Fréttablaðið - 28.02.2009, Page 62
4 fjölskyldan
HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA
ÞÚ FÆRÐ DECUBAL
Í NÆSTA APÓTEKI
• Húðin okkar er viðkvæm og veðráttan á
Íslandi getur verið húðinni erfið.
• Decubal viðheldur heilbrigði og ferskleika
húðarinnar – allt árið um kring.
• Kynntu þér eiginleika Decubal og kveddu
þurra húð.
GAGN&GAMAN
FRÓÐLEIKUR
Litla kistan Taubleiur úr lífrænni
bómull og föt úr umhverfisvæn-
um efnum á borð við sojabaunir
og bambus eru á meðal þess sem
fæst í versluninni Litlu kistunni
sem opnaði í mánuðinum í
Bergstaðastræti 13. Þar má einnig
fá eiturefnaprófaðan fatnað úr
hefðbundnari efnum, hreinlætis-
vörur og hönnunarvörur fyrir
barnaherbergið svo eitthvað sé
nefnt. Litla kistan er bæði
vefverslun og götuverslun, hægt
er að panta á Netinu og koma
síðan og sækja vöruna, eða fá
heimsent. Veffangið er www.
litlakistan.is.
Ódýr Ikeamatur Börn borða
frítt í Ikea í febrúar og því síðasta
tækifærið í dag að njóta þess
kostaboðs. Fjögurra manna
fjölskylda getur þannig
fengið fulla máltíð
fyrir innan við þús-
und krónur. Þó
að þessu tilboði
ljúki í dag er
annað hagstætt
tilboð í gangi
alla virka daga
milli hálfsex og
hálfsjö; sænskar
kjötbollur, tveir 10
bolluskammtar fyrir
fullorðna og tveir
barnaskammtar af spaghettíi
ásamt safa fyrir börnin á 1.390
krónur. Ferð á virkum degi tekur
minna á taugar fullorðna fólksins.
þá er mun rólegra og auðveldara
fyrir börnin að njóta sín í
Boltalandi og barnadeild búðar-
innar.
Endurfundir Barnaleiðsögn
verður um Þjóðminjasafnið á
morgun kl. 14 og verður þá
sýningin Endurfundir skoðuð. Á
henni má sjá alls konar áhuga-
verða gripi sem fundust við
fornleifarannsóknir á mörgum
stöðum á Íslandi. Börnin fá að
kynnast grunnhugmyndum
fornleifafræðinnar og setja sig í
spor fólks „í gamla daga“.
Sýningunni er
ætlað að
höfða til allra
aldurshópa.
Leiðsögnin er
ætluð
börnum á
aldrinum 6 til
10 ára.
600 8000
íslensk börn eiga atvinnulausa foreldra.
Þar af eiga rúmlega fjögur þúsund og
fjögur hundruð atvinnulausan föður en
fjögur þúsund atvinnulausa móður. 40 Uppselt er á 40 sýningar á Kardimommubæn-um í Þjóðleikhúsinu en frá upphafi hafa 160 þúsund Íslendingar skemmt sér yfir lífinu í Kardommubæ Thorbjörns Egner.
10 ungmenni á aldrinum sextán til sautján ára tóku þátt í Ólympíuhátíð æskunnar en vetrarleikarnir fóru fram í Póllandi á dögunum. Ekki var hægt að keppa í öllum greinum vegna fannfergis.
myndir keppa til úrslita í gæludýra-
myndasamkeppni verslunarinnar
Dýraríkisins í Miðhrauni. Gestir verslun-
arinnar velja bestu myndina og eru
síðustu forvöð að skoða nú um helgina.