Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 28.02.2009, Qupperneq 36
Fleiri spennandi námskeið fyrir göngufólk í mars, apríl og maí. Kynnið ykkur göngudagskrá FÍ á www.fi .is Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands www.fi .is Æfi ngar í Esjunni Gönguferðir í mars. Fjallaskíðanámskeið með Jökli Bergmann Göngugleði á sunnudögum Sjá nánar á www.Fi.is Mæðgin Þorgerður og Hilmir Páll.Mæðgur Aðalheiður ásamt dætrunum Hönnu og Hrönn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ast í kringum bleiuleysi en þó að hugmyndin sé góð eru ekki marg- ir sem treysta sér til að taka börn af bleiu svo snemma. Því stendur eftir valið á milli einnota bleia og taubleia og þó að meirihluti velji pappírsbleiur full- yrða þeir sem til þekkja að notk- un á taubleium hafi aukist til mik- illa muna undanfarin ár, og ekki síst síðan þrengja tók að hjá fólki í kjölfar þrenginga, verðbólgu og hruns. Sparnaðarsjónarmið ráða Guðbjörg Eggertsdóttir, eigandi verslunarinnar Litlu Kistunnar, sem meðal annars selur taublei- ur segir söluna hafa tekið mik- inn kipp eftir efnahagshrunið. „Áður voru kaupendur taubleyia fyrst og fremst að velta umhverf- issjónarmiðum fyrir sér en síðan harðna tók á dalnum fóru pening- arnir að skipta máli,“ Guðbjörg bendir á að þó að stofnkostnaður- inn sé töluverður þá séu bleiur nú til dags svo góðar að þær endist á fleiri börn en eitt og fólk selji þær jafnvel þegar bleiutímabili lýkur ætli það ekki að eignast fleiri börn. „En góðu taubleiurnar eru svo eftirsóttar að þær seljast um leið og þær eru auglýstar á vefnum hef ég tekið eftir.“ Guðbjörg segir kúnnahópinn fjölbreytilegan hjá sér, en þó séu mæður eldri en þrí- tugar algengastar, þær leggist oft í dýpri pælingar í kringum barn- eignir en þær yngri. Guðbjörg segir að sér virðist að þegar mæður venji sig á að nota taubleiur þá finnist þeim það ekk- ert vesen. Minna vesen að nota tau Undir það tekur Þorgerður Pálsdóttir sem byrjaði að nota taubleiur á son sinn, Hilmar Pál, þegar hann var sjö mánaða. „Þá keypti ég tólf taubleiur, það reynd- ist vera of lítið og fljótlega bætti ég fjórum við, sem er hæfilegt. Ég set notuðu bleiurnar í körfu og þvæ bleiur annan hvern dag, sem er ekkert mál. Sumir spyrja mig hvort að þetta sé ekki vesen, en mér finnst þetta bara minna vesen en að þurfa að fara út í ruslatunnu með óhreinar bleiur.“ Þorgerður keypti sínar bleiur í Bandaríkjunum, fyrir hrun þannig að hennar byrjunarpakki með tólf bleium kostaði aðeins fimmtán þúsund, síðar bætti hún við fleiri bleium en hennar sett kostaði þó eigi að síður bara tuttugu þúsund sem er mjög vel sloppið reyndar og ekki verð sem er raunhæfur stofn- kostnaður í dag. „Við erum búin að spara heilmikinn pening á þessu, það er alveg á hreinu,“ segir Þor- gerður sem segir það þó fyrst og fremst hafa verið umhverfissjón- armið sem ýttu sér af stað á sínum tíma. „Ég las að hverju barni fylgdu tvo tonn af pappírsbleium og ég hafði bara ekki samvisku í að fara þá leið.“ Þorgerður myndi þó ekki mæla með taubleium fyrstu mánuðina á meðan reglan er lítil á börn- um en það eru skiptar skoðanir á því í bleiufræðunum. Þorgerður mælir með taubleiunum sem hún notar, Bumgenius, en upplýsingar um hinar ýmsu tegundir er meðal annars að finna á ýmsum netsíð- um t.d. www.natturulegt.is. KOPPURINN Það getur krafist þolinmæði að venja börn á koppinn en skilar sér vissulega í miklum létti þegar bleiutímabili lýkur. Koppar fást af ýmsum stærðum og gerðum. Sá sem sést á myndinni er frá Babybjörn og er mjög þægilegur, Skálin er laus og auðvelt að tæma í klósettið, jafnvel fyrir litla snillinga. Taubleia Kostir Minna rusl Ódýrara þegar upp er staðið Umhverfisvænt Börn fá síður útbrot Gallar Dýrt í upphafi Meiri þvottur Meiri rafmagns- og vatns- notkun Pappírsbleiur Kostir Einfalt og þægilegt Hendir bleium eftir notkun Gallar Þarft að eiga bleiur. Dýrar og rándýrar í öðrum verslunum en lágvöruversl- unum. Svo rakadrægar að börn eru lengur á bleiu en þau væru ella segja sumir. KOSTIR &GALLAR MISDÝRAR BLEIUR Stór pakki af merkjableiu, 54 stk. 2.000 krónur, stykkið kostar 37 kr. Stór pakki af ódýrari gerð: 1.000 kr., stykkið á 20 kr. Taubleia - 3.500 krónur. Dæmi 1: Barn notar átta bleiur á sólarhring að meðaltali, eða 2.920 bleiur á ári. Bleiukostnaður yfir árið er þá 108.040 krónur ef dýrari bleiur eru notaðar en 58.400 ef ódýrari tegund er valin. Dæmi 2: Ef keyptar eru 16 bleiur á 3.500 krónur stykkið þá gera það 52.500 kr. Þar með er útgjöldum lokið sé þessi fjöldi látinn duga. Flestir nota samt pappírsbleiur með, til dæmis á ferðalögum en það eru þá nokkrir pakkar á ári í mesta lagi. Breytingar á bleiunotkun í dýrtíðinni Taubleiunotkun hefur aukist síðan í haust eins og fram kemur í greininni hér á síðunni en það er ekki eina breytingin sem hefur átt sér stað. Ýmsar vísbendingar benda til þess að Íslendingar kaupi nú í mjög auknum mæli ódýrari gerðir af bleium. Á smábarnaleikskólanum 101 Rvk fengust til dæmis þær upplýsingar að eftir hrunið í haust hefði fólk farið að kaupa ódýrari bleiur en áður. Hjá Bónus fengust þær upplýsingar að söluaukning væri á Euroshopper, merki sem þeir flytja sjálfir inn og er helmingi ódýrara en Pampers og Libero, sem hafa hingað til verið þekktustu bleiumerkin. Þegar neytendafröm- uður Fréttablaðsins, Dr. Gunni, benti á það sparnaðarráð í pistli að nota ódýrari bleiur til að spara spannst mikil umræða um þá færslu á Netinu, fólk hafði mjög sterkar skoðanir á því hvort ódýrari merki væru verri eða jafn góð og þau dýru og sýndist sitt hverjum. Ekki skal fullyrt um það hér. Hvað kosta bleiur fyrir barnið?* *Ath. verðið miðast við verð í lágvöruverslun, og eru upphæðirnar námundaðar enda er taflan hugsuð til hliðsjónar en ekki sem algildur sannleikur. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N 2 fjölskyldan umhverfið veljum grænar vörur...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.