Fréttablaðið - 28.02.2009, Page 42
28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR2
Gunnlaugur Bragi Björnsson er
tvítugur sjálfboðaliði Rauða kross
Íslands. Í komandi viku ætlar hann
að heimsækja stríðshrjáð börn í
Palestínu.
„Þetta verður eflaust mjög
spennandi þótt ómögulegt sé að
vita við hverju á að búast, því Pal-
estína er allt annar heimur en
fóstur jörðin hér. Þetta verður án
efa mjög gefandi um leið og átak-
anlegt og erfitt, en ég hef heyrt að
Palestínubúar séu ótrúlega opnir,
skemmtilegir og léttlyndir, miðað
við þær aðstæður sem þeir lifa við,
en trúlega er það eina leiðin til að
komast í gegnum þær,“ segir Gunn-
laugur sem í gærmorgun hélt utan
í félagi við Sólveigu Ólafsdóttur,
sviðsstjóra upplýsingasviðs RKÍ,
og Kristínu Helgu Magnúsdóttur
sjálfboðaliða, en bæði standa þau
Gunnlaugur á tvítugu.
„Rauði kross Íslands vinnur með
Rauða krossi Ítalíu, Frakklands og
Danmerkur að þessu verkefni sem
hefur verið í gangi síðan 2002, en
samtökin halda úti stöðvum í Pal-
estínu þar sem stríðshrjáðum
börnum er veittur sálrænn stuðn-
ingur. Árlega sendir svo hvert land
tvo unga sjálfboðaliða á svæðið,
sem ferðast um og hitta krakka í
skólum og öðru umhverfi þeirra.
Markmið ferðarinnar er að kynna
aðstæður palestínskra barna í
okkar heimalöndum, opna augu
landa okkar og auka víðsýni þeirra
gagnvart stríðandi þjóð.“
Fylgjast má með ferðabloggi
þeirra Gunnlaugs Braga og Krist-
ínar Helgu á www.palestinufarar.
blog.is.
thordis@frettabladid.is
Augu opnuð og víðsýni
aukin fyrir þjóð í nauð
Rauði kross Íslands tekur þátt í samstarfsverkefni franskra, ítalskra og danskra systurfélaga sinna með
því að veita stríðshrjáðum börnum í Palestínu sálrænan stuðning, en þangað héldu tvö ungmenni í gær.
Gunnlaugur Bragi Björnsson hefur starfað með Rauða krossi Íslands síðan 2005.
Hann vonast til að geta farið aftur utan til Palestínu og lagt ungmennum þar lið í
framtíðinni, sem og öðrum þjóðum sem eiga um sárt að binda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GRÆNIR DAGAR Norræna hússins og Gaia, félags
nemenda í umhverfis- og auðlindafræði, verða haldnir
2. til 6. mars. Á Grænum dögum verður meðal annars
boðið upp á málþing, fatamarkað og kvikmyndasýningu.
Námskeið byggt á reynslusögum
mæðra hefst í Kramhúsinu.
Leikkonan og leikstjórinn
Charlotte Böving er að fara af stað
með námskeið í Kramhúsinu sem
er ætlað mæðrum í fæðingarorlofi
og ungbörnum þeirra. Þar verður
megináhersla lögð á að þátttak-
endur næri sálina með sköpun og
hreyfingu. Á námskeiðinu verður
unnið með reynslusögur þátttak-
enda og annarra af móðurhlut-
verkinu í bland við hreyfingu.
„Hugmyndin byggir á leikritinu
Mamma mamma sem ég leikstýrði
í Hafnarfjarðarleikhúsinu en það
var byggt á reynslusögum leikar-
anna og viðtölum við konur. Þá er
ég sjálf tiltölulega nýbökuð tví-
buramamma og finn hversu auð-
velt er að einangrast í fæðingar-
orlofi og hversu mikilvægt er að
næra sjálfa sig og fá tækifæri til
að skapa.“
Að sögn Charlotte er markmiðið
með námskeiðinu ekki endilega að
búa til leikrit þó að það sé ekki úti-
lokað. „Við erum umfram allt að
opna á gleðina og virkja sköpun-
arkraftinn með börnin okkur við
hlið en þau hafa gaman af því að
fylgjast með og róast þegar móð-
irin nærir sjálfa sig. Námskeiðið,
sem stendur í fjórar vikur, hefst
mánudaginn 9. mars. - ve
Skapandi mæður
Charlotte segir mikilvægt að mæður fái tækifæri til að næra sálina og skapa.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Velkomin í
Skrúfudagur Tækniskólans er í dag, laugardaginn 28.
febrúar, frá kl. 12 – 16. Komdu í heimsókn og taktu þátt
í skemmtilegri dagskrá og kynntu þér um leið það nám
sem er í boði. Þú gætir unnið útsýnisflug, tíma í flug-
hermi eða námskeið.
• Flugskólinn.
• Véltækniskólinn.
• Skipstjórnarskólinn.
• Endurmenntunarskólinn.
• Stálsmiðjan Framtak.
• Slysavarnaskóli sjómanna.
• Barkasuða Guðmundar.
• Scubaiceland köfunarskóli.
• Opnar vinnustöðvar í Vélasölum.
• Siglingahermir.
• Vélahermir.
• Kökuhlaðborð.
• Leiðsögn um húsið.
• Opið í flughermi.
• Siglingastofnun.
• Félag skipstjórnarmanna.
• Kælismiðjan Frost.
• Eimskip.
• Fjórhjólaævintýri.
• Danfoss.
• Antlantsolía.
• Kafbátur.
Dagskrá á Háteigsvegi (Sjómannaskólahúsinu)