Fréttablaðið - 28.02.2009, Síða 82

Fréttablaðið - 28.02.2009, Síða 82
54 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Hvað er að frétta? Er á fullu að æfa leik- sýninguna Húmanímal. Við verðum með fatasöfnun í dag, laugardag, milli 12 og 16 í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Hagaskóla. Við þurfum nefnilega tonn af fötum í leikmynd- ina okkar. Augnlitur: Blár. Starf: Leikkona. Fjölskylduhagir: Er lofuð og á eins árs dóttur. Hvaðan ertu? Vesturbænum. Ertu hjátrúarfull? Njáei … stundum. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Dexter. Uppáhaldsmaturinn: Avókadó og sætar kartöflur, ekki saman samt. Fallegasti staðurinn: Rauðisandur á Vest- fjörðum, vá! iPod eða geislaspilari: Bara útvarpið. Hvað er skemmtilegast? Að leika, bæði við dótturina og á sviðinu. Hvað er leiðinlegast? Að hangsa og bíða. Helsti veikleiki: Óþolinmæði. Helsti kostur: Lífsgleðin. Helsta afrek: Fyrir utan fæð- ingu frumburðarins er það mjög minnisstætt þegar ég komst fyrst í splitt. Mestu vonbrigðin? Spillingin sem hefur verið í gangi undanfarin ár á Íslandi. Hver er draumurinn? Að Húmanímal verði skemmtileg- asta sýning í heimi. Hver er fyndnastur/ fyndnust? Frikki Frikk, ekki spurning. Hvað fer mest í taug- arnar á þér? Leti og neikvæðni. Hvað er mikilvægast? Að gleðja aðra, þá verður maður sjálfur glaður. HIN HLIÐIN ÁLFRÚN HELGA ÖRNÓLFSDÓTTIR LEIKKONA Lífsglöð og þolir ekki leti og neikvæðni 23. 03. 1981 HAFA FENGIÐ NÓG AF SLÚÐRI OG SKEMMDARVERKUM Þorsteinn Stephensen og félagar í Hr. Örlygi hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla blaðamannsins Bens Murray. Þar segir að ástæðulaust sé að óttast um framtíð Iceland Airwaves. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Þorsteinn Stephensen og starfsmenn Hr. Örlygs segjast þreyttir á slúðri og skemmdarverkastarfsemi um Airwaves-hátíðina. Starfsmenn Hr. Örlygs, sem skipu- leggur Iceland Airwaves-hátíðina, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna viðtals við enska blaðamanninn Ben Murray sem birtist í Frétta- blaðinu í gær. Þar sagði hann að Hr. Örlygur skuldaði sér peninga og að hann óttaðist um framtíð hátíðarinnar. Í yfirlýsingunni kemur fram að Ben sé nýjasti liðsmaður í þröng- um hópi sem hafi tjáð ást sína opinberlega á íslenskri tónlist og Airwaves-hátíðinni en vinni síðan skipulega gegn hagsmunum hátíð- arinnar og þeirra sem að henni standa. „Ben Murray talar fjálglega um starf sitt fyrir Iceland Airwaves en staðreyndin er sú að umræddur Ben hefur aldrei unnið við Iceland Airwaves. Ben Murray var ráðinn til að sinna ákveðnum og mjög tak- mörkuðum verkefnum fyrir Hr. Örlyg í tengslum við London Air- waves, sem fram fór í London hinn 18. september síðastliðinn. Hátíð- in í London gekk afburðavel en því miður náðu endar ekki saman þar sem styrktaraðilar gengu úr skaftinu á síðustu stundu. Af þeim sökum eru enn ógreiddir reikning- ar; einn þeirra var frá Ben Murray. Hann hljóðaði upp á 900 pund og hefur verið greiddur,“ segir í yfir- lýsingunni frá Hr. Örlygi. „Ben, eins og fleiri, segist óttast að Air- waves-hátíðin verði ekki hald- in í ár. Sá ótti er, rétt eins og ótti sama fólks um að Airwaves 2008 yrði ekki haldin, sennilega frekar óskhyggja og algjörlega óþarfur. Að öðru leyti óska aðstandendur Hr. Örlygs og Iceland Airwa- ves eftir að fá frið fyrir slúðri og skemmdarverkastarfsemi svo við getum gert það sem við höfum allt- af gert, látið verkin tala.“ Undir þetta rita Árni Einar Birg- isson, Egill Tómasson, Inga Dóra Jóhannsdóttir, Kerstin Ganzemull- er, Róbert Aron Magnússon, Sara María Júlíudóttir og Þorsteinn Stephensen. freyr@frettabladid.is Iceland Airwaves-fólk vill frið fyrir skemmdarverkum > NÝTUR STUÐNINGS Leikkonan Gwyneth Paltrow segir vandamál sín vera smávægi- leg í samanburði við það sem Madonna hefur gengið í gegn- um og dáist að því hvernig hún hefur sigrast á erfiðleik- um sínum. Hún segir Mad- onnu vera mjög áhugaverða og hlýja persónu sem hafi þurft að sæta mikilli gagnrýni en sé langt frá því að vera eins og fólk haldi. Samuel L. Jackson hefur sam- þykkt að leika Nick Fury í hasar- myndinni Iron Man 2 og hugsan- lega átta öðrum myndum fyrir framleiðandann Marvel. Á meðal þeirra eru Captain America, Thor, The Avengers, The Shield og mögulegar framhaldsmyndir þeirra. Jackson kynnti Fury til sög- unnar í lok Iron Man þegar hann bað Tony Stark um að ganga til liðs við njósnadeild sína The Shi- eld. Jackson átti í launadeilum við Marvel og neitaði að leika Fury nema hann fengi eitthvað fyrir sinn snúð og nú hefur sam- komulag loks náðst. Iron Man 2 er væntanleg í bíó sumarið 2010 í leikstjórn Jons Favreau. Leikur Fury í Iron Man 2 Kate Winslet hefur valið heldur óvenjulegan stað á heimili sínu fyrir Óskars- verðlaun sín, en hún ætlar að geyma styttuna sína inni á klós- etti. Í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail segist leikkonan, sem er gift Óskars- verðlaunaleik- stjóranum Sam Mendes, ætla að stilla sinni styttu upp við hlið styttu eig- inmannsins inni á klósetti því hún vill ekki að verðlaunin hafi áhrif á vinnu sína. Jafnframt segist hún vona að verðlaunin breyti ekki sam- starfi sínu við aðra leikstjóra og leikara. Winslet, sem er tveggja barna móðir, viður- kennir að hún sé komin með nóg af fínum verð- launahátíðum og síðkjólum í bili og segist vera að skipuleggja sumarfrí fjarri Hollywood. Geymir Óskarinn á klósettinu ÓBREYTT EFTIR ÓSKARINN Kate Winslet vonar að Óskarsverðlaunin sem hún hlaut fyrir leik sinni í myndinni The Reader breyti ekki samstarfi sínu við aðra leikara og leikstjóra. Söngkonan Lay Low hitar upp fyrir Emilíönu Torrini á þrenn- um tónleikum í Bandaríkjunum í lok mars. Fyrstu tón- leikarnir verða í New York 28. mars, þeir næstu í San Francisco kvöldið eftir og þeir síð- ustu í Los Angeles 30. mars. Tónleika- ferð þeirra saman um Evrópu, sem lauk á dögun- um, gekk mjög vel og í framhaldinu af því bauð Emil- íana Lay Low að hita upp fyrir sig á fyrstu tónleikunum sínum í Bandaríkjunum í tengslum við útgáfu plötunnar Me and Arm- ini. Áður en að þessum tónleikum kemur munu þær stöllur spila í London 13. mars og er þegar upp- selt á giggið. Hitar upp vestanhafs LAY LOW Söngkonan Lay Low hitar upp fyrir Emilíönu Torrini í Bandaríkjunum í lok mars. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL Hemmi Gunn verður á Aldrei fór ég suður hátíðinni á Ísafirði um páskana eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Samtals verða um 20-30 atriði á hátíð- inni og nokkur nöfn hafa nú bæst við prógrammið. Þetta eru Dr. Spock, Agent Fresco, Sin Fang Bous og hljómsveitin múm, sem leggur nú lokahönd á nýja plötu. Einnig spila mörg frambærileg heimabönd á hátíðinni eins og vanalega, til að mynda Reykja- vík!, Stórsveit Vestfjarða, Skúli Þórðarson og Sökudólgarnir og Klikkhausarnir. Aldrei múm VIÐ FÆRÐUM OKKUR TIL Edda Brynja Nanna Við stöllurnar höfum fært okkur frá Rauðhettu og úlfinum yfir á hárgreiðslustofuna Kompaníið. Kompaníið er staðsett í Turninum í Kópavogi, Smáratorgi 3, 2. hæð. Við hlökkum til að taka á móti nýjum sem gömlum viðskiptavinum á nýjum stað. Pantanir í síma 588 9911 eða á www.kompaniid.is. Kveðja Edda, Brynja og Nanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.