Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 80
52 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
Það er engin furða að tískuheimurinn hafi það orðspor á sér að vera
yfirborðs- og froðukenndur. Í fjölmiðlum sjáum við þetta iðulega, sér-
staklega þegar við fáum að kíkja baksviðs á tískuvikurnar og sjáum
fólk kyssa andrúmsloftið á báðar kinnar og æpa „Dahling“ „Dahling“
alveg eins og hinar snilldarlegu Edie og Patsy í Absolutely Fabulous.
Þessir bresku sjónvarpsþættir náðu reyndar ýmsu réttu um tísku-
bransann.
Önnur vinkvennanna, Patsy, var í sífelldum vandræðum með auka-
kílóin, hafði fylgt öllum tískubylgjum frá jóga og hassreykingum upp
í harem-buxur og hárbönd með misgóðum árangri. Edie á hinn bóginn
var keðjureykjandi, vodkastaupandi, kampavínsdrekkandi sorakjaft-
ur sem hafði náð einhverjum frama með því að sofa hjá hinni og þess-
ari rokkstjörnunni. Hver getur gleymt setningum eins og „Ef stutt
pils verða styttri í ár þá verður heimurinn að kvensjúkdómalækninum
þínum“.
Það var erfitt að ímynda sér að það væri í raun og veru til fólk sem
hafði ekkert annað að tala um heldur en nýjustu tísku og hversu stór-
kostlega viðmælandinn liti út. En auðvitað er þetta til. Sumir gera ekki
annað en henda myndum af sér inn á Facebook eða Myspace til þess
eins að fá „komment“ eins og „Þú ert guðdómleg/ur“ „Þetta er stór-
fenglegur kjóll“ eða „Guð minn góður, babycakes babydoll þú ert svo
sssssjúklega bjútifúl ást og kossar“. Svo er þetta fólk svo … tja … hvað
á maður að segja … undarlegt.
Þegar ég var sextán ára fór ég á mína fyrstu „haute couture“-tísku-
sýningu í París og laumaðist þar um á öftustu bekkjum meðan furðu-
legt lið í skærlituðum fötum strunsaði um með stóra hatta eða sólgler-
augu og talaði ofboðslega hátt. Ég varð eiginlega jafn skelkuð og ég
hafði gaman af öllum látunum. Ég verð enn skelkuð ef ég lendi í hópi
fólks sem klæðir sig í alla liti regnbogans og talar ofsalega hátt um
föt.
Ég fer alltaf að velta fyrir mér hvort það hafi virkilega ekki áhuga á
neinu öðru en sjálfu sér og fötunum sem það gengur í. En þetta er víst
það sem getur líka verið svo heillandi við tískubransann, þessi skraut-
legi og skrýtni sirkus af sérvitru fólki sem lítur á sjálft sig sem lista-
verk.
Dahling, dahling!
hvítan augnblýant frá Lancôme, sem gerir augun stærri og fallegri.
Dásamlegan fjaðrakraga frá Einveru, Laugavegi
sem poppar upp hvaða flík sem er.
Fallega drapp-
lita peysu með
svartri slaufu
frá Einveru,
Laugavegi.
OKKUR
LANGAR Í
…
> TONN AF FÖTUM
Leikhópurinn „Ég og vinir mínir“
er að safna tonni af fötum fyrir
leiksýninguna Húmanímal í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu. Hópurinn hvetur
fólk til þess að gefa gömlu fötunum
sínum nýtt líf sem búningum eða
leikmynd. Tekið verður á móti fötum í
Hagaskóla og Hafnarfjarðarleikhúsinu
laugardaginn 28. febrúar frá 12-16.
Tískuvikunni í London var að ljúka en sú í
Mílanó er að hefjast. Gotnesk áhrif, svört
og drungaleg, þóttu einkenna hönnun
margra en breski frumleikinn þótti
athyglisverður að vanda. Sýning-
arnar sem vöktu mesta athygli voru
hjá nýliðunum Louise Goldin og Josh
Goot en einnig sló lína Christopher
Kane rækilega í gegn. Hér gefur að
líta nokkra hápunkta vikunnar.
- amb
GOTNESK ÁHRIF ÁFRAM RÁÐANDI
HJÁ BRESKUM HÖNNUÐUM:
Svart, hvítt
og þröngt
GRÍMUBALL Hárkolla
og gríma til sýnis hjá
Charlie Le Mindu.
STUTT
Grátt dress
frá Osman
Yousefzada.
GRINDIN ÚTI Poppara-
dóttirin Pixie Geldof
á æfingu fyrir sýningu
Luella í London.
LEÐUR Hörku-
legur kynþokki
hjá Jasper
Conran.
EINFALT
Frá sýningu
athyglisverðs
nýliða Josh
Goot.
KVENLEGT
Frá sýningu
á kvenfötum
Paul Smith.
SVART SKAL
ÞAÐ VERA
Sýning Louise
Goldin vakti
mikla athygli.
Hjá FORTIS starfar samhentur hópur lögfræðinga með víðtæka reynslu af lögmannsstörfum.
Við leitumst við að veita persónulega og alhliða þjónustu á flestum sviðum lögfræðinnar
og sérhæfum okkur í skaðabótamálum vegna umferðar- og vinnuslysa, skilnaðar- og
sambúðarslitamálum svo fátt eitt sé nefnt.
Höfum áratuga reynslu af uppgjöri slysabóta.
Átt þú rétt á
bótum eftir slys?
Gylfi Thorlacius hrl.
Svala Thorlacius hrl.
S. Sif Thorlacius hdl.
Kristján B. Thorlacius hdl.
Guðmundur Ómar Hafsteinsson hdl.
www.fortis.is
K
R
A
FTA
V
ER
K
Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími: 520 5800 • fortis@fortis.is
Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum þér að kostnaðarlausu!