Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 58
● heimili&hönnun heimili ● ÓDÝR EN SKEMMTILEG VEGGSKREYTING Auða veggi má auðveldlega skreyta á ódýran og fallegan hátt. Nældu þér í gamla muni úr geymslunni, leikfangakassa barnanna, eldhússkúffunum eða úr fjöl- skyldualbúminu. Þú getur notað myndir, leikfangadýr, sleifar, playmo-karla eða gamlar blúndur. Raðaðu hlutunum saman á smekklegan hátt og festu á vegg- inn. Með lakkúða er hægt að lakka hlutina í sama lit, en oft er fallegast að leyfa hlutunum bara að njóta sín eins og þeir eru. Þróunin hin síðari ár hefur verið í þá átt að börn hafa fengið sérher- bergi jafnvel frá unga aldri. Við því er að búast að sú þróun snúist við nú þegar fólk hefur ekki eins mikil ráð á að stækka við sig hús- næði eins hratt og það gerði áður. En hverjir eru kostir og gallar þess að vera með systkini saman í her- bergi? Til að svara þeirri spurn- ingu var leitað til Margrétar Birnu Þórarinsdóttur sálfræðings. „Við megum ekki gleyma því að sú þróun að börn hafi sérherbergi hefur aðeins verið undanfarna ára- tugi. Hefðin er kannski frekar sú þegar litið er til lengri tíma að fólk búi frekar þétt. Sérstaklega var það þannig að fólk bjó oft þröngt, nándin var mikil og þeir sem eru af eldri kynslóðinni deildu jafn- vel rúmi með öðrum. Það er ekki endilega sjálfsagt að fjölskyldu- meðlimir hafi heilt herbergi út af fyrir sig,“ segir Margrét Birna og telur upp kosti þess að deila her- bergi: „Það eru margir kostir við það að systkini deili herbergi. Börn læra að taka tillit til annarra, sýna virðingu og umburðarlyndi. Þau læra ákveðna samningatækni, þurfa að vera virkari í að finna far- sælar lausnir og semja. Til dæmis hvernig eigi að skipta rými, hver megi ganga í hvað og hvernig eigi að leika. Svo læra börn örugglega að passa hlutina sína betur þegar einhver annar getur komist í þá,“ segir Margrét Birna sem telur mesta kostinn þó vera þann að við að deila herbergi sé lík- legt að systkini hafi félagsskap hvort af öðru og þá myndist svig- rúm til þess að styrkja tengslin enn frekar. Margrét segir að það geti verið erfitt fyrir stálpuð börn sem eru vön því að vera ein í herbergi að þurfa að fara að deila rými. „Það er al- mennt erfitt fyrir fólk að gera breyting- ar þegar það hefur á annað borð vanist ein- hverju en það er alveg gerlegt. Það þarf bara að setjast niður og ræða hlutina. Hvernig þeir eigi að vera og af hverju, og þá geta börnin komið með hugmyndir um hvernig best sé að standa að hlutunum og hvaða væntingar og þarfir þau hafa,“ segir Margrét. Hún telur þó mikilvægt fyrir börn að eiga eitthvert pláss sem þau eiga ein þótt þau deili herbergi. Til dæmis eigin skúffu með fötum, pláss í hillum og á skrif- borði. „Þau þurfa að eiga eigið pláss sem þau eru viss um að fá að eiga í friði og að þau viti að rétt- indi þeirra verði virt,“ segir Margrét Birna sem sér því fátt nei- kvætt við að systkini deili herbergi. - sg Systkini í sátt og samlyndi ● Þegar systkini deila herbergi læra þau að taka tillit hvort til annars. Þó er nauðsynlegt að börnin eigi eitthvert pláss sem þau eiga ein og fá að hafa í friði. Gott getur verið fyrir systkini að eiga sínar eigin skúffur. Þessari kommóðu geta börnin auðveldlega skipt á milli sín. Hún fæst í Ikea. Systkini geta haft gott af því að deila herbergi. Þau læra að taka tillit auk þess sem þau hafa félagsskap af hvort öðru. N O RD ICPH O TO S/G ETTY Flestum kojum má breyta í hvort sitt rúmið. Hér er hvítlökkuð koja frá Húsgagnaheimilinu. 28. FEBRÚAR 2009 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.