Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2009, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 28.02.2009, Qupperneq 44
Kolaportið er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-17 Tr y g g v a g ö t u 19 • 101 R e y k j a v í k S í m i 5 62 5 0 3 0 • w w w . k o l a p o r t i d . i s SKRAUTSPÖNG getur fullkomnað útlitið þegar eitt- hvað mikið stendur til. Þessi leðurspöng er frá gbeta og fæst fyrir 8.000 krónur í Krista/Quest í Kringlunni. Bergþór Bjarnason flutti til Par- ísar fyrir fjórtán árum og hefur meirihluta þess tíma starfað sem sölumaður nokkurra vel þekktra tískuverslana. Hann hefur miðlað af reynslu sinni úr háborg tísk- unnar til lesenda Fréttablaðsins í fjögur ár með vikulegum pistlum um tísku. „Það var nú í síðustu kreppu sem ég ákvað að fara til Parísar enda var þá ekki margt í spilunum á Íslandi og mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ segir Bergþór sem í dag vinnur sem sölumaður hjá Val- entino en áður hefur hann unnið hjá Yves Saint Laurent og Chanel. Helstu þekkingu sína á tísku hefur Bergþór úr umhverfi sínu. „Ég er ekkert menntaður á tísku- sviðinu. Ég er með BA í íslensku og diplómu úr hagnýtri fjölmiðlun og það er líklega eins langt frá tísk- unni og mögulegt er,“ segir hann og bætir við hlæjandi að hann hafi í raun aldrei haft mikinn áhuga á tísku. „Ég var reyndar að vinna í tískubúð í Reykjavík á háskóla- árunum en það var nú bara til að borga leiguna,“ segir Bergþór sem bjó þó að þeirri reynslu þegar hann kom til Parísar og var að leita sér að vinnu. „Í rauninni hefur tísk- unni verið þröngvað upp á mig,“ segir hann hlæjandi. „Það sem mér finnst skemmti- legt við tískuna er að skoða sög- una á bak við hana. Hér í landi er tískan mjög mikilvæg og miklu fremur listgrein en framleiðsla. Því er gaman að rekja sögu ein- hvers stíls, persónu eða flíkur,“ segir Bergþór og nefnir til að mynda rykfrakkann eða „trench coat“ sem á uppruna sinn að rekja til skotgrafanna í fyrri heimsstyrj- öldinni. Inntur eftir vor- og sumartísk- unni segir Bergþór: „Það verður áfram, eins og hefur verið, nokk- urt afturhvarf til fortíðar enda held ég að á krepputímum verði það enn meira áberandi að leitað sé leiða út úr vandanum með því að horfa til baka,“ segir Bergþór og bætir við að með harðnandi efna- hagslífi verði tískan einnig mikið praktískari. „Fantasían er á sýn- ingarpöllunum en í búðunum eru einfaldari föt til að tryggja sölu,“ útskýrir hann. En hvaða litir verða á fötum í vor og sumar? „Hvítt og ljóst verður áberandi. Einnig mynstur og jafnvel sterkur plómu- litur litur í bland við föla pastelliti. Svo verður mikið meira af sterkum litum í herratískunni en oft áður,“ segir Bergþór sem er síður en svo útbrunninn þrátt fyrir ötul pistla- skrif síðustu ár. „Stundum líður mér reynd- ar eins og ég viti ekkert hvað ég ætla að skrifa um næst. En á öðrum tímum hef ég óteljandi hugmyndir,“ segir Bergþór sem fær innblástur úr umhverfinu en hann er dug- legur að líta í k r i ng- um sig og safna áhuga- verðum greinum úr blöðum. Bergþór segist hafa fengið mun meiri viðbrögð við pistlum sínum en hann hefði getað ímyndað sér. „Sumir þakka fyrir eða eru að spyrja út í eitthvað. Ég hef jafn- vel lent í því að fólk sendir mér póst til að spyrja hvar það eigi að versla í París,“ segir Bergþór glett- inn. solveig@frettabladid.is Hafði ekki áhuga á tísku Bergþór Bjarnason, sem býr og starfar í París, hefur skrifað tískupistla í Fréttablaðið í fjögur ár. Hann segir að áfram muni ríkja afturhvarf til fortíðar í vor- og sumartískunni. Hvítir og ljósir litir verða áberandi í vor og sumar. Á vor- og sumarsýningu Elie Saab var nokkuð um hvíta kjóla á borð við þennan. Bergþór Bjarnason býr í París og starfar sem sölumaður hjá Valentino. Hann hefur skrifað vikulega tískupistla í Fréttablaðið í fjögur ár. For- tíðarþrá hefur verið áberandi á tískupöll- um síðustu mánuði og verður áfram að mati Bergþórs. Hér er fyrirsæta í kjól úr vor- og sumarlínu Jeans Pauls Gaultier. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.