Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 28. febrúar 2009 3
„Þetta er einn liður í því að nálg-
ast almenna félagsmenn sem hafa
ekki nýtt sér þjónustu Fáks til
þessa,“ segir Jón Finnur Hansson,
framkvæmdastjóri Hestamanna-
félagsins Fáks í Reykjavík, sem
hefur tekið upp á þeirri nýjung í
vetur að bjóða upp á ókeypis reið-
kennslu á miðvikudagskvöldum
fyrir félagsmenn sína.
„Þegar við fórum að skoða hverj-
ir það eru sem sækja reiðnámskeið
og nýta Reiðhöllina komumst við
að því að það er yfirleitt fólk fjöru-
tíu ára og yngra. „Til að koma til
móts við þann hóp sem þorir ekki,
eða er ekki vanur því að vera með
reiðkennara ákváðum við að bjóða
upp á fría reiðkennslu.
Fyrirkomulagið verður þannig
að reiðkennarinn verður í Reið-
höllinni öll miðvikudagskvöld á
milli klukkan átta og tíu fram að
páskum. Félagsmenn í Fáki geta þá
fengið aðstoð í reiðkennslu og upp-
lýsingar um allt sem þeim liggur á
hjarta og viðkemur hestum.
„Með þessu erum við líka að
koma fólki á bragðið og fá það til
að fara á reiðnámskeið,“ segir Jón
Finnur og telur að hestamennskan
verði ánægjulegri eftir því sem
fólk læri meira.
Fákur stendur fyrir reiðkennsl-
unni í samstarfi við reiðkennara
og reynslumikla knapa á svæð-
inu. „Reiðkennararnir eru mjög
jákvæðir enda sjá þeir einnig tæki-
færi til að mynda tengsl við ákveð-
inn hóp sem ekki hefur sótt til
þeirra áður,“ segir Jón Finnur sem
telur mun meira líf vera á Fáks-
svæðinu í Víðidal í ár en í fyrra
.„Það er almennt mjög jákvæður
andi hjá fólki í hestamennskunni
og mikið riðið út.“
solveig@frettabladid.is
Koma fólki á bragðið
Fjölmargir hestamenn í Hestamannafélaginu Fáki hafa lagt leið sína í Reiðhöllina í Víðidal á miðviku-
dagskvöldum þar sem boðið er upp á að fá aðstoð reiðkennara endurgjaldslaust.
Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Fáks, segir mikið líf í
hestamennskunni og að jákvæður andi ríki hjá hestamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Mímir-símenntun býður upp á
námsleiðina „Aftur í nám“ fyrir
fólk með lesblindu.
Aftur í nám kallast 95 klukku-
stunda námsleið hjá Mími-símennt-
un fyrir fólk með lestrar- og skrift-
arörðugleika. „Aftur í nám tekur
yfir níu vikna tímabil og hefst
næsta námskeið 7. apríl næstkom-
andi,“ segir Jóna Margrét Ólafs-
dóttir, félagsráðgjafi og verkefna-
stjóri hjá Mími-símenntun. „Námið
felst í sjálfsstyrkingu, einkatímum
í lesþjálfun, íslenskunámi og tölvu-
notkun,“ segir hún en að loknu
námi er markmiðið að nemendur
hafi yfir að ráða aðferðum til að
vinna bug á lesblindu sinni. Jóna
Margrét segir það þó ráðast af því
að fólk nýti aðferðirnar áfram til
þjálfunar.
„Í náminu eru notaðar óhefð-
bundnar aðferðir sem byggja meðal
annars á þrívíddarskynjun, en ein-
staklingar með lesblindu hugsa
jafnan á myndrænni hátt en aðrir,“
segir Jóna Margrét og bætir við að
algengt sé að fólk hafi ekki fengið
greiningu á lesblindu sinni og eigi
því stundum slæmar minningar úr
skóla. Það geti því reynst erfitt að
stíga fyrstu skrefin og fara aftur í
nám. Hún segir starfsmenn Mímis
hafa mikla reynslu af því að taka á
móti fólki sem glími við erfiðar til-
finningar tengdar námi.
Alls hafa á þriðja hundrað full-
orðinna einstaklinga lokið nám-
inu. Breidd nemendahópsins er
mikil en þeir eru á aldrinum 18
til 67 ára, jafnt karlar sem konur.
„Þátttakendur í Aftur í nám hafa
verið mjög ánægðir með námið og
sumir telja það jafnvel hafa breytt
lífi sínu,“ segir Jóna Margrét og
bætir við að flestir hafi ákveðið að
fara í frekara nám eftir að náminu
hjá Mími lauk. - sg
Nám fyrir lesblinda
Jóna Margrét Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og verkefnastjóri hjá Mími-símenntun, segir
námskeiðin „Aftur í nám“ vera góða leið fyrir lesblinda til að setjast aftur á skóla-
bekk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
heimsókn
www.tskoli.is
• Upplýsingatækniskólinn.
• Margmiðlunarskólinn.
• Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar.
• Tískublöð.
• Motion capture verkefni nemenda.
• Tölvubraut.
• Ómar Guðjóns spilar á gítar.
• Kaffi.
• CCP Games (EVE Online) - hvernig getur þú lært að
verða tölvuleikjafrömuður.
• Opnar vinnustöðvar um allan skóla.
• Opnar vinnustofur í teikningu og hönnun.
• Verkstæði og verkefni nemenda í gull- og silfursmíði.
• Kökuhlaðborð.
• Verðlaunaafhending og sýning á myndum í
ljósmyndasamkeppni.
• Skartgripagerð.
• Nemendur í Fjölmenningarskólanum kynna
heimalönd sín.
• Opið ljósmyndastúdíó.
• Hársnyrtiskólinn.
• Fjölmenningarskólinn.
• Byggingatækniskólinn.
• Raftækniskólinn.
• Tæknimenntaskólinn.
• Endurmenntunarskólinn.
• Kynning frá HÍ og HR.
• Sýning á lampagítarmagnara sem smíðaður
var í skólanum.
• Orkuherbergi með áherslu á lýsingarhönnun.
• Ratleikur.
Dagskrá á Skólavörðuholti (gamla Iðnskólanum í Reykjavík) Dagskrá í Tölvuhúsi Tækniskólans (Vörðuskóli)