Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 32
32 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR É g veit eiginlega ekki hvernig á að lýsa þessu. Ég kunni eigin- lega betur við gamla lagið. Það var eitt- hvað sérstakt við það. Með bjórnum er eitt síðasta vígið, sem einkennt hefur okkur Íslend- inga, fallið. Nú getum við keypt bjór, hlustað á margar útvarps- stöðvar og séð sjónvarp á fimmtu- dögum,“ sagði einn viðmælenda blaðamanns DV sem tók hús á við- skiptavinum áfengisútsölunnar við Snorrabraut, sem hýsir nú meðal annars söluturninn og mynda- bandaleiguna Ríkið, á bjórdaginn, 1. mars 1989. Þessi ágæti viðmælandi lét efa- semdirnar um ágæti bjórsölu á Íslandi eftir 74 ára bann þó ekki aftra sér frá að festa kaup á hinum fyrrum forboðna drykk, og ljóst að ótal fleiri fóru að dæmi hans á þessum tímamótadegi í sögu þjóð- arinnar. 340.000 dósir fyrsta daginn Aflétting bjórbannsins sem gilt hafði hér á landi frá árinu 1915 átti sér nokkurn aðdraganda eins og gengur. Fram til 1. mars 1989 stóð skýrum stöfum í tollalögum að einungis áhöfnum skipa og flug- véla væri heimilað að koma með nokkurt magn af bjór til landsins í hverri ferð. Árið 1979 var lögunum breytt á þann hátt að allir ferða- menn sem aldur höfðu til fengu leyfi til að hafa með sér ákveðið magn bjórs inn í landið. Það var svo árið 1988 sem frum- varpið sem varð að lögum númer 38/1988 var lagt fram, sem heim- ilaði ÁTVR að hefja sölu á áfeng- um bjór. Frumvarp þetta var þó ekki samþykkt fyrr en eftir miklar umræður og deilur á Alþingi, þar sem meðal annars Geir H. Haarde barðist fyrir brautargengi frum- varpsins. Steingrímur J. Sigfús- son var ekki jafn hrifinn og greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Á bjórdeginum, 1. mars 1989, seldust 340.000 dósir í Vínbúð- um landsins, sem þá voru einung- is sautján talsins, og fyrstu þrjá dagana sem bjór var í boði komu 60 milljónir króna í kassann hjá ÁTVR. Í dag eru Vínbúðirnar 49 og selja alla jafna samtals um 250.000 dósir á hefðbundnum föstudegi í mars. Áhugi heimspressunnar Fjölmiðlar, innlendir sem erlendir, voru í viðbragðsstöðu dagana fyrir bjórdaginn og spáðu margir hverj- ir fullkomnu ölæði og stjórnleysi í landinu þegar stóra stundin rynni upp. Raunin varð þó sú að þrátt fyrir töluverða ölvun á knæpum landsins fór allt vel fram. Starfs- menn lögreglunnar, sem þrátt fyrir mannfæð og fjárþurrð höfðu búið sig undir mikla aukningu í ölvunar- akstri, voru á flestum stöðum hæst- ánægðir með daginn og hrósuðu bjórdrekkandi landanum í hástert. Sums staðar mynduðust biðraðir við áfengisútsölur og einhverjir létu sig hafa það að sofa í svefnpokum fyrir utan næsta ríki til að freista þess að ná í bjórinn kjallarakaldan af færibandinu, en hvergi mynd- aðist örtröð nema þá á vinsælustu knæpunum þar sem gleði og glaum- ur ríktu fram eftir kvöldi. Almenna bókafélagið gaf út „Bók- ina um bjórinn“ í tilefni dagsins, og var lesendum lofað upplýsingum um „ … framleiðslu bjórs, mismun- andi bragð, glös, froðu, bjórkrár og, síðast en ekki síst, ... yfirlit yfir allt það sem bjórsnobbari þarf að vita.“ Skemmtileg hefð Enn þann dag í dag er haldið upp á afmæli bjórsins á Íslandi hinn 1. mars, til að mynda með ýmsum uppákomum og tilboðum á bjór- krám og skemmtistöðum. Ósagt skal látið hvort landsmenn sleppi frekar fram af sér beislinu á bjórdögum en aðra daga, en víst er að hér á landi hefur myndast skemmtileg hefð í kringum afmæl- isdag bjórsins, og vonandi að hefð- in sú festi sig enn frekar í sessi. Bjórbylgjan skellur á landanum SANITAS Þúsundum lítra af bjór skipað upp fyrir bjórdaginn. Þrjár tegundir voru bruggaðar á Akureyri; Sanitas Pilsner- og Lager og Löwenbräu-inn þýski. BEST Í HEIMI Margir höfðu beðið óþreyjufullir eftir bjórdeginum og skelltu því í sig nokkrum vel völdum um leið og færi gafst á. Allt fór þó vel fram og dómsdagsspár sumra fjölmiðla reyndust ekki á rökum reistar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég man heldur betur eftir þessum degi því þetta var eitt af okkar mestu ævintýrum í sambandi við þættina,“ segir Hermann Gunn- arsson fjölmiðlamaður, en þáttur af hinum geysivinsæla spjallþætti „Á tali hjá Hemma Gunn“ var á dagskrá RÚV að kvöldi bjórdagsins 1989. Gestir Hemma í þættinum voru meðal annars söngvarinn Eiríkur Hauksson, sem hélt tónleika á Hótel Íslandi þetta kvöld ásamt félögum sínum í þungarokkssveitinni ARTCH, írska þjóðlagahljómsveitin The Dubliners, bandarísku diskóboltarnir í Village People, tón- listarmaðurinn Finnur Eydal og Lögreglukórinn. „Það hafði verið þrúgandi spenna í þjóðfé- laginu, jafnvel árum saman, vegna þess að til stóð að bjórbanninu mikla yrði aflétt. Áhorfið á þáttinn minn var svo svakalega mikið á þessum tíma að við vissum að kveikt yrði á sjónvarpinu á öllum krám og skemmtistöð- um á landinu, þar sem bjórinn átti samtímis að flæða. Við ákváðum því að taka þátt í veislunni,“ segir Hemmi sposkur. „Þarna var enn notast við gömlu leikmynd- ina í þáttunum, þar sem ég kom gangandi niður stiga og inn á sviðið í upphafi hvers þáttar. Þegar hljómsveitin hóf að spila upp- hafsstefið slagaði ég niður stigann í helvíti fínum hvítum jakkafötum, bindið komið út á kant og allt leit út fyrir að ég hefði skellt mér í ➜ ÞJÓÐARSKELFING Í KJÖLFAR BJÓR-GRÍNS HERMANN GUNNARSSON „Ég man vel eftir þessum degi,“ segir Skjöldur Sigurjónsson veitingamaður, sem hefur verið lengi í bransanum, eða „fyrir og eftir bjór“ eins og hann orðar það. Á þessum tíma starfaði Skjöldur á veitinga- húsinu Naustinu við Vesturgötu. „Það var mikil stemning í veitingamönnum og menn höfðu beðið lengi eftir þessum degi. Það þótti voða- lega mikið „erlendis“ að geta sest niður og snætt og fengið sér öl með, og það gerði það að verkum að oft voru nokkrir bjórar teknir í hvert skipti fyrstu dagana. Það var því gríðarleg ölvun í miðbænum dagana í kjölfar bjórdags- ins, sem sýndi nú ekki það sem koma skyldi,“ segir Skjöldur. Hann segir komu bjórsins hafa bætt drykkjumenningu Íslendinga til muna. „Fram að bjórdeginum hafði þetta verið þannig að barinn lokaði klukkan hálf þrjú en húsið ekki fyrr en þrjú. Þess vegna voru margir í því að hamstra á barnum og þau urðu oft ansi mörg glösin sem þurfti að þamba úr fyrir lokun. Þú getur ímyndað þér ölvunina sem úr varð. Friðsömustu menn urðu bandbrjálaðir með víni. Síðan hefur menningin þróast á allt annan hátt. Nú er þetta orðið meira félagslegt. Fólk hittist kannski í einn öl án þess að fara á fyllirí.“ ➜ BJÓRINN BÆTTI DRYKKJUMENNINGUNA Bjórsala hófst að nýju á Íslandi eftir 74 ára langt bann hinn 1. mars árið 1989. Í tilefni af tvítugs- afmæli B-dagsins svo- kallaða rifjaði Kjartan Guðmundsson upp þessi tímamót í sögu þjóð- arinnar og ræddi við menn sem muna eftir atburðum dagsins líkt og þeir hefðu gerst í gær. Skál í boðinu! SKJÖLDUR SIGURJÓNSSON FRAMHALD Á SÍÐU 37 VITA er lífi ð Alicante Flugsæti Verð frá 39.900 kr. og 15.000 Vildarpunktar Beint morgunfl ug VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Beint flug með Icelandair í allt sumar til Alicante, Mallorca og Tyrklands Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í ferðaklúbbinn á VITA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.