Fréttablaðið - 28.02.2009, Síða 43

Fréttablaðið - 28.02.2009, Síða 43
LAUGARDAGUR 28. febrúar 2009 3 „Þetta er einn liður í því að nálg- ast almenna félagsmenn sem hafa ekki nýtt sér þjónustu Fáks til þessa,“ segir Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Hestamanna- félagsins Fáks í Reykjavík, sem hefur tekið upp á þeirri nýjung í vetur að bjóða upp á ókeypis reið- kennslu á miðvikudagskvöldum fyrir félagsmenn sína. „Þegar við fórum að skoða hverj- ir það eru sem sækja reiðnámskeið og nýta Reiðhöllina komumst við að því að það er yfirleitt fólk fjöru- tíu ára og yngra. „Til að koma til móts við þann hóp sem þorir ekki, eða er ekki vanur því að vera með reiðkennara ákváðum við að bjóða upp á fría reiðkennslu. Fyrirkomulagið verður þannig að reiðkennarinn verður í Reið- höllinni öll miðvikudagskvöld á milli klukkan átta og tíu fram að páskum. Félagsmenn í Fáki geta þá fengið aðstoð í reiðkennslu og upp- lýsingar um allt sem þeim liggur á hjarta og viðkemur hestum. „Með þessu erum við líka að koma fólki á bragðið og fá það til að fara á reiðnámskeið,“ segir Jón Finnur og telur að hestamennskan verði ánægjulegri eftir því sem fólk læri meira. Fákur stendur fyrir reiðkennsl- unni í samstarfi við reiðkennara og reynslumikla knapa á svæð- inu. „Reiðkennararnir eru mjög jákvæðir enda sjá þeir einnig tæki- færi til að mynda tengsl við ákveð- inn hóp sem ekki hefur sótt til þeirra áður,“ segir Jón Finnur sem telur mun meira líf vera á Fáks- svæðinu í Víðidal í ár en í fyrra .„Það er almennt mjög jákvæður andi hjá fólki í hestamennskunni og mikið riðið út.“ solveig@frettabladid.is Koma fólki á bragðið Fjölmargir hestamenn í Hestamannafélaginu Fáki hafa lagt leið sína í Reiðhöllina í Víðidal á miðviku- dagskvöldum þar sem boðið er upp á að fá aðstoð reiðkennara endurgjaldslaust. Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Fáks, segir mikið líf í hestamennskunni og að jákvæður andi ríki hjá hestamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mímir-símenntun býður upp á námsleiðina „Aftur í nám“ fyrir fólk með lesblindu. Aftur í nám kallast 95 klukku- stunda námsleið hjá Mími-símennt- un fyrir fólk með lestrar- og skrift- arörðugleika. „Aftur í nám tekur yfir níu vikna tímabil og hefst næsta námskeið 7. apríl næstkom- andi,“ segir Jóna Margrét Ólafs- dóttir, félagsráðgjafi og verkefna- stjóri hjá Mími-símenntun. „Námið felst í sjálfsstyrkingu, einkatímum í lesþjálfun, íslenskunámi og tölvu- notkun,“ segir hún en að loknu námi er markmiðið að nemendur hafi yfir að ráða aðferðum til að vinna bug á lesblindu sinni. Jóna Margrét segir það þó ráðast af því að fólk nýti aðferðirnar áfram til þjálfunar. „Í náminu eru notaðar óhefð- bundnar aðferðir sem byggja meðal annars á þrívíddarskynjun, en ein- staklingar með lesblindu hugsa jafnan á myndrænni hátt en aðrir,“ segir Jóna Margrét og bætir við að algengt sé að fólk hafi ekki fengið greiningu á lesblindu sinni og eigi því stundum slæmar minningar úr skóla. Það geti því reynst erfitt að stíga fyrstu skrefin og fara aftur í nám. Hún segir starfsmenn Mímis hafa mikla reynslu af því að taka á móti fólki sem glími við erfiðar til- finningar tengdar námi. Alls hafa á þriðja hundrað full- orðinna einstaklinga lokið nám- inu. Breidd nemendahópsins er mikil en þeir eru á aldrinum 18 til 67 ára, jafnt karlar sem konur. „Þátttakendur í Aftur í nám hafa verið mjög ánægðir með námið og sumir telja það jafnvel hafa breytt lífi sínu,“ segir Jóna Margrét og bætir við að flestir hafi ákveðið að fara í frekara nám eftir að náminu hjá Mími lauk. - sg Nám fyrir lesblinda Jóna Margrét Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og verkefnastjóri hjá Mími-símenntun, segir námskeiðin „Aftur í nám“ vera góða leið fyrir lesblinda til að setjast aftur á skóla- bekk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON heimsókn www.tskoli.is • Upplýsingatækniskólinn. • Margmiðlunarskólinn. • Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar. • Tískublöð. • Motion capture verkefni nemenda. • Tölvubraut. • Ómar Guðjóns spilar á gítar. • Kaffi. • CCP Games (EVE Online) - hvernig getur þú lært að verða tölvuleikjafrömuður. • Opnar vinnustöðvar um allan skóla. • Opnar vinnustofur í teikningu og hönnun. • Verkstæði og verkefni nemenda í gull- og silfursmíði. • Kökuhlaðborð. • Verðlaunaafhending og sýning á myndum í ljósmyndasamkeppni. • Skartgripagerð. • Nemendur í Fjölmenningarskólanum kynna heimalönd sín. • Opið ljósmyndastúdíó. • Hársnyrtiskólinn. • Fjölmenningarskólinn. • Byggingatækniskólinn. • Raftækniskólinn. • Tæknimenntaskólinn. • Endurmenntunarskólinn. • Kynning frá HÍ og HR. • Sýning á lampagítarmagnara sem smíðaður var í skólanum. • Orkuherbergi með áherslu á lýsingarhönnun. • Ratleikur. Dagskrá á Skólavörðuholti (gamla Iðnskólanum í Reykjavík) Dagskrá í Tölvuhúsi Tækniskólans (Vörðuskóli)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.