Fréttablaðið - 28.02.2009, Side 60

Fréttablaðið - 28.02.2009, Side 60
● heimili&hönnun Konfetti-ljósakróna úr diskókúlum eftir sænsku hönnuðina í FRONT. MYND/BELYSNINGSBOLAGET.SE Sænski hönnunarhópurinn Front á heiðurinn að þessari ljósakrónu sem ber heitið Konfetti. Ljósakrónan er samsett úr mörgum diskókúlum í mismunandi stærðum sem hengdar eru á stálsúlu með halogen-perum sem varpa daufri birtu. Krónan er hluti af Found-línu Front þar sem hugmyndin er að nota til- búna hluti og setja þá saman í nýju samhengi og eru þá upphafleg kar- aktereinkenni hlutanna látin ráða ferð- inni í nýju samsetningunni. Í umsögn sinni um hlutinn segja hönnuðirn- ir sjálfir að skilja þurfi að samhengi er milli hluta og hönnun sé alltaf undir áhrifum og byggist á hlutum og hug- myndum sem þegar eru til. Ljósakrónan er um 70 sentimetr- ar í þvermál og 90 sentimetrar á hæð og sómir sér vel í hvaða salarkynnum sem er. - rat Diskókúlan endurvakin Hátölurunum er komið fyrir inni í veggj- um þannig að þeir sjást ekki en gefa frá sér góðan hljóm. MYND/NÝHERJI Fyrirtækið Sense, sem er í eigu Nýherja, hefur til sölu einstaka hátalara frá AmbienTech sem komið er fyrir inni í veggjum þannig að þeir sjást ekki og falla inn í umhverfi sitt. Hátalararnir henta vel þar sem pláss er af skornum skammti eða til að halda í stílhreint umhverfi. Þeir henta hvort sem er í fyrirtækjum, á matsölu- stöðum eða heimilum. Hátalararnir sóma sér vel í stofunni eða jafnvel inni á baðherbergi, allt eftir óskum hvers og eins. Enginn verður þeirra var fyrr en tónlistin tekur að óma. Ambien- Tech-hátalararnir búa yfir djúpum og tærum tóni og geta náð 180 gráðu dreifingu á hljóði. Sense annast ráð- gjöf um uppsetningu og rétta stað- setningu á hátölurunum. - hs Ósýnilegir hátalarar PRAKTÍSK HÖNNUN SEM VEKUR KÁTÍNU Japanski hönnuðurinn Makoto Tojiki leggur mikið upp úr stílhreinni hönnun líkt og samlandar hans eiga til. Newton-borðið, sem hann framleiðir í tveimur stærðum, ber þess glöggt merki. Með hönnun sinni leitast Tojiki við að kalla fram bros af vörum fólks og brjóta upp fyrir- fram ákveðnar hugmyndir þess um hversdagslega hluti. Dældin í miðju Newton-borðinu ber þess vitni. Hún hentar vel undir ávexti, nammi eða skraut og vekur kátínu og undrun. P IP A R • S ÍA • 9 0 1 8 7 GERÐU GÓÐ KAUP Notað og Nýtt > Mörkinni 1 > sími: 517 2030 Suðurlandsbraut Sk eið av og ur Miklabraut Gnoðavogur Mörkinni 1 > Opnunartími: Virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 Sunnudaga 13-16 Tökum á móti vörum utan opnunartíma, upplýsingar í síma 517-2030 > > Húsgögn, húsbúnaður, skrifstofuhúsgögn, lampar, ljós fatnaður, skór, töskur og fleira á frábæru verði. Komdu og skoðaðu úrvalið! ENN LÆG RA V ERÐ Á VÖ LDU M VÖ RUM 8 28. FEBRÚAR 2009 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.