Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 59
Auglýsingasími
– Mest lesið
www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40
Rýmum lagerinn fyrir nýrri hjólasendingu
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
9
02
07
FJÖLÞJÁLFAR
frá aðeins
kr. 49.900
HLAUPABÖND
frá aðeins
kr. 149.900
„Sérstaða Saltfélagsins er fag-
urt úrval toppklassa hönnunar-
vöru eftir fræga hönnuði og vöru-
merki sem í sífellu leita nýs hæfi-
leikafólks til að hanna fyrir sig
það heitasta sem fæst, í bland við
sígilda gripi eldri hönnuða,“ segir
Dóra Ingunn Vilhjálmsdóttir, inn-
anhússarkitekt í Saltfélaginu, sem
nú hefur opnað á nýjum stað en í
smækkaðri útgáfu í húsnæði Penn-
ans í Hallarmúla 4.
„Fólk getur enn gert sér glað-
an dag og skoðað heimilisvörur í
kunnuglegu Saltfélagsumhverfi, en
í Hallarmúla höfum við skipt upp
sýningarsalnum í heimilisvörur og
skrifstofuvörur.“
Að sögn Dóru Ingunnar mun
Saltfélagið áfram leggja áherslu á
þjónustu með vörur sem áður feng-
ust í gamla Saltfélaginu, enda enn í
traustu sambandi við öll af sínum
gömlu umboðum. „Vitra-vörurnar
verða í aðalhlutverki í nýja Saltfé-
laginu, enda í miklu uppáhaldi hjá
Íslendingum, og á næstu dögum
tökum við upp nýja sendingu með
þeirra vinsælustu vörum. Úrvalið
verður því áfram það sama, en lag-
erinn minni þótt hægt sé um vik að
sérpanta vörur að utan, auk þess
sem við bjóðum áfram teikniþjón-
ustu og allt sem þarf í sambandi við
innréttingar frá Polyform/Varenna
og Arc Linea,“ segir Dóra Ingunn
um eina af vinsælustu hönnunar-
búðum landsins, þar sem verðmiði í
hærri kantinum velktist ekki fyrir
kaupendum í góðærinu.
„Við verðum með fjölbreytt
úrval ódýrari muna í bland við
dýrari mublur, en vonumst, eins og
allir Íslendingar, til þess að krónan
styrkist á ný svo verðið hjaðni til
hins eðlilega aftur. Evran er öllum
kaupmönnum dýr í þessu árferði,
en vonandi fer élin að stytta upp.“
- þlg
Besta fáanlega hönnun í heimi
❁ Saltfélagið stimplaði sig rækilega inn með formfagrar mublur og æðisgengna hönnun
fyrir íslensk heimili. Nú hefur það flutt sig um set en í engu slegið úr í metnaði eða lúxus.
Hér sést Dóra Ingunn Vilhjálmsdóttir
innanhússarkitekt í nýjum húsakynnum
Saltfélagsins í Pennanum við Hallar-
múla.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Porcupine-skrifborð fyrir listelsk börn eftir
Hella Jongerius frá 2007. Porcupine þýðir
broddgöltur, en eins og sjá má er hægt að
stinga litapennum ofan í borðið eins og
hárum broddgaltar, og geyma í því pappír
og fleira til listsköpunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Trédúkkurnar Wooden Dolls sem Alex-
ander Girard hannaði árið 1963.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Diamond Clock og Watermelon Clock
sem George Nelson hannaði 1953-54.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Auglýsendur vinsamlegast hafi ð samband við:
Bjarna Þór Sigurðsson - sími: 512-5471
& 822-5062 - bjarnithor@365.is
Stjórnarskrá Íslands
Afl landsbyggðarinnar Össur Skarphéðinsson:
Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt í klofstígvélum krónunnar í sprett-hlaupinu á mörkuðum heimsins., að mati iðnaðar- og utanríkisráð-herra. Eina færa leiðin sé Evr-ópuleiðin að upptöku evru sem framtíðar gjaldmiðli. Hann telur að með aukinni fullvinnslu sjávarfangs felist nýir tekjumöguleikar fyrir landsbyggðina í fullum og tollfrjáls-um aðgangi að markaði ESB.
Umræða á villistigumGunnar Karlsson:
Hefði beint lýðræði forðað Íslandi frá efnahagslegum óförum? Lík-lega ekki, segir Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði. Fulltrúalýð-ræði Vesturlanda er sannarlega ófullkomið segir hann en væri ekki vænlegra ef við reyndum að tala okkur í átt til lausnar innan þess, í stað þess að hafna því fyrir eitthvað sem við vitum lítið hvert kann að leiða?
Betra Ísland
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birkir Jón Jónsson og Eygló Harð-ardóttir:
Öll rök hníga að því að lækka stýri-vexti, að mati forystu Framsóknar-flokksins, sem reifar nýjar tillögur flokksins í efnahagsmálum. Þau telja forsendur fyrir Íbúðalánasjóð að fella niður 20 prósent skulda og vilja að erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum. Stjórnmál verði þó að hætta að snúast um smámuni.
EFNI BLAÐSINS MIðvikudagur 25. febrúar 2009
Í einu af grundvallarritum síðari tíma lög-fræði, The Province of Jurisprudence Determined (1832), taldi höfundurinn, John Austin, að stjórnlög væru í raun réttri ekki eiginleg lög, enda væru afleiðingar brots gegn þeim aðeins pólítískar og siðferðileg-ar. Hvað sem segja má um kenningu Austins, varpar hún ljósi á mikilvægt einkenni stjórn-laga: Þeim verður ekki framfylgt og virðing við þau tryggð með sama (einfalda hætti) og almenn lög. Ástæðan er sú að í stjórnlögum er einmitt kveðið á um stofnun og skipan þess samfélagsvalds sem stendur að baki hvers kyns lagareglum samfélagsins og tryggir framkvæmd þeirra. Í þessu felst raunar einn-ig það meginviðfangsefni stjórnlaga að beisla þetta vald og koma í veg fyrir misbeitingu þess.
Hollusta við grunngildin
En hvað koma okkur við pælingar réttar-heimspekinga um eðli stjórnlaga? Jú, grein-ing fræðimanna á stjórnlögum, svo og (hin tiltölulega stutta) saga ritaðra stjórnarskráa, hnígur öll að sömu niðurstöðu: Orð og texti stjórnarskráa eru til lítils ef ekki er fyrir hendi hollusta við grunngildi stjórnskipun-arinnar, þ.e. stjórnmálasiðmenning þar sem skilningur ríkir á því að hver stofnun þarf að virða sín stjórnskipulegu mörk. Í ljósi glað-beittra yfirlýsinga undanfarið um meinbugi á íslensku stjórnarskránni og að sjálfsagt sé að huga að grundvallarbreytingum, t.d. varð-andi þingræði og hlutverk forsetans, á vett-vangi stjórnlagaþings er óhjákvæmilegt að spyrja hversu hollir Íslendingar hafa verið núgildandi stjórnarskrá. Hugleiðum eftirfar-andi dæmi:
Orðalag 26. gr. stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forsetans er skýrt og í stjórn-
skipulegu samhengi gegnir ákvæðið þýð-ingarmiklu hlutverki við dreifingu valdsins – forsetinn er eina stofnunin sem getur grip-ið (lagalega) inn í lagasetningarferli þings-ins og þannig veitt „ráðherraræðinu“ aðhald. Sömuleiðis fer tilefni ákvæðisins ekki á milli mála (þ.e. afnám konungsveldis og stofnun lýðveldis) og tiltæk lögskýringagögn (athuga-semdir við frumvarp og umræður) styðja ótvírætt orðalagið. Allt þetta kom þó ekki í veg fyrir, þegar reyndi á ákvæðið fyrir alvöru, í svokölluðu fjölmiðlamáli árið 2004, að lá við stjórnskipulegri kreppu vegna rétt-aróvissu um raunveruleg völd forsetans. Þótt þeim, sem vildu valdreifingu og hlut forseta lýðveldisins í stjórnskipuninni sem minnst-an, hafi ekki tekist ætlunarverk sitt, höfðu þeir þó það upp úr krafsinu að flestir telja nú að vafi ríki um túlkun 26. gr. stjórnarskrár, skýra þurfi hlutverk forsetans að þessu leyti eða þá fella það niður. Sú rödd heyrist hins vegar hvergi að sýna mætti ákvæðinu og
rökum þess hollustu, m.a. með þeim hætti að setja almenn lög því til skýringar og fram-kvæmdar.
Stjórnskipuleg óvissuferð
Er það sanngjörn niðurstaða að stjórnarskrá-in hafi brugðist íslensku samfélagi í megin-atriðum og það hljóti að vera óhjákvæmileg-ur þáttur í viðreisn Íslands að byrja hér upp á nýtt? Eða hefur okkur hugsanlega mistek-ist að sýna núgildandi stjórnarskrá nægi-lega hollustu og ræktarsemi? Hér verður því haldið fram að án skilnings og trúnaðar við grunngildi stjórnskipunarinnar sé hætt við að ný stjórnarskrá fögur ásýndar verði létt á metunum og þegar frá líði geti sótt í gamalt far. Yfirvegaðar breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar eru af hinu góða og það eru vissulega atriði í íslenskri stjórn-skipun sem þarf að koma til betri vegar. Öðru máli gegnir um stjórnskipulega óvissuferð á umbrotatímum sem kann að lykta með því
Hefur stjórnarskráin brugðist?
SKÚLI MAGNÚSSON
Lögfræðingur
NÝJA ÍSLAND - HVENÆR KEMUR ÞÚ? Hálfköruð háhýsi og átök milli lögreglu og mótmælenda hafa sett svip
sinn á Ísland eftir bankahrunið síðasta haust. Á þingi er boðið í nefið.
Eldhúsdagur er nýtt vikulegt fylgirit Fréttablaðsins sem leggur áherslu á umræðu og skoðanaskipti um stjórnmál og þjóðmál . Leitast verð-ur við að birta vandaðar og upp-lýsandi greinar um ýmis álitamál. Leitað verður eftir sjónarmiðum valinkunnra einstaklinga auk þess sem senda má gagnorðar greinar á netfangið greinar@frettabladid.is.
Afl landsbyggðarinnar Össur Skarphéðinsson:
Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt í klofstígvélum krónunnar í sprett-hlaupinu á mörkuðum heimsins., að mati iðnaðar- og utanríkisráð-herra. Eina færa leiðin sé Evr-ópuleiðin að upptöku evru sem framtíðar gjaldmiðli. Hann telur að með aukinni fullvinnslu sjávarfangs felist nýir tekjumöguleikar fyrir landsbyggðina í fullum og tollfrjáls-um aðgangi að markaði ESB.
Umræða á villistigumGunnar Karlsson:
Hefði beint lýðræði forðað Íslandi frá efnahagslegum óförum? Lík-lega ekki, segir Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði. Fulltrúalýð-ræði Vesturlanda er sannarlega ófullkomið segir hann en væri ekki vænlegra ef við reyndum að tala okkur í átt til lausnar innan þess, í stað þess að hafna því fyrir eitthvað sem við vitum lítið hvert kann að leiða?
Betra Ísland
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birkir Jón Jónsson og Eygló Harð-ardóttir:
Öll rök hníga að því að lækka stýri-vexti, að mati forystu Framsóknar-flokksins, sem reifar nýjar tillögur flokksins í efnahagsmálum. Þau telja forsendur fyrir Íbúðalánasjóð að fella niður 20 prósent skulda og vilja að erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum. Stjórnmál verði þó að hætta að snúast um smámuni.
„Eldhúsdagur“
er nýtt vikulegt fylgirit Fréttablaðsins sem leggur
áherslu á umræðu og skoðanaskipti um stjórnmál
og þjóðmál. Leitast verður við að birta vandaðar og
upplýsandi greinar um ýmis álitamál. Leitað verður
eftir sjónarmiðum valinkunnra einstaklinga auk þess
sem lesendur geta sent inn gagnorðar greinar á
netfangið greinar@frettabladid.is
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 7