Fréttablaðið - 28.02.2009, Page 84

Fréttablaðið - 28.02.2009, Page 84
56 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR „Það má setja sokk í þá sem halda að Den Störe kunni ekki póker,“ segir Egill Einarsson, einka- þjálfari og fyrirliði íslenska landsliðsins í póker. Egill, sem kallar sig Den Störe, þykist nú heldur betur geta stung- ið upp í alla þá sem hafa haft efasemdir uppi um getu hans í póker. Und- anfarna þrjá mánuði hefur staðið yfir móta- röð í póker sem heitir ÍSOP, Icelandic Series Of Poker, sem er eitt helsta mót sem haldið er í íþróttinni. „Spilað á hverjum fimmtudegi upp á stig og níu stigahæstu mennirnir mætast á loka- borði þar sem spilað er upp á 610 þúsund krón- ur. Den Störe er kominn á lokaborðið þrátt fyrir að hafa einungis spilað 4 mót af 12. Sem er magn- aður árangur,“ segir Den Störe. Og talar um sjálf- an sig í 3. persónu eins og Davíð Oddsson. Og held- ur áfram: „Í þessu móti mætast bestu pókerspil- arar landsins. Lokaborð- ið verður spilað næst- komandi fimmtudag á hinum glæsilega Póker- klúbb.“ - jbg Störe í úrslit á stóru pókermóti Löngu fyrir Eurovision voru danslagakeppnir helsti vettvang- ur nýrra íslenskra dægurlaga. Sígild lög eins og „Nú liggur vel á mér“ og „Laus og liðugur“ fædd- ust í svona keppnum. Rás 2 vitn- ar nú í þessar keppnir fortíðar og hefur blásið til „Bjartsýnis- söngvakeppni hins nýja lýðveldis – sönglagakeppni fólksins“. Lagið verður að „fylla okkur baráttu- vilja til að takast á við framtíð- ina“, eins og það er orðað. Lögin streyma nú inn og meðal þeirra sem taka þátt eru Halli Reynis og hljómsveitirnar South River Band, Árstíðir, Múgsefjun og Ljótu hálfvitarnir. Bjartsýni og baráttuvilji LJÓTU HÁLFVITARNIR Nógu bjartsýnir fyrir Rás 2. Síðasta myndin í Harry Potter- seríunni, Harry Potter and the Deathly Hallows: Part II, kemur í bíó sumarið 2011. Ákveðið var að gera tvær kvikmyndir upp úr sjö- undu og síðustu Potter-bókinni og kemur sú fyrri út 19. nóvember á næsta ári. Næsta Harry Potter-mynd er aftur á móti væntanleg í sumar en í ágúst í fyrra var ákveðið að fresta henni um átta mánuði til að tryggja að framleiðandinn Warn- er Bros fengi öruggan sumar- smell. Einnig hafði verkfall hand- ritshöfunda í Hollywood í fyrra áhrif á ákvörðunina. Fyrstu fimm Potter- myndirnar hafa aflað gríðarlegra tekna og eru nú orðnar tekjuhærri en James Bond- og Star Wars-mynd- irnar. Lokamyndin í bíó 2011 HARRY POTTER Síðasta myndin í Harry Potter- seríunni kemur í bíó sumarið 2011. Mischa Barton segist ekki vilja stunda einnar nætur gaman. Í viðtali við breska tímaritið FHM sagðist leikkonan aðeins stunda kynlíf þegar hún er í föstu sambandi. Mischa, sem hefur sést með Luke Pritchard, söngvara Kooks, upp á síðkastið, segist vera á lausu. Hún segist laðast að mönnum sem eru sjálfsöruggir og komi sér til að hlæja, en seg- ist finna fyrir því að karlmenn séu stundum hræddir við sig því hún sé búin að vera mikið í sviðsljósinu. Leikkonan segist oft eiga í erfið- leikum með að eignast góðar vinkonur og kjósi frekar að vera með karlmönnum því það sé ekki eins flókið. Ekkert kynlíf utan sambanda hjá Barton Á LAUSU? Mischa Barton hefur sést með Luke Pritchard, söngvara Kooks, upp á síðkastið, en segist vera á lausu. THE SIMPSONS Vinsældum Simpsons-fjölskyldunnar virðist aldrei ætla að linna. Staðfest hefur verið að The Simpsons verði langlífasta sjón- varpsþáttaröðin frá upphafi í Bandaríkjunum því framleið- andinn Fox hefur ákveðið að gera tvær nýjar þáttaraðir. Tuttugasta þáttaröð af Simp- sons er sýnd um þessar mund- ir og jafnar það met þáttanna Gunsmoke sem luku göngu sinni árið 1975. 21. þáttaröðin af Simpsons hefst í haust og sú 22. verður sýnd á næsta ári. Fyrsti Simpsons-þátturinn var sýnd- ur vestanhafs í desember árið 1989. Með tveimur nýju þátta- röðunum, sem samanstanda af 44 þáttum, verða Simpsons- þættirnir orðnir 493 talsins þegar þeim lýkur. Simpsons langlíf- asta þáttaröðin Hljómsveitin U2 hefur vísað á bug gagnrýni um að hún notfæri sér erlend skattaskjól til að komast hjá því að borga háan skatt í heimalandi sínu, Írlandi. Umræðan kemur upp á slæmum tíma fyrir hljómsveitina því hún er um þessar mundir að gefa út nýja plötu, No Line on the Horizon. Sam- tökin The Dept and Development Coalition, sem berjast fyrir réttind- um þriðja heims ríkja, stóðu fyrir mótmælum fyrir utan fjármálaráðu- neyti Írlands fyrir skömmu þar sem þau gagnrýndu U2 fyrir að borga skatta sína í Hollandi. Sögðu sam- tökin að meðlimir U2 væru hræsn- arar því með þessu fengi írska ríkið minni peninga til að aðstoða fólk í fjárhagskröggum og fátæk erlend ríki, en söngvarinn Bono hefur ein- mitt verið í herferð gegn fátækt í gegnum tíðina. Paul McGuinness, umboðsmaður U2, vísar þessu á bug og segir alla meðlimi sveitar- innar vera fjárfesta og starfsmenn á Írlandi. Hann segir sveitina hvergi brjóta írsk skattalög. „U2 er alþjóð- legt fyrirtæki og það borgar skatta sína á alþjóðlegan máta,“ sagði McGuinness. „Að minnsta kosti 95% af viðskiptum U2, þar á meðal plötu- og miðasala vegna tónleika, fer fram utan Írlands og þess vegna borgar hljómsveitin mismunandi skatta víðs vegar um heiminn. Með- limir hennar eru áfram með bæki- stöðvar sínar á Írlandi og eru þar fjárfestar og starfsmenn.“ U2 flutti útgáfustarfsemi sína til Hollands árið 2006 þar sem skatta- umhverfið er þeim hagstæðara. „Það er ekkert ólöglegt við það að nýta sér skattalög sem hentuðu þeim betur. En vitandi það að Bono hefur eytt miklum tíma í að berj- ast gegn fátækt þá sjáum við alveg mótsögnina í þessu,“ sagði McGu- inness. Nessa Ni Chasaide hjá The Dept and Development Coalition segir að samtökin hafi viljað vekja athygli á því að Bono berjist gegn fátækt og óréttlæti á meðan hljómsveitin hans hafi fært hluta af viðskipt- um sínum í skattaskjól í Hollandi. „Þegar menn komast hjá skatti eða notfæra sér glufur í skattalögunum verða þróunarríkin af að minnsta kosti 18,2 milljörðum króna á hverju ári. Þessi peningur er nauð- synlegur til að fólk geti brotist út úr fátækt sinni,“ sagði hún. „U2 er bara hluti af vandamálinu. Þetta er miklu stærra og kerfisbundnara vandamál sem er til staðar í okkar alþjóðlega fjármálakerfi. Öll fyrir- tæki og einstaklingar eiga að bera þá ábyrgð að borga rétta upphæð í skatt.“ U2 borgar skatt í Hollandi U2 Rokkararnir í U2 hafa verið gagnrýndir fyrir að borga hluta af sköttum sínum í Hollandi í stað Írlands. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES ENGINN AUKVISI Í PÓKERNUM Den Störe er kominn á loka- borðið sem hann segir magnaðan árangur í ljósi aðstæðna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.