonóskapi.
Ég heyri tóna, ímynda mér að hún
sé í músík, krúttlegri. Það er Björk
í henni.
Svanhildur Hólm:
Þessi kona virðist hrífast af dálítið aust-
rænum áhrifum og er litaglöð. Hún gæti
helst verið einhver listamannstýpa, sé
hana ekki fyrir mér við skrifborð hjá toll-
stjóra frá 9-5. Hún hefur örugglega sjald-
an lent í að hitta einhvern á árshátíð í alveg eins
fötum og hún. Þessi týpa gæti ekki verið ólíkari þeirri á
fyrstu myndinni; því þótt hún hafi vafalaust miklar skoð-
anir á fötum og hafi mjög ákveðinn stíl, gengur hann ekki
út á að sýna sem mest af henni sjálfri. Hún syngur, spilar,
málar eða skrifar og vinnur sennilega best sjálfstætt.
Margrét Gauja:
Hún er að farast úr smartheitum, ég myndi drepa fyrir
svona kjól og skó. Hún er á opnun sýningar á Gjörninga-
klúbbnum og ætlar svo beint á Kaffibarinn. Hún á vin sem
er fatahönnuður og hún lofaði að ganga með töskuna fyrir
hann í greiðaskyni því hún vissi að hún yrði mynduð. Þetta
er flott týpa út í gegn sem kann að skemmta sér og hafa
gaman af lífinu og taka áhættu. Ef sú sem er á þessari
mynd les þetta einhvern tímann þá á þessi kjóll heima í
Hafnarfirði, það sést langar leiðir, ég skal geyma hann.
Hvað segja fötin um manninn?
Þá er komið að hinum stórskemmtilega leik Fréttablaðsins: Fatalestri. Andlit þjóðþekktra einstaklinga voru máð út og myndirnar
sendar nokkrum vel völdum álitsgjöfum til rannsóknar. Júlía Margrét Alexandersdóttir skráði svo niður hvað álitgjafarnir góðu
þóttust geta séð úr litavali og líkamsstöðu viðkomandi aðila.
Guðmundur Andri:
Krosslagðir fætur kallast á við krosslagða handleggi svo
að jafnvægi skapast. En mjóir spóaleggirnir eru í andstöðu
við þrútna handleggsvöðvana. Þetta er karl í krapinu en um
leið maður sem hefur gaman af því að sviðsetja sig, jafn-
vel af hæfilegri léttúð. Gallabuxurnar eru spjátrungsleg-
ar en krosslagðir og þóttafulllir handleggirnir sýna ham-
inn styrk, benda manni á að vera ekkert að abbast upp á
hann. Eitthvað í stellingunni segir samt að þetta sé nú ekki
þannig meint – hann sé bara að pósa fyrir ljósmyndarann.
Og hann er örugglega með þaulæfða ygglibrún á andlit-
inu. Þetta er listamaður. Rappari? Eru þeir ekki alltaf í
líkamsrækt?
Svanhildur Hólm:
Þessi mynd er alveg ábyggilega tveggja, þriggja ára, ég
man allavega ekki eftir svona kvartbuxum á karlmanni
nýlega. Annars er fátt um fatastílinn að segja,
brennipunkturinn liggur meira í hand-
leggjunum. Þessi maður fer í ræktina að
minnsta kosti sex sinnum í viku og er
harðákveðinn í að detta ekki í bumb-
una um fertugt. Hann virðist vera
áhugamaður um fjarvist líkamshára
og gæti verið einkaþjálfari, útvarps-
maður, bakari, eða jafnvel í hljóm-
sveit frá Selfossi.
Margrét Gauja:
Eru allir karlmenn stereótýpur? Ég
sé bara stereótýpu í þessum, mikið af
gulum strípum og vel snyrt hárið. Búið
að þróa samsuðu af hárfeiti og geli sem
virkar hvað best á þennan haus. Er ekki
frá því hann starfi sem einkaþjálfari.
Þetta er svaka kroppur sem veit af því
og myndi aldrei sjást í öðru en í stut-
termabol, þrátt fyrir að búa á Íslandi
og það er febrúar. Er samt ekki alveg
að kaupa skóna, allar stelpur í 8. bekk
eiga svona skó. Að vera í kvart-galla-
íþróttabuxum og svo lágum pumaskóm
og íþróttasokkum? Nei, þetta er ekki málið en
handleggirnir fá feitan plús á kantinn, sæææ-
ællllll.
ÁLITSGJAFAR FRÉTTABLAÐSINS ERU:
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON RITHÖFUNDUR
SVANHILDUR HÓLM VALSDÓTTIR FRÉTTAMAÐUR
MARGRÉT GAUJA MAGNÚSDÓTTIR BÆJARFULLTRÚI Í HAFNARFIRÐI
Klæðnaðurinn tilheyrir: Ásdísi Rán Klæðnaðurinn tilheyrir: Siv Friðleifsdóttur Klæðnaðurinn tilheyrir: Atla Bollasyni.
Klæðnaðurinn tilheyrir:
Róbert Wessman
Klæðnaðurinn tilheyrir: Björk Guðmundsdóttur Klæðnaðurinn tilheyrir: Gillzenegger.